Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Qupperneq 10
10 Fréttir Fimmtudagur 6. mars 2003 Myndlistarvor íslandsbanka í Vestmannaeyjum 2003 - Gunnar Karlsson, Björg Gunnar Karlsson, Björg Orvar, Jón Axel Björnsson og Valgarður Gunnarsson myndlistarmenn hefja Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2003. Undanfarna mónuði hafa listamennirnir verið með sýningu ó ferð um landið, sem þeir kalla 170 x hringinn. Sýningin hefur komið við í Borgar- nesi, Isafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Hornafirði, og hvarvetna fengið góðar viðtökur og ekki síst ó Hornafirði þar sem verkin hanga reyndar enn. Það var því ekki annað fært en að listamennirnir tækju fram ný verk að sýna Eyjamönnum og rímar það vel við upphaflegan tilgang Myndlistarvorsins, að Eyja- menn fengju að sjó ný og helst ósýnd verk þeirra listamanna sem boðið er að sýna ó vorinu. Þeir munu sýna tvö verk hver sem eru 1 70 x 1 70 cm að stærð. Gunnar Karlsson: Að mála sig ölvaðan og tjá ævintýrið GUNNAR: Ég held ég sé svolítið utangátta ef eitthvað er. Kannski er ég næst Einari Jónssyni ef litið er til tákn- sæisins í myndum mínu. Gunnar Karlsson segir að fjór- menningamir eigi kanski ekki mikið sameignlegt annað en að þeir em góðir skólafélagar úr málaradeild MHI, og mála málverk. Þess vegna var ákveðið að hafa allar myndimar í sömu stærð 170 x 170 cm svo það væri allavega það sem tengdi verkin saman. „Það var alltaf meiningin að koma við í Eyjum með þessa sýningu, þó myndirnar séu ekki þær sömu og lögðu upphaflega af stað í hring- ferðina. Upphaflega var það hug- myndin að skipta út verkum ef þau seldust enda aíltaf mikil hætta á að slíkt gerist. Við höfum reyndar gert það áður, en það var önnur ástæða fyrir því.“ Gunnar segir að hann vilji helst ekki tjá sig mikið um viðfangsefni þeirra mynda sem hann ætlar að sýna, það sé áhorfenda að túlka það. „Þetta em hausar, en eiga ekki að vera hausar af neinum sérstökum mönnum nema þetta sé einhver bróðir minn. Ég mála nú aðra myndina í baujurauðum lit í tilefni af því að hún em sýnd í Eyjum, en meiningin er sú að reyna að mála myndir sem maður kemst ekki hjá að sjá, geturekki gleymt, jafnvel í rökkr- inu. Ég hef nú notað þessa skæm flúrosent liti mörg ár, en lofa þeim nú að njóta sín betur. Þetta eru eiginlega RGB litir, svipaðir og maður sér á skjánum, litir sem ekki er hægt að prenta.“ Þegar ég spyr Gunnar hvort mynd- irnar beri í sér einhverja dýpri tákn- ræna merkingu, segir hann að þær séu í raun alþýðumyndlist. „Ég held að fólk komi til með að skilja þessar myndir án þess að ég þurfi að koma með mínar útskýringar á þeim. Ég er að reyna að mála tilfinningar sem almenningur kannast við. Þannig ríma þessar myndir við það sem ég hef verið að gera síðastliðin 20 ár; hausar í yfirstærð. Þó mála ég þær heldur frjálslegar en ég hef gert áður og kaffæri myndefnið ekki eins í tækni.“ Getur þú staðsett þig einhvers staðar í fslenskri málarahefð, ef hún er þá til? „Nei, ég held ég sé svolítið utan- gátta ef eitthvað er. Kannski er ég næst Einari Jónssyni ef litið er til tákn- sæisins í myndum mínu. Annars finnst mér þessar myndir ekki vera bara málverk, heldur kanski meira skúlptúr, eða myndir af skúlptúrum. Ég er ekki að sækjast eftir sérstakri áferð á tvívíðum fleti, heldur reyni ég að búa til heim, eða ævintýri sem áhorfandinn getur lifað sig inn í. Svipað og Marc Chagall, sem málaði sig alltaf ölvaðan, en drakk ekki.