Vestfirðir - 12.09.2013, Síða 4
4 12. september 2013
VestFIRÐIR
9. tBL. 2. ÁRGANGUR 2013
Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi
Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang
amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.
is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@
simnet.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur.
FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM
Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM
Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa samþykkt að auglýsa tillögu að Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um nýtingu fjarðarins, þ.e.a.s.
á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði
og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er
ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæð-
isskipulags verið hafðir til hliðsjónar. Nýting strandsvæðisins við Vestfirði
hefur aldrei verið fjölbreyttari en nú. Fiskeldi, bolfiskveiðar, kræklingarækt,
kalkþörunganám og ferðaþjónusta eru dæmi um nýtingu sem á sér stað í dag.
Aukin nýting hefur leitt til hagsmunaárekstra og aukins álags á umhverfið.
Skýrt dæmi um þetta er mikil eftirspurn eftir svæðum fyrir fiskeldi en nú er
slíkt eldi í nánast öllum fjörðum Vestfjarða frá Patreksfirði að Ísafirði, innsta
firði í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir svæðið enda
eru sveitarfélög á Vestfjörðum flest mjög háð auðlindum sjávar. Að þeirra
mati er einkum þrennt sem ógnar sjálfbærni og framtíð svæðisins í þessu
samhengi; þ.e. engar skipulagsáætlanir eru í gildi á strandsvæðinu og það
mun óhjákvæmilega leiða til hagsmunaárekstra og óvissu og draga úr vilja
fólks til að nýta svæðið á jákvæðan hátt. Þá skortir heildaryfirsýn yfir nú-
verandi nýtingu og samræmingu á meðal stofnana sem fara með stjórnun
strandsvæðisins. Stjórnsýslulegt umhverfi er almennt flókið á strandsvæðinu.
Sveitarstjórnir hafa takmarkaða aðkomu að ákvarðanatöku um nýtingu á
strandsvæðinu en þrátt fyrir það er afkoma margra sveitarfélaga nær algerlega
háð auðlindum strandsvæðis.
Svona hefur ástandið lengi verið, nánast ekkert skipulag hefur verið á því hvar
fiskeldi er sett niður enda stundum ekki ljóst hver eða hverjir eiga að gefa
slíkt leyfi, línubátar elta fiskinn alveg upp í fjöru ef hann gengur þangað eins
og sjá mátti þegar makríll gekk í þúsunda tonna vís inn á Steingrímsfjörð.
Ferðamönnum er boðið á sjóstandveiði hvar sem er ef einhver von er um afla
og hvalaskoðunarbátar sigla þvers og kruss um fjörðinn ef einvers staðar glittir
í bakugga á hval. Allt hefur þetta reyndar gengið að mestu í sátt og samlyndi
en með aukinni sókn kann að koma til misklíðar, svo nýtingaráætlun er
vissulega löngu tímabær.
Í sumar hefur verið unnið að byggingu brúa og garða á vegum verktakafyr-
irtækisins Suðurverks til að þvera Mjóafjörð og Kerlingafjörð á Barðaströnd
og eru verklok fyrirhuguð eftir tvö ár. Það er hins vegar umhugsunarvert
hvernig núverandi vegur fyrir botn Kerlingafjarðar muni líta út að þeim
tíma liðinum því við aksturinn þar fyrir er hreint hvalræði fyrir bílstjóra og
bíl og svo virðist sem ekkert hafi verið heflað þar í sumar. Þótt leggi eigi af
veg í náinni framtíð er það ekki forsvaranlegt að halda vegspottanum ekki
við þótt leggja eigi hann af . Hann er eina tengingin um Barðaströndina við
suðurhluta Vestfjarða þar sem fram fer mikil framleiðsla verðmæta sem
koma þarf að markað á höfuðborgarsvæðið og erlendis. Ekki er alltaf hægt að
treysta á að Breiðafjarðarferjan geti sinn þessum flutningum daglega. Á hinn
bóginn er gaman að keyra veginn um Barðaströndina ef ekkert liggur á og
veður er þokkalegt, virða fyrir sér náttúruna af fjallvegum eins og Kletthálsi
og á í skjólsælum lækjarfarvegi og hreinlega njóta þess að vera til. Á slíkum
stundum stenst fátt samanburð við vestfirska náttúru.
Geir A. Guðsteinsson ritstjóri
Nýtingaráætlun
og viðhald vega
Leiðari
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is
www.fotspor.is
Patreksfjörður:
Afar mikilvæg ráðstefna um
fiskeldi í byrjun októbermánaðar
Stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið um fiskeldi verður á dag-ana 3. og 4. október nk. í félags-
heimili Patreksfjarðar. Þessi ráðstefna
skiptir sveitarstjórnarmenn miklu máli
er varðar upplýsingar um fiskeldi á
þeirra svæði. Að ráðstefnunni koma
m.a. Fiskeldisklasi Vestfjarða, Vaxtar-
samningur Vestfjarða og Atvinnuþró-
unarfélag Vestfjarða, sem hefur með
verkefnastjórn ráðstefnunar að gera.
Stjórnandi og ráðstefnustjóri verður
Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri
Thorp ehf. en ráðherra atvinnuvega og
nýsköpunar, Sigurður Ingi Jóhannsson
mun setja ráðstefnuna. Þá verða einnig
gestir frá Noregi, Per Gunnar Kvenseth,
Villa Organic AS og frá Nýfundna-
landi kemur Cyr Couturier, Marine
Institute of Memorial Univerisity.
Fjöldi útlendinga og íslendinga munu
flytja ávörp á ráðstefnunni en hún er
öllum opin og aðgangeyrir enginn.
Staðfesta þarf þátttöku í síðasta lagi
fyrir fimmtudaginn 19. september nk.
í síma 456-5006 eða á veffangið http://
westfjordsadventures.com sem veitir
jafnframt allar nánari upplýsingar um
gistiaðstöðu og annan kostnað samfara
ráðstefnunni.
Fiskeldi hefur verið vaxandi at-
vinnugrein á suðurhluta Vestfjarða,
í Arnarfirði, Tálknafirði og Patreks-
firði, en einnig hefur bæði laxeldi og
þorskeldi tekið framförum á öðrum
svæðum, enda ættu skilyrði að vera
víðar til staðar fyrir fiskeldi, ekki síst á
Norðurlandi og í fjörðunum á norðan-
verðu Snæfellsnesi.
ekki er fjarri lagi að sjókvíar verði stöðugt algengari sjón við strendur landins
á næstu árum. Því veldur aukin þekking í greininni.
ráðstefnan fer fram á patreksfirði, en aðstaða til ráðstefnuhalds hefur stór-
aukist eftir að nýtt og glæsilegt Fosshótel hóf þar starfsemi.
Mjög gott fiskveiðiár
að baki í Bolungarvík
Á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst sl. var rúmlega 15.615 tonnum landað í Bol-
ungarvíkurhöfn og er það 600 tonnum
meiri afli en fiskveiðiárið þar á undan.
Landaður afli í hverjum mánuði var
1.300 tonn að jafnaði en júní var besti
mánuðurinn þegar 2.363 tonnum var
landað en slakasti mánuðurinn var
mars en þá komu aðeins 540 tonn á
land í Bolungarvík.
Stöðugur vöxtur hefur verið í
lönduðum afla í Bolungarvík undan-
farin ár og er afli síðasta fiskveiðiárs t.d.
4.100 tonnum meiri en fiskveiðiárið
2009/2010 og þýðir það 36% aukningu
á fjórum árum.
bolungarvík.
stærsti hluti fiskafla bolvíkinga er
eflaust þorskur.