Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 6. mars 2003 Fréttir 17 hvað er rétt og hvað rangt í þessu máli en ef tilgangurinn er að gera bæjar- stjóm að póltískum blóðvelli næstu vikumar vegna alþingiskosninganna eiga bæjarbúar heimtingu á að þeir félagar doki við. Geti þeir ekki hamið sig verða þeir að hætta í bæjarstjóm, eða að minnsta kosti taka sér frí frá bæjarstjómarmálum fram yftr kosn- ingar. Gera verður kröfur til bæjarstjómar Það er of skammt liðið á kjörtímabilið til að gefa meirihlutanum einkunn en því miður hafa málin, sem nefnd vom hér að framan verið að þvælast fyrir, hafa tekið alltof mikið af tíma bæjar- stjómar. Þó gera verði kröfu um að þessi mál fái eðlilega afgreiðslu og öll spil verði lögð á borðið þegar niður- staða fæst er mál að linni því verk-efnin em næg. Ekki er farið fram á að þagað verði um þessi mál heldur að menn sætti sig við að þau em í eðlilegum farvegi. Þá er aldrei að vita nema að Fréttir verði jákvæðara blað. Bæjarstjóm þarf að blása til sóknar og sameina kraftana bæjarfélaginu til framdráttar og skal þeim bent á nokkur dæmi þar um. Fyrst skal nefna samgöngumar sem em í molum og hafa ekki verið aumari í áratugi. Er engu líkara en verið sé að gera grín að þeim sem hér búa. Krafan er að Herjólfur fari tvær ferðir á dag alla daga vikunnar og flug til og frá Reykjavík verði aftur raunhæfur kostur fyrir hinn almenna borgara. Ekki sé ég ástæðu til að gera lítið úr Domierflugvél íslandsflugs sem hefur reynst vel og hentar vel við aðstæður hér en það gerist alltof oft að ekki er hægt að fá far, vélin sem tekur 19 farþega, er einfaldlega full. Það er krafa Vestmannaeyinga að a.m.k. þrjár ferðir með llugi séu í boði til og frá Reykjavík á hverjum degi og að stærri vél standi til boða þegar farþegar em 20 eða fleiri. Þurfi ríkið að koma þar inn í verður svo að vera, samanber útboðið á flugi til Homa- íjarðar. Loks þarf að sjá til þess að farmgjöld með Heijólfi verði með þeim hætti að hér geti þrifist iðnaður í samkeppni við sambærilegan iðnað á fastalandinu. Það er gott og blessað að veifa framan í okkur jarðgöngum, nýrri ferju og höfn í Bakkaíjöm sem aldrei getur orðið annað en framtíðarsýn. En á meðan núverandi ástand ríkir blæðir bæjarfélaginu. Nú er ekki ætlunin að gera lítið úr því að ferðum hefur verið fjölgað með Herjólfi síðustu misseri en betur má ef duga skal. Vandi fylgir vegsemd hverri í Fréttum fyrir skömmu var greint frá ákvörðun ríkisstjómarinnar að setja einn milljarð í menningarhús á Akur- eyri og Vestmannaeyjum. Vandi íýlgir vegsemd hverri og það gerir miklar kröfur til bæjarstjómar að spila rétt úr þeim spilum sem hún fær þama á hendina. Lúðvík hvetur til samstöðu bæjarstjómar í þessu máli og vill fá að skoða hvort ekki sé rétt að Vest- mannaeyingar fái sjálfir að ákveða hvemig þessum peningum verði ráðstafað bæjarfélaginu til heilla. Menningarhús á landsbyggðinni em ekki ný bóla. Fyrir síðustu alþingiskosningar lagði Bjöm Bjamason, þáverandi menntamálaráð- herra, til að reist yrðu menningarhús á nokkmm stöðum á landsbyggðinni sem mótvægi við áætlanir um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Ami Johnsen, þáverandi þing- maður, greip hugmyndina á lofti og