Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Page 18
18 Fréttir Fimmtudagur 12. októb’er 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 12. október Kl. 17.30 'ITI' Tíu til tólf ára starf undir handleiðslu Ólafs Jóhanns. Föstudagur 13. október Kl. 13.30 Litlir lærisveinar, yngri hópur, safnaðarheimili. Kl. 14.00 Litlir lærisveinar, eldri hópur, Safnaðarheimili. Laugardagur 14. október Kl. 10.30UtförKristinsPálssonar Kl. 14.00 Útför Sigurðar Einars- sonar Kl. 16.00 Útför Jóhönnu Kristínar Helgadóttur Sunnudagur 15. október Kl. 11.00 Sunnudagaskólinn á sínum stað. Kirkjan iðandi af lífi með söng, leik, fræðslu og helgi- myndum. Lofgjörðin hefst í kirkjunni síðan verður skipting í yngri og eldri deild. Kl. 13-14. Stafkirkjan opin. Kl. 14.00 Messa með altarisgöngu. Fermingarböm lesa ritningarlestra. Einsöngur Hulda Björk Garðars- dóttir. Kl. 15.15 Tónleikar Norræna tónlistahópsins, Norðurljós tekur við í beinu framhaldi af messu- kafftnu. Hulda Björk Garðars- dóttir, sópran, Kristina Wahlin ífá Svíþjóð, messósópran og Beth Elin Byberg frá Noregi, píanó. Þær fjytja sönglög e. norræna höfunda. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Kl. 20.30 Æskulýðsfundur. Óvissuferð frá safnaðarheimili. Þriðjudagur 17. október Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar, leikir, lofgjörð og föndur. Miðvikudagur 18. október Kl. 14.40-17.15 Fermingar- fræðsla. Kl. 20.00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu. Hleypt inn meðan húsrúm leyfir. Fimmtudagur 19. október Litlir lærisveinar, yngri hópur, safnaðarheimili. Kl. 10.00 Foreldramorgunn, fræðsla um sjálfstyrkingu, sr. Bára Friðriksdóttir Kl. 17.30 TTT-starfið. Prestar Landakjrkju minna á nýtt símanúmer kirkjunnar 488 1500. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagurinn Kl. 20.30 Biblíulestur um stöðu Jerúsalem í fortíð og nútíð. Verður borginni bjargað frá stórstyrjöld? Hvað segir Biblían? Laugardagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins - söfnuðurinn velkominn Sunnudagur Kl. kl 15.00 vakningarsamkoma ræðumaður Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Krossins í Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir, sam- skot tekin fyrir trúboðið. Þriðjudagur Kl. 17.30 krakkakirkjan af líft og sál. Öll böm velkomin. Allir hjartanlega velkomnir á samkomur hvítasunnumanna. Aðventkirkjan Laugardagur 7. október Kl. 10.00 Biblíurannsókn. KJ. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur helgar- innar Gavin Anthony Allir hjartanlega velkomnir. Handbolti Evrópukeppnin IBV - Pirin Stclpurnar áfram Þrátt fyrir tap í seinni leiknum Kvennalið IBV lék um helgina tvo leiki í Evrópukeppni félagsliða. Islandsmeistarar IBV mættu búlg- arska liðinu Pirin í Iþrótta- miðstöðinni á laugardag og sunnudag. IBV sigraði í fyrri leiknum með átta mörkum en tapaði þeim síðari með fimm mörkum og komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum. f fyrri leiknum voru yftrburðir ÍBV töluverðir. Liðið komst í 5-0 og var aldrei spuming um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Búlgarska liðið sýndi engin merki þess að liðið yrði mikil hindrun fyrir hið ört vaxandi lið ÍBV og ekki ólfklegt að ferðaþreyta haft setið í liðinu. ÍBV leiddi í hálfleik með fjórum mörkum 12-8, en sigraði svo 27-19 eftir að hafa aukið muninn jafnt og þétt allan seinni hálfleik. Mörk ÍBV: Amela Hegic 6/3, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 6, Inga Falkvard Danberg 5, Marina Bakulina 4, Edda Eggertsdóttir 3, Bjamý Þorvarðardóttir 2, Gunnley Berg 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 10, Lukrecija Bokan 2. Seinni leikurinn í seinni leiknum snerist dæmið algjörlega við. Þjálfari gestanna