Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Þróunarfélagið taki við Herjólfi hf. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báru eftirfarandi tillögu upp á síðasta fundi bæjarráðs og var hún samþykkt. „í framhaldi af samningi við ríkisvaldið, þar sem fyrir liggur að Vestmannaeyjabær muni eignast nafnið „Herjólfur hf." árið 2001. samþykkir bæjarráð, þegar framsal nafnsins liggur fyrir, að Herjólfur hf. verði í umsjá Þróunarfélags Vestmannaeyja sem gæti hagsmuna Vestmannaeyjabæjar í samgöngu- málum og vinni markvisst að því að kanna nýjungar sem upp koma hverju sinni. Fjárveiting til Þró- unarfélagsins verði aukin á næsta ári vegna verkefnisins." Skarst ó nefi Ein lfkamsárás var kærð til lögreglu og átti hún sér stað aðfaranótt laugardags fyrir utan skemmti- staðinn Lundann. Þar var sparkað í andlit nianns með þeim afleiðingum að hann skarst á neli. Þurfti að færa manninn til læknis sem gerði að sárum hans. Þessi kæra var síðan dregin til baka. Stútur númer 28 tekinn Um helgina varenn einn ökumaður tekinn, grunaður urn ölvun við aksiur. Er hann sá 28. sem tekinn er á árinu f'yrir ölvuntu-akstur. Á santa tírna í fyrra höfðu 25 verið teknir fyrir ölvunarakstur og árið 1998 voru þeir 20 á sama tíma. Lögregla lítur það alvarlegum augum ef sú ætlar að verða þróunin að brotum fjölgi í þessum mála- flokki. 16 kærðir í umferðinni Alls lágu 16 kærur fyrir vegna brola á umferðarlögum eftir vikuna. Þar af voru tíu sem ekki höfðu látið skoða ökutæki sín, þrír voru kærðir fyrir hraðakstur, tveir sem ekki viitu stöðvunarskyklu, einn grunaður um ölvun við akstur og einn sem ekki var með ljósabúnað í lagi en í skammdeginu er það nauðsynlegra en nokkru sinni að ljósabúnaður-sé í lagi. Lýst eftir ökumanni Lögreglan lýsir eftir ökumanni blárrar bifreiðar er lenti í árekstri á gatnamótum Strandvegar og Friðar- hafnarbryggju (við Skýlið) í há- deginu fimmtudaginn 23. nóvember sl. Er ökumaðurinn hvattur til að hafa samband við lögreglu vegna þess máls. Tveir órekstrar Tvö önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í sl. viku. Hið fyrra varð á fimmtudag þar sem ökumaður bifreiðar, sem ekið var austur Strandveg, missti stjórn á henni nteð þeim afleiðingum að hún lenti á ljósastaur. Ekki urðu slys á fólki. Hitt óhappið varð á Brekastíg á föstudag í árekstri tveggja bfla. Engin slys urðu þar á fólki og minni háttar skemmdir á bifreiðttm. Bæjarstjórn 23. nóvember 2000: Selja hlut bæjarins í Herjólfi hf. fyrir 55 m fulltrúar minnihlutans sótu hjó Á aukafundi í bæjarstjórn Vest- mannaeyja síðasta fimmtudag lágu fyrir drög að kaupsamningi ríkis- sjóðs Islands á hlutabréfum Vest- mannaeyjabæjar í Herjólfi hf. Samningurinn var samþykktur með atkvæðum meirihluta sjálf- stæðismanna en fulltrúar Vest- mannaeyjalistans sátu hjá. Herjólfur hf. á landgöngumannvirki fyrir Herjólf í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn og með samningnum eignast ríkið þau að öllu leyti. Vest- mannaeyjabær átti 51% hlut í félaginu og fær fyrir hann 55 milljónir króna. Meiri peningar gætu verið í pípunum því enn á eftir að koma í ljós hver verður peningaleg staða Herjólfs hf. um áramótin. Þá gæti einhver upphæð komið í hlut bæjarsjóðs. Ríkið er líka tilbúið að kaupa hlut einstakra hlut- hafa en þó hlutur þeirra sé ekki stór í félaginu eru þeir nokkuð margir. Svohljóðandi bókun barst frá minnihlutanum: -Við mótmælum því hvemig málið ber að. Bæjarfulltrúar eru á þessum fundi að fá fyrstu upplýsingar um það og eiga að svara af eða á um afstöðu