Vestfirðir - 12.09.2013, Blaðsíða 6
6 12. september 2013
Lögleysa í umgengni við villta laxfiskastofna
- í norsku laxeldi sleppur 0,07% fiska
Landsamtök veiðifélaga hafa verið óþreytt á að staðhæfa að mikil ógn muni fylgja vax-
andi laxeldi hér við land. Fullyrt er
að eldislax muni sleppa í miklum
mæli úr eldiskvíum og skaða villta
laxastofna með erfðamengun. Það
er jafnan vitnað til laxeldis í Noregi
og staðhæft að laxastofnar séu þar í
stórkostlegri hættu, ef ekki útrým-
ingarhættu. Staðreyndin er hins-
vegar sú að stangveiði í norskum
laxveiðiám hefur aldrei verið blóm-
legri en nú og dafnar villti laxinn sem
aldrei fyrr. Í norsku laxeldi sluppu að
meðaltali 380 þúsund laxar árlega á
árabilinu 2003 til 2012 eða um 0,2%
af þeim seiðum sem voru sett í eld-
iskvíar. Að sjálfsögðu eru þetta ekki
ásættanlegar tölur. Norsk stjórnvöld
hafa stöðugt verið að herða eftirlit
og gert meiri kröfur til búnaðar og
verklags í laxeldinu. Það hefur skilað
sér í að síðustu 5 ár (2008-2012)
hefur að meðaltali sloppið um 180
þúsund seiði árlega, eða um 0,07% af
útsettum laxaseiðum. Ennþá er unnið
að umbótum, sem íslensk laxeldisfyr-
irtæki geta læra mikið af.
Til fiskræktar er sleppt
50% fleiri laxaseiðum
en ganga náttúrulega
til sjávar
Áætlað hefur verið að árlega syndi
til sjávar 500 þúsund laxaseiði úr ís-
lenskum ám. Þessi tala getur verið mjög
breytileg milli ára, en sérfræðingar
Veiðimálastofnunar telja þetta nærri
meðaltali. Til samanburðar er áhuga-
vert að skoða fjölda laxaseiða sem sett
eru í íslenskar ár í nafni fiskræktar.
Opinberar tölur sýna að á árabilinu
1999 til 2007 var að sleppt um 770
þús laxaseiðum árlega í veiðiár á Ís-
landi, sem er um 50% meira en heildar
náttúruleg seiðaframleiðsla íslenskra
áa og um fjórfalt meira en sleppur úr
norsku laxeldi. Þess ber að geta að þetta
er lágmarkstala, en víða um land eru
flutt seiði á vatnakerfi án þess að það
sé tilkynnt til Fiskistofu. Þessu til við-
bótar er sleppt árlega 600 - 800 þúsund
laxaseiðum í Rangárnar tvær. Í íslensk
vatnakerfi er því viljandi sleppt átta
sinnum fleiri laxaseiði en sleppa úr
norsku laxeldi. Þetta er sláandi hátt
hlutfall.
Lítið sem ekkert eftirlit er
með fiskrækt á Íslandi
Það er hátt hlutfall sérstaklega í ljósi
þess að lítið sem ekkert opinbert
eftirlit er með þessum sleppingum í
fiskræktarskyni. Samkvæmt lögum
um fiskrækt (nr 58/2006) er strang-
lega bannað að flytja eða sleppa seið-
um í veiðivatn nema foreldrafiskur sé
uppruninn úr viðkomandi veiðivatni.
Þess utan skal liggja fyrir samþykkt
fiskræktaráætlun ef veiðifélag eða
landeigendur hyggjast sleppa seiðum.
Fiskistofa hefur eftirlit með fiskrækt og
skal veita heimildir. Samkvæmt lögum
um fiskrækt skal ráðherra setja reglu-
gerð um fiskræktaráætlanir og mæla
fyrir um hvernig skal staðið að verki.
Þó lögin séu orðin sjö ára bólar ekkert
á þessari reglugerð. Engin viðurlög eru
við því ef lögum um fiskrækt er ekki
fylgt. Fiskistofa á að fá upplýsingar frá
seiðastöðvum sem selja laxaseiði til
sleppinga í íslenska náttúru. Mikill
misbrestur er á því. Hérlendis þykir
sjálfsagt að hefja fiskrækt í ám sem ekki
hafa náttúrulegan laxastofn og þá er
seiðum stundum sleppt á vatnasvæði
sem hefur náttúrulegan bleikjustofn
eða sjóbirtingsstofn. Aldrei heyrist frá
Landsamtökum veiðifélaga um þessa
lögleysu í umgengni við íslenska lax-
fiska. Sérfræðingar Veiðimálastofn-
unar hafa lagt til að tekin verði upp
ný og betri vinnubrögð, en mega sín
lítils gegn hagsmunum veiðifélaga,
enda koma sértekjur stofnunarinnar
frá veiðifélögunum.
