Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Qupperneq 18
Fréttir Fimmtudagur 6. mars 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 6. mars Kl. 10.00 Mömmumorgun í safn- aðarheimilinu. Sr. Kristján Björns- son. Föstudagur 7. mars Kl. 13.00 Litlir lærisveinar, æfing hjá eldri hóp. Föstudagur 7. mars, Kirkju- dagur kvcnna Kl. 18.00 Bænaganga. Föstudagur 7. mars til sunnu- dags 9. mars 2003 Heimsókn Æskulýðsfélags Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði. Æsku- lýðsstarf 16 til 20 ára unglinga. Leiðtogar og unglingar úr æsku- lýðsstarfi Landakirkju munu eiga kvöldvöku með hópnum. Sunnudagur 9. mars Kl. 11.00 Barnaguðsþjónusta. Böm af leikskólanum Rauðagerði syngja í kirkjunni. Foreldrar og aðstandendur sérstaklega vel- komnir. Kl. 14.00 Guðsþjónusta fyrsta sunnudegi í föstu. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Sr. Kristján Bjömsson og sr. Þor- valdur Víðisson. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Fundur í Landakirkju. Mánudagur 10. mars Kl. 17.30 Æskulýðsfélag fatlaðra eldri hópur. Þriðjudagur 11. mars Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Vettvangsferð. Sr. Þorvaldur Víðisson og leið- togamir. Miðvikudagur 12. mars Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkaríkirkjunni. Spiladagur. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Vatnsfundur. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM&K l'yrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 6. mars Kl. 20.30 Biblíufræðsla, það er öllum hollt að þckkia kraft Orðs Guðs. Föstudagur 7. mars Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Við minnum á bænagöngu á vegum Aglow kvenna sem hefst við Ráðhúsið kl. 18.00. Síðan verður samkoma í Landakirkju kl. 20.00. Allir eru velkomir að taka þátt, jafnt karlar sem konur. Kl. 20.30 Unglingakvöld, unga fólkið hittist til að lofa Drottin. Laugardagur 8. mars Kl. 20.30 Aðalfundur safnaðarins. Sunnudagur 9. mars Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, bömin lofa Guð og gleðjast í húsi hans. Kl. 15.00 SAMKOMA. Lofgjörð, Orð Guðs og kraftur Heilags anda. Aglow konur segja l'rá frábærri ráðstefnu sem þær em nýkomnar af. Allir em hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 11. mars Kl. 17.00 Krakkaklúbburinn, skemmtilegt starf fyrir 9-12 ára krakka. Bænastundir á hverjum morgni kl. 7.30, Morgunstund gefur gull í mund! Aðventkirkjan Laugardagur 8. mars Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Formenn hanknattleiksdeilda karla og kvenna Fcrðakostnaður að sliga íþróttahrcyfinguna ÍBV á sér dyggan stuðningsmannahóp á fastalandinu en sífellt verður ertiðara fyrir Eyjamenn að sækja leiki upp á land og hitta sitt fólk þar. Iþróttahreyfingin hefur ekki farið varhluta af slæmum samgöngum við Vestmannaeyjar í vetur en íþróttalið treysta að mestu á flug þegar farið er í leiki. Eins og staðan er í dag er ekki kvöldflug hjá íslandsflugi þannig að flug með áætlunarflugi er ekki inni í myndinni. Flugfélag Vestmannaeyja hefur að mestu ferjað handboltalið til og frá Eyjum í vetur, bæði á Bakka og Selfoss auk þess sem lið hafa þurft að ferðast með Herjólfi. Magnús Bragason, formaður hand- knattleiksdeildar karla, sagði að ferða- kostnaður hefði aukist undanfarin ár. „Eg hef verið í handknattleiksráði síðustu sjö ár og höfum við prófað ýmsar útgáfur til að komast í leiki á þeim árum. Fyrstu þrjú árin versl- uðum við eingöngu við Flugfélag Vestmannaeyja og borguðum við þá 4900 krónur á mann til Reykjavíkur. Arið eftir