Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Eyjablikk í nýtt og stærra húsnæði: Næg verkefni framundan -segir Stefán framkvæmdastjóri Eyjablikk hd'ur flutt starfsemi sína í nýtt og stærra húsnæði að Flötum 27, og uni leið var bætt við tækjakostinn og tekin inn öllug hcygjupressa cnda lúll sísæða til því næg verkefni eru framundan og þarf að fjölga starfsmönnum. Eyjablikk var stofnað í apríl 1997 og voru eigendur þess Stefán Lúð- víksson, Andrea Atladóttir og Isloft í Reykjavík, sem átti meirihluta. Eins og nafnið gefur til kynna er blikksmíði og smíði úr öðrum þunnmálmum uppistaðan í rekstri Eyjablikks. Fyrst var fyrirtækið í 100 fm húsnæði við Strandveginn en nýja húsnæðið er 200 fm að gólffleti á tveimur hæðum og er lager á efri hæðinni. „Um leið og við keyptum húsnæðið var ákveðið að auka hlutaféð og varð niðurstaðan sú að foreldrar okkar Andreu komu inn í þetta með okkur, þannig að nú erum við konrin með góðan meirihluta, en Isloft vildi vera með okkur áfram enda var það mjög gott upp á framtíðina því ef við hefðum ekki nóg að gera hér er gott að hafa svona fyrirtæki með sér sem getur skaffað okkur verkefni," sagði Stefán í viðtali við Fréttir í tilefni tímamótanna. „Þegar við stofnuðum Eyjablikk árið 1997 varégeini starfsmaðurinn, og vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast og var ætlunin að fá verkefni frá ísloftí ef þyrfti en til þess hefur ekki komið enn. Síðan hefur þetta vaftð upp á sig og voru móttök- urnar miklu betri en ég þorði að vona. I dag er mjög mikið að gera og stór verkefni framundan þannig að það þýtti ekkert annað en að stökkva á þetta húsnæði þegar það gafst. Við erum með þrjá starfsmenn í dag auk þess sem Andrea er á skrif- stofunni og við emm að leita okkur að einum manni til viðbótar.“ Meðal verkefna á næsta ári er íþróttamiðstöðin en verið er að byggja tvöfaldan íþróttasal við hana með tilheyrandi aðstöðu. „Þetta er gnðalegt verkefni og svo er ýmislegt sem verið er að vinna í, eins og það að búið er að bjóða okkur að taka þátt t verkefni í nýju Kringlunni í Smáralind, en ég veit nú ekki hvort við höfum tíma í það. Einnig er mikið um það að fólk komi inn af götunni með alls konar verkefni sem gaman er að fást við. Ég hélt að það yrði lítið að gera núna í haust en það er bara allt vitlaust að gera, þannig að við erum ægilega glöð.“ Meðal verkefna í blikksmíði eru loftræstikerfi, handrið, flasningar á þök, vatnsbretti í glugga, tengingar við kamínur, einangrun og klæðningar, þakrennur og niðurföll. „Þetta er svona það helsta, annars smíðum við allt sem fólki dettur í hug úr járni, stáli, áli, messing og kopar. Stærstu verkefnin okkar til þessa em loðnubræðslan hjá Isfélaginu þar sem við vomm með loftræstingu og ein- angrun og klæðningar, einnig vorum við í Safnahúsinu, Flugstöðinni, Iþróttamiðstöðinni og stafkirkjunni þar sem við vorum með ioftræst- inguna og smíðuðum einnig rennur og niðurföll úr kopar.“ MARGIR litu við í Eyjablikki á fostudaginn þegar nýja húsnæðið var formlega tekið í notkun. Þar á meðal voru foreldrar Stefáns og Andreu sem eru nýir hluthafar í fyrirtækinu. F.v. Atli Aðalsteinsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, Lúðvík Andreasson, Guðný Hinriksdóttir, Andrea og Stefán. B '\ •'T • ifk 1 8H 11 ■Æmú . i.; ■ /T 'JA mm \ j ' r wt H v-?"- ' 'WjéX v R\y/ V AádBSA ''J' \ Geymið hjólin í skammdeginu Guðrún kosin í miðstjórn ASÍ Á þingi ASÍ, sem lauk fyrir skömmu, bar það til tíðinda að Vestmannaeyingur var kosinn í miðstjórn sambandsins en það hefur ekki áður gerst eftir því sem fróðir menn segja. Guðrún Erlingsdóttir, fulltrúi Verslunarmannafélags Vestmannaeyja og formaður þess félags, var kjörin í miðstjórnina. Guðrún segist ekki vita hverju hún eigi þann liciður að þakka, kannski hafl það verið vegna þess að hún var kona af lands- byggðinni sem var treyst fyrir þessari ábyrgð. Guðrún sat í kjörnefnd þingsins, raunar eina konan