Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.03.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. mars 2003 Fréttir 19 Handbolti karla Essodeild: ÍBV 19 - ÍR 29 ekki við ofureflið RÍKHARÐ Guðmundsson fékk að sjá rauða spjaldið í leiknum fyrir þrjár brottvísanir. Handbolti kvenna IBV - Haukar á laugardaginn Fá deildarbikarinn Réðu Karlalið ÍBV mætti ÍR í Eyjum á föstudagskvöldið en fyrir leikinn vom IR-ingar í öðm sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Haukar en tveimur stigum á eftir Val sem sat í efsta sæti. Eyjamenn leika síðustu leikina í deild- inni aðeins upp á heiðurinn og gerðu vel í síðustu viku þegar þeir lögðu Aftureldingu á útivelli. En þeir náðu hins vegar ekki að fylgja þeim sigri eftir í leiknum gegn ÍR, töpuðu með tíu mörkum, 19-29. Það tók IBV tíu mínútur að komast í gegnum vamarmúr IR-inga en það varð liðinu til happs að strákamir vörðust vel þannig að gestirnir höfðu aðeins skorað fjögur mörk. Hægt og rólega minnkaði svo munurinn og fékk IBV kjörið tækifæri á að jafna stöðuna í 8-8 en fór illa með gott færi. I staðinn skoruðu IR-ingar tvö mörk og vom yfir í hálfleik 7-9. Seinni hálfleikur byrjaði á svip- uðum nótum og sá fyrri endaði, liðin skiptust á að skora en IR-ingar voru ávallt yfir. Um miðjan hálfleikinn fór leikmönnum að fækka ískyggilega en dómaraparið var duglegt að senda Eyjamenn í kælingu. Þetta fór í taugamar á leikmönnum sem fengu í ofanálag réttar tveggja mínútna brott- vísanir fyrir pirringinn og samtals vom Ieikmenn í tuttugu mínútur utan vallar en gestimir aðeins í sex. ÍR-ingar nýttu sér þetta og áttu ekki í vand- ræðum með að tryggja sér sigurinn á lokamínútunum. Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 5/2, Sindri Ólafsson 3, Sigurður Bragason 3, Sigurður Ari Stefánsson 3. Erlingur Richardsson 2, Michael Lauritzen 2, Kári Kristjánsson 1. Varinskot: ViktorGigov 12. Halli Ari sigraði í vorleiknum Nú er vorleiknum hjá ÍBV getraun- um lokið og var það hópurinn Halli Ari sem sigraði. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sigrar en hann byijaði í ár. Það er enginn annar en prentsmiðjukóngurinn GiIIi Hjartar sem er maðurinn á bakvið hópinn og óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn. Mikil spenna var í úrvalsdeild- inni og skildu einungis tvö stig að efstu sex hópana. I öðm sæti varð Litla lundafélagið og í því þriðja hópurinn STAR með þá Stebba á Gmnd og Amar Ingólfs úr Skipa- lyftunni í broddi fylkingar. I 1. deildinni tryggðu Háramir sér sigurinn með því að ná hæsta skori helgarinnar eða 10 réttum. Þess má geta að þeir sigruðu í úrvalsdeild í haustleiknum. Ekki slæmur árangur það. Tveimur stigum á eftir þeim enduðu svo Pappakassamir og tveimur stigum þar á eftir jafnir í 3.