Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 20. mars 2003 Þröstur Johnsen og Áslaug Rut Áslaugsdóttir eigendur Hótels Eyja: Gerðu Drífanda að lúxushóteli -og breyttu um leið ósýnd miðbæjarins til hins betra ÞAÐ var mikið þaríaverk að hressa upp á Drífanda sem er eitt af stærri húsum í miðbænum. Rut og Þröstur reka þar í dag eitt af skemmtilegri hóteium á landsbyggðinni og á að vera heimili að heiman sem er þeirra einkunarorð. Þröstur Johnsen sem ó og rekur Hótel Eyjar í húsinu Drífanda Bórustíg 2 hefur allan sinn starfsaldur unnið við ferðamennsku með einum eða öðrum hætti. Lengst af var hann starfsmaður Flugleiða og Flugfélags Islands í Vest- mannaeyjum með við- komu hjó íslandsflugi og síðast Flugfélaginu Jórvík sem kom og hvarf. Það er ekki annað að sjó en honum ætli að takast að halda uppi fram- kvæmdasemi og krafti þeim er fylgt hefur fjöl- skyldunni því hann er með ótrúlega mörg jórn í eldinum þar sem hótelið er aðeins hluti af heildar- dæminu. Þröstur hefur ekki alltaf siglt lygnan sjó þó hægt fari og undir rólegu yfirborðinu ólgar ótrúleg orka sem nú fyrst er að brjótast upp ó yfir- borðið. Þó ekki verði nema tíundi hluti þeirra verkefna sem hann er með ó prjónunum að veruleika ó hann eftir að verða óberandi, ekki bara í Vestmannaeyjum helduröllu landinu. í ótta mónuði hefur hann þvælst vítt og breitt um heiminn, rætt hugmyndir sínar við flugfélög, einka- aðila og ríkisstofnanir í hinum ýmsu löndum. I návægi við náttúruna Þröstur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1957 og hér ólst hann upp. „Það var frábært að alast hér upp,“ segir Þröstur og stendur ekki á svarinu þegar hann er beðinn að útskýra það nánar. „I Eyjum var maður frjáls og í öruggu umhverfi þannig að fjöl- skyldan þurfti ekki sífellt að hafa áhyggjur af okkur. Hér varstu líka í návígi við náttúruna og í túnfætinum á Stakkó. Er til betri staður?" spyr Þröstur en æskuheimili hans, Asnes að Skólavegi 7 er með Stakkagerðistún í bakgarðinum. Við sitjum í glerhýsi hótelsins í góðu yílrlæti og þó Þröstur hafi ekki verið ginnkeyptur fyrir viðtali er hann ekkert nema ljúfmennskan þegar á hólminn er komið. Og áfram höldum við. Heimili Þrastar var ekkert venjulegt heimili því það stóð öllum opið þar sem foreldramir, Bjamhéðinn Elías- son skipstjóri og útgerðarmaður og Ingibjörg Johnsen, tóku öllum opnum örmum. „Það var oft mikil traffík í Ásnesi og þá kynntist maður fyrst gistihúsabransanum og að taka á móti gestum því það var alltaf opið hús heima og alltaf mikið um að vera. Mamma var líka alltaf til staðar því á meðan ég var lítill rak hún verslun sína, Blómabúð Ingibjargar, í kjallar- anum heima.“ Vinahópurinn var stór og nefnir Þröstur fyrst Ómar Sigurbergsson en pabbi hans, Bebbi, rak raftækja- verkstæði hinum megin við Skóla- veginn. „Við vomm leikfélagar og vinir og það sama er að segja um Pétur Steingrímsson, Sigurmund Gísla Einarsson, Valgeir Óm Garðarsson, Pál Einarsson, Einars rakara og svo að sjálfsögðu Áma Sigfússon frænda minn og vin.“ Var eitthvað sérstakt við það að vera Johnsen? „Eg fann ekki nema fyrir góðu að vera Johnsen en mamma er mikil baráttukona fyrir bindindi og mörgum fannst því freistandi að halda að manni einhverju miður góðu," segir Þröstur sem um tíma var háðari Bakk- usi en hollt þykir. „Ég er kvótalaus þegar áfengi er annars vegar og líður bara vel. Brennivínið er ekki lengur að þvælast fyrir sem er mín mesta og besta lukka því þau em svo mörg skemmtanagenin í manni.