Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 16. janúar 2003
GRETAR Mar og Magnús Þór takast á um 1. sæti Frjálslyndra í Suðurkjördæmi.
Fulltrúar Frjálslynda flokksins
voru á ferð í Eyjum í síðustu
viku og héldu opinn stjórn-
málafund á Lundanum sl.
fimmtudagskvöld. Guðjón A.
Kristjánsson alþingismaður
fór fyrir sínum mönnum en
auk hans mættu þeir Grétar
Mar Jónsson fyrrum for-
maður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins og
Magnús Þór Hafsteinsson
blaðamaður sem gefa báðir
kost á sér í efsta sæti listans í
Suðurkjördæmi. Gísli Helga-
son tónlistarmaður og fram-
bjóðandi Frjálslynda flokksins
í borgarstjórnarkosningunum
sl. vor mætti einnig sem og
Þorsteinn Arnason, vélstjóri
sem Eyjamenn þekkja frá því
hann bjó hér. Um tíma veitti
hann Fiskmarkaði Vest-
mannaeyja forstöðu .
Fundurinn á Lundanum fór nokkuð
vel fram þó vissulega megi spyrja sig
að því hvort pöbb sé rétti staðurinn
fyrir svona samkomu. Guðjón A.
Kristjánsson fór fyrstur í ræðustól og
fór yfir starf flokksins og nýju
kosningalögin. Kom þar meðal
annars fram að ef flokkurinn eykur
fylgi sitt um 0,8% séu þeir nánast
öruggir með þrjá þingmenn inni. Með
því fara þeir í 5% fylgi á landsvísu en
það þarf til þess að eiga möguleika á
uppbótarþingmanni.
Guðjón bætti því við að ef kosið
hefði verið eftir núgildandi lögum í
kosningunum 1999 væri hann einn á
þingi fyrir Frjálslynda flokkinn, hann
hefði ekki dregið Sverri Hermannsson
formann flokksins með sér inn.
Frjálslyndi llokkurinn fékk um 17%
atkvæða í Vestfjarðakjördæmi í
síðustu kosningum en 4,2% á
landsvísu. Miðað við skoðanakannanir
sem hafa verið allmargar undanfamar
vikur fer fylgi Frjálslyndra varla yfir
2% en Guðjón segir þó engan bilbug á
þeim að finna. Hann sagði að þeir hafi
alltaf sigrað skoðanakannanir þegar
kemur að kosningum og benti á í því
sambandi bæði kosningamar 1999
sem og borgarstjórnarkosningamar í
vor þar sem Ólafur F. Magnússon náði
kjöri undir nafni Frjálslyndra og
óháðra.
Gegn kvótakerfinu
Fiskveiðistjómunarkerfið var Magnúsi
ofarlega í huga í ræðu sinni en hann
hefur lengi barist gegn kvótakerfmu
og virðist hann helst hallast að
sóknardagakerfi Færeyinga. Hann
benti á að frá því Færeyingar tóku upp
núverandi stjóm á fiskveiðum hafi
þeir aukið þorskveiðar um tæp 40%
en fiskifræðingar höfðu mælt með
35% samdrætti. Sama hefur gerst
bæði með ufsa- og ýsuveiðar þar sem
fiskifræðingar hafa mælt með sam-
drætti í veiðum og jafnvel banni við
ýsuveiðum. Færeyingar hafa aukið
fiskveiðar sínar og samkvæmt Magn-
úsi Þór þá er sjávarútvegur í miklum
blóma hjá frændum okkar í Færeyjum.
Grétar Mar, sem var í forsvari fyrir
Farmanna- og fiskisambandið þar til á
síðasta ári, sagði að eignamyndun í
sjávarútvegi væri orðin hættuleg og
sagði Vestmannaeyinga hafa sloppið
nokkuð vel miðað við aðra staði og
sjokkið kæmi ekki íyrr en meirihlutinn
í ísfélaginu eða Vinnslustöðinni yrði
keyptur suður eða norður í land.
Eldskírn Magnúsar Þórs
Þegar fulltrúar flokksins höfðu lokið
máli sínu komu fyrirspumir frá
fundargestum og eins og við mátti
búast snérust þær að mestu um
fiskveiðar, kvótakerfið og þær leiðir
sem Frjálslyndi flokkurinn vill fara í
breytingum á því.
Magnús Þór var ánægður með
fundinn. „Mér fróðari menn segja að
það þyki gott að fá 25 manns á fund
eins og var hjá okkur. Megnið af
flotanum var á sjó og ég er sannfærður
um að við hefðum fengið mun fleiri
hefðu sjómenn verið í landi,“ sagði
Magnús.
Hann var þama að stíga sín fyrstu
skref í pólitík og segir að þessi fundur
muni líklega sitja lengi í minningunni.
„Þetta var mín eldskím, ég hef aldrei
verið í neinum flokki, tók aldrei þátt í
starfi ungliðahreyfinga eða þess háttar,
enda erfitt að vera starfandi frétta- og
blaðamaður og taka þátt í pólitísku
starfi."