Í Noregi eru seiðaslepp-
ingar veiðifélaga bannaðar
Sérhver laxá hefur sinn laxastofn og oft
er erfðafræðilegur munur innan vatna-
kerfa, þar sem hliðarár hafa hver sinn
laxastofn. Það þarf því að gæta mjög vel
hvar í vatnakerfinu klakfiskur er veidd-
ur til undaneldis. Ekkert eftirlit er með
því hvernig (fjöldi/staður) klakfiskur
er valinn. Yfirleitt er klakfiskur veiddur
seint á haustin og þá skila afkvæmin sér
seint tilbaka á sumrin. Síðsumar er ein-
göngu smálax eftir í ánum, því stórlax-
inn hefur þá gjarnan verið veiddur, og
það skilar smálaxi tilbaka. Talverð afföll
og úrval á sér stað í eldisstöðvum og ljóst
að gönguseiði geta verið erfðafræðilega
ólík upprunastofni og ættu því ekki að
kallast annað en eldisseiði. Hérlendis
hafa verið stundaðar ítrekað sleppingar í
sama vatnakerfi, án þess að hugað sé að
erfðafræðilegum áhrifum af slíkum að-
gerðum, enda yfirleitt ekkert árangurs-
mat af þessu sleppingum. Sleppingar
eru notaðar í auglýsingaskyni til að selja
veiðileyfi og veiðifélögin telja sig vera að
„hjálpa” náttúrunni. Veiðitölur sýna að
þetta brölt er í besta falli gagnlaust til að
stækka veiðistofna. Til þess þarf aðrar
aðgerðir, s.s. stækkun eða endurbætur
á búsvæðum fyrir náttúrulega seiða-
framleiðslu. Norðmenn hafa fyrir löngu
áttað sig á gagnleysi og hættum sem
fylgja stjórnlausum seiðasleppingum
og þar í landi hafa seiðasleppingar verið
bannaður frá árinu 1992, nema undir
ströngu opinberu eftirliti.
Íslenski eldislaxinn er af norskum
uppruna. Hann er erfðafræðilega frá-
brugðinn villtum laxi bæði í Noregi og á
Íslandi. Rannsóknir sýna að hann hefur
að mestu glatað hæfileikunum til lifa af
og fjölga sér í villtri náttúru. Ef eldislax
sleppur leitar hann til hafs og lífslíkur
hans eru mjög litlar. Lífslíkur eru meiri
ef laxinn sleppur snemma sem seiði
og þá leitar hann tilbaka á sleppistað
(eldissvæðið) þegar hann verður kyn-
þroska. Aðeins ef laxinn er kynþroska
þegar hann sleppur þá leitar hann
upp í nærliggjandi ár. Á Vestfjörðum
og Austfjörðum eru fáir náttúrulegir
laxastofnar. Ef svo óheppilega vildi til að
lax stryki úr eldiskvíum er afar ósenni-
legt að það yrði árviss viðburður, eins
og seiðasleppingar veiðifélaga. Takist
eldislaxi í eitt skipti að hrygna eru erfða-
áhrif af því engin. Það er margsannað
með fjölda rannsókna. Aðeins í ám
sem verða ítrekað fyrir því að eldislax
hrygni er mögulegt að greina áhrif á
erfðaefni villta stofnsins. Það staðfestir
mikilvægi þess að fiskrækt þarf að vera
undir ströngu opinberu eftirliti. Það er
einmitt lykilþáttur málsins.
Eðlilegt að starfsemi
veiðifélaga heyri undir
lög um umhverfismat
Hér hafa verið settar fram tölu-
leg gögn sem hefur sárlega vantað í
umræðuna. Starfsemi veiðifélaga og
umgengni þeirra við íslenska náttúru
ætti að taka til rækilegrar skoðunar.
Seiðasleppingar hafa haft neikvæð
áhrif á náttúrulega laxafiskastofna
í fjölmörgum ám. Það sýna t.d. töl-
ur um stórlaxahlutfall. Það væri því
eðlilegt að lög um umhverfismat giltu
um starfsemi veiðifélaga, eins og um
laxeldisfyrirtæki.
Jón Örn Pálsson
höfundur er sjávarútvegsfræðingur
(M.Sc) og starfar sem
svæðisstjóri hjá Fjarðalax
OG HAUSTA FER
TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER
ER SUMRI HALLAR
KOMDU MEÐ MÁLIN
og við hönnum,
teiknum og gerum
þér hagstætt tilboð
FAGMENNSKA Í
FyRIRRúMI
Þú nýtur þekkingar
og reynslu og fyrsta
flokks þjónustu.
VIÐ KOMUM HEIM
TIL þÍN, tökum mál
og ráðleggjum um
val innréttingar.
þú VELUR að
kaupa innrétt-
inguna í ósam-
settum einingum,
samsetta eða
uppsetta.
HREINT OG KLÁRT
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
Mán. - föst. kl. 9 -18
Laugardaga kl. 11-15
Fataskápar
Baðherbergi Skóhillur
Helluborð Ofnar Háfar Kæliskápar
RAFTÆKI
FYRIR ELDHÚSIÐ
TILBOÐ
AFSLÁTTUR
25%
AF ÖLLUM
INNRÉTTING
UM
Í SEPTEMBER
Mjúklokun Búrskúffur Þvottahúsinnréttingar
ÁByRGÐ - þJÓNUSTA
5 ár á innréttingum,
2 ár á raftækjum.
VÖNDUÐ RAFTÆKI
Á VÆGU VERÐI
friform.is
Skúffuinnvols
Fjarðalax starfar á patreksfirði, Arnarfirði og tálknafirði þaðan sem myndin er.