-4. sæti ER og Farþeginn. Annars var skorið þessa helgina frekar slakt og vom nokkrir hópar með 5 rétta og einn hópur með einungis 4 rétta. En við viijum þakka þeim sem tóku þátt í hópaleiknum fyrir þátttökuna og benda á að enn verður hægt að tippa á Mánanbar á laugardögum og svo þegar leikir em í beinni. Getraunakveðja ÍBV-getraunir ÍBV mætir Haukum í Essodeild kvenna á laugardaginn en þetta mun vera síðasti leikur liðanna í deildinni. ÍBV hefur þegar tryggt sér deildar- meistaratitilinn og Haukastúlkur em öruggar með annað sætið þannig að nú er það bara spuming um heiðurinn. Liðin hafa mæst ljómm sinnum á þessu tímabiii og hafa skipt sigmnum bróðurlega á milli sín. Fyrst mættust liðin á Asvöllum í byrjun september í meistarakeppninni. Þar sigraði ÍBV og einnig næst í Eyjum í enda október þegar deilarkeppnin var hafin en þá sigraði IBV 27-22. I enda janúar var svo komið að Haukum, þá mættust ÍBV mætti í Víkina á laugardaginn þar sem liðið mætti heimastúlkum. Eyjaliðið hafði þegar tryggt sér efsta sætið í deildinni og því ekki að neinu að keppa nema að verja heiðurinn. Þrátt fyrir að vera undir lengst af í fyrri hálfleik, tókst Eyjamönnum að snúa liðin í deildarkeppninni á Ásvöllum og fyrsta tap IBV þennan veturinn leit dagsins ljós, 27-25. Næsti leikur liðanna var svo í bikarúrslitum en eins og allir vita tapaði ÍBV þeim leik 22- 23 eftir dramatískar lokasekúndur. Nú er því komið að IBV að snúa þessari tveggja leikja taphrinu gegn Haukum við og taka svo við deildar- meistaratitlinum með bros á vör. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari liðsins, sagði það einmitt vera takmarkið fyrir leikinn á laugardaginn. „Við ætlum okkur auðvitað sigur í þessum leik, það er ekki spuming. Við höfum reyndar verið í miklu basli leiknum sér í hag og sigruðu að lokum með fjómm mörkum 20-24. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn af hálfu ÍBV, stelpumar virtust ekki vera með hugann við verkefnið og lentu strax fjórum mörkum undir. Um miðjan hálfleikinn kom hins vegar afhentan núna í vikunni þar sem leikmenn hafa verið að leggjast í flensu og ég held að einir fimm leikmenn hafi fengið hana. Eg vona hins vegar að þær verði orðnar hressar fyrir laugardaginn. En við ætlum að nota tækifærið í þessum leik til þess að sýna íslensku þjóðinni að tapið í bikarúrslitunum var bara slys og líka til þess að undirstrika að við emm besta liðið í dag. Stelpumar eru fullar tilhlökkunar, við erum á heimavelli og vonumst að sjálfsögðu til að fólk mæti í Höllina til að styðja við bakið á okkur og samfagna þegar við fáum deildarmeistarabikarinn af- hentan." ágætur leikkafli þar sem munurinn var komst niður í eitt mark, 9-8 en staðan í hálfleik var 11-9 fyrir Víkinga. Fljótlega í seinni hálfleik fór ÍBV að ná sínum eðlilega leik fram, vamar- leikurinn lagaðist og fyrir vikið fékk liðið fleiri hraðaupphlaup, sem hafa til þessa verið eitt sterkasta vopn ÍBV. Eyjastúlkur skomðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og komust þar með yfir. Forystuna lét liðið svo ekki af hendi það sem eftir lifði leiks og sigraði eins og áður sagði með fjórum mörkum. Mörk ÍBV: Ana Perez 6/2, Anna Yakova 6, Alla Gorkorian 6, Sylvia Strass 2, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Birgit Engl 1, AnnaRós Hallgrímsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16. Naumt tap hjá þriðja flokki Þriðji ílokkur karla lék um helgina hér heima gegn Stjörnunni. Þrátt fyrir að hafa