hafði greinilega kortlagt ÍBV í fyrri leikn- um, því flestar sóknaraðgerðir ÍBV strönduðu á sterkri vöm Pirin ásamt því sem gestimir lögðu milda áherslu á að stöðva hraðaupphlaup ÍBV. Heimastúlkur byrjuðu reyndar betur Nokkur fyrirtæki tóku sig til og buðu Islandsmeisturum 3. flokks í óvissuferð á laugardaginn. Foreldri sem var meðal þeirra sem stóðu að þessu sagði að það hefði verið álit nokkurra að stelpunum hefði fundist sem íþróttahreyflngin hefði ekki staðið sig gagnvart stúlkunum sem eiga einstakan feril bæði í handbolta og fótbolta. Ýmislegt var gert til skemmtunar og komu stelpurnar við á Evrópuleiknum, fengu veislumat á veitingahúsi Þórshamars og að lokum var farið út á Skans þar sem rennt var fyrir fisk. Þeir sem stóðu að þessu voru Hótel Þórshamar, Grímur Gíslason matreiðslumeistari, Páll Pálsson rútuferðir, PH-Viking, Heildverslun HS, 66°N, Vífilfell, Amór bakari, Emmess ís, Lifró og Golfklúbburinn. ÍBV stúlkur höfðu ástæðu til að fagna að loknum sseinni leiknum, þrátt fyrir að hann hafi tapast. Sameiginleg markatala úr leikjunum tveimur tryggði þeim áframhald í keppninni. í leiknum, komust í 3-1 en leikmenn Pirin unnu sig smátt og smátt inn í leikinn og um miðjan fyrri hálfleik komust þær yfir. Gestimir litu aldrei um öxl eftir það og sigruðu örugglega 19-24. Reyndar vom þær sjö mörkum yfir þegar tæplega fimm mínútur vom eftir af leiknum og áframhaldandi þáttaka ÍBV í keppninni í hættu, en góður endasprettur liðsins tryggði IB V sæti í annarri umferð Evrópukeppninnar. „Þetta þróaðist eins og oft gerist. Fyrri leikurinn var fyrri hálfleikur en þessi var seinni hálíleikur. Það mátti alveg búast við því að seinni leikurinn yrði erfiðari, enda gerist það mjög oft í Evrópukeppninni. Við vanmátum liðið algjörlega í seinni leiknum enda vom þær eins og aumingjar í þeim fyrri. Markmaðurinn hjá þeim fór t.d. að verja mjög vel sem í byrjun var kannski okkur að kenna. En áhorf- endur tóku við sér í lokin og þá tókst okkur að sýna okkar rétta andlit og halda okkar sæti í keppninni." sagði Vigdís Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV eftir seinni leikinn gegn Pirin. Mörk IBV: Amela Hegic 6, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 4, Marina Bakulina 4, Bjamý Þorvarðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Gunnley Berg 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 13, Leikir íþróttafélass VM í vetur Körfuboltinn er farinn að rúlla og tekur IV þrátt í þeim Ieik. Fyrir áhugasama fylgja hér leikir liðsins í vetur. Heimaleikir Lau. 30. sep. 15.00 ÍV-ÍA Lau. 7. okt. 15.45 ÍV-Árm./Þróttur Lau. 21. okt. 17.30 ÍV - Höttur, Hagaskóli. Lau. 18 nóv. 15.00 ÍV - ÍS Lau. 2. des. 15.00 ÍV - Stjaman Sun. 14.jan. 15.00 ÍV - Breiðablik Lau. 27.jan. 15.00 ÍV - Snæfell Fös. 16. feb. 19.00 ÍV - Þór Þorl Lau. 10. mar. 15.00 ÍV - Selfoss Útileikir Sun. 22. okt. 12.00 Höttur - ÍV, Hagaskóli. Lau. 4. nóv. 14.00 Breiðablik-ÍV Sun. 5. nóv. 12.00 Snæfell - ÍV Lau. 16. des. 16.00 Selfoss-ÍV Sun. 17. des. 14.00 Þór Þorl. - ÍV Lau. 3. feb. 14.00 ÍA - ÍV Sun. 4. feb. 14.30 ÁrmTÞróttur-ÍV Lau. 3. mar. 14.00 Stjaman - ÍV Sun. 4. mar. 14.00 ÍS - ÍV Talsverðar breytingar hafa orðið á liði ÍV. Nýir leikmenn em Ásgeir Skúlason sem kemur ffá Fjölni, Eggert Baldvinsson frá Breiðabliki, Ragnar Már Steinssen frá Stafholts- tungum, Þorvaldur Freyr Friðriksson Laugum og Öm Amarson. Þessir leikmenn fóm ffá ÍV: Stefán Guðmundsson fór í Breiðablik, Davíð Alan Grissom fór til Bandaríkjanna og Ámi Ámason, Amar B. Sig- urðsson og Fannar K. Steindórsson em hættir og Þorvaldur Öm Amars- son fór til Þórs á Akureyri. Eyjar 2010 frestast til 28. október næstkomandi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.