Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Síða 17
Fimmtudagur 12. október 2000 Fréttir 17 Knattspyrna: Njáll Eiðsson tekur við mfl. karla og Heimir Hallgrímsson áfram með stelpurnar Geri eins vel 03 ég get -segir hinn nýráðni þjálfari karlanna SAMNINGURINN innsiglaður með handabandi. Njáll Eiðsson nýráðinn þjálfari ÍBV og Ásmundur Friðriksson formaður knattspyrnudeildar. Knattspyrnudeild IBV hefur ráðið Njál Eiðsson, þjálfara ÍR undan- farin fjögur ár, til að þjálfa meist- araflokk IBV. Ekki verður sagt að ÍB V fari ótroðnar slóðir í vali sínu á þjálfara, síðustu þrír þjálfarar ÍBV hafa átt það sameiginlegt að hafa ekki sannað sig sem þjálfarar í efstu deild þegar þeir voru ráðnir, en Njáll hefur líklega mestu reynslu fjórmenninganna, var með ÍR í efstu deild 1998 og FH 1992. A þriðjudaginn var samningurinn undirritaður og haldinn blaðamanna- fundur í tilefni af því þar sem voru þeir Njáll, Ásmundur Friðriksson. Eggert Garðarsson og Elías Bjöm Angantýsson, formaður ÁTVR, sem var ÍBV innan handar við ráðninguna. Njáll Eiðsson er Austfirðingur, ætt- aður úr Borgarfirði eystra en hann hefur leikið m.a. með Þrótti Nes- kaupstað, KA, Val og varð Islands- meistari með Valsmönnum 1987. Njáll á alls fjórtán ár að baki sem þjálfari, hann hefur þjálfað FH, KA, Víði Garði og ÍR. Njáll starfar sem íþróttakennari og mun verða búsettur í Reykjavík í vetur. Á eftir aó kynna mér ungu strákana Njáll sagðist hafa séð til ÍBV liðsins síðastliðið sumar en hann sagðist eiga eftir að kynna sér yngri leikmenn liðsins. „Eg er nýkominn að liðinu þannig að ég hef ekki séð ungu strákana í hópnum. Eg sá liðið spila í sumar og sá stráka eins og Hjalta Jónsson, Bjama Geir Viðarsson og Pál Almarsson en ég á eftir að skoða hina. Ég er mjög spenntur íyrir þessu verk- efni, enda hefði ég ekki tekið við liðinu ef svo væri ekki. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að verkefnið verður allt annað en auðvelt enda hafa orðið miklar breytingar á leikmanna- hópi ÍBV síðan ÍBV vann tvöfalt þannig að ég sé fýrir mér mikla vinnu næstu árin. Við höfum aðeins verið að velta leikmannamálum íyrir okkur en lengra er það ekki komið. Það er reyndar ekki alveg ljóst ennþá hverjir verða með okkur næsta sumar, það mun skýrast á næstu dögum en ég veit að það er mikill efniviður í yngri flokkum ÍBV,“ sagði Njáll. Kom á óvart þegar ÍBV hafði samband Hann sagði að það hefði komið sér á óvart þegar ÍBV hafði samband við hann. „Ég held að við verðum að gefa þessu aðeins tækifæri. Það er ekki nema tæp vika síðan þetta bar á góma íyrst þannig að ég er svona að átta mig á nýja starfinu. Þetta kom mjög snöggt upp þannig að ég held að það sé mjög erfitt fýrir mig að láta frá mér einhverjar yfirlýsingar um hvað við leggjum upp með. En það er ljóst að þetta verður mikil vinna. Það er mikill metnaður f fótboltanum í Eyjum og ég hef fengið að kynnast því eftir að ég kom hingað að allir fylgjast með fótbolta og hafa skoðanir á honum þannig að það er örugglega mikil pressa á þjálfara liðsins. Ég er meðvitaður um þetta en ég reyni að sjálfsögðu bara að gera eins vel og ég get. En ég geri þetta auðvitað ekki einn. Það þarf margt svo að hlutimir gangi upp. Það þarf að vera góður leikmannahópur og góð stjóm og til þess að árangur náist þá þarf þetta allt að vinna saman.