Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 8
8 12. september 2013
Atvinnumál og grunn-
þjónusta Bílddæling-
um afar hugleikin
Atvinnumál og grunnþjónusta voru Bílddælingum ofarlega í huga á íbúafundi sem haldinn
var í félagsheimilinu Baldurshaga 3.
september sl. Tilefni fundarins var
tvíþætt, annars vegar kynning á lýs-
ingu vegna aðalskipulagsbreytingar
Vesturbyggðar og hins vegar tengdist
fundurinn byggðaþróunarverkefni
sem Byggðastofnun stendur fyrir
á Bíldudal, með það að markmiði
að virkja íbúa í svokölluðum „brot-
hættum byggðum.” Unnið hefur verið
að sambærilegu verkefni á Raufarhöfn
og auk Bíldudals verður unnið með
sama hætti í Skaftárhreppi og Breið-
dalshreppi. Að verkefninu standa Vest-
urbyggð, AtVest, Fjórðungssamband
Vestfirðinga og Háskólinn á Akureyri
ásamt Byggðastofnun.
Mjög góð mæting var á fundinn, um
50 manns hlýddu á kynningar og tóku
síðan þátt í umræðum, sem fóru fram í
litlum hópum með aðferð sem kallast
,,Heimskaffi.” Umsjón með fundinum
var í höndum Sigurborgar Kr. Hann-
esdóttur hjá ILDI, þjónustu og ráð-
gjöf. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri
Byggðastofnunar kynnti verkefnið
„Brothættar byggðir,” og skipulags-
kynning var í höndum Óskars Arnar
Gunnarssonar, skipulagsfræðings hjá
Landmótun og Ármanns Halldórs-
sonar skipulags- og byggingarfulltrúa
hjá Vesturbyggð. Þá kynnti Aðalsteinn
Óskarsson hjá FV, nýtingaráætlun um
Arnarfjörð sem nú er í vinnslu.
Íbúum á Bíldudal hefur fækkað um
rúm 40% frá árinu 1998. Breytingar
hafa orðið á atvinnulífi eftir að fisk-
vinnsla lagðist af á staðnum. Nú eru
uppi áform um töluverða uppbyggingu
tengda laxeldi, en þátttakendur ræddu
málin út frá spurningunni „Hvað þarf
til, að möguleg uppbygging á Bíldu-
dal verði farsæl?,” og fjölluðu þá bæði
um drauma sína og áhyggjur. Stærstu
draumarnir sneru að öflugu og fjöl-
breyttu atvinnulífi, góðri þjónustu og
samgöngum. Rætt var um mikilvægi
sterkra innviða, skóla, heilbrigðisþjón-
ustu, íþrótta- og tómstundastarf og síð-
ast en ekki síst, samgöngur.
Næsti áfangi í verkefni Byggðastofn-
unar, Vesturbyggðar, AtVest og Fjórð-
ungssambands Vestfjarða, sem hlotið
hefur yfirskriftina „Bíldudalur – samtal
um framtíðina,” verður tveggja daga
íbúaþing á Bíldudal, helgina 28. – 29.
september nk.
bíldudalur er byggilelgur staður. Félagsheimilið baldurshagi, þar sem íbúafundurinn var haldinn, lengst t.h.
Ökumenn sýni aðgát í nálægð skóla
- gönguleiðir yfir umferðargötur oft illa merktar
Grunnskólar landsins eru byrjaðir og þá flykkjast þús-undir barna út á göturnar á
leið í og úr skóla. Leiðir margra þeirra
liggja yfir umferðargötur og við þær.
Því er það mjög mikilvægt að allir
aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem
stjórna vélknúnum farartækjum, fari
um með sérstakri gát þar sem barna
er að vænta, sérstaklega þar sem þau
þurfa að fara yfir umferðargötur. Af
þessu tilefni vill FÍB vekja sérstaka
athygli á þessum málum og hefur
óskað eftir þátttöku almennings.
Það ámælisvert að mati FÍB hversu
illa gönguleiðir yfir umferðargötur
eru merktar hér á landi. Slæmar
og óljósar merkingar við skóla og
í grennd við þá hljóta að teljast
sérstaklega varhugaverðar. Skóla-
börnin eiga heimtingu á því að að
bestu og öruggustu göngustaðirnir
yfir umferðargötur séu skilgreindir
og merktir löglega og skýrt, svo ekk-
ert fari á milli mála hjá börnunum
sjálfum, né heldur ökumönnum sem
um þessar götur aka.
