Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 1. maí 2003 Breytingar á rekstri Heilbrigðisstofnunar: Stöðug varnarbarátta -segir Gunnar framkvæmdastjóri um reksturinn Bæjarráð: Hallarmálið bæjarstjórn til ævarandi skammar -að mati Odds Júlíussonar Oddur Júlíusson sendir bæjarráði harðort bréf um Hallarmálið svo- kallaða. Tilefnið er niðurstaða háv- aðamælinga Vinnueftirlits ríkisins við Höllina þann 17. apríl sl. en það kvöld voru Papar með ball í Höll- inni. Með bréfí Odds fylgdi ljósrit úr dagbók lögreglu þar sem fram kemur að hávaðamæling við Smáragötu tvö hafi verið 70,8 desibel í hæstu topp- unum en jafn hávaði hafi verið 52,5 desibel. Einnig var mælt við Fjólu- götu 29, þar sem hæsta mæling var 84,2 desibel og jafn hávaði 60,5 desibel. Samkvæmt reglugerð er mælikvarðinn á leyfilegum hávaða á nóttinni 35 desibel. Oddur segir að margítrekaðar kvart- anir íbúa í næstu húsum virðist ekki bera hinn minnsta árangur. Fum- kenndar og hikandi aðgerðir Heil- brigðisnefndar Suðurlands eru gjör- samlega hundsaðar af rekstraraðilum skemmtistaðarins. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur engan manndóm í sér til að taka á þessum vanda, þrátt fyrir að bera nær algjöra ábyrgð á ástandinu. Oddur segir ennfremur að einstakir bæjarfulltrúar hafi vitnað um það í fjölmiðluni undanfarið að sátt sé um það bil að nást í þessu máli. Sú meinta sátt hefur algjörlega farið framhjá íbúunum, engu er líkara en rekstrar- aðilar hafi samið við sjálfa sig um óbreytt ástand. „Bæjaryfirvöld virðast einnig sætta sig við meint sam- komulag, og hafa bæði með að- gerðum og aðgerðaleysi nánast lagt blessun sína yfir ímyndaðar betrum- bætur á húsnæðinu.“ Hann segir einnig að nafngreindur hljóðtæknifræðingur hafii fyrr í vetur tekið út hljóðeinangrun hússins og að skýrsla hans væri nú leyniplagg í vörslu bæjaryfirvalda sem enginn má sjá. „Eins og flestir vita samþykkti bæjarstjóm Vestmannaeyja ráðstefnu- hús í Löngulág. A einni nóttu breyttist húsið úr ráðstefnuhúsi í ballhús og bolluverksmiðju. Jafneinfalt hlýtur að vera að breyta því aftur í sitt upp- runalega hlutverk. Ef ekki er rekstrargrundvöllur fyrir þeirri starf- semi, verður að fara að huga að því að ftnna þessu húsi annan grundvöll. Því fyrr, því betra.“ Oddur segir ennfremur að gera verði kröfu til þeirra opinberu aðila sem bera meginábyrgð á ástandinu að þeir sjái til þess að íbúar í nágrenni Hallarinnar njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda, að fá notið friðhelgi inni á eigin heimilum. „Þetta Hallar- mál er Bæjarstjórn Vestmannaeyja til ævarandi skammar, og með ólíkind- um hvernig hinir kjörnu og skipuðu fulltrúar fólksins, hafa komið fram við þá íbúa í nágrenninu, sem hafa vogað sér að mótmæla ástandinu." Hann segir að lokum í bréfi sínu að stærsta vandamálið í tengslum við umrætt hús fyrir utan slæma hönnun þess með tilliti til hljóðeinangrunar sé að sjálfsögðu fáránleg staðsetning þess. „Verum samkvæm sjálfum okkur, byggjum upp miðbæjarstarf- semi á miðbæjarsvæðinu. Látum ekki skammsýna stjómmálamenn og tæki- færissinna sífellt rugla okkur í ríminu í skipulagsmálum bæjarins.“ Ýmsar breytingar hafa orðið við Heilbrigðisstofnunina Vestmanna- eyjum undanfarin ár. Sjúkra- dcildir hafa verið sameinaðar á annarri hæð eftir gagngerar breyt- ingar og endurbætur. Lög frá Alþingi, sem samþykkt voru nýlega, fela í sér breytingar á stjórn heilbrigðisstofnana úti á landi en Gunnar K. Gunnarsson, fram- kvæmdastjúri var inntur eftir því hvað þær fælu í sér. „Þann 14. mars voru samþykkt lög frá alþingi þess efnis að bæjarfélög hætta að greiða fimmtán prósent af stofnkostnaði hjá heilbrigðisstofn- unum. Um leið voru stjórnir þeirra lagðar niður en bæjarfélög áttu áður þrjá af ftmm fulltmum í stjómum. I staðinn skipar framkvæmdastjóri þriggja til fimm manna fram- kvæmdastjóm með yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum. Síðan ber fram- kvæmdastjómum að halda fundi með fulltrúum sveitaifélaga tvisvar á ári og fulltrúum starfsfólks Ijómm sinnum á ári.