Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Qupperneq 9
Fimmtudagur 16. janúar 2003 Fréttir 9 miður er það svo að stór hluti þjóðar- innar er dottinn úr tengslum við rætur sínar og telur að peningar verði til í bönkum og kauphöllum og gerir sér enga grein fyrir því að peningamir fyrir jeppunum, laxveiðinni og Ceriosinu eru að stærstum hluta sóttir í greipar Ægis með ærinni fyrirhöfn og oftar en ekki með miklum til- kostnaði í mannslífum og íjarvistum ífá ijölskyldu og öllu því sem þykja til sjálfsagðra mannréttinda í landi. Enginn sem veit betur er ánægður með þessa þróun og á jafnvel erfitt með að skilja þetta hugarfar en staðreyndin er samt sem áður sú að svona er þetta og ekki margt við því að gera við óbreyttar aðstæður. Nær líka til bamanna Bömin okkar eru hætt að leika sér eins og við sem emm komin á miðjan aldur og þaðan af eldri ólumst upp við. í það minnsta sé ég ekki bömin í mínu nágrenni leika sér í brennibolta, fallin spýta eða í bfló með heimasmíðuðum bflum eins og ég ólst upp við. Og ekki sér maður guttana halda til niðri við bryggju eins og áður tíðk- aðist þegar allt snérist í kringum sjóinn og skipstjóramir og sjómennimir vomr hetjumar en ekki framkvæmda- stjóramir. Þau sitja daglangt fyrir framan tölv- una í leikjum eða á netinu, eða sjónvarpið og em ekki gömul þegar þau eru farin að tala tungumál sem eldra fólk á jafnvel erfitt með að skilja, eða hvað þýðir annars lagg, ping, sjortkut, uplód, dánlód, ráder, svo fátt eitt sé nefnt. Bömin okkar em afsprengi tækni- byltingarinnar sem er enn í fullum gangi og í dag er það orðið þannig að böm sem ekki hafa aðgang að tölvum munu til lengri tíma litið eiga færri valkosti til menntunar og starfa en þau sem hafa góða undirstöðuþekkingu í þessari tækni. Markmiðið Og þá er komið að frétt þeirri sem ég minntist á að ofan. I fréttinni segir orðrétt: „Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður á landsbyggðinni þar sem íbúar geti nýtt sér þann ávinning sem upplýsinga og fjarskiptatæknin býður upp á. I hugmyndinni felst að byggðariag marki sér framtíðarsýn um notkun á upplýsinga- og íjarskipta- tækni á nýjan og frumlegan hátt, íbúum og fýrirtækjum til hagsældar.“ Þetta vill segja að verið er að ýta undir að landsbyggðin, sem til þessa hefur að langmestu leyti byggst upp í kringum sjávarútveg og Íandbúnað, fari að líta út úr fjósunum og fisk- vinnsluhúsunum og skapa sér vett- vang og tækifæri á fleiri sviðum. Til þessa hafa svo sem ýmsar tilraunir verið gerðar til að skapa atvinnutæki- færi úti á landi sem áttu að byggjast á nýrri tækni en þær hafa flestar verið dæmdar til að mistakast, aðallega vegna þess að þessum fýrirtækjum var yfirleitt fylgt úr hlaði, eingöngu með íoforðum en ekki aðgerðum til að skjóta stoðum undir þau og gera þeim kleift að spjara sig. Spuming um pólitískan vilja Meira að segja hefur þetta verið reynt hér í Vestmannaeyjum. Margar af þessum hugmyndum hafa verið prýðis góðar og myndu við réttar aðstæður áræðanlega ganga upp. Þar er að nefna til dæmis bakvinnslu ýmiss konar fyrir stofnanir og fyrirtæki, símasvörun, símasölu, hýsingu á gagnagrunnum ofl. Vandamálið er hins vegar að ekki hefur til þessa verið pólitískur vilji til að gera landsmönnum jafnhátt undir höfði í samgöngumálum eins og við Eyjamenn könnumst við og eru fjarskipti þar meðtalin. Að reka svona fyritæki í dag er ekki hægt nema á höfuðborgarsvæðinu því þar er allur sá grunnur, tækni, kunnátta og fyrirgreiðsla