Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Qupperneq 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 8. maí 2003
iii
ADSEND GREIN
Guðjón Hjörleifsson skrifar:
X-D til vamar atvinnulífi í Eyjum
Ágætu Vest-
mannaey-
ingar.
Nú er komið
að lokum
þeirrar
kosninga-
baráttu sem
staðið hefur
síðustu
vikurnar. Á
laugardag-
inn göngum
við að kjör-
borðinu og veljum þá sem við
treystum best til að vinna að
hagsmunamálum okkar á alþingi
næstu fjögur árin.
Eg gaf kost á mér til setu í þriðja
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins fyrir komandi kosningar
þar sem ég taldi mig hafa ýmislegt
fram að færa til hagsbóta fyrir
byggðarlag okkar. Eg hef á starfsferli
mínum sem bæjarstjóri komist í góð
sambönd á ýmsum stöðum sem ég er
viss um að nýtast mér til góðra verka
fyrir okkur öll.
Kosningabaráttan hefur á köilum
verið óvægin og langt í frá mál-
efnaleg. Ráðist hefur verið að mér á
köflum, að mér finnst á afar óvæginn
og rætinn hátt, og á sú aðför, sem
nokkrir aðilar hafa staðið fyrir að
mannorði mínu, ekkert skylt við
heiðarlega og drengilega kosninga-
baráttu. Ég mun ekki taka þátt í
kosningabaráttu á því plani því ég
trúi því að Eyjamönnum, sem eru
þekktir að drengskap og heiðarleik,
Kosningabaráttan hefur á
köflum verið óvægin og langt í
frá málefnaleg. Ráðist hefur
verið að mér á köflum, að mér
finnst á afar óvæginn og rætinn
hátt, og sú aðför, sem nokkrir
aðilar hafa staðið fyrir að mann-
orði mínu, á ekkert skylt við
heiðarlega og drengilega kosn-
ingabaráttu. Ég mun ekki taka
þátt í kosningabaráttu á því plani
því ég trúi því að Eyjamönnum,
sem eru þekktir að drengskap og
heiðarleik, líki ekki slík vinnu-
brögð.
líki ekki slík vinnubrögð.
I kosningunum á laugardaginn
erum við ekki einungis að velja þá
einstaklinga sem við treystum best til
að gæta hagsmuna Vestmannaeyja á
þingi. Við erum líka að velja um
mismunandi stefnur sem í boði eru.
Sjálfstæðisllokkurinn hefur verið
kjölfestan í stjórnun landsins síðast-
liðinn áratug og á því tímabili hefur
verið lyft grettistaki í mörgum
málum.
Efnahagslíf hefur verið byggt upp
og skuldir greiddar niður. Áfrakstur
styrkrar stjórnunar Sjálfstæðisfiokks-
ins er nú að skila sér og mun skila sér
enn frekar til landsmanna á næstu
árum fái Sjálfstæðisflokkurinn næg-
an styrk í kosningunum til að leiða
næstu ríkisstjóm.
Sjálfstæðisflokkurinn lofar skatta-
lækkunum fái hann umboð kjósenda
til að halda áfram um stjórnar-
taumana og það mun hann stand'a
við.
Frjálslyndir, Samíylking og Vinstri
grænir hafa hamast á fiskveiði-
stjórnarkerfmu og ftnna allt því til
foráttu. Hafa þeir nú lagt fram sínar
tillögur um hvemig þeir muni breyta
fái þeir umboð kjósenda til þess.
Ljóst er að áhrif leiða þeirra allra
munu verða gríðarleg í Vestmanna-
eyjum. Kannski alvarlegri en nokkur
gerir sér í hugarlund.
Kvótakerfið er á engan hátt full-
komið. Það þarf að sníða af því ýmsa
vankanta og mun ég beita mér í þeim
efnum á alþingi. Hitt er ljóst að þó
kvótakerfið hafi ýmsa galla þá mun
það ekki rústa byggð hér í einu
vetfangi eins og fyrningarleið Sam-
fylkingar og „Vestfjarðaleið" Frjáls-
lyndra hafa í för með sér.
