Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Page 14
14 Fréttir Fimmtudagur 16. janúar2003 Björgvin Arnaldsson fráfarandi re Þegar Eyjamenn hætta að hafa Fáar ákvarðanir hafa valdið jafn miklum deilum í Eyjum og útboð á rekstri Herjólfs fyrir tveimur árum. Málið var hápólitískt ásamt því sem það fór fyrir brjóstið á mörgum að hafa misst „forræðið" yfir þjóðveg- inum til Þorlákshafnar. Björgvin Arnaldsson rekstrarstjóri Landflutn- inga - Samskipa fékk það erfiða hlutverk að stýra rekstri skipsins héðan. Oft hafa deilurnar verið háværar og fór Björgvin ekki varhluta af því. Hann hefur nú nýhætt störfum og flytur til Grimsby á Englandi síðar í mánuð- inum þar sem hann tekur við starfi sölustjóra Sam- skipa þar í landi. Hann segist skilja sáttur við starfið og segir það hafa verið góðan en erfiðan skóla. Við hittumst á Bröttugötu 15 sem hjónin keyptu nýlega og fluttu inn í október sl. Björgvin er kvæntur Auði Báru Ólafsdóttur kennara við Bama- skólann og var athöfnin í nóvember sl. í Stafkirkjunni á Skansinum. Þau hafa verið í sambúð síðan 1995 og eiga tvö böm, Örvar Óla sem er ljögurra ára og Rögnu Katrínu sem er 14 mánaða. Björgvin er hreinræktaður Norðlend- ingur, nánar tiltekið Suður -Þing- eyingur í báðar ættir. Árgangurinn úr Eyjum Björgvin flytur fyrst til Vestmanna- eyja í nóvember 1986 en þá var hann nýorðinn tvítugur. Faðir hans, Am- aídur Bjamason, var þá bæjarstjóri í Eyjum. Björgvin ákvað að skella sér á sjóinn. „Eg byijaði á að fara einn túr á Breka og svo vann ég næstu mánuðina hjá Samtog sem gerði út Breka ásamt fleiri togurum, m.a. Gídeon, Halkion og Klakkinn." Björgvin var ekki ókunnur sjómannsstörfunum en hann hafði bæði verið á vertíð í Grindavík og á Húsavík áður. Arið 1990 lá leiðin svo aftur upp á land en þá hóf hann nám í Tækni- skólanum. „Ég fór í útgerðartækni og var með stómm hóp af Vestmanna- eyingum. Hópurinn var kallaður árgangurinn úr Eyjum, þama vom strákar eins og Maggi Bóa, Steini Vitta, Óli Snorra, Gylfi Siguijóns og Siguijón Guðmunds," segir Björgvin. Til Samskipa Að loknu námi keypti Björgvin sér sómabát og gerði hann út frá Homa- firði. „Eins og vant er með trillu- sjómenn þá var talsvert flakk á okkur og ég kom hingað til Eyja um sumarið 1995 og gerði hann út héðan. Sel hann svo um áramótin 1995 og 1996 og var þá byrjaður að vinna hjá Steina -Sumir virtust espa hver annan í að líta á breytinguna sem neikvæðan hlut en það var líka fjöldi manns sem var mjög ánægður með breytinguna og lýsti yfir ánægju með þá þjónustu sem við veittum. Reyndar þarf ekkert margar neikvæðar raddir til að halda uppi óánægjunni, segir Björgvin sem hér er með soninn Örvar Óla.l Vitta hjá Samskipum sem þá hét Flutningamiðstöðin og var dótturfyrir- tæki Samskipa og Vinnslustöðvar- innar.“ Þorsteinn Viktorsson snýr sér svo að útgerðinni á Ófeigi og Björgvin tekur við sem rekstrarstjóri um ára- mótin 1998 en þá var fyrirtækið al- gerlega orðið í eigu Samskipa og búið að breyta nafninu í Landflutninga. Það var svo tveimur ámm eftir að hann tók við sem Herjólfur heyrði orðið undir hann og starf hans breyttist talsvert við það. Margt utanaðkomandi gerði reksturinn erfiðan Þurftu Samskip að gera miklar breytingar á rekstri Heijólfs þegar þið tóku við rekstrinum? „Já, það var frekar erfitt að taka við Herjólfi. Að vísu rákum við Hríseyjar- og Grímseyjarferjuna Sæfara en það er ekkert í líkingu við Heijólf. Þannig að þetta var töluvert nýtt íyrir okkur og erfitt að taka við nýjum rekstri, læra á hann og þurfa um leið að þróa bókunarkerfi sem átti reyndar að vera löngu komið í notkun við skráningu feijufarþega, lyrrverandi rekstraraðilar höfðu verið með það á undanþágu í töluverðan tíma.“ Björgvin segir að slagurinn hafi líka verið á mörgum vígstöðvum. „Þetta er mjög pólitískt mál og svo fjölgaði farþegum mikið ofan á allt saman. Flutningar jukust um 25.000 manns fyrsta árið okkar og má að miklu leyti rekja það til þróunar í flugsamgöngum á sama tíma þegar Flugfélag fslands hættir að fljúga hingað. Það má örugg- lega setja samasemmerki á milli aukningar hjá okkur og samdráttar í fluginu. Þannig að það voru margir utanaðkomandi þættir sem gerðu þetta erfiðara en ella.