Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 16. janúar 2003 Hjalti Tómasson verkstjóri hjó Landssímanum skrifar: Rafraent samfélag í Vestma n naeyj u m HJALTI: -í dag fer notkun á netinu dagvaxandi, margir eru komnir með net- banka, fá upplýsingar um símanotkun, nota rafpóst, svo fátt eitt sé talið svo ekki sé minnst á þá afþreyingu sem margir finna á netinu. Mig langartil að vekja athygli ó frétt sem birtist í fyrir skömmu, m.a. í Fréttum, um verkefni sem Alþingi hleypti af stokkunum og felur í sér samkeppni milli bæjarfélaga á landsbyggðinni um styrki til að koma á rafrænu sam- félagi, þ.e. að efla og auðvelda fólki aðgang að þeirri miklu tækni sem orðin er og er á leiðinni í fjar- skiptum almennings. Þetta er nú eitthvað fyrir tæknitótana og netfíklana, dettur sjálfsagt einhverjum í hug. Það er vissulega nokkuð til í því en mig langar að koma upp með annan flöt sem snýr að „venjulegu" fólki. Eins langar mig til að ræða lítillega at- vinnumál og fleira tengt búsetu hér í Eyjum. I starfi mínu hef ég tækifæri til að fylgjast náið með þeim framförum og þeirri tækni sem er við sjóndeildar- hringinn og ekki síður er ég í nánum tengslum við hinn almenna notanda úti í bæ. Eg hef starfað í þessu fagi meira og minna síðan 1978 og hef gengið í gegnum allar þær breytingar sem orðið hafa síðan þá, þ.e. frá loftlínum og sveitasíma til háhraðanet-sambanda og GSM. Þá voru faxtækin toppurinn Hátækni fyrstu ára sjálfvirka símans var faxtækin og voru gjaman þjálfaðir upp menn sérstaklega til að sjá um uppsetningar og stillingar hjá notend- um, svo merkileg þótti þessi tækni. 1 dag kaupir þú svona tæki í Hagkaup um leið og þú kaupir mjólk og smjör og sérð sjálfur um að stinga í sam- band, það er að segja ef þú ert þá ekki með fax í tölvunni hjá þér. Það sem mest er áberandi á þessum tíma er hvað þessi tækni hefur sífellt færst nær og nær fólki og það sem þótti fjarstæðukennt og nánast vísinda- skáldskapur fyrir örfáum árum þykir orðið sjáifsagt í dag. Tækni sem áður var aðeins á færi örfárra hámenntaðra einstaklinga leikur nú í höndum venju- legs fólks sem annars er að vinna í fiskvinnslu, við smíðar, á sjó eða í skóla. í dag fer notkun á netinu dagvax- andi, margir eru komnir með net- banka, fá upplýsingar um símanotkun, nota rafpóst, svo fátt eitt sé talið svo ekki sé minnst á þá afþreyingu sem margir frnna á netinu. Netið gerir mönnum kleift að eiga samskipti við fólk og fyrirtæki sem þeir ættu annars ekki kost á, nægir þar að nefna íjamám í því sambandi. Það er alveg ljóst að notkunarmögu- leikar eiga eftir að vaxa jafnt og þétt næstu árin og raunar segja sérfræð- ingar í notkun netsins að einu tak- mörkin séu hugmyndaflugið. Einnig má nefna að þessi tækni hefur opnað veröldina fyrir fötluðum s.s. blindum. heymarlausum og hreyfi- hömluðum. í framtíðinni má reikna með að sífellt fieiri þættir daglegs lífs verði samtvinnaðir tölvunni og tölvu- samskiptum, ekki endilega vegna þess að fólk almennt sæki það svo stíft, heldur em það markaðsöflin og fyrir- tæki sem munu í sífellt meiri mæli bjóða fram þjónustu sína eingöngu á netinu vegna hversu útbreitt netið er orðið og hve ódýrt er að koma sér á framfæri þar. Við emm þegar farin að sjá hreyf- ingu í þá átt, má þar nefna svokölluð nettilboð til dæmis fiugfélaga og banka. Til em fyrirtæki sem starfa eingöngu á netinu. Ekki er ótrúlegt að afþreying muni í enn meiri mæli færast í þessa átt. Til að mynda þá hafa vestanhafs verið að ganga til samstarfs stórfyrirtæki í netmiðlun og fjölmiðlun