Hvers vegna þá núna? „I starfi mínu
við fjölmiðla og vegna menntunar
minnar þá hefur réttlætiskennd minni
verið misboðið og ég tel að við séum
að gera hlutina vitlaust. Þetta tengist
líka byggðamálum en ég er mikill
landsbyggðarmaður í mér, er fæddur
og uppalinn á Skaganum og mér
svíður að sjá hvemig sjávarplássum
hefur hrakað að nauðsynjalausu,"
sagði Magnús og bætti við að staðir
eins og Vestmannaeyjar, Vestfirðir og
fleiri eigi sér fyllilega tilvemrétt.
„Þessi byggðarlög eiga dúndrandi
„séns“ ef þau fá að njóta sín. Ég get
tekið sem dæmi að ég fór nýlega
austur á firði og það var sláandi
ástand. Sjómenn sögðu mér að það
væm mjög góð aflabrögð á gmnnslóð,
alveg einmuna góð tíð en menn fá
ekkert að róa. Mönnum er alveg
meinað að bjarga sér vegna kvóta-
setningar. Það er blóðugt að horfa upp
á þetta.“
Kvótakerfið ekki alslæmt
Hann sagði vinsælt að tala um Fær-
eyinga núna og þeirra fiskveiði-
stjómunarkerfi. „Það em sláandi tölur
sem berast frá frændum okkar, þeir
em að ná út úr þessu miklum pen-
ingum á meðan við sitjum hjá og
látum fiskinn synda framhjá."
Færeyingar tóku upp núverandi
kerfi 1996 og er því komin sjö ára
reynsla á það. Magnús telur kvóta-
kerfið þó ekki að öllu slæmt. „Það
virðist virka á einstaka veiðar, t.d. á
sfld- og loðnuveiðar og
úthafskarfaveiðar en kerfið virkar ekki
í blönduðu botnfiskveiðikerfi, það er á
hreinu enda þegar Færeyingum var
sagt að þeir þyrftu að hætta
ýsuveiðum fyrir tveimur árum sögðu
þeir það ekki koma til greina, ýsan
veiðist líka sem meðafli með þorski
þannig að það er afskaplega erfitt að
stjóma því.“
Magnús sagði Færeyinga ekki vera
með þessu kerfi að bjóða upp á
ótakmarkaða veiði. „Þeir hafa ýmsa
möguleika til þess að stýra veiðunum,
þeir geta fækkað dögum, lokað svæð-
um og fleira til að stýra sókninni."
Magnús sagði að mesta aukningin
hafi verið hjá togurum en ekki hjá
smábátum eins og margir halda fram.
„Samkvæmt nýjustu tölum frá Fær-
eyjum hefúr mesta aukningin verið hjá
togurunum. Það er nú bara þannig að
hjá krókabátunum er ekki pláss fyrir
nema einn fisk á hverjum krók. Aftur
á móti hefur afli hjá bátum sem veiða
í troll verið meiri.“
Samkvæmt skoðanakönnunum
undanfama daga virðist enn nokkuð í
það að Frjálslyndir nái manni inn á
þing en Magnús Þór óttast það ekki.
„Við mælumst yfirleitt illa í skoðana-
könnunum og skekkjumörkin geta
verið tvö prósent í hvora átt. Sam-
kvæmt könnun á mánudag vorum við
með 3,3% fylgi þannig að við
virðumst eitthvað vera á uppleið.“
Gefum ríkisstjóminni ffí
Aðspurður um möguleikana á því að
knýja fram breytingar á fiskveiði-
stjómunarkerfinu segir hann það helst
gerast með ríkisstjómarsamstarfi með
Samfylkingunni. „Það væri örugglega
hægt að ná lendingu með Samfylk-
ingunni og Vinstri - grænum. Það er
alveg ljóst að það verður að gefa
núverandi stjómarflokkum frí. Það er
alveg ótrúlegt hvað þeir geta lamið
hausnum við steininn í þessum efnum
og ég verð að segja að ég undrast
langlundargeð fólks í sjávarbyggðum
gagnvart þessu kerfi."
Aðspurður hvers vegna hann hafi
ákveðið að bjóða sig fram í Suður-
kjördæmi sagði hann það einfaldlega
vegna þess að fjöldi fólks hafði hvatt
sig til þess. „I fyrstu var mér boðið að
vera í öðm sæti á eftir Guðjóni A.
Kristjánssyni í Norðvesturkjördæmi
en ég ákvað að taka sénsinn á Suður-
kjördæmi, maður kemst ekkert áfram
í lífinu nema að taka áhættu annað
slagið," sagði Magnús og bætti við að
ef hann kæmist inn á þing fyrir
Suðurkjördæmi myndi hann líklega
flytja í kjördæmið.
Magnús sagðist vonast til að listinn
verði tilbúinn um næstu mánaðamót
en sagðist þó ekkert vita meira um það
mál. „Af þeim nöfnum sem ég hef séð
þá líst mér vel á listann og mér sýnist
hann ætla að verða frekar ungur listi
og fólk úr öllum áttum og af báðum
kynjum."
