Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri skrifar um sölu bæjarins ó hlutabréfum í Herjólfi: Hagstætt fyrir Vestmannaeyjar Ríkissjóður hefði getað óskað eftir því að kaupa þessi mannvirki samkvæmt hlutlausu mati. Það mat hefði aldrei skilað bænum 55 milljónum fyrir 51,4 % hlut alveg sama hvemig reiknað væri. Að vera að reyna að gera slíka sölu tortryggilega segir meira um bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans en söluna sjálfa. Á aukafundi í bæjarstjóm Vestmannaeyja sl. fimmtudag lá fyrir kaupsamn- ingur ásamt fylgiblöðum þar sem Vest- mannaeyjabær seldi 51,4% hlut í Herjólfi hf. fyrir 55 millj- ónir króna, en upphaflegt hlutafé Vestmannaeyja- bæjar var kr. 1.000.000, en var síðan uppfært í kr. 10.000.000. Við- lagasjóður greiddi stofnupphæðina á sínum tíma sem framlag til sam- göngumála. Auk þess fær Vest- mannaeyjabær 51,4 % af peningalegri stöðu Herjólfs hf. miðað við uppgjör 31. desember árið 2000. Fyrir bæjarstjómarfundinn gerði ég stjóm Herjólfs hf., ásamt fram- kvæmdastjóra, grein fyrir stöðu málsins. Hér ætla ég að gera grein fyrir þessari sölu. Sala landgöngumannvirkja í tengslum við undirbúning útboðs þjónustusamnings um rekstur m/s Herjólfs samþykktu fulltrúar Herjólfs hf. og Vegagerðarinnar að fá lög- fræðiálit á eftirfarandi þáttum: a: Er fyrirtækjum, sem ríkið er stór eignaraðili að, heimilt með tilliti til samkeppnisreglna, að bjóða í verk þar sem verkkaupi er rikið? b: Er hægt að skapa öllum bjóðendum jafnan aðgöngurétt að mannvirkjum sem einn hugsanlegra bjóðenda er eigandi að? Það var Baldur Guðlaugsson hrl. sem skilaði ítarlegri níu síðna greinargerð um málið og helstu niðurstöður vom þessar: a: Herjólfi hf. og Breiðaljarðarfeijunni Baldri ehf. er, þrátt fyrir eignaraðild ríkisins, heimilt að taka þátt í útboði um þjónusutsamninga um ferjuleiðir. b: Ef á reyndi má telja líklegt að samkeppnisráð ákvæði á grundvelli heimilda sinna samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 að mæla fyrir um að Herjólfur hf. skuli gegn eðlilegu endurgjaldi veita nýjum rekstraraðila á ferjuleiðinni Þorláks- höfn-Vestmannaeyjar aðgang að far- þegamannvirkjum félagsins í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Því er ljóst að mannvirkin eru eymamerkt þessari starfsemi í fram- tíðinni. Valkosturinn var annaðhvort að vera áfram eignaraðili að mann- virkjunum, fá einhverjar leigutekjur og greiða gjöld, eða hinn kosturinn að selja hlutafélagið eða kaupa hlut rikisins í Herjólfi hf. Bærinn fær 55 milljónir að minnsta kosti Fulltrúar ríkisvaldsins óskuðu eftir viðræðum vegna afnota af mann- virkjum Herjólfs hf. Mér þótti ljóst í upphafi að næði ég góðu tilboði í hlutabréf bæjarins yrði það mestur hagur fyrir bæinn. Að slíta félaginu eða reka það áfram vom verri kostir og hefðu ekki skilað bænum sem eiganda sama ágóða. Sameiginlegt fasteignamat mann- virkja í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn er um 29 milljónir króna og sameiginlegt brunabótamat er um 83 milljónir króna. 51,4% af fasteigna- mati er um 15 milljónir og bruna- bótamat um 43 milljónir króna. Bók- fært verð fasteignanna pr. 31.12.199 er kr. 49.8 milljónir sem er framreiknað kostnaðarverð að frádregnum af- skriftum og því ætti 51,4% hlutur bæjarsjóðs að vera 25,6 milljónir króna. Vestmannaeyjabær fær greiddar kr. 55.000.000.