Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 10

Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 10
10 12. september 2013 Styrkir til fiskeldis, ferða- þjónustu og ræktun og veiði skeldýra Umsóknarferli til Rannsókna og nýsköpunarsjóðs Vestur-Barðastrandasýslu er lokið og bárust alls 10 umsóknir. Sérstök áhersla fyrir árið 2013 var lögð á að verkefni væru í eftirtöldum flokkum: fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra auk ferðaþjónustu (markaðs, umhverfis-og þróunarverkefni). Frá stofnun sjóðsins 2008 hefur sjóðurinn styrkt verkefni til grunn- rannsókna m.a. á sviði fiskeldis, kræk- lingaræktun og einnig til ferðaþjónustu á víðum grundvelli. Sem dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrk má nefna rannsóknir Náttúrustofu Vestfjarða í samstarfi við fyrirtæki í Vestur – Barðastrandasýslu á sviði fiskeldis og kræklingaræktar. Stefnt er að úthlutun úr sjóðnum í lok þessa mánaðar. Vegagerð við utanverðan Vatnsfjörð að austan tilheyrir sennilega ekki til rannsókna eða nýsköpunar, en vissulega þarf að rannsaka ný vegastæði áður en hafist er handa. Á áttunda áratug síðustu aldar var vegurinn þarna lagður á uppfyllingu í stað þess að leggja hann út með hlíðinni, og var auðvitað miklu dýrari kostur. ein af ástæðum þess var að í þessari hlíð áttu sér hreiður hafarnarhjón og ekki var talið forsvaranlegt að hrekja þau af hreiðrinu. Um sumarið sem vegalagning hófst verptu ernirnir og unguðu út eggjum en síðan hurfu þeir og hafa ekki sést þarna síðan. Allt umstangið og kostnaður til að verja arnarhreiður var því til einskis. Líklega má segja í þessu dæmi að ekki sé öll vitleysan eins. Hlutur Vestfirðinga í fiskveiðikvótanum 2013 – 2014 er 8,59%: Fjórtán byggðalög með alls 36.482 þorskígildistonn Útgerðir í 14 byggarlögum á Vestfjörðum fá úthlutað fisk-veiðikvóta fyrir fiskveiðiárið 2013 – 2014 sem hófst 1. september sl. Þetta gerir alls 8,59& alls þorskígildisk- vótans eða 36.482 þorskígildistonn en heildarúthutun til allra útgerða á landinu er 381.431 þorskígildisstonn. Þorskvótinn er 171 þúsund tonn, veiða má 35 þúsund tonn af ýsu, 36 þúsund tonn af ufsa og 45 þúsund tonnaf karfa og gullkarfa, en mun minna af öðrum fisktegundum. Úthlutað er til 55 togara sem er sami fjöldi og á síðasta fisk- veiðiári, skip með aflamark eru 131 sem er fjölgun milli ára, smábátar með aflamark eru 87 sem er fjölgun milli fiskveiðiára og krókaaflamarksbátar eru 354 sem einnig er fjölgun milli ára. Til einstaka byggðarlaga fer mest til Reykjavíkur, eða 13,28% sem er 64% meira en fer til allra útgerða á Vest- fjörðum. Kótahæsta fiskiskip landsins fiskveiðiárið 2013 – 2014 er Brimnes RE-27 í Reykjavík, eign Brims hf. með 9.506 þorskígildistonn. Kvótahæsta skpið á Vestfjörðum er Júlíus Geir- mundsson ÍS-270 á Ísafirði með 6.749 þorskildistonn og er 4. kvótahæsta fiskiskip landsins. Önnur vestfirsk fiskiskip sem fara yfir 1.000 tonna kvóta eru Páll Pálsson ÍS-102 í Hnífs- dal með 4.060 þorskígildistonn; Þor- lákur ÍS-15 í Bolungarvík með 3.510 þorskígildistonn; Jóhanna Gísladóttir ÍS-7 á Þingeyri með 2.820 þorskíg- ildistonn; Núpur BA-69 á Patresksfirði með 2.198 þorskígildistonn; Hrólfur Einarsson ÍS-255 í Bolungarvík með 1.179 þorskígildistonn og og Sirrý ÍS- 84 í Bolungarvík með 1.086 þorskíg- ildistonn. Kvótahæsta fyrirtækið er HB- Grandi með 11,2%, Samherji með 6,8%, Hraðfrystihúsið – Gunnvör með 3% eða 11.320 þorskígildistonn, Jakob Valgeir í Bolungarvík með 1,4%, Oddi á Patreksfirði með 0,7% og Frosti með 0,7%. Aflamark eftir heimahöfnum Aflamark eftir heimahöfnum á Vest- fjörðum er afar mismikið en þau eru, raða eftir magni: • Brjánslækur 319 tonn • Patreksfjörður 3735 tonn • Tálknafjörður 1630 tonn • Bíldudalur 56 tonn • Þingeyri 3201 tonn • Flateyri 311 tonn • Suðureyri 1450 tonn • Bolungarvík 9586 tonn • Hnífsdalur 2036 tonn • Ísafjörður 7550 tonn • Súðavík 3691 tonn • Norðurfjörður 54 tonn • Djúpavík 52 tonn • Drangsnes 407 tonn • Hólmavík 379 tonn Þrýst á um Álftafjarðargöng Hafin er undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja nú þegar og án frekari tafa rannsóknir og undirbúning fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þjóðvegurinn um Súða- víkurhlíð í Álftafirði og Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði er talinn einn hættulegasti vegur landsins og löngu orðið tímabært og raunar bráðnauðsynlegt að bæta þar úr en talið er að engin önnur lausn komi til greina nema jarðgöng. Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð eru farartálmar allra íbúa á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e. Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Ísa- fjarðar og Bolungarvíkur, sem komast þurfa landleiðina frá norðanverðum Vestfjörðum og einnig fyrir þá sem eiga leið inn á norðanverða Vestfirði. Nú síð- ast, rétt fyrir síðustu áramót í óveðrinu sem gekk yfir Vestfirði, féllu á fáeinum dögum snjóflóð úr 20 þekktum snjó- flóðafarvegum í Súðavíkurhlíð. Tepptust þar með allar bjargir og aðföng til og frá Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða, frá 28. desember til 2. janúar sl. Þær aðstæður sem þar með mynduðust eru með öllu óásættanlegar fyrir atvinnulíf og alla íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var af Veðurstofu Íslands ,,Mat á hættu vegna snjóflóða og grjót- hruns á vegum milli Súðavíkur og Bol- ungarvíkur” kemur fram í niðurstöðu skýrslunnar að fyrir þá sem ferðast dag- lega um Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð er snjóflóða- og grjóthrunshættan nálægt því að tvöfalda árlegar dánarlíkur í um- ferðinni, þ.e. miðað við meðaldánarlíkur Íslendinga í umferðinni. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist vona að fjöldi undirskrifta muni flýta fyrir ákvörpðun um gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Málið sé ekkert einka- mál Súðvíkinga, heldur hagsmunamál allra Vestfirðinga. Hvar þau muni liggja endanlega sé auðvitað ekki ákveðið, þar komi ýmsar staðsetningar til greina, m.a. frá Dvergasteini í Álftafirði yfir í Engidal innan byggðarinnar á Ísafirði. Ómar már Jónsson, sveitarstjóri súða- víkurhrepps. Göngin um Arnarneshamar milli Ísafjarðar og súðavíkur voru tekin í notkun árið 1949. Þau eru bæði stystu og elstu jarðgöng landsins, aðeins nokkrar bíllengdir. 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskipta enn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess á get að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammta i ■ Túrbóstútur + 50%

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.