Hann sagðist taka því ef niðurstaða
uppstillinganefndar flokksins verði að
Grétar Mar verði í 1. sæti. „Ég mun
ekkert fara í neina fýlu eða skipta um
flokk. Ég býð fram krafta mína og
mun una lýðræðislegri niðurstöðu,"
sagði Magnús Þór að lokum.
Námskeið um gerð viðskiptaáætlana
-fyrsta námskeiðið í Eyjum
1 tengslum við verkefnið, Nýsköpun
2003, sem er samkeppni um við-
skiptaáætlanir, verður boðið upp á
námskeið mánudaginn 3. febrúar
næstkomandi. Námskeiðið verður
haldið í Höllinni og stendur frá
klukkan 17.15 til 20.30.
Fyrirlesari verður G. Ágúst Péturs-
son, verkefnisstjóri samkeppninnar.
Þátttakendur greiða kr. 1.500 og
innifalið er kaffi og léttur málsverður.
Einfaldast er að skrá sig á heimasíðu
verkefnisins sem er www.nyskopun.is
og fá skráðir þátttakendur sent leið-
beiningahefti og geisladisk með
reiknilíkani og ýmsum iyrirlestrum sér
að kostnaðarlausu. Éinnig verður
hægt að skrá sig í síma 481-1111.
A námskeiðinu fer Ágúst yfir helstu
atriði sem þarf að hyggja að við gerð
viðskiptaáætlunar. Hann fjallar um
lausnina (viðskiptahugmyndina) og
þörf fyrir hana, markaðsgreiningu og
markaðssetningu og sölu. Lítið er
farið yfir fjármálin enda fá allir
þátttakendur ítarleg gögn og líkan til
stuðnings við fjárhagskafla viðskipta-
áætlunar.
Síðan er talsvert fjallað um undir-
búning og verklag við gerð viðskipta-
áætlana og að síðustu er fjallað
lítillega um ferli fjármögnunar og
fjárfestaumhverfi.
Reynslan af fyrri námskeiðum
hefur verið mjög góð. Þátttaka hefur
oftast verið talsverð og reynt hefur
verið að hafa námskeiðin lífleg og
skemmtileg en forðast fræðilegar
útleggingar. Við viljum undirstrika, að
þátttaka í námskeiðum og raunar
keppninni í heild kallar ekki á sérstaka
reynslu eða menntun. Mestu skiptir
áhugi og trú á hugmyndir sínar.
Annað atriði sem við leggjum
áherslu á er að hvetja fyrirtækin til að
vera með. Það er vaxandi nauðsyn á
þekkingu í gerð viðskiptaáætlana
innan fyrirtækjanna því fjármálastofn-
anir gera nú orðið rika kröfu um að
fyrir liggi viðskiptaáætlun.
Það er sérstök ástæða til að hvetja
Eyjamenn til að vera með, sérstaklega
vegna þeirra sjóða í Vestmannaeyjum
sem ætlað er að styrkja atvinnulífið.
Þá er ég að tala um Fjárfestingafélag
Suðurlands og svo Eignarhaldsfélag
Vestmannaeyja. Þessi félög voru m.a.
stofnuð til að styðja við hugmyndir til
atvinnusköpunar í Eyjum og því upp-
lagt fyrir fólk með góðar hugmyndir
að senda inn umsóknir. Upplýsingar
um þessa sjóði er hægt að fá hjá
umsjónaraðilum eða hjá Þróunarfélagi
Vestmannaeyja.
Veitt eru vegleg peningaverðlaun
fyrir bestu viðskiptaáætlanirnar sem
berast í keppnina. Allir sem senda
viðskiptaáætlun keppa jafnframt um
að verða í hópi fjögurra aðila sem
keppa fyrir íslands hönd í sérstakri
Evrópukeppni hugmynda. Einnig geta
keppendur sent stutta hugmynda-
lýsingu og þannig freistað þess að
komast fyrir Islands hönd í Évrópu-
keppnina þótt ekki sé tími til að skrifa
fullbúna viðskiptaáætlun.
Að Nýsköpun 2003 standa Nýsköp-
unarsjóður atvinnulífsins, KPMG,
Háskólinn í Reykjavík, Morgun-
blaðið, íslandsbanki, Byggðastofnun
og atvinnuþróunarfélögin. Auk þess
eru Síminn, Eimskip, Samherji og
Nýherji stuðningsaðilar keppninnar.
Skilafrestur viðskiptaáætlana og/eða
hugmyndalýsinga er til 31. maí 2003.
Nánari upplýsingar veitir G. Ágúst
Pétursson, verkefiiisstjóri þjóðarátaks-
ins, í síma 896 3055 (agustp
@centrum.is). Heimasíða: www.
nyskopun.is
Egill Amgrímsson, Þróunarfélags
Vm. og G. Agúst Pétursson,
verkefnisstjóri