Kosningarnar á laugardaginn snú-
ast því um varnarbaráttu fyrir lands-
byggðina. Varnarbaráttu fyrir að
stoðunum verði ekki kippt undan
atvinnulífi á stöðum eins og Vest-
mannaeyjum.
Ég mun gera mitt besta til að
berjast fyrir hagsmunamálum Eyja-
manna á þingi og það mun skipta
miklu fyrir mig í þeim baráttu að
hafa sterkt fylgi og góða kosningu á
bak við mig.
Viðar Elíasson skrifar:
Fórnum ekki
hagræðingunni
Höf skiparscí’ti áframboðslista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjödœmi
Töluverðar
umræður
hafa verið
um það
kerfi sem
við búum
við í sjávar-
útveginum
í dag.
Stjórnar-
andstæð-
ingar
berjast
þessa dagana um að koma sínum
sjónarmiðum til fólksins, um leið
og þeir reyna að gera sem minnst
úr því kerfi sem við búum við í
sjávarútveginum.
Lífskjör fólks á Islandi eru með
besta móti, hvað varðar lönd í
Vestur-Evrópu. Þessum lífsgæðum
má þakka að stórum hluta því
vægi og þeim árangri sem
íslenskur sjávarútvegur hefur
skilað okkur.
Ég tel kvótakerfið hafa marga
kosti t.d. hvað varðar hagræðingu
við veiðar og vinnslu þó að alltaf
megi gera betur, þá er mikið atriði
að þeir sem vinna við
sjávarútveginn geti unnið við kerfi
sem mótað hefur verið til
framtíðar, það eru óábyrgir stjórn-
málamenn sem gera sér ekki grein
fyrir því að með einu pennastriki
geti þeir þurrkað út
rekstrargrundvöll ótal fyrirtækja
og heimila í landinu.
Við sem höfum alfarið keypt
Hekla Dögg á Listavori íslandsbanka 2003:
Eyjarnar eru partur af mér
Myndlistarvor Islandsbanka 2003
heldur áfram og næstu helgi sýnir
Hekla Dögg Jónsdóttir, myndlistar-
maður, í Vélasal Listaskólans.
Hekla hefur í nógu að snúast þessa
dagana því meðfram því að undir-
búa sýninguna hér í Eyjum er hún
sýningarstjóri útskriftarsýningar
Listaháskóla Islands sem verður
opnuð í Hafnarhúsinu á laugar-
daginn.
Hekla Dögg útskrifaðist úr Mynd-
lista- og Handíðaskóla Islands,
fjöltæknideild 1994. Hún var gesta-
nemandi hjá Staatliche Hochschule
fur Bildende Kunste í Þýskalandi og
stundaði nám í Bandaríkunum, 1996
til 1997 við BFA - Califomia Institute
of the Arts, fine Art og 1997 til 1999
við MFA - California Institute of the
Arts, intergrated media / fine Art.
Hekla hefur haldið sex einkasýn-
ingar og má nefna Prima Kunst, í Kiel
Þýskalandi 1993 og Bunker 1998 og
The Flying Lady 1999 í Kalíforníu.
Einnig hefur hún verið með einka-
sýningar á ísafirði og nú síðast 2002
Árt Really Makes My Day í
Reykjavík. Hekla Dögg hefur tekið
þátt í fjölda samsýninga þar á meðal í
Reykjavík, Los Angeles, Bremen,
New York, Belfast, Osló og Frank-
furt. Hún hefur einnig hlotið viður-
kenningar og styrki fyrir verk sín og
má nefna styrk úr listasjóði Pennans
2000 og Launasjóði myndlistarmanna
Reykjavík ísland 2(X)3.