t.d. Ameri- can Online og Time Wamer og er greinilegt hvert hugur manna á þeim bæ stefnir. Skiptu miklu fyrir Eyjar Við erum nú í dag farin að sjá glitta í gagnvirkt sjónvarp með öllu því sem sú tækni hefur upp á að bjóða, tilraunir em hafnar hér á landi og em til dæmis Síminn, sem eigandi að dreifikerfmu og fleiri aðilar, famir að skoða þann möguleika í alvöru. Til að þetta allt saman geti orðið að vemleika þurfa að verða ýmsar breytingar svo sem í gjaldtöku og ekki síst í laga- og reglu- gerðammhverfi fjarskiptamála ásamt fieiri þáttum sem of langt yrði upp að telja. Aðalatriðið er að með þessu verk- efni, sem Alþingi stendur fyrir, er vonandi verið að stíga fyrsta skrefið í því og að mínu viti er löggjafmn að senda frá sér viljayfirlýsingu um að allir eigi að sitja við sama borð hvað varðar aðgang að upplýsingatækninni. Og hvað varðar þetta okkur hér í Eyjum? Heilmikið, svo ekki sé meira sagt. Undanfarið hefur verið töluverð umræða um atvinnuástand hér og mikið kvartað undan fiskveiðistefn- unni og hvert hún hefur leitt lands- byggðina og þá ekki síst okkur hér sem höfum átt allt undir því sem sjórinn gefur. Mönnum þykir sem að þeim sé sótt úr öllum áttum og fátt til bjargar og lítill skilningur hjá Reykja- víkurvaldinu og enn minni samúð. Varað er við fólksflótta og jafnvel talað um að heilsugæslu og skólastarfi eigi eftir að hraka ef ekki verði spymt við fótum. Lesið atvinnusögu Vestmannaeyja Að mínu viti er töluvert til í þessu. En þá þekki ég Vestmannaeyinga illa ef þeir leggja árar í bát þó að á móti blási. Lesi menn atvinnusögu Vestmanna- eyja, sem ég tel að ætti að vera skyldulesning í grunnskólum okkar, þá kemur margt fróðlegt í ljós. Til dæmis virðast Eyjamenn löngum hafa fengið hluti til að ganga upp sem öðmm mistókst með og vissir þú t.d. að Vestmannaeyingar fundu upp frið- un og kvóta mörgum öldum áður en afgangurinn af veröldinni vissi hvað þessi hugtök þýddu ? Ég er að tala um fuglaveiðina sem hefur verið Eyjamönnum lífsbjörg gegnum aldimar auk sjávarfangsins og þegar menn fóm að taka eftir því að veiði á fugli minnkaði ár eftir ár tóku þeir í taumana og komu sér saman um ákveðna skiptingu á veiðinni sem tryggði að ekki var veitt úr hófi fram. Þetta gekk upp og telur Þorsteinn frá Laufási í atvinnusögu sinni að lundastofninum hafi verið bjargað frá útrýmingu líkt og gerðist á mörgum eyjum í Færeyjum. Eyjamenn hafa löngum verið fmmherjar í hinum ýmsu málum og hafa aldrei látið deigan síga þrátt fyrir mótlæti. Eyjamenn þekktir fyrir dugnað og harðfylgi Sjálfur er ég ekki borinn og bam- fæddur Vestmannaeyingur en er fæddur og uppalinn í næstu sveit og veit vel að Eyjamenn hafa á sér orð fyrir dugnað og harðfylgi og ekki síst em þeir þekktir fyrir að standa saman sem einn þegar á þarf að halda. Það sem ég vil segja að nú er þörf og nú er lag til að fara að huga að fleiri tækifæmm en hingað til hefur verið gert. Þar kemur ýmislegt til greina en eitt stendur þó upp úr að mínu mati og það er að eignast hlutdeild í þeirri tækni sem hvað mest hefur orðið til að þjappa heiminum saman og nýta sér kosti hennar til atvinnuuppbyggingar. Okkur ber skylda til að hafa augun opin iyrir nýjum tækifæmm og láta ekki hræða okkur frá því að skoða nýja hluti. Við vitum að minnsta hjálpin kemur frá yfirvöldum heldur verðum við að gera hlutina sjálf ef við ætlum skapa okkur mannsæmandi líf hér. Það em ákveðnar breytingar að eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi og því

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.