sína fyrir morgundaginn. Við teljum nauð- synlegt að skriflegt álit frá hlutlausum aðila þurfi að liggja fyrir vegna málsins áður en bæjarstjóm tekur afstöðu. Jafnframt krefjumst við þess að Vegagerðin dragi til baka þann frest sem nú er gefinn til 24.11, þar til umrætt álit liggur fyrir. Undir þetta skrifuðu Þorgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Oskarsson og Guðrún Erlingsdóttir. Svohljóðandi tillaga barst frá meiri- hlutanum: -Leggjum til að samn- ingsdrög ásamt minnisblaði vegna sölu hlutabréfa Vestmannaeyjabæjar, sem er 51,4%, verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felum bæjarstjóra að undirrita kaupsamning um söluna. Undir þetta rituðu Elsa Valgeirs- dóttir, Helgi Bragason, Guðjón Hjörleifsson og HallgrímurTryggva- son og var tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá. Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans sátu hjá og vísuðu í bókun bókun sína hér að framan. Áfram var bókað og nú var komið að sjálfstæðismönnum: -1 framhaldi af bókun fulltrúa V-listans óska bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókað: Meirihluti Sjálfstæðisflokksins telur þau samningsdrög sem fyrir liggja mjög hagstæð fyrir Vestmanna- eyjabæ, þ.e. að fá greiddar 55 milljónir fyrir 51,4% hlut í Heijólfí hf. sem er langt yfir markaðsvirði. Að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir mati getur orðið þess valdandi að tugir ntilljóna gætu tapast. Þessu mótmælti minnihlutinn og lét bóka: -Bæjarfulltrúar Vestmannaeyja- listans telja nauðsynlegt að vanda vinnubrögð í ákvarðanatöku bæjar- stjómar. Vinnubrögð meirihluta sjálfstæðismanna hafa til þessa oft valdið Vestmannaeyjabæ fjárhagslegu tjóni og kappkosta verður að svo verði ekki nú. Á þessu einu byggist bókun okkar. Framsóknarflokkurinn: Valgerður og Kristinn H. í heimsókn FRAMSÓKNARMENN hafa verið öðrum stjórnmálamönnum duglegri að sækja Eyjamenn heim. Á síðasta kjörtímabili voru þeir félagarnir Isólfur Gylfi Pálmason og Guðni Ágústsson reglulegir gestir í Vestmannaeyjum. Eftir að Guðni tók við embætti landbúnaðarráðherra er hann kominn í fiokk hvítu hrafnanna sjaldséðu en Isólfur Gylfi hefur lialdið sínu striki og hefur þá tekið með sér aðra þingmenn framsóknar. Síðasta fimmtudag boðuðu þungavigtarmennirnir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og ráðherra byggðamála og Kristinn H. Gunnarsson formaður stjórnar Byggðastofnunar til fundar í Eyjum ásamt Isólfi Gylfa sem reyndar forfallaðist. Alls sóttu um 40 manns fundinn sem þykir góð fundarsókn þegar stjórnmálamenn eru annars vegar. Eðlilega voru byggða- og kvótamál fyrirferðamikil á fundinum en hvorugt þeirra kom með töfralausnir í þeim efnum og létu vera að boða Eyjamönnum einhvern sérstakan gleðiboðskap. En bæði minntu á að þau eru landsbyggðarþingmenn og sem slíkir hlytu þau að láta málefni landsbyggðarinnar til sín taka en sögðu að ár gætu liðið áður en sýnilegur árangur næðist. Afskipti af ölvuðum unglingum AIls var 171 færsla í dagbók lögreglu í liðinni viku og er það eilítið meira en var í vikunni þar á undan. Þótt færslumar hafi ekki verið margar var þó talsverður erill hjá lögreglu um helgina. M.a. hafði lögregla afskipti af unglingum sem vom undir áhrifum áfengis. Vom unglingamir færðir á lögreglustöðina og komu foreldrar þeirra þangað og sóttu þá. I nokkmm tilfellum var unglingunum ekið til síns heima og rætt við foreldra þeirra. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. 113,0 Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.