sem svona lagað þarf til að komast á legg og lifa. Vonandi er það að breytast. En ekki þýðir eingöngu að kenna öðrum um. Eg held að í sumum tilfellum hafi þessi rekstur ekki gengið vegna þess að heimamenn sjálfir höfðu ekki trú á að það gæti gengið. I það minnsta heyrði maður lítið um að fyrirtæki og stofnanir í kringum þessi nýju fyrir- tæki leituðu mikið eftir þjónustu þeirri sem stóð til boða. Hér snýst allt um sjóinn Það leiðir svo hugann að öðru. I bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum snýst lífið að meira eða minna leyti um fisk og aflabrögð. Ef loðnan bregst eða sfldin lætur ekki sjá sig þá fjölgar á atvinnuleysisskrá og sama gerist ef seldur er bátur, nú eða útgerð eða ef útgerð ákveður að nú skuli hætt að koma með aflann í land og frysta hann í staðinn eða sigla. I öðrum bæjarfélögum þá bætist jafnvel við samdráttur í landbúnaði. Þetta hafa menn búið við lengi og einhvem veginn finnst manni að fólk geti ekki séð fyrir sér veröldina öðruvísi og jafnvel séu menn famir að sætta sig við þetta eins og hvert annað náttúmlögmál. Þegar menn hittast og ræða málin er alltaf efst á baugi hvemig hægt sé að fá meiri afla á land til að skapa fleiri störf og eru þar margar og oft hreint frábærar hugmyndir á ferðinni, það þarf að breyta þessu eða það þarf að skikka menn til að... og fleira í þeim dúr. Menn tala sig heita niðri í Skýli, á einhverri kaffistofunni eða þá á borgarafundi. Og ekkert gerist. Ekkert breytist. Fjöldinn á atvinnuleysisskrá eykst jafnt og þétt og áfram heldur að fækka íbúum Vestmannaeyja. Og hringekjan heldur áfram hring eftir hring. Eg er ekki með þessum orðum mínum að gera lítið úr þeirri staðreynd að Vestmannaeyjar em og verða vonandi um ókomna framtíð, útgerðarstaður af bestu gerð. Tækifærin sem fara hjá garði Ég er að tala um tækifærin sem við höfum látið fram hjá okkur fara af því við bárum ekki gæfu til að koma auga á þau. Nú er tíminn til að vakna og fara að fá hlutdeild í þeirri þróun sem er í gangi í kringum okkur og er að mala öðmm gull. Við þurfum bara að bera okkur eftir björginni og vera tilbúin til að taka það sem okkur ber. Ég veit að ráðamenn okkar, hvar í flokki sem þeir standa, standa allir sem einn þegar kemur að því að beijast fyrir bættum lífskjörum okkar smælingjanna og munu ekki draga lappimar í því að skapa öll þau atvinnutækifæri sem færi gefst á. Bæjarráð hefur til að mynda falið Rannsóknasetrinu og Þróunarfélaginu að undirbúa umsókn um þátttöku í því verkefni sem um er rætt og á vonandi eftir að skapa mörg og vonandi vel launuð störf fyrir alla þá sem áhuga hafa. Einnig vil ég hvetja bæjar- yfirvöld, burtséð ffá þessu verkefni, til að marka langtíma stefnu í þeim málum sem snúa að tölvu- og fjarskiptamálum og hvernig menn sjá fyrir sér kosti og galla. Ég er að tala um 5 til 10 ára stefnumörkun. En ég vil einnig hvetja fólk til að sýna þessu máli áhuga og taka þátt í umræðu um hvemig hag okkar eyjabúa er best borgið í samkeppninni við aðra lands- hluta og ekki síst við höfuðborgar- svæðið. Hugsum til framtíðar Vemm með opin augun fyrir nýjum tækifæmm og hættum að hugsa sífellt í vikum, mánuðum eða kjöm'mabilum þegar atvinnulíf og afkoma okkar er annars vegar. Við þurfum að hugsa til framtíðar og læra að þekkja tækifærin þegar þau birtast en ekki bíða bara eftir að þau sparki í afturendann á okkur. Ef menn hafa hugmyndir að því hvemig við getum bætt líf okkar eiga þeir að koma þeim á framfæri en ekki að