Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 1
Daglega Aukaferðir: Mánu-, fimmtu, föstu- og sunnudaga HERJÓLFUR Upplýtingasfmi: 481-2800 - www.herjolfur.is HERJOLFUR 30. árg.« 12. tbl. * Vestmannaeyjum 20. mars 2003 * Verð kr.180 « Sími 481 1300 » Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is Er meirihlutinn að springa? -Andrés Sigmundsson neitar að samþykkja skýrslu samgönguhóps -Vill úrbætur strax í samgöngumálum Mikið hefur gengið á innan meirihluta bæjarstjórnar síðustu daga og hófst það með bókun Andrésar Sigmundssonar odd- vita Framsóknarflokksins um að bæjarstjórn skuli hafna skýrslu samgönguhóps ráðherra sem nýlega skilaði af sér. Tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu í nefndinni og er því kominn ákveðinn trúnaðarbrestur á milli fulltrúa flokkanna. Andrés vildi lítið tjá sig um málið við Fréttir en sagði þó að hann væri maður sátta og að það vissi fólk. Hann sagðist óviss um framhaldið en vildi að samgönguráðherra kæmi með nýtt innlegg í málið er varðar samgöngubætur í dag. „Ég vil ekki horfa á bæjarfélaginu mínu blæða út, það þarf risaátak til þess að reisa þetta bæjarfélag við og það átak er ekki að fmna í samgönguskýrsl- unni.“ Andrés sagði ennfremur að hann væri ekki þar með sagl á móti rannsóknum á berglögunum. „Það er framtíðarlausn en þær rann- sóknir eiga ekki að trufla sam- göngubætur núna.“ Viltu þá henda skýrslunni? „Já, ég get ekki séð að Vestmannaeyingar geti sætt sig við þetta,“ sagði Andrés að lokum. Arnar Sigurmundsson (D) sagði að tillaga Andrésar hefði komið sér á óvart, von hafi verið á bókun frá honum en ekki tillögu. „Þetta er aftur á móti vandamál hjá Andrési þar sem meirihlutahópi flokkanna, sem hittist í hádeginu á mánu- dögum, fannst eðlilegt að bæjar- stjóm tæki afstöðu til málsins eftir að svar ráðherra liggur fyrir um skýrsluna.“ Arnar sagði ennfremur að samstarfið hefði gengið ágætlega og sérstakur hópur, sem var skip- aður í upphafi kjörtímabils til þess að leysa ágreningsmál, hafi aldrei þurft að hittast fyrr en nú. „Við vitum ekki hvernig ráðherra tekur á tillögunum sem fram komu í skýrsl- unni. í hópnum kom upp ágrein- ingur í einu máli sem varðaði frekari fjölgun ferða Herjólfs. Það ætti að koma í ljós innan nokkurra daga hvernig hann tekur á málinu," sagði Arnar að lokum. Listahátíð unga fólksins fór fram með miklum glæsibrag um helgina þar sem krakkar í áttunda, níunda og tíunda bekk fengu tækifæri til að koma fram og sýna það sem þau hafa fram að færa í listum og hönnun. Þessar stúlkur hönnuðu og sýndu föt sem vöktu mikla athygli þeirra fjöl- mörgu sem fylgdust með hátíðinni. Bls. 17. Samfélagi í fingurbjörg hafnað AIIs bárust 13 umsóknir í sam- kcppnina, Rafrænt samfélag, og var Vestmannaeyjabær á meðal þeirra. Þátttökurétt höfðu öll sveitarfélög á landsbyggðinni. Nú hefur Byggðastofnun tilkynnt hverjir hljóta styrkinn og það eru Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjarsveit, Grundarfjarðarbær Snæfellsbær og sveitarfélögin Ár- borg, Hveragerði og Ölfus. Síðar verða tvö af þeim valin úr og mun ríkissjóður verja 30 til 40 millj- ónum króna árlega í uppbyggingu rafrænna samfélaga til þeirra á næstu þremur árum. Verkefni Vestmannaaeyjabæjar bar nafnið Samfélag í fingurbjörg. ! Breyttu Drífanda í lúxushótel Þröstur Johnsen og Áslaug Rut kona hans reka í dag Hótel Eyjar sem er hið glæsilegasta í alla staði. |BLS. 10&11 Aflaverðmæti Hugins 180 milliónir króna Síðustu daga hefur Huginn VE legið við Nausthamarsbryggju og hefur verið unnið um borð við frystingu á hrognum. Alls hafa þeir fryst 220 tonn af hrognum á vertíðinni. Eins hafa 400 tonn af loðnu á Japan og 250 tonn á Rússland verið fryst. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri sagðist þokkalega sáttur við vertíð- ina. „Við náðum að halda verðinu uppi með því að frysta hluta aflans og að landa erlendis." Heildarafli Hugins VE var 17.210 tonn á vertíðinni. „Aflaverðmætið er eitthvað í kringum 180 millj- ónir,“ sagði Guðmundur Huginn. Aðspurður hvað tæki við hjá þeim sagði hann allt óvíst með það ennþá. „I augnablikinu erum við að bíða eftir löndun en lestin hjá okkur er full af frystum hrognum og við getum ekki landað þeim fyrr en hættir að rigna. Síðan förum við annað hvort á sfld eða kolmunna en ákvörðun um það verður ekki tekin fyrr en eftir helgi,“ M£B IBMI - ,i öllum » idum! TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Einn hressilegasti vorboðinn Leikfélag Vestmannaeyja og Fram- haldsskólinn frumsýndu Gauragang um síðustu helgi. | BLS. 16 Skíp og bíll EIMSKIP sími: 481 3500 ZLL sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.