“ Björg Örvar: Veruleikinn setur alltaf takmörk Björg Örvar er að sýna í annað sinn í Eyjum, en hún var með einkasýningu á Myndlistarvori 2001. Hún segir að ekki hafi orðið neinar stórar né dramatískar breytingar á verkum sínum frá þeim tíma. „Ég hugsa nú að fólk kannist við myndimar og það náttúruflæði og náttúrulýsingar sem í þeim em. Verkin eru tjáning mín á náttúrunni í öllum hennar myndum, stundum eins og hún birtist mér í manninum og stundum eins og hún birtist mér í landinu. Ég tek hins vegar ekki fyrir neitt ákveðið landslag, heldur em þetta óskilgrein- anlegir þættir náttúm eða náttúm- eigindir og best bara fyrir hvem og einn að meta þær fyrir sjálfan sig.“ Björg Örvar segir að úrvinnsla mynda hennar sé nokkuð. - álfráð og ekkert ákveðið í huganum þegar hún byrji á nýju verki. „Málverkið þróast bara með vinnunni og ég er aldrei með neinar hugmyndir eða fyrirfram ákveðnar ímyndir þess sem ég mála.“ Og hvenær er mynd búin að þínu mati í þessu ferli? „Mynd er eiginlega búin hjá mér þegar ég gefst upp,“ segir Björg Örvar og hlær. „Það endar oft þannig að ég gefst upp og hugsa að nú reyni ég ekki frekar. Maður hefur alltaf einhverja þrá eða löngun til einhvers betra eða jafnvel æðra, en þess sem birtist manni í verkinu cftir kannski langa yfirlegu, en vemleikinn setur manni takmörk í þessari viðleitni eins og öðm í lífinu. Allt verður að taka enda. Ég læt samt myndina oft sitja einhvem tíma þangað til ég ákveð að henni sé lokið. Stundum hef ég verið mjög óánægð þegar ég legg frá mér mynd, en get að ákveðnum tíma liðnum bara orðið býsna sátt. Þetta em dálitlir töfr- ar, eins og að eiga við mannfólkið; það gengur ekki allt upp.“ Þegar talað er um uppgjöf, minnir það óneitanlega á stríð eða baráttu sem kostar blóð, svita og tár og spyr hvort svo sé. „Þetta er nú ekki mjög alvarleg uppgjöf, né dramatísk. Við getum sagt, að fremur en að reyna að ná einhverri fullkomnun, setji ég mér það markmið að verkið „virki" helst alltaf, hafi eins konar jafnan og sílifandi tón.. helst allan sólarhringinn. Ég byrja alltaf á mynd út frá eins konar núll- punkti, eins og ég sé að byrja að mála mína fyrstu mynd. Á meðan ég er að mála hvert verk geng ég eiginlega í gegnum svipað þroskaferli og maður upplifir í lífinu sjálfu, ég er óvitandi bam og gömul og vitur til skiptis frá upphafi til loka og eins er ég ýmist niðurdregin eða glöð eftir því hvemig miðar. Verkið talar þannig til mín á meðan ég er að skapa það og vinnu- ferlið er um leið eins og leiðangur út í náttúmnni. Náttúran kemur og fer frá manni eftir því hvemig maður nálgast hana. Hún er alltaf síkvik og í endur- nýjun og ég óska mér að vera eins og hún. Ég reyni að finna mér leiðir til þess að máía mig að einhveijum þess- um síbreytilegu eigindum hennar bæði innra með sjálfri mér og svo í þeirri náttúm sem er utan sjálfrar mín. Ná sáttum við umhverfið og sjálfa mig.“ Björg Örvar segist alltaf hafa haldið sig við málverkið og að hún byggi reynslu sína sem listamaður á þeim miðli. „Aftur á móti það sem hefur örvað mig mest innan myndlistarinnar em oft þær listastefnur sem em mjög ólíkar því sem ég er að gera sjálf. Alveg eins og mér finnst ljóðlist og tónlist vera mjög svipuð málara- listinni, - vera rm'nar listir - finnst mér margar stefnur innan myndlistarinnar mjög framandi og spennandi, þó ég myndi aldrei getað tileinkað mér neina þeirra sjálf. Ekki það að slík örvun frá öðmm listgreinum skili sér beint í verkum mínum, heldur í því að ég verð „upplyft," fæ andann yfir mig, finnst gaman að lifa og vera í sam- félagi annarra listamanna."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.