lét teikna menningarhús sem grafa átti inn í Nýja hraunið og átti Heimatorgið að vera miðdepillinn en við það stóð m.a. Rafveituhúsið. Eins geggjuð og þessi hugmynd er þá er hún líka alveg frábær og þessi virði að vera skoðuð nánar. Það sem hefur breyst síðan er til- koma Hallarinnar sem ásamt Lista- skólanum þjóna sem tónleikasalir og fullnægja þörf bæjarbúa á því sviði. Það em því möguleikar á að einbeita sér að öðmm hlutum þegar kemur að menningarhúsi. Starfsemi Safnahúss- ins og Náttúm- og fiskasafnið hafa fyrir löngu sprengt utan af sér núverandi húsnæði. Það síðamefnda stendur á fertugu um þessar mundir og var mjög merkilegt framtak á sínum tíma. En síðan em liðin allmörg ár og enn er Fiskasafnið í sínu upphaflega húsnæði á efri hæð Slökkvistöðv- arinnar við Heiðarveg. Myndarlegt steinasafn hefur bæst við síðan og er eina nýjungin í safninu. Byggðasafn Vestmannaeyja, sem er á efri hæð Safnahússins, hefur tekið nokkmm stakkaskiptum á undan- fömum ámm þar sem útbúin hefur verið sýning sem sýnir sjávarútveg eins og hann var stundaður í Vest- mannaeyjum í upphafi síðustu aldar. Þá er þar að finna bás undir gosminja- safn. Þetta leiðir hugann að því hvað er merkilegast við Vestmannaeyjar. Það em auðvitað náttúran, fuglalífið, sjávarúvegurinn og það líf sem hér er lifað þar sem íþróttir skipa veglegan sess. Gera þarf eitthvað sem dregur hingað fólk Ef reynt er að draga lærdóm af því sem við höfum og dregur til sín hvað flest fólk em það knattspyrnumót yngri flokkanna, Shellmót sjötta flokks drengja og Vöruvalsmót kvenna í yngri flokkunum. Þá má ekki gleyma þjóðhátíðinni en samtals laða þessar uppákomur íþróttahreyfing- arinnar þúsundir manna til Eyja sem flestir stoppa hér í marga daga og em veruleg innspýting í bæjarlíftð. Ástæðan fyrir því að minnst er á þetta er sú að hvort ekki sé athugandi að reyna að búa til menningarhús þar sem þessir þættir yrðu allir sameinaðir og reynt yrði að búa til eitthvað sem fólk á fastalandinu og erlendir ferða- menn yrðu að sjá, sama hvað það kostaði eins og Shellmót og þjóðhátíð. Bæjarstjóm hefur kosið nefnd sem fer með ferðina í menningarhús- málinu. Fyrsta skreftð verður að semja við ríkisstjómina um skiptingu millj- arðsins milli okkar og Akureyrar. Tilskipunin hlýtur að vera sú að ná í sem stærsta sneið af kökunni og að menningarhúsið verði ekki íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. í upphaflegu tillögunni var gert ráð fýrir að hlutur ríkisins yrði 60% á móti 40% hlut bæjarins. I viðtali við Guðna Ágústsson, landbúnaðarráðherra í Fréttum, kom fram að þó að þessi skipting hafi verið ákveðin fyrir fjór- um ámm sé annað uppi á teningnum í dag og Guðni lagði áherslu á að verkefnið mætti ekki íþyngja bænum. Það er engin ástæða til annars fyrir væntanlega nefnd en að hún gangi hnarreist til samninga við ríkisstjóm- ina. Þar munu menn takast á um skiptingu ríkis og bæjar og hver eigi að borga reksturinn. Eg held að reksturinn þurfi ekki að verða stóra málið, því takist vel til mun menn- ingarhús skila tekjum bæði beint og óbeint. Vandinn er að finna leiðina og ráða hugmyndaríkt fólk til starfa. Þegar þess var minnst 1998, að 25 ár vom frá goslokum skapaðist hér einstæð stemmning