Vestfirðir - 12.09.2013, Qupperneq 9

Vestfirðir - 12.09.2013, Qupperneq 9
12. september 2013 9 Þverun Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar losar vegfarendur við einbreiðar brýr og snjóþung svæði Í sumar hefur verið unnið að ný-lögn og endurlögn Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Um er að ræða tæplega 16 km langan veg auk brúa yfir mynni Mjóafjarðar inn af Kerlingarfirði og yfir Kjálkafjörð sem er á vesturmörkum Reykhólahrepps. Langmestur hluti hins nýja vegar verður því innan Reyk- hólahrepps. Vegna þverunar fjarðanna styttist leiðin um átta kílómetra. Ætl- unin er að verkinu verði að fullu lokið haustið 2015. Sá hluti vegarins sem er innan Reyk- hólahrepps er á náttúruminjaskrá. Sá hluti sem er neðan flóðmarka á stór- streymi er innan svæðis sem verndað er samkvæmt lögum um vernd Breiða- fjarðar. Strangar kröfur verða gerðar til verktaka þannig að sem minnst hætta verði á mengunaróhöppum. Engum nýjum svæðum má raska á varp- tíma fugla frá maíbyrjun til júlíloka. Vegagerðin hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra veiti undanþágu frá þessu ákvæði. Hreiður arna eru á þremur stöðum nærri hinu nýja vegstæði og minnsta fjarlægðin verður um 300 metrar. Lögum samkvæmt er óheimilt að koma nær hreiðrum arna en í 500 metra fjarlægð nema brýna nauðsyn beri til. Þó er ráðherra heimilt að veita undanþágu vegna lagningar þjóðvega eða annarrar mannvirkja- gerðar í almannaþágu. Vegagerðin mun hafa samráð við Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrufræðistofnun Íslands um tilhögun framkvæmda í grennd við hreiðrin. Brúin yfir Kjálkafjörð milli uppfyll- inga verður 116 metra löng í nánast miðjum garðinum fjörðinn. Vegfar- endur losna ekki aðeins við einbreiðu brúna á Skiptá heldur einnig við snjó- þyngslin í botni Kjálkafjarðar. Það sama gildir um Mjóafjörð, næsta fjörð fyrir austan, sem líka er verið að þvera. Fjórar einbreiðar brýr lenda innan þverana Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar og vegfarendur munu því losna við þær þegar þessum miklu framkvæmdum lýkur. Þverun mjóafjarðar gengur vel.brúarsmíði á miðjum Kjálkafirði. Framhaldsskóladeild byrjar á Hólmavík Mikilvægur áfangi í skóla-málum á Ströndum var stiginn í lok ágústmánaðar þegar þegar kennsla hófst í framhalds- skóladeild á Hólmavík. Kennt er frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en skólastofa nem- endanna í dreifnáminu á Hólmavík er í Þróunarsetrinu við Höfðagötu 3 á Hólmavík. Hægt verður að taka fyrstu tvö árin í framhaldsskóla með þessum hætti. Framhaldsskólinn á Sauðár- króki hefur nýverið ráðið til starfa Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur til að hafa umsjón með náminu. Krakkarnir skoðuðu aðstöðuna og hittu aðra sem starfa á skrifstofu Strandabyggðar og í Þróunarsetrinu, en síðan héldu þeir saman af stað í námslotu á Sauðárkrók þar sem þeir verða við nám þessa vik- una. Það er mikið tilhlökkunarefni að hefja þennan nýja áfanga í skólasögu svæðisins, en nú gefst ungu fólki á Ströndum í fyrsta sinn tækifæri til að hefja framhaldsnám í heimabyggð. Þessi aldurshópur mun setja mark sitt á menningar- og mannlíf að vetrarlagi á Hólmavík Fyrstu nemendurnir ásamt Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur. Ísfirðingar og gestir njóta nú að nýju gosbrunns á Austurvelli Nýtt deiliskipulag fyrir skóla-svæði við Austurveg og Að-alstræti 36 á Ísafirði hefur verið samþykkt óbreytt, en auglýst var að hluti af almenningsgarði og hluti íbúðarsvæðis austanmegin við almenningsgarð yrði skilgreindur sem íbúða- og þjónustusvæði og svæði fyrir opinberar byggingar og mun það hafa verið liður í breytingum sem varða framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísa- firði. Breytingunum var víða mótmælt og var m.a. undirskriftalisti með 82 nöfnum borinn undir fund umhverfis- nefndar auk þess sem athugasemd barst frá Mörkinni lögmannsstofu ehf. fyrir hönd húseigenda sem eiga hús við garðinn. Yfirvöld svöruðu því til að um misskilning hlyti að vera að ræða því ekki stæði til að hefja byggingar- framkvæmdir á Austurvelli né breyta honum á nokkurn hátt heldur væri verið að „breyta skilgreiningu á land- notkun til samræmis við gildandi deiliskipulag. Blómagarðurinn er einn af elstu skipulögðum görðum landsins og er rúmrar hálfrar aldar gamall. Ísa- fjarðarbær er líklega það bæjarfélag sem á flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins. Þar er fyrstan að nefna Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jónsgarð á Ísafirði frá 1923, Sim- sonsgarð frá árunum 1920- 1930 og svo Austurvöll frá 1954. Fyrsti faglærði íslenski landslagsarkitekt Íslendinga, Jón H. Björnsson, hannaði garðana. Hallargarðinn í Reykjavík hannaði hann 1953 og Austurvöll 1954. Endurvígsla Þann 16. ágúst sl. var svo fagn- að endurbyggingu gosbrunnsins á Austurvelli sem er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Lionsklúbbs Ísa- fjarðar. Félagar í Lionsklúbbi Ísafjarð- ar lögðu á sínum tíma mikla vinnu og fjármuni árin 1966 - 1968 í að koma upp gosbrunni í garðinum í tilefni af 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Nú hefur gosbrunnurinn verið endur- byggður á þeim stað sem upphaflega var gert ráð fyrir að undirlagi félaga í Lionsklúbbi Ísafjarðar. ,,Eins bæjarbúum er kunnugt þá er þetta vatn mjög sérstakt fyrir það að vera ættað úr lind sem opnast inn í jarðgöngin umdir Breiðadals og Botnsheiðar. Vatnið er að uppruna regn- og leysingarvatn sem sígur í gegnum þétt hraunlög þar sem öll óhreinindi síast úr og tekur ferða- lagið að meðatali um ár. Það regn sem er nú að falla á heiðarnar mun því koma upp um þennan gosbrunn á sama tíma að ári. Enga dælu þarf til að þeyta vatn- inu upp heldur er það knúið af vantsþrýstingi frá vatnsmiðlun- inni í Stórurð. Hæðarmunurinn gefur þrýsting upp á 4 bör eða 4000 hektópasköl. þetta þýðir að vatns- bunan getur náð 15 metra hæð,“ sagði Jón Reynir Sigurvinsson formaður Lionsklúbbs Ísafjarðar við endur- vígslu gosbrunnsins á Austurvelli. Lionsfélagarnir Ólafur Halldórsson, Jón reynir sigurðsson og Heiðar Guð- mundsson skoða frágang að gosbrunninum skömmu áður en hann var endurvígður og tekinn í notkun.

x

Vestfirðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.