Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Diddi á fluginu í viðtali en hann lét af störfum sem flugvallarstjóri fyrir skömmu: Hefur aldrei leiðst í vinnunni Fyrir skönmmu lét Jóhann Ingvar Guðmundsson af starfi sem flugvallarstjóri í Vestmannaeyjum, fyrir aldurs sakir, eftir að hafa gegnt því starfi í 20 ár. Jóhann Ingvar er raunar betur þekktur sem Diddi á Fluginu og hann hefur gegnum tíðina tengst flug- samgöngum í Eyjum meira en flestir aðrir enda vann hann við afgreiðslu hjá Flugfélagi Islands um margra ára skeið og þar fékk hann viðurnefnið, Diddi á Fluginu. En Diddi hefur lagt gjörva hönd á margt fleira um dagana, hann var lengi verkstjóri bæði hjá Fiskiðjunni og Hraðfrystistöðinni, var málari um langt skeið og margir muna eftir honum úr aukavinnunni, sem þjónn í Samkomuhúsinu. Sigurgeir Jónsson spjallaði við Didda á dögunum og hér rifjar hann upp minnisstæða atburði úr lífi og starfi. Sameiginleg afmælisveisla hjá bræðnanum „Ég er fæddur 15. maí 1932, í Eystra- Stakkagerði, á slóðum Tyrkja-Guddu, norðvestan við Ráðhúsið. Stakkagerði var ritið fyrir allmörgum árum. Foreldrar mínir, þau Guðmundur Ingvarsson og Klara Lambertsen, bjuggu þá þar. Við vorum tveir bræð- umir, Steinn bróðir minn er ári yngri en ég, upp á dag, fæddist líka 15. maí. Ég veit ekki hvort það hefur átt einhvem þátt í að bömin urðu ekki fleiri hjá pabba og mömmu, hvort þau hafa ekki tekið áhættuna á því að fleiri fæddust á þessum degi. En þetta var að mörgu leyti þægilegt, t.d. var alltaf sameiginleg afmælisveisla hjá okkur bræðmnum. Æskufélagar mínir vom flestir úr nágrenninu, Bjami Sighvats í Ási, Stebbi Run, Fúddi á Sóla, Hörður Ágústsson og Ámi Filippusson em mér hvað minnisstæðastir. Það var gott að alast upp í miðbænum, við liðum ekki skort í neinu en á þessum tímum hafði fólk ekki mikið milli handanna og varð að fara vel með hlutina." Byrjaði hjá Loftleiðum Hvað tók við að loknum bamaskóla? „Ég var eitt ár í Gagnfræða- skólanum hjá Þorsteini Þ. Víg- lundssyni og það var góður tími. Þor- steinn var mikill reglumaður á öllum sviðum. Ég var umsjónarmaður í bekknum og Þorsteinn lagði mér lífs- reglumar, að vera stundvís og hafa röð og reglu á hlutunum. Svo byrjaði ég að vinna hjá Loftleiðum hjá Sigurði Gunnsteins- syni, sem var umboðsmaður Loftleiða í Vestmannaeyjum. Afgreiðslan var í Valhöll, þar sem Gísli Jónasson er núna. Þarna vom tvö herbergi og flugmennimir sváfu í innra herberg- inu. Ég man vel eftir þeim Kristni Olsen, Ola Olsen og Dagfinni Stefáns- syni. Þama var ég til 1950 en þá fór ég að vinna í Hraðfrystistöðinni. Um vorið fór ég svo á námskeið hjá Fiskmati ríkisins í Reykjavík, ásamt Sigurgeiri Jónassyni í Skuld, Magnúsi Bjamasyni í Garðshomi og fleirum. Námskeiðið tók mánuð og þegar ég kom til baka varð ég verkstjóri hjá Hraðfrystistöðinni. Þar starfaði ég svo næstu þrjú árin en byrjaði þá sem verkstjóri hjá nýstofnuðu fyrirtæki, Fiskiðjunni og vann þartil 1959. Þá fór ég aftur yfir í Hraðfrystistöðina og var þar til 1964. Þá fómm við saman í félag og máluðum, við Magnús Helgason frá Vesturhúsum. Árið 1959, um sum- arið, byrjaði ég að mála hjá Tryggva Ólafs og vann við það á sumrin og haustin um margra ára skeið, var svo í frystihúsinu á vetuma. Ég hafði fullan hug á að læra að mála en úr því varð aldrei. Tryggvi mátti ekki hafa nema einn lærling í einu og allir synir hans lærðu hjá honum, auk þeirra þeir Láms Long og Magnús á Vestur- húsum. Ég komst