“ Varðstu strax var við mikla neikvæðni í bænum gagnvart þessum breyt- ingum? „Já, því er ekki að neita, sumir virtust espa hver annan í að líta á breytinguna sem neikvæðan hlut en það var líka fjöldi manns sem var mjög ánægður með breytinguna og lýsti yfir ánægju með þá þjónustu sem við veittum. Reyndar þarf ekkert margar neikvæðar raddir til að halda uppi óánægjunni." Sat alltaf Heijólfsmegin í skipinu Björgvin sagði að hún hefði brotist út í ýmsum myndum þessi óánægja. „Fyrst eftir að við tókum við þá var mikið frost og kuldi þannig að við gátum ekki merkt skipið. Hann sigldi því undir merkjum Heijólfs hf. Síðan náðum við að merkja hann öðrum megin og þá sigldi hann bæði undir merkjum Heijólfs og Samskipa. Þá var einn gallharður Heijólfs hf.-maður sem sagðist alltaf sitja Heijólfsmegin í skipinu, einhver spurði hann þá hvað hann ætlaði að gera þegar búið væri að merkja hann báðum megin og það var víst lítið um svör,“ segir Björgvin og var skemmt. Hann sagði þó að það ætti ekki að skipta höfuðmáli hver rekur skipið, heldur hvemig þjónustustigið er. „Þetta er bara gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur Eyjamenn að ferðatíðni sé skynsamleg. Það er verkkaupinn, Vegagerðin fyrir hönd ríkis, sem verður að sjá til þess að famar séu nógu margar ferðir. Því hefði auðvitað hefði verið eðlilegra að gagnrýnin beindist gegn ríkinu og þeirri staðreynd að áætíun skipsins var orðin úrelt eins og hún var. Það er ekki Samskip sem ákveður þetta, heldur ríkið sem er verkkaupinn." Er þetta búinn að vera erfiður tími hjá þér sem stjómandi fyrirtækisins? ,,Já, en alveg gríðarlega lærdóms- ríkur og það hefur verið mjög gott að fá þennan skóla. Maður er reynslunni ríkari eftir svona tíma,“ sagði Björg- vin og bætti við að nú væri þetta farið að róast mikið. Við emm búnir að reka hann í tvö ár, hið fyrra stóðu bæjarstjómarkosningar og það seinna vom alþingiskosningar komnar af stað. Það má segja að loksins sé kominn vinnufriður, það er hætt að hræra í áætluninni. Við vinnum nú eftir tillögum nefndar samgönguráð- herra sem er nýbúin að skila af sér. Það er mjög mikilvægt fyrir alla aðila, bæði okkur og þá sem starfa við ferðaþjónustu að geta gengið að því vísu hvemig ferðir Heijólfs em vegna markaðssetningar. Það versta sem gert er er að hræra mikið í áætluninni. Ég held að við séum núna að vinna eftir þriðja viðaukasamningi miðað við upphaflegu útboðsgögnin." Skipið munaðarlaust á nokkurra ára fresti Nú em rétt tvö ár síðan Samskip tók við rekstrinum og samkvæmt upphaf- lega samningnum væm þeir að byija á síðasta ári samningsins núna en eins og kunnugt er samdi Vegagerðin aftur við Samskip og gildir sá samningur til 2005. „Ég held að það hafi verið mjög gott að menn vildu framlengja samn- inginn til tveggja ára eins og lögin leyfa en þá verður líka að fara fram annað útboð.“ Björgvin segir að sú reglugerð sem unnið er eftir sé ekki nógu hagstæð fýrir Eyjamenn. „Það má orða það þannig að skipið verður munaðarlaust á þriggja ára fresti. Þá verður mark- aðssetning í lágmarki." Öll óvissa í rekstri er slæm Er þetta þá rétta leiðin til að reka skipið, væri ekki eðlilegra að ríkið sæi hreinlega um að skaffa okkur þjóð- veg? ,íig er svo kræfur að ég vil fá göng og stóriðju. Þannig gæfust meiri möguleikar á búsetu hér. En auðvitað má benda á að Herjólfur er þjóðvegur og ríkið sér okkur fyrir honum, það er ljóst. Sumir hafa sagt að aukin ferðatíðni hefði ekki náðst í gegn ef skipið væri enn pólitískt rekið. Þá hefði aldrei nást sátt um svona mikla aukningu ferða,“ segir Björgvin. Eyjamenn hafa kannski aldrei verið eins kröfuharðir á rekstur Heijólfs eins og eftir að Samskip tók við rekstr- inum? „Það var kannski ákveðið gæfuspor fyrir Eyjamenn að svona fór. Þá er hægt að gera meiri kröfu á breytingar en þegar þetta er pólitískt rekið. Það var löngu kominn tími á fleiri ferðir. Svo er þetta ferli sem þarf að skoða miklu oítar, sjáðu t.d. nýju samgöngu- skýrsluna til næstu tólf ára, þar er ekki minnst á nýjan Heijólf. Byggðalag eins og Vestmannaeyjarþarf þess með að samgöngumál, bæði í lofti og á legi, séu í stöðugri endurskoðun og það hefur gerst núna með þeirri nefnd sem er að störfum. Hún hefur að mínu mati skilað af sér tillögum sem eru skynsamlegar og raunhæfar bæði fyrir neytandann og verkkaupann.“ Raunhæft að stytta ferðatímann niður í tvo tíma Björgvin bætti við að hann teldi að svarið væri ekki endilega stærra skip. „Við þurfum fyrst og fremst styttri ferðatíma. Ég tel t.d. að ferjan, sem er verið að skoða, Shannon Alexis, verði frekar til vandræða en hitt, sérstaklega í höfhunum bæði hér og í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.