þrasa heima í stofu. Vest- mannaeyingar em jákvætt fólk og duglegt. Nýtum okkur jákvæðnina og kraftinn til að skapa okkur betra líf og fleiri störf. Sjálfur hef ég margar og stórar hug- myndir í kollinum og verkefnið Rafrænt samfélag fellur vel að þeim. En meira um það síðar. Guðmundur Þ.B. Ólafsson skrifar: Mat hverra? - Röng Ágæti ritstjóri. Undirritaður hafði ekki hugsað sér að blanda sér í umfjöllun blaðsins Frétta um málefni líkamsræktarsalar í Iþróttamiðstöð og starfsemi Hressó, enda nóg komið, að mati undirritaðs. Hjá því verður hins vegar ekki komist, þar sem leiðréttingar er þörf á því sem fram kom í seinasta tölublaði Frétta, í umfjöllun vegna höfnunar íþrótta- og æskulýðsráðs á tilboði frá Hressó í rekstur líkamsræktarsalar Iþróttamiðstöðvar. Blaðið hallar þar réttu máli, en í fyrirsögn greinarinnar stendur „O- raunhæft tilboð - að mati íþrótta- fulltrúa bæjarins“ seinni hlutinn birtist í undirfyrirsögn. Blaðið fullyrðir sem sagt að þegar íþróttafulltrúi gerir grein fyrir því hver rök ráðsins hafi verið við afgreiðslu málsins, þá sé þar um mat íþrótta- fulltrúans á málinu að ræða. Um það mat eða rök var ekki verið að biðja og þess hvergi getið í rökstuðningnum. Eins og þeim hlýtur að vera ljóst sem lesa fundargerð íþrótta- og æsku- lýðsráðs bað bæjarráð íþróttafulltrúa að svara fýrirspum um hver hafi verið rök íþrótta- og æskulýðsráðs fýrir höfnuninni. Til að það orki nú ekki tvímælis, hvað þar stendur, birti ég hér að neðan 3. mál fundargerðarinnar óbreytta og án innleggs blaðamanns, svo les- endum blaðsins megi vera ljóst hvað stendur í fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs og hvaða rök lágu að baki við afgreiðslu málsins. Eftirfamdi var bókað: Þriðja mál. „Fyrir lágu svör íþróttafulltrúa við fýrirspum frá Guðrúnu Erlingsdóttur sem lögð var ffam á fundi bæjarráðs 9. desember sl. vegna 4. máls fundar- gerðar íþrótta- og æskulýðsráðs ffá 5. desember sl. Fyrirspumin var eftirfarandi: „Oska eftir nákvæmum útskýringum frá íþróttaráði varðandi 4. mál hvað það er í tilboði Líkamsræktarstöðvarinnar ehf. sem er algjörlega óraunhæft. Svör þessi liggi fyrir á fundi bæjarstjómar 12. desember 2002. Ég mun ekki taka afstöðu til málsins fyrr en ofan- greindar upplysingar liggja fýnr. Bæjarráð fól íþróttafulltrúa að svara fyrirspuminni, sem var eftirfarandi: „Rök iþrótta- og æskulýðsráðs fyrir höfnun á tilboði Éíkamsræktarstöðv- arinnar ehf. sem algjörlega óraunhæfu eru eftirfarandi: a) Tilboðið felur m.a. í sér að gerður verði óuppsegjanlegur 7 ára samn- ingur. Slík binding er talin algjörlega óraunhæf og á engan hátt eðlileg. b) I tilboðinu kemur hvergi fram að rekstraraðilinn ætli að greiða eina einustu krónu í leigu fyrir aðstöðuna. Slfkt tilboð er talið algjörlega óraun- hæft. c) Tilboðið felur m.a. f sér að rekstraraðilinn fái allar tekjur sem inn koma vegna starfsemi líkamsræktar- salar. Innkomnar tekjur, vegna afnota almennings, miðað við stöðuna 30. nóvember sl. vom 2.885.050.- kr.. Gert er ráð fyrir að umræddar tekjur verði í árslok um 3,2 milljón krónur. „íþróttafullrúi sendi bæjarráði ofangreint svarbréf og sendi jafnframt svarbréfið til allra aðila sem sátu umræddan fund. Iþrótta- og æskulýðsráð samþykkir þessi rök, enda eru þau í samræmi við skoðanir ráðsins eins og þær komu fram á fundi þess 5. des. 2002.