í þeirri nefnd. Hún segir að Landssamband verslunar- manna hafi stungið upp á hennar nafni í miðstjórnina og hún hafi fengið stuðning í því kjöri. Þetta er þeim mun athyglisverðara fyrir þá sök að nú var fækkað í miðstjórn úr 21 fulltrúa í 15 en Guðrún er ein þriggja kvenna sem á sæti í miðstjórninni. „Þetta þýðir talsvert meiri vinnu og ferðir til Reykjavíkur en mér Vestmanna- eyingar eiga nú málsvara í miðstjórn ASI, okkar rödd heyrist þar og ég vona að hún verði ekki mjög hjáróma innan um Reykjavíkur- liðið. finnst það óneitanlega heiður fyrir félag úti á landi, með innan við 200 félaga, að forsvarsmaður þess skuli fá sæti í miðstjórn ASÍ,“ segir Guðrún. Fundir eru baldnir hálfsmánaðarlega í miðstjórninni og var fyrsti fundurinn í gær. „Ég vona að þetta gefi möguleika til að hafa áhrif til góðs. Vestmanna- eyingar eiga nú málsvara í miðstjórn ASÍ, okkar rödd heyrist þar og ég vona að hún verði ekki mjög hjáróma innan um Reykja- víkurliðið,“ sagði Guðrún. Lögreglumenn hafa orðið varir við að undanlörnu að töluvert er um að börn og ungmcnni séu á reiðhjólum án þess að vera með tilskilinn öryggisbúnað. Það skal ítrekað að allir sem eru yngri en 15 ára eiga að vera með öryggishjálm þegar hjólað er. Þá er og skylt að vera með Ijósabúnað á hjóli, þ.e. Ijós og glitaugu. Á þetta sérstaklega við núna í skammdeginu. Hins vegar vill lögregla benda á að foreldrar ættu að setja hjólin í geymslu yfir vetrarmánuðina þar sem hættulegt getur verið að hjóla í myrkri. Þá skal á það bent að bam yngra en sjö ára má ekki hjóla á akbraut nema undir eftirlití þess sem orðinn er 15 ára. Lögreglan mun hafa eftirlit með því að þessum reglum sé fylgt og eiga þeir sem bijóta þær á hættu að hjólin verði tekin af þeim og þau sett í geymslu á lögreglustöðinni. Engir skjálftar -segir Ármann Höskuldsson Á þriðjudag mældist jarðskjálfti úti af Reykjanesi, um 4 á Richter- kvarða. Jarðfræðingar segja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þeim skjálfta, hér hafi líklega verið um svonefndan flekamótaskjálfta að ræða og þurfi hann ekki að boða nein frekari tíðindi. Armann Höskuldsson, hjá Náttúru- stofu Suðurlands, segir að þessi skjálfti hafi ekki fundist í Eyjum og ekki komið fram á mælitækjum hér. „Bæði er fjarlægðin of mikil og eins var þetta ekki öflugur skjálfti, kannski hefði eitthvað mælst hefði hann náð styrkleikanum 5. Það er miklu meiri titringur sem stafar frá gröfum og vörubílum en frá svona skjálfta í þessari fjarlægð," segir Ármann. I Vestmannaeyjum er jarðskjálfta- mælir inni við Skiphella og auk þess er hér til staðar GPS-tæki sem einnig mælir stærri hreyfingar. Þau tæki eru ný af nálinni og í góðu lagi að sögn Ármanns. „Það mældust smáskjálítar við Surtsey í sumar en síðan hefur ekkert kontið fram á tækjunum," segir Armann. Vaxandi eftir- spurn eftir síld -Egyptar vilja kaupa 1700 tonn af frystri síld Rólegt hefur verið yfir loðnuveið- ununi síðustu daga eftir ágæta skorpu í síðustu viku. Bræla hefur verið á miðunum og lítil veiði. Antares var á þriðjudag einskipa á sfldarmiðum, aðrir höfðu leitað lands vegna veðurs. Hann var væntanlegur til Eyja í gærkvöldi með 350 tonn. Að sögn Harðar Oskarssonar, hjá Isfé- laginu, hefur verið að birta til á mörkuðum fyrir sfld að undanfömu og víða eftirspum eftir sfld, t.d. í Rússlandi, Þýskalandi og svo á nokk- uð framandi slóðum, eða Egyptalandi. Jón Óiafur Svansson, framleiðslustjóri hjá Isfélaginu, segir að í gegnum fyrirtækið Fiskmiðlun Norðurlands hafi borist beiðni um að heilfrysta 1700 tonn af smásfld. Bæði Vinnslustöðin og Isfélagið séu að vinna upp í þann samning núna. Egyptar em 70 milljónir, Jón Olafur segir þá miklar fiskætur og aðallega leggja þeir sér uppsjávarfisk til munns. Sfldin sem þeir vilja er 125 til 170 grömm eða smærri en sú sem er flökuð og fryst á aðra markaði og hentar því vel með annarri vinnslu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.