Gervigangbrautir
skapa óvíssu
Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja
gangbrautir rækilega auk þess sem
ökumönnum er gefið það skýrt og
greinilega til kynna þegar þeir nálg-
ast gangbraut. Það er gert með yfir-
borðsmerkingum, umferðarmerkjum
og skiltum sem minna á það að sýna
beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitar-
félagi landsins, Reykjavík, hefur sú
stefna verið ríkjandi um langt árabil að
merkja ekki gangbrautir á lögbundinn
hátt með hvítum og svörtum þverrönd-
um. Hins vegar hafa einskonar gervi-
gangbrautir verið gerðar sem skapa
fullkomna óvissu bæði gangandi og
akandi um það hvort þar sé gangbraut
eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið.
Bæði zebrabrautirnar og gang-
brautamerkin eru hluti tiltekins al-
þjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir
bæði akandi og gangandi að til staðar
sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum
– akandi og gangandi –skylda til að
sýna fyllstu aðgát.
Gangbrautir eru ekki algengar á Vestfjörðum, og þær sem sjást eru oft illa
merktar, jafnvel í nálægð skóla. Þessi gangbraut mætti vera sýnilegri en hún
liggur yfir Austurveg á Ísafirði milli sundhallarinnar og grunnskólans þar
sem fjöldi barna fer um á hverjum degi og allnokkur umferð eftir götunni.
Ökumenn og börn þurfa að sýna hvort öðru tillitssemi svo ekki verði slys.
Afkastageta Kalkþör-
ungaverksmiðjunnar
eykst umtalsvert
Stór skemma við höfnina í Bíldudal hýsir Kalkþörunga-verksmiðjuna, en verksmiðjan
er að verða einn stærsti atvinnurek-
andi á Bíldudal. Nú stendur yfir um
100% stækkun á verksmiðjunni og
þar með eykst framleiðslugetan um-
talsvert.
Liður í stækkuninni er að fá nýjan
þurrkara í skemmuna en eldri þurrk-
arinn er 1, megawött en sá nýi 3,6
megawött. Með tilurð hans getur
verksmiðjan loksins fullnýtt starfs-
leyfið sem hún hefur.
Í verksmiðjunni er sem kunnugt
er kalkþörungaset af hafsbotninum
í Arnarfirði þurrkað, eftir að því
hefur verið dælt upp af dæluskipum.
Setinu er síðan dælt í lón, sem er
við athafnasvæði verksmiðjunnar,
því síðan mokað inn í hús og inn í
þurrkara. Að þurrkun lokinni er það
malað og úr verður kalkþörungamjöl,
sem aðallega er nýtt sem áburður
og steinefnafóður fyrir búpening og
er flutt síðan flutt út, en það nýtist
m.a. sem fæðubótarefni eða vítamín
fyrir dýrin. Kalkþörungasetið er
líka notað í vatnshreinsun, einkum
í Frakklandi, en þá er það unnið á
annan hátt. Verksmiðjustjóri er Guð-
mundur V. Magnússon.
bíldudalur. skemma Kalkþörungaverksmiðjunnar fremst á hafnarsvæðinu.
Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. var stofnað af Atvinnuþróunarfélagi
Vestfjarða árið 2001.
Náttfatadagur
í Reykhólahreppi
- bleikur dagur 4. október nk.
Ákveðið hefur verið að prófa að fyrsti föstudagur í hverjum mánuði verði sér-
stakur þemadagur í Reykhólahreppi
hvað klæðaburð varðar. Þannig var
fyrsti föstudagur í september nátt-
fatadagur og var fólk í sveitarfé-
laginu því hvatt til þess að klæðast
náttfötum eftir því sem veður og færð
og aðrar aðstæður framast leyfa.
Hugmyndir um þemu fram til
áramóta eru þessar; 4. október
verði bleikur dagur; 1. nóvember
verði allir með hálstau, hvort sem
það eru bindi, slaufur eða slæður, en
6. desember verði ljótupeysudagur.
Frekari hugmyndir eru vel þegnar
í netfangið skrifstofa@reykholar.is
.Jafnframt er fólk hvatt til að senda
vefnum myndir frá þessum þema-
dögum, hvort sem það er á heimilum
eða vinnustöðum eða í skólanum.
Ef fólk á slíkar myndir er blaðið
VESTFIRÐIR tilbúið að birta slíkar
myndir. Netfangið er geirgudsteins-
son@simnet.is
,,Hlíðin mín fríða; hjalla meður græna; og blágresið blíða; og berjalautu
væna; á þér ástaraugu; ungur réð ég festa; blómmóðir bezta! Þannig orti
Jón thoroddsen fyrrum sýslumaður barðstrendinga um barmahlíðina í
reykhólasveit sem hér má augum líta.