- fyrir söluna og hafa þegar verið greiddar 30 milljónir og eftirstöðvamar 25 milljónir króna verða greiddar þann 25. jan. nk. Auk þess fær Vestmannaeyjabær kr. 51,4% af peningalegri stöðu, miðað við niðurstöðu ársins 2000. Ef um tap- rekstur yrði að ræða hjá Herjófi hf. á árinu 2000 fær Vestmannaeyjabær samt sem áður greiddar kr. 55.000.000,- Aðrir hluthafar fá sömu kjör I fylgiskjali með samningnum segir að Vegagerðin f.h. ríkissjóðs muni bjóðast til að kaupa hluti annarra hluthafa, sem samtals eiga um 2,3% í félaginu, á sama gengi. Bókun minnihlutans Eins og fyrr fór Ragnar Oskarsson, reyndasti minnihlutamaður á Islandi, með ferðina. í bókun minnihlutans var mótmælt hve hratt málið gengi fyrir sig, sem er rétt, en við þurftum að svara þessu tilboði daginn eftir og þetta er ekki í fyrsta skipti sem bæjarfulltrúar þurfa að taka ákvörðun með stuttum fyrirvara. Eg bauð minnihlutanum að fresta fundi þar til snemma morguns daginn eftir en þau sáu ekki ástæðu til þess að nýta sér þann tíma. Einu bæjarfulltrúamir sem höfðu séð samninginn fyrir fundinn voru undirritaður og Þorgerður Jóhannsdóttir, oddviti minnihlutans og stjómarmaður í Heijólfi hf. Bókun minnihlutans var kostuleg. Þau töldu nauðsynlegt að fá skriflegt álit frá hlutlausum aðila vegna málsins og að því loknu yrði afstaða tekin. Um það vil ég segja að þegar skriflegt álit liggur fyrir er ljóst að það er opinbert plagg, skv. upplýsinga- lögum, sem allir geta notfært sér. Eg er handviss um að ef málið hefði tafist þá hefðu einhverjir aðilar úr embættis- mannakerfinu náð að stoppa þessa sölu og farið fram á mat eins og hinn reyndi minnihlutamaður R.O. vildi. Það hefði ömgglega lækkað hlut bæjarins um tugi milljóna. Pólitísk ábyrgð minnihlutans Það er alveg ótrúlegt að fulltrúar minnihlutans geta ekki einu sinni unnt bæjarsjóði að hagnast og fá inn peninga í rekstur, fjárfestingar eða niðurgreiðslu lána. I þeirra mál- flutningi er allt ómögulegt og reynt að gera allt tortryggilegt og mála mynd af Eyjunum sem svartasta. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Islandsmeistari í minnihlutasetu, Ragnar Oskarsson, getur ekki tekið afstöðu. Oft hefur þurft að fresta einföldustu málum í bæjarráði þar sem hann treysti sér ekki til að taka afstöðu. Hvort heldur mál em góð eða slæm fyrir bæinn, einföld eða flókin, virðist Ragnar Óskarsson alltaf eiga jafn erfitt með að taka afstöðu. Bæjarsjóður er sameiginlegt fyrirtæki okkar allra og þessi reyndi minnihlutamaður, eins og allir aðrir bæjarfulltrúar, eiga að vinna sam- viskusamlega með jákvæða hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi. Ef hann eða aðrir bæjarfulltrúar treysta sér ekki til þess að taka ákvarðanir fyrir bæjarsjóð, með hag bæjarins að leiðarljósi, þá væri þeim réttast að snúa sér að öðmm málum og kalla inn varamann fyrir sig. Breytt eignarhlutfall - ný stjóm Með sölu á hlutabréfum bæjarins á ríkið á nú 97,7% hlut í Herjólfi hf. og er eðlilegt að boðaður sé hluthafa- fundur og kosin ný stjóm. í samn- ingnum hefur Vestmannaeyjabær tryggt sér tvo fulltrúa í stjóm Herjólfs hf. í nýrri stjóm. Þá mun fram- kvæmdastjóri Heijólfs hf. í samvinnu við löggilta endurskoðendur ljúka reikningsskilum fyrir árið 2000. Hvað verður um Heijólf hf.? Þegar verkefnum félagsins er lokið, verður því formlega slitið og í fylgiskjali með samningnum kemur fram að Vestmannaeyjabær fær firma- nafnið Herjólfur í sinn hlut. Á bæjarráðsfundi sl. mánudag komu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með eftirfarandi tillögu: I framhaldi af samningi við Ríkis- valdið þar sem fyrir liggur að Vestmannaeyjabær eignast nafnið Herjólfur hf. árið 2001, samþykkir bæjarráð, þegar framsal nafnsins liggur fyrir, að Herjólfur hf. verði í umsjá Þróunarfélags Vm. og gæti hagsmuna Vestmannaeyjabæjar í samgöngumálum og vinni markvisst að því að kanna nýjungar sem upp koma hverju sinni. Bæjarráð samþykkir að fjárveiting til Þ.V. verði aukin á næsta ári vegna verkefnisins. Lokaorð Vestmannaeyjabær hefur ekki sett peninga í Herjólf hf. og því er þessi sala á mannvirkjunum mjög hagstæð fyrir bæinn. Ríkissjóður hefði getað óskað eftir því að kaupa þessi mannvirki samkvæmt hlutlausu mati. Það mat hefði aldrei skilað bænum 55 milljónum fyrir 51,4 % hlut, alveg sama hvemig reiknað væri. Að vera að reyna gera slíka sölu tortryggilega segir meira