“ Hér lýkur beinni tilvitnun í 3. mál. Eins og að ofan er getið má ljóst vera að íþróttafulltrúi var að gera grein fyrir rökstuðningi sem íþrótta- og æskulýðsráð hafði, í afgreiðslu sinni á tilboði Hressó. Þess má geta hér að ofangreind rök em í samræmi við skoðun íþróttafulltrúa um að tilboðið væri óraunhæft, en um þá skoðun og rök var ekki verið að tjalla, eins og áður er getið, enda hafa þau ekki fyrr en nú, verið sett fram á prenti. túlkun Hafa ber í huga að tmfiun varð á starfsemi líkamsræktarsalarins íjanúar og febrúar vegna endurbóta á salnum, þannig að ofangreindar tekjur eru sennilega í lægri mörkunum, sem viðmiðunarforsenda fyrir tekjuáætlun næsta árs. í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir að tekjur vegna almennings í líkamsræktarsal verði 3 milljón krónur, vegna afnota al- mennings. d) Tilboðið felur m.a. í sér að rekstraraðili fái allar millifærðar tekjur íþróttamiðstöðvar vegna ÍBV, aldr- aðra, slökkviliðs og skóla. Tekjur líkamsræktarsalar vegna umræddrar millifærslu em í ár 3.898.000.- kr.. Samkvæmt ofangreindu felur tilboðið m.a. í sér að rekstraraðili fái á árs- gmndvelli tekjur, sem á þessu ári verða um 7.098.000,- kr.. Ef sömu tekjuforsendur em notaðar fyrir næstu 7 ár, felur tilboðið m.a. f sér tekjur til rekstraraðila að upphæð 49.686.000.- kr. á verðlagi dagsins í dag. Það er talið nokkuð ljóst að kostnaður við rekstur Iþróttamið- stöðvarinnar muni ekki lækka, sem neinu nemur, þrátt fyrir að rekstur líkamsræktarsalar verði falinn öðmm aðila, þá miðað við núverandi starfsemi salarins. Þetta á ekki síður við, þar sem það er haft í huga að í tilboðinu er ekki gert ráð fyrir neinni greiðslu fyrir afnot á mannvirki og tækjum, til að mæta rekstrarkostnaði viðkomandi salar og þeim húshlutum sem starfseminni fylgir. Aðrir þættir tilboðsins, svo sem aukin starfsemi og tillögur um aukna þjónustu, em ekki taldir vega upp á móti þeim þáttum tilboðsins sem um er getið í framansögðu. Undirritaður telur að ofanritað svari því hvers vegna íþrótta- og æskulýðs- ráð taldi á fundi sínum að umrætt tilboð væri algjörlega óraunhæft. Með kveðju og von um að í ofanrituðu felist nægilega nákvæmar Frétta útskýringar og svari fyrirspurninni. Virðingarfýllst: Guðmundur Þ. B. Ólafsson, íþrótta- fullöníi." „íþróttafullrúi sendi bæjarráði ofan- greint svarbréf og sendi jafnframt svarbréfið til allra aðila sem sátu umræddan fund. íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir þessi rök, enda em þau í samræmi við skoðanir ráðsins eins og þær komu fram á fundi þess 5. des. 2002.“ Hér lýkur beinni tilvitnun í 3. mál. Eins og að ofan er getið má ljóst vera að íþróttafulltrúi var að gera grein fyrir rökstuðningi sem íþrótta- og æskulýðsráð hafði, í afgreiðslu sinni á tilboði Hressó. Þess má geta hér að ofangreind rök em í samræmi við skoðun íþróttafull- trúa um að tilboðið væri óraunhæft, en um þá skoðun og rök var ekki verið að fjalla, eins og áður er getið, enda hafa þau ekki fyrr en nú, verið sett fram á prenti. Ég læt önnur atriði í umfjöllun Frétta, liggja á milli hluta, svo sem að ofangreind gögn skyldu ekki koma fram í samantekt Frétta nýverið, sem sögð var byggjast á fyrirliggjandi gögnum. Ofangreint svar íþróttafulltrúa með rökum íþrótta- og æskulýðsráðs við höfhun á tilboði Hressó var lagt ffam á bæjarstjómarfundi 12. desember sl. 4. mál, c) 9. liður. Nóg um það og mál að linni. Eg vil nota tcekifœrið og óska Vestmannaeyingum, sem og öðrum, gleðilegs nýs árs með von um bjarta framtíð. Cuðmundur Þ. B. Olafsson, íþróttafulltrúi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.