sömdum við svo við Flugfélag íslands um að borga 5400 á mann en sá ferðamáti var þægilegri enda flogið með allan hópinn í einu á Fokker-vél. í fyrra snerum við svo aftur til Flugfélags Vestmannaeyja og verðið var svipað og áður en í vetur hefur flugmiðinn hækkað mikið. Núna er fiug til Reykjavíkur með Flugfélagi Islands í raun ekki val- kostur þannig að við fijúgum til Selfoss og tökum rútu til Reykjavfkur. Slíkt ferðalag kostar um 10 þúsund fyrir manninn. Af þessu má sjá að ferðakostnaður hefur á skömmum tíma næstum tvöfaldast en það er rosalega stór biti fyrir deild sem er ekki með meiri veltu en við erum með.“ sagði Magnús. „Ég talaði við HSI fyrir velurinn og varaði þá við en þeir hlustuðu ekki. Núna bregður hins vegar Reykjavíkurlélögunum þegar þau em að borga 150 þúsund eða meira fyrir flugið hingað en flest lið em líka með annan flokk þannig að kostnaðurinn er orðinn umtalsverður fyrir þau. Ég var á formannafundi á dögunum og þar var afgreidd áskomn til menn- ingamálanefndar ríkisins varðandi þingsályktunartillöguna sem fjallar um ferðakostnað íþróttafélaga. For- menn annarra félaga tóku mjög vel í þetta og virðast núna vera að opna augun fyrir þessu vandamáli. Ef við eigum að leysa þetta á einhvem hátt sjálfir þá verður HSI að skipuleggja næsta Islandsmót í samráði við okkur og Flugfélagið þannig að árekstrar verði sem minnstir.“ Þorvarður Þorvaldsson hjá handknatt- leiksráði kvenna tók í sama streng og Magnús og bætti við að IBV hafi staðið frammi fyrir alls konar vanda- málum sem varða samgöngur í vetur. „Ég fullyrði að þetta hafi aldrei verið eins slæmt og nú en ég hef verið í þessu í ansi mörg ár og hef samanburðinn,“ sagði Þorvarður. „Við höfum flogið á Bakka, Sel- foss, til Reykjavíkur, siglt með Herjólfi og keyrt til Akureyrar þannig að við höfum reynt allt. Þó að við getum sparað okkur aurinn með því að fljúga á Bakka er það erfiður ferðamáti þar sem við verðum að vera komin aftur til baka fyrir klukkan ellefu á kvöldin en þá er hætt að fljúga." sagði Þorvarður og bætti því við að áætlunarflug væri ekki inni í myndinni. „Áætlunarflug er einfaldlega allt of dýr pakki fyrir okkur og þó svo að við hefðum fjármagn til að kljúfa þann kostnað þá er ekki flogið á kvöldin þannig að möguleikinn á að komast til baka er ekki fyrir hendi. Þessi vanda- mál kalla á töluvert mikla vinnu fyrir okkur og l'yrir leikmenn og álagið á þeim eykst líka. Við höfum þurft að færa til leiki til að ná flugi eða Heijólfi til baka og leikmenn hafa jafnvel þurft að redda sér gistingu í Reykjavik. Ég hef heyrt að Élugfélag Vestmannaeyja sé jafnvel að fara að ljárfesta í 19 sæta vél og það myndi opna vissa mögu- leika fyrir okkur auk þess sem IBV er að eignast bíla sem staðsettir verða á Bakka.“ Hópaleikurinn: Jafnt á toppnum Nú hafa verið leiknar tvær umferðir af fjórum í úrslitunum í Vorleik IBV getrauna. Gríðarleg spenna er á toppnum og margir hópar eiga möguleika á að komast á leik í Englandi. Annars var skorið þessa vikuna mjög gott og greinilegt að tipparar eru í toppformi nú þegar komið er í seinni hluta tímabilsins. Hæsta skorinu náður þeir bræður Guðni og Guðjón Hjörleifssynir með hóp sinn Mortens- bræður en þeir fengu alls 12 rétta. Þeir eru í öðm sæti í 1. deild og berjast þar við Pappakassana um efsta sætið. í úrvalsdeildinni eru hins vegar þrír hópar á toppnum en það em Halli Ari, Bekkjó og Eis. Ljóst er að baráttan verður hörð allt fram til loka. En hér kemur staðan eftir aðra umferð í úrslitakeppninni af Ijómm Úrvalsdeild : Halli Ari, Bekkjó og Eis 23, STAR 22, Pömpiltar, Kári yfirbryti, Latur, Týspúkar og Klaki 21, ÞYS 20, United feðgar 19, Litla lundafélagið og Bæjarins bestu 18 og að lokum Le og Le 16 l.deild : Pappakassamir og Mortens bræður 24, Hárarnir, Farþeginn og Stormsveit Lárusar skipstjóra 22, Horft heim til Eyja, Mánabar og Tveir á toppnum 21, Sig-bræður og Gömlu refimir 20, ER 19 og Hellisey 18. Svo að lokum viljum við hjá IBV getraunum óska öllum Liverpool aðdáendum innilega til hamingju með sigurinn á Man Utd í úrslitum deildabikarsins. En sérstaka athygli hafa vakið viðbrögð Arsenal manna en þeir virðast vera mjög sárir með að hafa ekki komist í úrslit í þessari keppni og hafa staðið í því alla vikuna að hreyta ónotum í fagnandi Liverpool menn og^rátandi United menn. Okkur hjá IBV getraunum finnst svona hegðun ekki eiga við í íþróttum og samgleðjumst með áhangendum Liverpool Meðfótbolta kveðju IBV-getraunir Settu met í kökubakstri Síðastliðinn sunnudag var æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar og var hann haldinn hátíðlegur í Landakirkju. Haldin var poppmessa kl. tvö á sunnudeginum og var hún alfarið undir stjórn leiðtoga og unglinga í æskulýðsstarfi KFUM&K. Emm við svo lánsöm að hafa marga mjög hæfileikaríka unglinga í félaginu sem sáu um hljóðfæraleik og söng og það er alveg á hreinu að þama er tónlistarfólk framtíðarinnar á ferð, og megum við vera mjög stolt af því. Æskulýðsmessan tókst í alla staði mjög vel og var gaman að því hvað vel var mætt í messuna. Eftir messuna var öllum kirkjugestunr boðið niður í Safnaðarheimili í nýbakaða köku og mjólk en laugardaginn 1. mars setti æskulýðsfélagið íslandsmet í lengstu Betty Crocker köku landsins og mældist hún 18,4 m. Félagið sló þar með met Dóm- kirkjunnar í Reykjavík en það var einungis 12 m. Þessi kökubakstur var liður í fjáröflun fyrir ferð sem verður farin í sumar á norrænt kristilegt æskulýðsmót sem haldið verður í Danmörku. Söfnuðu unglingamir áheitum upp á rúmar 100 þúsund krónur og viljum við þakka kærlega fyrir frábæran stuðning og góðar móttökur í íjáröflunum okkar það sem af er árinu, með von um áfram- haldandi stuðning svo að af ferðinni geti orðið. Ingveldur Tlieodórsdóttir, aðstoðarœskulýðsfiilltrúi Heilscráskorun Frétta og Hressó Pálína 3,6 Heiða 8,0 Aldís 1,1 SAMTALS 12,7 112,9 100,7 96,9 (FRfertH?) HResSÓ MC Bænagangan Eins og fram kom í síðustu Fréttum standa Aglow konur fyrir bæna- göngu næsta föstudag, á morgun, 7. mars. Konur úr öllurn kristnu kirkjunum í Eyjum eru í undirbúningsnefnd og taka þátt í bæn í göngunni. Safnast verður saman við Ráðhúsið klukkan 18.00 og mun Ingi Sigurðsson bæjarstjóri byija með ávarpi og bæn. Síðan verður gengið að Sjúkra- húsinu og mun fulltrúi starfsfólks biðja þar. Gengið verður niður á bryggju, farið í vesturátt og nrunu fulltrúar verkalýðsfélaga og annarra félaga taka þátt í bæninni. Stoppað verður við atvinnuleysis- skráningu í Hvíta húsinu, einnig Vinnslustöð og Isfélag og beðið fyrir atvinnumálunr. Við Herjólfsbryggju verður beðið fyrir samgöngumálum. Frá Vinnslu- stöðvarplani verður gengið upp í Landakirkju. Staðnæmst verður við homið á Vestmannabraut og Heiðar- vegi og beðið fyrir sýslumanni og löggæslu og ungu fólki í Eyjum. Við sem stöndum að Bæna- göngunni trúurn því að þetta verði til blessunar fyrir bæjarfélagið. Allir eru velkomnir að ganga með okkar alla leiðina eða hluta hennar. Aglow Vestmannaeyjum. ÞÆR standa fyrir bænagöngunni á morgun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.