um bæjarfulltrúa Vest- mannaeyjalistans en söluna sjálfa. Guðjón Hjörleifsson bœjarstjóri Bæjarráð: r Alagning næsta árs -tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í dag Á fundi bæjarráðs á mánudag var lögð fram tillaga um álagningu gjalda fyrir árið 2001. Helstu liðir þeirra snerta álagningu útsvars, fasteignagjalda, holræsagjalds og sorpeyðingargjalda og eru þessir: Útsvar fyrir árið 2001 verði 12,7% með fyrirvara um lagasetningu í ffarn- haldi af niðurstöðu tekjustofna- nefndar. Fasteignaskattur breytist á fast- eignum, lóðum, lendum og hlunn- indum sem nemur breytingu á fast- eignamati þann 1. desember 2000. Fasteignaskattur af húsnæði verði hlutfall af endurstofnverði þess, samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Fasteignaskattur af íbúðum og íbúðarhúsum, útihúsum og mann- virkjum á bújörðum sem tengd eru landbúnaði svo og sumarbústaðum verði 0,4% en 1,35% af öllum öðrum fasteignum. Holræsagjald verði af fasteignamati húsa samkvæmt reglugerð. Sama skipting er á því og fasteignaskattinum og greidd 0,2% fyrir fyrri skiptinguna en 0,3% fyrir allar aðrar fasteignir. Sorpeyðingargjald verður 5.500 á hverja íbúð og sorphirðu- og sorp- pokagjald 2.500 á íbúð. Stjóm Bæjarveitna verður falið að gera tillögu um sorpbrennslu- og sorp- eyðingargjöld fyrirtækja. Gjalddagar fasteignagjalda verða tíu, 15. hvers mánaðar, hinn fyrsti 15. janúar og sá síðasti 15. október. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga. Veittur verður 7% stað- greiðsluafsláttur af fasteignagjöldum, holræsagjöldum og sorpgjöldum séu þau að fullu greidd fyrir 16. febrúar 2001. Þá verða felld niður fasteignagjöld og holræsagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð sem þeir búa í. Einnig er samþykkt að fella niður fasteignaskatt ellilífeyris- þega af eigin ibúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt: Einstaklingar: Brúttótekj. að 1374 þús. 100% niðurf. Brúttótekj. að 1625 þús. 70% niðurf. Brúttótekj. að 1845 þús. 30% niðurf. Hjón, bæði ellilífeyrisþegar: Brúttótekj. að 1653 þús. 100% niðurf. Brúttótekj. að 1998 þús. 70% niðurf. Brúttótekj. að 2265 þús. 30% niðurf. Við mat á niðurfellingu fast- eignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum. Sorphirðu- og sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja. Fasteignaskattur af nýjum hús- eignum falli niður í allt að tvö ár eftir útgáfu fokheldisvottorðs. Þessum tillögum var vísað til afgreiðslu bæjarstjómar. Karpað um Kaupþings- samning Á síðasta fundi bæjarráðs var nokkuð tekist á um samninginn milli bæjarins og Kaupþings, vegna lántöku fyrr á árinu upp á 12 milljónir dollara. Guðrún Erlingsdóttir, fulltrúi minnihlutans, ítrekaði fýrirspum sína frá bæjarráðsfundi 6. nóvember þar sem hún spurði um fjármögnunar- og lánasamning milli Vestmanna- eyjabæjar og Kaupþings hf. Þrjár vikur væm liðnar síðan fyrirspumin var lögð fram en engin svör hefðu til þessa borist. 1 fyrirspuminni var spurt hvort unnið hefði verið í samræmi við samninginn og óskað eftir sundurliðun mála vegna hans. Þá var og óskað eftir sundurliðun um hvemig bæjarsjóður og stofnanir hans hefðu hagnast eða skaðast af samningnum. áhættustýringunni og gjaldeyrisráðgjöfinni. Fulltrúar meirihlutans, Elsa Valgeirsdóttir og Guðjón Hjörleifs- son, lögðu ffam svohljóðandi bókun sem svar við fyrirspuminni: „Fyrir- spyijanda hefur margsinnis verið gerð grein fyrir stöðu málsins og í hvaða farvegi það er, nú síðastliðið fimmtudagskvöld að loknum auka- fundi í bæjarstjóm. Því er ítrekuð fyrirspum óskiljanlegur málatil- búnaður af hálfu fýrirspyijanda." Þessu svaraði Guðrún með annarri bókun, svohljóðandi: „Ég ítreka kröfu um skriflegt svar við fyrir- spum minni og vísa á bug órök- studdum dylgjum sjálfstæðismanna um óskiljanlegan málatilbúnað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.