Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 11

Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 11
1123. Október 2014 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga: Heildaryfirsýn og langtímahugsun eru kjarnaatriði Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var haldin á Hilton-hóteli í Reykjavík 9. og 10. október sl.. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi þar m.a. um samskipti ríkis og sveitarfélaga og kynnt nýtt frumvarp til laga um opinber fjármál sem lagt verður fram á Alþingi á næstunni. Hann sagði frumvarpið ekki bara varða fjárreiður ríkisins heldur væri því einnig ætlað að sauma betur saman samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Heildaryfirsýn og lang- tímahugsun eru kjarnaatriði,“ sagði fjármálaráðherra. Hann sagði að grundvallarforsenda nýrra laga um fjárreiður ríkisins og um stefnumótun um þróun opin- berra fjármála væri samkomulag við sveitarfélögin. Grunngildin sem stuðst er við í frumvarpinu eru að sögn ráðherra: Sjálfbærni, varfærni, að stefna undirbyggi stöðugleika og gagnsæi. Bergur Elías Ágústsson fyrrverandi bæjarstjóri Norðurþings fjallaði um áhættugrreiningu sveitarfélaga og sagði m.a. ; „Við vitum að það er al- veg sama hvað við gerum og hversu mikið við vöndum okkur, áhætta er og verður ávallt til staðar. Það sem við getum gert er að fara kerfisbundið í gegnum viðfangsefnið, takmarkað áhættur og haft einhvers konar við- bragðsáætlun tilbúna þegar hlutirnir þróast með öðrum hætti en upphaf- lega var gert ráð fyrir.“ Hann nefndi sérstaklega tvö við- fangsefni sem æskilegt væri að leggja áherslu á að lágmarka, en það eru annars vegar fjárfestingar og hins vegar yfirtaka verkefna frá ríkis- valdinu. Varðandi fjárfestingar þá hvetur hann meðal annars til þess að gerð sé fjárfestingastefna sem tilgreini ítarlega hvernig undirbúningi fyrir ákvarðanatöku skuli háttað. Þetta á ekki að vera flókið að sögn Bergs El- íasar heldur þarf fyrst og fremst að gæta formfestu og aðgæta skilyrði sem uppfylla þarf áður en endanleg ákvörðun er tekinn. Kjarasamningar starfsmanna sveitarfélaga Alls eru 63 stéttarfélög með 39 kjara- samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga en þar af eru 22 félög með 17 kjarasamninga við Reykjavíkurborg. 30 kjarasamningum við 54 stéttarfélög lokið en samningum við 8 stéttarfélög er enn ólokið. Stöðugildi hjá sveitarfé- lögunum eru um 20 þúsund. Almenni markaðurinn er um 70% vinnumark- aðarins en opinberi og hálfopinber geirinn eru um 30% og er hluti ríkisins og sveitarfélaganna nokkuð jafn, eða 11% eftir að málefni fatlaðra færðust yfir til sveitarfélaganna. Fylgst með umræðum. VerkÍS var með kynningu á fjármálaráðstefnunni ásamt mörgum fleirum fyrirtækjum. Þeir kynntu sveitarstjórnarmönnum sína starfsemi. Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri í Grundarfirði og Sigurlaug r. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri bæjarins voru á fjármálaráðstefnunni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.