“ Njáll sagði að hann muni búa í Reykjavík í vetur og vera með aðstoðarmann hér í Eyjum eins og hefur verið undanfarin ár. „Það er ekki búið að ráða aðstoðar- mann en ég verð í Reykjavík og mun hafa aðstoðarmann hér í Eyjum sem mun sjá um þjálfun liðsins hér. Þetta hefur verið svona undanfarin ár enda ekki hægt annað þar sem svo margir leikmenn liðsins em á höfuðborgar- svæðinu yfir vetrartímann,“ sagði Njáll að lokum. Ásmundur Friðriksson: Steingrímur og Baldur fara Asmundur Friðriksson, formaður knattspyrnudeildar, hóf fundinn og renndi yfír nokkur atriði sem lúta að ráðningu nýs þjálfara. Þar kom m.a. fram að samningaviðræður tóku skamman tíma. ÍBV var í óformlegum viðræðum við m.a. Zeljko Sankovic en þegar þær strönduðu var rætt við Njál. „Það var fyrst ákveðið að sjá hvað væri í boði héma heima. Við vildum athuga markaðinn í Eyjum áður en við fæmm annað að leita að þjálfara. Ég er þeiirar skoðunar að best sé að þurfa ekki að fara langt yfir lækinn eftir einhverju sem maður hefur í heimahögunum. Við áttum tvo langa fundi með Zeljko þar sem við fómm yfir málin og lögðum fram okkar hugmyndir sem em nákvæmlega þær sömu og við lögðum fyrir Njál. Þær lúta að uppbyggingu liðsins og að koma ungu strákunum að í liðinu. Það var svo okkar mat eftir þessa tvo fundi að leiðir okkar og Zeljko lægju ekki saman og við myndum ekki ná þeim markmiðum sem við vildum með honum, þrátt fyrir góðan meðbyr í upphaft viðræðanna. Þeim viðræðum var bara slitið í góðu og við fómm að leita hófanna annars staðar. Eina tilboðið sem var gert er það sem við vomm að undirrita núna í dag.“ Varðandi rekstur IBV á næstu ámm sagði Ásmundur m.a. að það kæmi ekki niður á rekstri deildarinnar að liðið verður ekki í Evrópukeppni næsta ár. „Það em fyrst og fremst mikil vonbrigði að vera ekki með í Evrópukeppninni næsta sumar. Það mun hins vegar ekki koma niður á íjárhag deildarinnar fýrr en eftir tvö ár. Við emm að fá greiðslu fýrir þáttöku í Evrópukeppni undanfarinna ára á næsta ári og þar næsta ári. Þannig að við munum leggja alla áherslu á koma upp sterku liði. Steingrímur Jóhannes- son er vonandi eini Eyjamaðurinn sem að fer frá félaginu en svo rann samn- ingur Baldurs Bragasonar út í sumar og hann er genginn til liðs við Valsmenn. Mál Gorans og Momirs er bara einn af þeim þáttum sem við emm að skoða. Þeir em okkar ef við viljum en samskipti við félag jreirra úú hafa verið furðuleg. Formaðurinn vill selja þá en eigandinn ekki. Þeir vilja hins vegar ömgglega koma aftur til okkar enda líkaði þeim mjög vel héma, eins og reyndar flestum af þeim leikmönnum sem við fáum. Við höfum að sjálfsögðu haft samband við ýmsa leikmenn með það í huga að spila með IB V næsta sumar en eins og staðan er í dag þá getum við ekkert sagt til um hverjir þeir em enda væri það mjög óheiðarlegt af okkur að fara með það í fjölmiðla áður en skrifað er undir. Við emm hins vegar ekkert að draga saman seglin heldur viljum við einfaldlega halda íjárhag deildarinnar réttu megin við núllið. Við vitum hvaða íjármagn við höfum og munum spila út frá því.“ Evrópukeppnin í handknaitleik kvenna: Sterkir mótherjar Mótherjar ÍBV í Evrópukeppninni, BSV Buxtehude eru mjög sterkir. Liðið varð samkvæmt heimildum Frétta Evrópu- meistari bikarhafa fyrir sex árum, eftir að hafa unnið þýska bikarinn. Fjórir þýskir landsliðsmenn em innan raða liðsins en einnig spila með Iiðinu pólskur landsliðsmaður, úkraíinskur lands- liðsmaður og norskur landsliðsmaður. Einnig hafa flestir aðrir leikmenn liðsins spilað með yngri landsliðum Þýskalands. Liðið er efst í þýsku deildinni þegar fimm umferðir em búnar en Þorvarður Þor- valdsson, formaður handknattleiksdeildar kvenna ÍBV, sagði að líklega yrði reynt að spila leikina með sama sniði og í fyrstu umferðinni, þ.e. á öðmm hvomm staðnum sömu helgina. Þorvarður sagði ennfremur að líkumar væm meiri á að leikimir fæm fram í Þýskalandi þar sem áhuginn hafi verið frekar dapur í leikjunum tveimur gegn búlgarska liðinu. Marina send heim Úkraínski leikmaðurinn sem gekk til liðs við kvennalið IBV fyrir tímabilið, Marina Bakulina hefur verið send heim. Marina stóð ekki undir væntingum, sérstaklega í sóknarleik liðsins og því var tekin sú ákvörðun á mánudaginn að senda hana heim.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.