Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 1
HERJÓLFUR Frá Frá Veitm.eyjum Þorl.hoín Daglega 8.15 12.00 Aukaferðir: Alla daga nema laugardaga 16.00 19.30 H ERJÓLFU R landfknrinpr Upplýsingasfmi: 481-2800 * www.herjoirur.ie 30. árg. • 19. tbl. • Vestmannaeyjum 8. maí 2003 • Verð kr. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is ÍBV, íslandsmeistari 2003 í handknattleik kvenna. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar óttast fyrningarleiðina: Leiðir til uppsagna og sölu eigna „Það er alveg á hreinu að 40 króna gjald vegna svokallaðrar íyrningarleiðar setur ielagið á hausinn. Verði gjaldið 10 til 20 krónur hefði það veruleg áhrif á Vinnslustöðina og 10 til 20 króna gjald jiýðir að Vinnslustöðin hf. þarf að greiða 150 - 300 milljónir króna til ríkisins.“ Þetta sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, þegar borin var undir hann hörð gagnrýni á útreikninga um afleið- ingar fyrningarleiðarinnar fyrir félagið, sem komu fram hjá honum á aðalfundi félagsins. „Verðmæti hlutabréfa Vinnslu- stöðvarinnar er um 6,5 milljarðar króna. Við árlega gjaldtöku um 10 til 20 króna mun verðmæti hluta- bréfa VSV lækka um 1,5 til 3,5 milljarða króna.“ Hann benti á að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja eigi um 15% í Vinnslustöðinni, en markaðsverð- mæti þeirra bréfa er um 950 milljónir króna. 3,5 milljarða lækkun þýðir 54% lækkun eða lækkun um 440 milljónir króna. Heildarstærð sjóðsins er rúmlega 11 milljarðar króna. „Þetta þýðir nei- kvæða ávöxtun um 4% og hún leiðir til þess að sjóðurinn verður að skerða lífeyrisgreiðslur sjóðfélaga.“ BARÁTTAN um fiskinn er orðin heitasta kosningamálið Binni sagði að Vinnslustöðin færi ekki á hausinn af 10 til 20 króna gjaldi en hún lenti í verulegum greiðsluerfíðleikum. „í kjölfarið þarf félagið að selja frá sér eignir, t.d. skip og kvóta til að lækka skuldir. Um leið verðum við að fækka fólki. Þegar við gengum í gegnum erfiðleikana 1999 þá störf- uðu 320 manns hjá félaginu. Eftir uppsagnirnar störfuðu 150 manns hjá félaginu. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali 215 manns hjá félag- inu, það er að segja að félagið hefur ráðið til sín 65 starfsmenn síðan 1999,“ sagði Binni að lokum. Grunnskólanemar á leið til Litháen Nú eru fimm grunnskólakrakkar úr Eyjum á leið til Litháen þar sem þau munu m.a. kynna eigin fatahönnun. I BLS. 20 Hræðsluáróður íhaldsins Lokasprettur kosningabarátt- unnar stendur nú sem hæst og í miðopnu er viðtal við Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni. | BLS. 12 og 13 Skipalyftan að kaupa vélsmiðju KÁ? Stefán Jónsson, yfirverkstjóri Skipalyftunnar, staðfesti í sam- taii við Fréttir að fyrirtækið væri að skoða kaup á vélsmiðju KÁ á Selfossi. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið að skoða okkar stöðu en við erum ekki búnir að ganga frá neinu," sagði Stefán. Vélsmiðja KÁ fór í greiðslu- stöðvun fyrir nokkru og er um að ræða kaup á þrotabúinu. „Við þyrftum að kaupa út einn stóran eiganda og ef það gengur eftir þá hefur KÁ lýst yfír vilja sínum að koma að þessu með okkur,“ sagði Stefán og bætti við að með þessu væru menn að líta til stærri at- vinnusvæðis. Um er að ræða þrjár smiðjur, á Selfossi, Hvolsvelli og í Þorláks- höfn. „Ef þetta gengur eftir erum við einnig komnir nær virkjana- framkvæmdum og gætum komist inn á þann markað." Árni Johnsen enn að: Tvær millj. í hlaupabraut „Þeir hafa hægt á mér en ekki tekist að stöðva mig,“ sagði Árni Johnsen, fyrrum þing- maður, vegna fjárveitingar til að setja bundið slitlag á hlaupa- brautina í Herjólfsdal. „Það hefur verið ákveðið að veita tveimur milljónum í braut- ina. Eg ræddi við menn hjá Vegagerðinni um málið og í framhaldi af því sendi Ingi Sig- urðsson, bæjarstjóri, formlegt bréf til Vegagerðarinnar sem sam- þykkti þetta sérverkefni tengt ferðamannavegum. Árni sagðist lengi hafa starfað með þjóðhátíðarnefnd og bundið slitlag á hlaupabrautina væri grundvallaratriði í fegrun Dals- ins. Guðjón og Lúðvík inni Samkvæmt könnun sem Gallup gerði nýlega í Suðurkjördæmi munum við eignast fjóra nýja þingmenn í komandi kosningum og einn þingmaður nær ekki endurkjöri, Isólfur Gylfi Pálma- son. Guðjón Hjörleifsson og Lúðvík Bergvinsson eru báðir inni, Lúðvík sem fimmti þing- maður og Guðjón sem sá sjöundi. TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötuivi 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 Skip og bíll EIMSKIP ŒímníB ■ á öllum sviöum'. sími: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.