verið yfir í hálfleik, 15- 14 töpuðu strákarnir með einu marki, 28-29. Þriðji flokkur er í sjötta sæti B-riðils en á inni nokkra leiki á hin liðin og gætu strákarnir fært sig upp tölluna með hagstæðari úrslitum. Mörk IBV: Vignir Svafarsson 7 mörk, Jens Kristinn Elíasson 5, Benedikt Oskar Steingrímsson 4, Baldvin Þór Sigurbjörnsson 3, Magnús Sigurðsson 3, Hilmar Bjömsson 2, Sævald Páll Hall- grímsson 2, Grétar Þór Eyþórsson, Leifur Jóhannessson 1. Yngri flokkarnir í Faxaflóamót Þriðji, fjórði og fimmii flokkur karla og fjórði flokkur kvenna í knattspymu taka í vetur í fyrsta sinn þátt í Faxaflóamótinu en þar leika lið af Faxafióasvæðinu. Fyrstu leikir þriðja flokks verða um næstu helgi en allir leikir liðanna fara fram á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum. Þriðji flokkur leikur í A-riðli ásamt Breiðabliki, FH, HK, Haukum, ÍA. Keflavík og Stjörnunni. Fjórðu flokkamir og fimmti fiokkur leika svo í mótinu í byrjun apríl en í fjórða fiokki verða A- og B-lið en A-, B-, C- og D-lið í fimmta fiokki. ÍBV-Haukar í beinni, breyttur leiktími Síðasti leikur ÍBV í deildinni er heimaleikur gegn Haukum og mun verða sýndur í beinni útsendingu Ríkissjónvarpssins. Eftir leikinn verður svo verðlaunaafhending þar sem ÍBV tekur á móti bikamum fyrir deildarmeistaratitilinn en leik- urinn fer fram á laugardaginn, hefst klukkan 13.00 og hefur verið flýtt vegna Innanhússmeistaramótsins í sundi en sjónvarpið mun einnig sýna beint þaðan. ÍBV eignast bíla Eins og þeir sem koma nálægt íþróttalífinu í Vestmannaeyjum vita hafa samgöngur verið erfiður þrösk- uldur til að yfirstíga, sérstaklega yfir vetrartímann. Á næstu vikum mun ÍBV hins vegar fá full afnot af bifreiðum sem staðsettar verða á Bakka og Þorlákshöfn. Um er að ræða tvær 17 manna Ford Transit bifreiðar en það eru Vinnslustöðin og Isfélagið sem hafa milligöngu um komu bifreiðanna. Framundan Föstudagur 21. mars Kl. 15.00 Valur-ÍB V D. bikar karla, Egilshöll. Kl. 17.30 Breiðablik-ÍBV Faxaflóa- mót 3. fi. karla. Kl. 18.00 Valur-ÍBV D.bikar kvenna Reykjan.höll. Laugardagur 22 mars Kl. 11.00 ÍBV-HK 3. II. karla. Kl. 13.00 ÍBV-Haukar Essodeild kvenna. Kl. 16.30 ÍBV-UMFA Unglinga- ílokkur. Sunnudagur 23. mars. Kl. 12.30 ÍBV-Víkingur 3. fl. karla ÍV hafnaði í fimmta sæti deildarinnar ÍV lék í úrslitum 2. deildar um helgina á Akureyri. Leikið var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin í undanúrslit en þar sem IV var í riðli með Þór frá Akureyri var ljóst að baráttan myndi standa um annað sætið. Þar varð IV undir, liðið tapaði tveimur leikjum en vann einn og lenti í þriðja sæti af fjórum liðum í riðlinum. ÍV spilaði því um fimmta sætið í 2. deild gegn Dalvík og vann IV þann leik nokkuð örugglega, 75-65. Árangur ÍV er nokkuð góður en í fyrra komst liðið alla leið í úrslitaleikinn. Þá var liðið gert út frá Reykjavík og voru í liðinu nokkrir sterkir aðkomumenn en í ár var liðið hins vegar að mestu byggt upp á leikmönnum búsettum í Vestmannaeyjum. Handbolti, Essodeild kvenna Víkingur 20 - IBV 24 Stóðu í bikarmcisturunum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.