Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 14

Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 14
14 13. mars 2014 Skólahreysti að hefjast! - Vestlendingar keppa í íþróttahúsi Breiðabliks 27. mars nk. Mótadagskrá Skólahreysti 2014 liggur fyrir. Þessi keppni hefur vissulega sannað sig, og stöðugt fleiri skólar taka þátt, ekki síst af landsbyggðinni. Skólar af Vest- urlandi hafa verið virkir þáttakendur í þessari keppni undanfarin ár, enda hafa íþróttakennarar grunnskólanna af Vesturlandi séð hversu alhliða keppnis- greinarnar eru og hversu vel þær stæla þol og þrek krakkanna. Skólarnir af Vest- urlandi keppa í íþróttahúsi Breiðabiks í Kópavogi 27. mars nk., og eru riðli með skólum frá Vestfjörðum, alls 16 skólar. Síðasta keppnisár Skólahreysti var það stærsta frá upphafi, en 134 skólar fengu boð um þátttöku og 110 svör- uðu kallinu. Íþróttakennarar hafa tekið þessu framtaki fagnandi og stutt við þjálfun þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í keppninni, enda leggja núna flestir skólar metnað sinn í að þeirra keppendur standi sig vel á þessum vettvangi. Þess ber að geta að yfir 40 skólar bjóða núna upp á Skólahreysti sem valáfanga í íþróttum. Það er því óhætt að fullyrða að Skólahreysti er komin til að vera. Hvað er Skólahreysti? Skólahreysti er liðakeppni milli grunn- skóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk síns skóla. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum: • Upphífingum (strákar) • Armbeygjum (stelpur) • Dýfum (strákar) • Hreystigreip (stelpur) • Hraðaþraut (strákar og stelpur) Keppendur skipta á milli sín keppn- isgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelp- unum er hið sama uppi á teningnum; önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraða- þrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppn- istími liðsins. Leiðin í úrslitin Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að viðhafa undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppi í úrslitakeppn- inni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undankeppnirnar eru 10 talsins og eru þær svæðisbundnar, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli. Einn skóli frá hverju lands- svæði öðlast þátttökurétt í úrslitunum, en tveir árangurshæstu (ekki endilega stigahæstu) skólarnir af þeim sem enda í 2. sæti í sínum riðli fá svokölluð upp- bótasæti í úrslitunum. Heildarfjöldi skóla í úrslitum Skólahreysti er því 12. Úrslitakeppnin í ár fer fram í Laugar- dalshöll 15. maí nk. Sólahreysti er viðurkennd af og nýtur opinbers stuðnings menntamála- ráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, nor- rænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta & Ólympíusambands Íslands og sveitar- félaga. Frá skólahreysti 2013. stelpur frá Brekkubæjarskóla, Grunnskóla Grundar- fjarðar, Heiðarskóla og Grundaskóla keppa í hreystigreip. Nemendur mæta dyggilega þegar keppendur frá þeirra skóla eru að keppa og hvetja þau óspart. Hluti af því er að vera klæddir og merktir sínum skóla, íþróttafélagi heimabyggðarinnar eða jafnvel sveitarfélaginu. Hér eru nem- endur Grunnskóla Borgarfjarðar að hvetja sína skólafélaga. Framhaldsskóla­ kynning og Íslandsmót iðn­ og verkgreina - fór fram í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi Í fyrsta sinn verður nú haldin stór framhaldsskólakynning á höfuð-borgarsvæðinu þar sem tæplega 30 framhaldsskólar og menntastofn- anir kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt. Starfsfólk skól- anna og nemendur veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Grunnskólanemendur, foreldrar, forráðamenn og allir sem eru að velta fyrir sér námi á þessu skóla- stigi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð. Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og er keppnin sú stærsta til þessa. Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðn- greinum. Keppt verður í 23 greinum og því margt að skoða. Auk keppn- innar verða sýningar á margvíslegum iðn- og verkgreinum og einnig at- riði á sviði. Grunnskólanemendur verða boðnir sérstaklega velkomnir og þeim og öðrum gestum gefinn kostur á að prófa ýmislegt spennandi undir handleiðslu fagfólks. Ratleikur verður um svæðið og verða verðlaun fyrir rétt svör dregin út í lok hvers dags. Félag náms- og starfsráðgjafa verður með kynningarbása á svæðinu og munu svara fyrirspurnum um val á námsleiðum, veita upplýsingar um áhugasviðskannanir og fleira. Opið er fyrir almenning alla daga og er aðgangur ókeypis. Sjá dagskrá á menntagatt.is og á Facebooksíðu Verkiðn. Kynning á þessum nauðsynlega þætti í skólastarfi. Væntanlega hafa nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands verið í iðn- og verk- greinakeppninni og nemendur af Vesturlandi í einhverju mæli á fram- haldsskólakynningunni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.