Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 12
Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. HELSTU VERKEFNI: Yfirferð og frágangur gagna vegna umsókna um byggingarleyfi, yfirferð og gerð skipulagsuppdrátta og önnur verkefni sem viðkomandi er falið af framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs eða sem falla undir verksvið skipulags-og byggingarfulltrúa. Meðal framtíðarverkefna er verkefnastjórn á skipulagi og uppbyggingu Sementsreitsins. HÆFNISKRÖFUR Háskólamenntun sem uppfyllir skilyrði 7. gr. skipulags- laga nr.123/2010 þ.e. arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur, verkfræðingur eða skipulagsfræðingur og með lögggildingu sem hönnuður í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ennfremur þarf viðkomandi að hafa: Þekkingu og reynslu af skipulags-og byggingarmálum, þ.m.t. skipulagsgerð og lagaumhverfi, frumkvæði, skipulagshæfni og góða samskiptahæfileika. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaupstaðar í síma 849-4300 eða á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is. Umsóknarfrestur er til 17. mars næstkomandi. Sækja skal um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is SKIPULAGS- OG BYGGINGARFULLTRÚI Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. 13. mars 201412 Heilbrigðisstofnun Vesturlands: Sameining sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva hefur fækkað starfsmönnum í Stykkishólmi St.Franciskusreglan valdi að reisa nunnuklaustur og spítala í Stykkishólmi árið 1933 sem svo prýðilega þjónaði íbúum á Snæfells- nesi í áratugi. Á meðan systrareglan rak spítalann var þar starfrækt almenn sjúkrahúsþjónusta ásamt heilsugæslu, skurðstofu þjónustu, fæðingardeild, röntgen- og rannsóknarstofa, hjúkrun aldraðra og um tíma geðdeild. Þá er vert að minna á starfsemi bak-og hálsdeildarinnar sem var sett síðar á fót og sinnir í dag sjúklingum af öllu landinu með einstökum árangri. Í rúm fimmtíu ár var því veitt sjúkrahúss og öldrunarþjónusta fyrir Snæfellinga á St. Francisskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Það er ekki fyrr en árið 1986 sem Dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík var stofnað og Dvalarheimilið Fella- skjól í Grundarfirði var stofnað árið 1988 og bættu þessi heimili mjög úr þegar aldraðir gátu notið dvalarheim- ilisþjónustu í heimabyggð nærri ætt- ingjum og vinum þegar heilsan brast. Árið 1978 hófst rekstur Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi, og var við- bót við öldrunarþjónustuna sem var veitt af sjúkrahúsinu. Síðar bættust við hjúkrunarþjónusta, bæði á Jaðri í Ólafsvík, í Fellaskjóli Grundarfirði og Dvalarheimilinu Stykkishólmi. Allt á einni hendi Eftir að St. Franciskusspítalinn og heilsugæslustöðvarnar í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi voru settar undir stjórn Sjúkrahússins á Akranesi, sem varð Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hafa orðið ótrúlega miklar breytingar með fækkun starfsmanna, lokunum og færslu allrar stjórnunar úr héraðinu. Árið 2011 var unnin skýrsla á vegum velferðarráðuneytisins sem fól í sér stefnumótun fyrir heilbrigðis og öldrunarþjónustu sjúkrahússins í Stykkishólmi. Gert var ráð fyrir því að öldrunarþjónusta í Stykkishólmi yrði færð saman og undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Jafnframt var áformað að standa fyrir umfangsmiklum endurbótum á hús- næði sjúkrahússins til þess að taka við þessum breytingum ásamt því að efla bakdeildina sem þar er rekin með miklum ágætum og tryggja eftir at- vikum sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa Snæfellsness. Ef þessi áform ganga eftir munu þau bæta þjónustuna og þá vonandi gert rekstur sjúkrahússins í Stykkishólmi hagkvæmari. Blaðamanna- og ljósmyndaverðlaun ársins: Umhverfismynd ársins var tekin af síldardauðanum í Kolgrafarfirði Blaðamannaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni nú nokkru sam- hliða afhendingu verðlauna fyrir bestu myndir og myndskeið við opnun sýningarinnar „Myndir ársins 2013. „Verðlaunahafar Blaðamannaverð- launa voru valdir úr hópi þriggja tilnefninga dómnefndar í hverjum flokki, en flokkarnir eru fjórir. Verð- launahafarnir voru þessir: Stígur Helgason á Fréttablaðinu fékk verðlaun fyrir Viðtal ársins 2013; Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamenn á DV fengu verðlaun fyrir Rannsóknarblaða- mennsku ársins 2013; Ritstjórn Kast- ljóss fékk verðlaun fyrir Umfjöllun ársins 2013; og Bergljót Baldursdóttir á RÚV fékk Blaðamannaverðlaun ársins 2013. Þá átti Páll Stefánsson Mynd ársins 2013. Bergljót Baldursdóttir hefur um árabil fjallað um marg- háttuð vísindastörf og rannsóknir. Hefur hún farið inná ólík fræðasvið, ekki síst heilbrigðismál og þannig með tíma og fyrirhöfn aflað sér víðtækrar þekkingar. Með því hefur henni tekist að gefa innsýn í flóknar sérgreinar. Á það bæði við um innlendar sem erlendar rannsóknir. Bergljót hefur undanfarið leitt heilbrigðismálateymi fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ásamt henni skipa það fréttamennirnir Sunna Valgerðardóttir og Valgeir Örn Ragnarsson. Teymið hefur fjallað um heilbrigðismál á landsvísu og dregið fram margháttaðan vanda sem oftar en ekki á rót sína að rekja til sílækk- andi fjárframlaga og aðhalds í rekstri. Ljósmyndaverðlaun ársins Einnig voru afhent verðlaun fyrir bestu myndir og myndskeið. Baldur Hrafnkell Jónsson fékk verðlaun fyrir besta myndskeið fréttatökumanns á ljósvakamiðlulum en mynd ársins tók Páll Stefánsson. Sú mynd er af Maylis Lasserre, franskri stúlku sem var týnd á Vestfjörðum í tvo daga. Myndin var einnig valin portrett mynd ársins. Um- sögn dómnefndar: Tilfinningaþrungið portrait sem fangar athygli áhorfanda samstundis, vekur upp óræðnar tilfinn- ingar og lætur áhorfandann vilja vita meira um viðfangsefnið, hver er hún, hvað kom fyrir. Myndröð ársins tók Kjartan Þor- björnsson af Guðmundi Felix Grét- arssyni, en Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998; fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhannsson af Karli Vigni Þorsteinssyni er hann var færður fyrir héraðsdómara; íþróttamynd ársins tók Árni Torfason af Anítu Hinriksdóttur; umhverfis- mynd ársins tók Vilhelm Gunnarsson í Kolgrafafirði, áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafarfirði var. Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppa- lagt„af síld. Útkoman er á vissan hátt yfirþyrmandi en jafnframt súrrealísk. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir tímaritsmynd ársins og „daglegt líf “ mynd ársins. Nunnur úr st. Franciskureglunni í stykkishólmi spila og syngja fyrir heimilisfólkið á Dvalarheimili aldr- aðra í stykkishólmi. Þessar heim- sóknir eru kærkomnar. mynd Vilhelms Gunnarssonar í Kolgrafafirði var valin umhverfismynd ársins. Áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafarfirði var. Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppalagt” af síld.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.