Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 6

Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 6
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _0 5. 03 .1 4 Ráðstefnu- og fundarstóll Tryggðu þér og gestum þínum öruggt sæti, með vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. Nú með 20% afslætti. Verð kr. 14.000,- m.vsk. meðan birgðir endast Veit á vandaða lausn 20% afsláttur 6 13. mars 2014 Akranes: Viðburðir á Aggapalli á komandi sumri Menningarmálanefndar A k r a n e s k au p s t a ð a r ræddi á síðasta fundi um viðburði á Aggapalli sumarið 2014, en sumarið 2013 voru voru tveir viðburðir á Aggapalli sem mæltust vel fyrir. Menningarmálanefnd sam- þykkti að sækja um til bæjarráðs um 300 þúsund króna fjárframlag vegna fyrirhugaðra viðburða á Aggapalli sex sinnum sumarið 2014 fyrir Skaga- menn jafnt sem gesti þeirra. Fyrir- hugaðar dagsetningar eru: 19. og 26. júní og 3. ,10. ,17. og 31. júlí. Verk- efnastjóra falið að senda bæjarráði bréf vegna málsins. Rætt var um undirbúning írskra daga sem verða samkvæmt venju og menningarmálanefnd vann fyrir skömmu að stefnumörkun í menn- ingarmálum. Unnið var með hug- tökin gildi, framtíðarsýn, markmið, stefnu og leiðir. Verkefnastjóra var falið að vinna úr gögnum sem urðu til á fundinum. Væntanlega birtist sú niðurstaða innan skamms. Ærslagangur á Skipaskaga Helgina 15. - 16. mars nk. bjóða félagar í Karatefélagi Akraness til æfingarhelgar á Akranesi. Þessar æfingabúðir eru fyrir þá sem eru að æfa með unglinga- hópunum. Gist verður í Grundaskóla á Akranesi sem er stutt í íþróttahúsið og margar útivistarperlur svo sem Langasand og safnasvæðið. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem karateæfingar verða í hásæti en einnig sund, matur, kvöldvaka, bingó, næturganga og smá leti koma við sögu. Þátttaka í æfingabúðunum kostar 4.500 krónur. Karateæf- ingarnar verða í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Aðalfundur KAÍ 27. Karateþing var haldið laugardaginn 22. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fjöldi fulltrúa frá karate- félögunum tók þátt í þingstörfum. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu, td. um breytingar á mótahaldi næsta vetur, skiptingu á flokkum á Íslands- meistaramótum og um gjaldgengi á mótum. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar og var þeim síðan vísað til nýrrar stjórnar til eftirfylgni. Einnig var Afreksstefna KAÍ 2014 – 2016 lögð fyrir þingið og var hún samþykkt einróma. Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn sem formaður sam- bandsins. Ærslast verður á akranesi um næstu helgi. Bæjarstjóraskipti í Stykkishólmi Helga Guðmundsdóttir vara-bæjarfulltrúi L-lista, sem skipar meirihluta bæjar- stjórnar lagði til á síðasta bæjarstjórn- arfundi í Stykkishólmi sem fram fór 27. febrúar sl. að Lárus Á. Hannesson yrði ráðinn í starf bæjarstjóra frá 1. mars 2014 til loka kjörtímabilsins í stað Gyðu Steinsdóttir sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra frá upphafi þessa kjörtímabils bæjarstjórnar. Einnig lagði Helga til að að Þór Örn Jónsson taki að sér ákveðin verkefni sem tengjast starfi bæjarstjóra og muni fá hækkuð laun á tímabilinu. Í greinagerð með tillögunni var eftirfarandi bókað: „Þar sem stutt er eftir af kjörtímabilinu tel ég þetta vera mjög góða lausn. Mun þessi ákvörðun ekki hafa kostnaðarauka í för með sér heldur þvert á móti spara bæj- arfélaginu vegna launakostnaðar við starf bæjarstjóra. Í starfslokum Gyðu Steinsdóttur verður gert ráð fyrir að hún sinni ákveðnum verkefnum fyrir Stykkishólmsbæ út kjörtímabilið. Gyða Steinsdóttir hefur verið ráðinn til endurskoðunarskrifstofunnar KPMG en upphaflega var ætlunin að sú ráðn- ing tæki ekki gildi fyrr en starfstími hennar sem bæjarstjóra rynni út í sumar. Almenn venja er sú að bæjar- stjórar eru ráðnir í einn mánuð fram yfir kosningar, í Gyðu tilfelli til 31. júní nk. Tillagan var samþykkt. Það vekur hins vegar eftirtekt að Lárus H. Hannesson gegnir nú þremur lykilstörfum, starfi bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs. Það er líklega landsmet. Hver á Aðalgötu 24a? Á fundi skipulags- og bygginganefndar Stykkishólmsbæjar nýverið var óskað eftir gögnum svo hægt sé að þinglýsa eigninni. Guðfinna Arnórsdóttir fyrir hönd kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi óskaði eftir lóðarblaði fyrir Aðalgötu 24a til þinglýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði erindinu og lagði til að bæjaryfirvöld ræddu við aðila og skoði hvort til séu gamlir samningar milli kvenfélagsins Hringsins og Stykkishólmshrepps um garðinn. Varað við mengun og eld- hættu Skipulags- og byggingarnefnd telur að eigendur ákveðinna húsa í Stykk- ishólmi þurfa að fjarlægja dekk, varahluti, bíla- og vélahluta/ parta og annað sem ekki á heima innan lóðarmarka íbúðarhúsalóða. Þetta er samþykkt vegna mengunar í jarðvegi, sjónmengunar og síðast en ekki síst vegna eldhættu. Nú lítur hver einasti húseigandi í Stykkishólmi í eigin barm og kannar hvort þetta eigi við hann, eða kannski nágrannann. Ef nágrann- inn eru frekar hirðulaus er um að gera að hnippa í hann. Sturla Böðvarsson í fram- boði til bæjarstjórnar Sturla Böðvarsson fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, mun skipa baráttusæti H-listans í Stykkishólmi, lista framfarasinnaðra Hólmara, í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí nk. og er bæjarstjóraefni framboðs- listans. Sturla hætti á þingi vorið 2009. Sjálfstæðismenn voru lengi í meirihluta í bæjarstjórn Stykkis- hólms en töpuðu þeim meirihluta í kosningunum 2010. Sjálfstæðismenn styðja þennan lista en með nafngift- inni á að ná til breiðari hóps kjósenda í Stykkishólmi. Breiðafjarðarferjan Baldur við bryggju í stykkishólmi. Nýting á ferjunni er mjög mikil, bæði á fólki og vörum, ekki síst nýta frystihús á sunnanverðum Vestfjörðum sér það að koma ferskum fiski til útflutnings í ferjuna á Brjáns- læk. Í stykkishólmshöfn býður svo flutningabíll sem tekur farminn og flytur suður, í flug eða skip. Bæjarskrifstofurnar í stykkishólmi, eða ráðhúsið, er reislulega ljósgullitaða húsið fyrir miðri mynd í umgjörð margra annara fallegra gamalla bygginga, sem stykkishólmur er svo þekktur fyrir. Efst á hæðinni þar fyrir aftan trónir húsnæði Tónlistaskóla stykkishólms.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.