“ Gunnar segir spurningu hvort tengslin við bæjarfélagið minnki við þessar breytingar. „Hins vegar má benda á að eftir að lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, vom sett 1996 var mjög óljóst hvert valds- svið stjómar annars vegar og fram- kvæmdastjóra hins vegar var. Heil- brigðislögin og lög um opinbera starfsmenn voru misvísandi. Fram- kvæmdastjórar heilbrigðisstofnana em ráðherraskipaðir. Astæða þess að stjórnir vom lagðar niður em eflaust tvíþættar, annars vegar vegna þess að ákveðið var að sveitarfélög hættu að taka þátt í stofnkostnaði heilbrigðisstofnana og hins vegar, til þess að losna við pólitískan þrýsting frá stjómum sveitarfélaga." Hver er staða stofnunarinnar hér? „Það verður að segjast eins og er að það að viðhalda þjónustu á heil- brigðisstofnunum í dreifbýli er stöðug varnarbarátta. Sérhæfing innan læknastéttar eykst með ári hverju sem síðan veldur því að sérfræðingar safnast meira og meira saman á einn stað þar sem besta aðstaðan er fyrir hendi. Fyrir utan svæðið í kring um Reykjavík og Akureyri em aðeins þijú sjúkrahús með sólarhringsvakt á skurðstofu. Það er á Isafirði, Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum. Við leggjum að sjálfsögðu áherslu á að halda því áfram því við lítum svo á, að vegna samgangna sé það nauðsynlegt. I haust verður fastráðið í allar stöður lækna og útlit er fyrir að staða í starfsmannamálum verði almennt góð.“ Mikið hefur verið rætt um hvort hægt er að sérhæfa sjúkrahúsið hér eða bæta við þjónustuna þannig að starfsemin verði meiri og Gunnar segir menn opna fyrir nýjungum. „Við emm alltaf að huga að því hvemig við getum bætt þjónustuna en allar nýjungar byggjast verulega á því starfsfólki sem starfar við stofnunina í hvert sinn. Nýjasta viðbótin, sem kom á síðasta ári, var göngudeild fyrir hjarta- og sykur- sjúklinga en með því höfum við getað fækkað ferðum sjúklinga vemlega til Reykjavíkur. Við erum alltaf opin fyrir bættri þjónustu en verðum að taka tillit til þess að okkur er þröngt skorinn stakkur fjárhagslega þannig að meta þarf kostnað jafníramt ávinningi. Ýmsir hugmyndir hafa verið ræddar um aukna þjónustu en þar sem engar ákvarðanir hafa verið teknar er of fljótt að tíunda þær núna. Jafnframt er stefnumótunarvinna nú í gangi innan stofnunarinnar og von til þess að heilstæð stefna liggi fyrir á næstu mánuðum." Sjúkradeildir hafa verið samaeinaðar á annarri hæð en tilboð í framkvæmdir á þriðju hæð hafa verið opnuð og em nú í skoðun í ráðuneytinu. „Tilboðin vom yfir kostnaðaráætlun þannig að framhaldið liggur ekki fyrir á þessari stundu. Sú endurbygging sem varð á annarri hæð hefur tekist mjög vel og allur aðbúnaður og umhverfi sjúklinga og starfsfólks batnaði til muna. Við vonumst til þess að unnt verði að hefjast handa sem fyrst. Tækjakostur, að undanskildum röntgentækjum, er í þokkalegu standi en velunnarar stofn- unarinnar hafa verið ötulir við að gefa tæki. Röntgentæki em hins vegar ónýt og eina tækið sem er starfhæft er færanlegt tæki sem við emm með að láni frá Landsspítalanum í Fossvogi. Fyrir liggur þarfagreining á nýjum röntgentækjakosti og hefur erindi verið sent ráðherra. Þetta er tækja- kostur upp á þrjátíu og fimm milljónir króna. Málið liggur í ráðuneytinu til ákvörðunar." Gunnar segist hóflega bjartsýnn á framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar meðan við höldum því góða starfs- fólki sem við höfum í dag. „Ýmislegt jákvætt hefur verið gert á undan- fömum ámm en framtíðin ræðst annars vegar af fjármagni og hins vegar af því starfsfólki sem starfar við stofnunina," sagði Gunnar. Mikið um dýrðir á 200 ára afmæli lögreglunnar Á laugardag var bæjarbúum boðið á lögreglustöðina í tilefni af tvö hundruð ára afmæli lögreglunnar á Islandi. Á annað hundrað manns heimsóttu stöðina, mest börn og ungmenni. Löggubílarnir og sjúkrabflinn voru vinsælir enda dreymir marga unga sveina um að stjórna bíl með hlikkandi Ijósum og sírenum. Eitt af því sem var boðið var upp á var að þeir sem vildu gátu látið taka af sér fingrafar á sérstaklega útbúið spjald sem viðkomandi mátti eiga. Lögreglumaður útskýrði hvers vegna fingralör værutekin. Ef einhver brýst inn og skilur eftir sig fmgrafar á rúðu þá er jafnvel hægt að rekja það og finna innbrotsþjótinn. Þegar til kom, neitaði einn gutti að láta taka af sér fingrafar og lögreglumaðurinn spurði hvers vegna. „Eg ætla ekki að verða glæpamaður,“ svaraði sá stutti. Þá var fangaklefagangurinn dálítið ógnvænlegur en samt togaði forvitnin. Tveir litlir fetuðu sig áfram eftir ganginum og horfðu stóreygðir á fangaklefana þar sem „glæpamennirnir" eru látnir sofa. Þeim var sýnt inn í klefa og boðið að skoða. Þeir horfðu bergnumdir á en þá spurði lögreglumaðurinn hvort þeir vildu sofa þarna. Þá stundi einn fimm ára upp, eftir nokkrar kyngingar: „Nei ég er ekki farinn að sofa einn ennþá." Öll börnin sem komu á stöðina á afmælisdaginn fengu hlöðrur með lögreglustjörnunni og sérstaklega útbúið merki og virtust allir glaðir og sáttir að hcimsókn lokinni. HALLI Geir tekur fingraför af gestum sem flestum fannst það spcnnandi. BÍLAFLOTI lögreglunnar vakti mikla athygli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.