einfaldlega aldrei að. Við Maggi vomm svo saman að mála í fjögur ár en þá sótti ég um vinnu við afgreiðsluna hjá Flugfélagi íslands og vann þar fram að áramótum 1973-1974. Þá réðst ég til Flugmála- stjómar. Flugvallarstjóri var þá Steingrímur Amar og ég vann með honum fram í nóvember 1974. Þá fór ég aftur í Fiskiðjuna og vann þar sem verkstjóri og matsmaður til vorsins 1979 en tók þá við starfi flugvallar- stjóra eftir fráfall Steingríms Amars. Hvert af þessum störfum er eftirminnilegast? „Ég hafði ánægju af öllum þessum störfum. Ég er þannig gerður að mér hefur aldrei leiðst í vinnunni. Ég hef alltaf reynt að leggja mig ffam, í hvaða starfi sem ég hef verið, og ég held að mér hafi tekist það þokkalega. Fróðir menn hafa haldið því fram að menn eigi að skipta um starf a.m.k. tvisvar til þrisvar á ævinni og það hef ég gert. Kannski er það þess vegna sem ég hef alltaf verið ánægður í þeim störfum sem ég hef gegnt. En skemmtilegasti tíminn held ég að hafi verið þegar ég vann hjá Flug- félaginu, með þeim Sigurgeiri, Andra, Áka, Torfa, Braga og fleiri góðum mönnum. Þá var maður líka á besta aldri og það var afskaplega góður tími.“ Biðröðin náði út að Vöruhúsi Svo varstu líka þjónn í Samkomu- húsinu. „Já. ég vann þar á hverju sumri og hausti um margra ára skeið. Aftur á móti var ég lítið í þeirri vinnu á vetuma enda fór það ekki vel saman við langan vinnudag sem verkstjóri í frystihúsi. Ég byrjaði lóáraaðvinna sem þjónn í Samkomuhúsinu. Þá var ég í vinnu hjá Loftleiðum og Siggi Gunn var líka þjónn í Samkomu- húsinu. Þannig held ég að það hafi byrjað. Svo voru pabbi og Steinn, föðurbróðir minn, báðir starfsmenn Samkomuhússins og mikil vinátta milli foreldra minna og Óla ísfeld sem rak Samkomuhúsið. Ég hafði verið heimagangur hjá Óla um margra ára skeið og við kynntumst mjög vel. Óli ísfeld var indæll maður og það var mannbætandi að kynnast honum. Hann var ekki allra en hann var vinur vina sinna. Ég var ungur þegar ég byrjaði að vinna hjá Óla og ég var reglusamur. Þetta gat oft verið erfitt starf. Böllin byrjuðu venjulega um ellefuleytið og oftast var maður ekki búinn fyrr en um fjögurleytið á nóttinni. Það var mikið um að vera í skemmtanalífmu á þessum árum, böll á hverjum laugardegi, oft á föstu- dögum líka og jafnvel á öðrum dög- um, fór dálítið eftir landlegum. Og menn trúa því tæplega í dag en stundum náði biðröðin út að Vöruhúsi eftir því að ná í miða til að komast á ball.“ Nú hefur Samkomuhúsið fengið nýtt hlutverk. Saknarðu þess eins og það var? „Ég veit það ekki. Ég hef að vísu ekki komið á samkomu hjá hvíta- sunnumönnum en ég hef komið inn í húsið síðan þeir eignuðust það og það er huggulegt og gott og þeim til sóma.“ Betra að búa í vesturbænum Diddi er kvæntur Guðbjörgu Krist- jánsdóttur. Þau kynntust í Hraðfrysti- stöðinni og gengu í hjónaband á jóladag 1954. Þau eiga tvær dætur, Margréti Klöru og Jennýju sem báðar búa í Vestmannaeyjum. Bamabömin em sjö talsins og langafa- og ömmubömin em fjögur. Hvert fluttist fjölskyldan í gosinu 1973? „Þegar gaus var ég að vinna hjá Flugfélagi Islands og var allt gosið við vinnu hér úti í Eyjum. En ljölskyldan flutti til Reykjavíkur, fyrst á Brá- vallagötuna og síðan í viðlagasjóðshús í Kópavogi. Þá byrjaði Guðbjörg að vinna á Landakoti og fór að læra röntgenmyndun. Svo fluttum við aftur til Eyja um vorið 1975. Við bjuggum að Búastaðabraut 9 þegar gaus, byggðum það hús og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.