“ Flugið heillaði Þröstur segir að það hafi ekki verið tilviljun að hann byrjaði að starfa við flug í Vestmannaeyjum því lengi var Flugfélagið og svo Flugleiðir með söluskrifstofu beint á móti við Skólaveginn. „Flugið hefur alltaf heillað mig og það er líka spennandi að sjá alltaf ný og ný andlit. Ég náði því m.a.s. að taka nokkra flugtíma en þá var lægð í fluginu og atvinnu- möguleikar litlir en þama kynntist ég þeirri hlið á flugrekstri sem varð til þess að auka yfirsýn yfir greinina. Þetta urðu rúmlega 25 ár sem ég var í fluginu, lengst af hjá Flugleiðum og Flugfélaginu og þar var Bragi Ólafs- son yfirmaður minn. Það var stórfínt að vinna með Braga.“ Áttu ekki góða sögu afBraga? „Bragi helgar sig gjörsamlega starfinu, gefur sig allan í það. Ég veit ekki hvort það er metið að verðleikum en maðurinn er vakinn og sofinn yfir fluginu og er öllum stundum uppi á llugvelli. Fyrir mig var góður skóli að vinna með Braga." Margir smáir Hvemig sérð þú Vestmannaeyjar sem ferðamannastað? „Ég hef orðið þess aðnjótandi að ferðast víða um heiminn og séð það sem er verið að bjóða á mörgum helstu ferðamannastöðum út um heim. Ég er draumóramaður og lifi kannski ekki í þeim heirni sem er en það er oft ekki langt á milli draums og veruleika. Hún er líka örþunn línan milli þess að vera í góðum málum eða slæmum. í þessu ljósi hef ég verið að skoða möguleikana sem hér eru. Þeir eru vissulega margir en ég hefði viljað sjá meiri vöxt í ferðamennskunni hér. Það hefur í raun sáralítið gerst í þessum efnum síðan Páll Helgason keypti flugrútuna af Guðmundi Krist- jánssyni fyrir rúmum 30 árum. Guðmundur sá um að keyra farþega til og frá flugvellinum en Palli byijaði með skipulagðar skoðunarferðir um Heimaey. Þama sá Palli tækifæri og nýtti í mörg ár en enginn hefur tekið upp merki hans sem frumkvöðuls. í Vestmannaeyjum em margir smáir að þjónusta ferðamenn og það getur ekki gengið til lengdar," segir Þröstur og vísar m.a. til allra þeirra sem bjóða hér gistingu í heimahúsum. „Við munum ekki sjá ferða- mennsku dafna hér nema fólk standi saman sem ein heild. Svoleiðis ætti þetta að vera um öll mál. Við sem búum hér emm í raun eins og ein fjölskylda og með því hugarfari eigum við að taka á móti öllum sem hingað koma og vilja eiga við okkur viðskipti." Þröstur er spurður út í hótelið, sem er í alla staði hið glæsilegasta og hvert herbergi er íbúð með flestu því sem fólk þarf á að halda til láta sér líða vel. Ibúðimar em rúmgóðar, vel búnar húsgögnum og með góðri eldunarað- stöðu. En það var engin tilviljun að Drífandi varð fyrir valinu þegar kom að því að velja hótelinu stað. „Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta var að móðir mín rak hér verslun á neðstu hæðinni, um tíma vom Flug- leiðir hér með söluskrifstofu sem Hlynur Ólafsson vinur minn veitti forstöðu og um tíma var Elías litli bróðir með rekstur í Drífanda. Ég tók það því nærri mér þegar húsið fór að grotna niður og var orðið bænum til skammar. Ég var lengi að hugsa um til hvers væri hægt að nota Drífanda og lét mér m.a. detta í hug að húsið gæti hentað undir lista- og tónlistarskóla. Þegar ég leitaði eftir samstarfi við bæinn varð fátt um svör. Niðurstaðan varð svo að nota það fyrir ferðamenn og þá var ákveðið að fara út í nýja tegund af gistingu, fbúðagistingu með góðri aðstöðu. Hugsunin var; heimili að heiman og átti hótelið að vera góð viðbót við þá gistingu sem fyrir er.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.