sem nú er að skila sér í því að enn fleiri ætla að mæta í sumar þegar minnst verður 30 ára gosloka. Þama tókst vel enda hæft fólk við stjóm og ætti þetta dæmi að sýna hvað hægt er að gera fyrir ekki mikla peninga. En aftur að alþingiskosningunum, sem verða þann 10. maí nk. Til að ná fram helstu baráttumálum Vest- mannaeyja verður að nýta tímann vel því hætt er við að þær fari aftarlega í röðina að þeim loknum. Það segir reynslan okkur að minnsta kosti. omar@eyjafrettir.is AÐ sjálfsögðu var slegið undir stórri tertu þegar nýja starfsmannaaðstaðan var tekin í notkun. Ný starfsmannaaðstaða ísfélagsins: Stórt skref fram á við Á föstudaginn var tekin í notkun viðannaðenaðallirséuhiminlifandi verðurekkert sem minnir á brunarústir starfsmannaaðstaða í frystihúsi fs- með hvernig lil tókst. I vor og sumar að því loknu,“ sagði Eyþór að lokum. ielagsins að Strandvegi 102. Með verður lagað til utanhúss, og vonandi þessu er stigið stórt framfaraskref því aðstaða starfsfólks hefur verið heidur hághorin frá því í brunanum í desember árið 2000. „Það má segja að við séum að fara úr engri aðstöðu í frábæra," sagði Óskar Óskarsson, vinnslustjóri ís- félagsins, í samtali við Fréttir. Starfsfólkið gekk fylktu liði úr kaffihominu, sem það hefur þurft að sætta sig við síðustu tvö ár, í nýju starfsmannaaðstöðuna sem er að öllu leyti til fyrirmyndar. Gengið er inn að austanverðu þar sem komið er inn á snyrtilegt plan áður en komið er inn í anddyrið. „Samtals eru þetta 280 fm sem við fáum sem skiptast í 64 fm kaffistofu og 27 fm reykherbergi sem þarf að vera til staðar. Þama er skápapláss og baðaðstaða fyrir bæði karla og konur, þvottahús og ræstingaherbergi, verkstjórakompa og skrifstofa vinnslustjóra. Planið fyrir utan er 170 fm, hellulagt með snjóbræðslukerfi. Þar á eftir að koma fyrir trjám og blómum og þar ætlum við að grilla á sumrin og gera annað skemmtilegt." Óskar er mjög ánægður með hvemig til hefur tekist. "Þetta er mjög vel skipulagt og hönnun til fyrir- myndar. Af þessu tilefni vom svo öllurn gefnir inniskór,“ sagði Óskar að lokum. Fyrir bmnann var starfsmanna- aðstaðan í Isfélaginu til mikillar fyrirmyndar og Eyþór Harðarson, tæknifræðingur Isfélagsins, segir að strax haft verið ákveðið að hún yrði byggð upp á ný. „Fyrst varð að koma fiskvinnslunni í gang en fyrir hálfu ári var bytjað að byggja upp aðstöðu fýrir starfsfólkið og er því verki nú lokið,“ sagði Eyjrór. Hönnun aðstöðunnar var í höndum Teiknistofu Páls Zóphóníassonar, Eyþór hannaði raflagnir og bmna- vamakerfi og Þórður Karlsson var byggingastjóri. „Miðstöðin sá um pípulagnir, Steini og Olli ehf. og Þórður sáu um smíðina, Eyjablikk setti upp loftræstikerfi, Geisli sá um raflagnir, gólfefni lagði Gólfefni ehf. og Vélsmiðjan Þór smíðaði skóhillur og fatahengi.“ Eyþór segir að verkið þyki hafa heppnast vel og sé til sóma fyrir ísfélagið og þá sem að því komu. „Allt var þetta byggt samkvæmt ströngustu kröfum um brunavamir og byggingareglugerðir. Ég verð ekki var TÓTA og Stína eru alltaf fremstar í flokki þegar eitthvað er um að vera hjá Isfélaginu. HALLDÓR var í broddi fylkingar með kaffikönnurnar sem standa enn fyrir sínu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.