Hekla Dögg segist vinna sýninguna
með Vélasalinn í huga og valdi
myndimttr eftir útliti hans. ,,Ég er með
fimm stórar ljósmyndir og einn
skúlptúr Wishing Well - óskabrunn,"
EITT af verkum Heklu sem hún sýnir á Listavorinu. Sýningin verður
opnuð kl. 18.00 í dag, fimmtudag.
segir Hekla. „Þetta er óskabrunnur
með vatni sem hægt er að henda pen-
ingum í og óska sér. Á brunninum
verða litlar skálar sem erfiðara er að
hitta í og hver þeirra stendur fyrir
mismunandi áherslur eins og heilsu,
velgengni, peninga og fleira. I þessu
felst ákveðin þraut eða leikur sem
blandast síðan með rómantískri hug-
mynd um óskabrunninn þar sem þú
getur óskað þér.“
Ljósmyndirnar sem Hekla sýnir eru
teknar í Los Angeles en hún starfar
þar jafnt sem hér. „Myndimar sem ég
sýni eru teknar í bíósal þar sem
hönnunin er mögnuð en þar má m.a.
finna mósaík, stein, marmara, sérofið
teppi, neonljós og spegla. Þama er
ntikil speglun og þú verður fyrir eins
miklum áhrifum og hægt er á stuttum
tíma. Bíósalurinn er viss andstæða við
Vélasalinn og samt ekki, þar er bleikt
teppi og loftið er silfurlitað. Salurinn
hefur áhrif og mér fannst gaman að
vinna myndimar með hann í huga
enda verður hann partur af sýning-
unni. Ég mála óskabmnninn með
hraunmálningu og nota hraun frá
Vestmannaeyjum og reikna með að
bmnnurinn breytist meðan á sýningu
stendur. Smápeningamir verða partur
af verkinu."
Hekla Dögg er fædd 1969 og bjó hér
í Eyjum þegar hún var lítil stelpa með
HEKLA var meðal þeirra sem
sýndu á Ferðafuðu í Vélasalnum
um páskana.
móður sinni, Þrúði Helgadóttur og
Atla Ásmundssyni. „Ég bjó sem bam
í Eyjum og mér finnst þær alltaf vera
partur af mér. Ég hef gaman af því
að vinna með hraun og í sýningunni
tvinnast þetta saman, þ.e. myndimar,
óskabmnnurinn, hraunið og salurinn."
Sýningin verður opnuð klukkan
18.00 í dag, fimmtudag.
Það sem ég fer fram á er
að sú stefna sem mótuð er í
sjávarútvegi, sé stefna sem
hámarkar arðsemi innan
greinarinnar, og eflir hana
fyrir komandi kynslóðir,
það verður ekki gert með
því að kúvenda því kerfi
sem við búum við í dag.
að flest fyrirtæki hafi að niestu
gert, þurfum að fá skýr svör frá
þeim aðilum sem vilja fara
fyrningarleiðina eða sóknar-
marksleiðina, hvað verður um þær
skuldir sem fyrirtækin hafa
stofnað til. til að kaupa sér
aflaheimildir?
Það ætti að vera flestum ljóst að
það væri ekki til að auðvelda
einyrkjum í útgerð og vinnslu að
keppa við þá „stóru“ ef ákveðinn
hluti kvótans færi á uppboð þar
sem „þeir stóru“ hafa líka völd
innan peningastofnana landsins.
Það er ekki bara fyrningarleiðin
sem hefur verið nefnd, heldur er
líka talað um sóknarkerfi
(færeyska leiðin) allir sem koma
að sjávarútvegi eiga að vita það, að
hluti þess afla sem veiðist við
Færeyjar eru flökkustofnar sem
koma inn í þeirra landhelgi, þegar
slíkt gerist sjá Færeyingar sér hag í
því að ná sem mestum hluta af
þeim afia á sem skemmstum tíma.
Þetta búum við íslendingar ekki
við á okkar fiskimiðum, heldur
þurfum við að ganga um þau með
varúð og virðingu þannig að miðin
geti áfram gefið okkur þá ávöxtun
og jafnvel enn meiri hagvöxt en
þau hafa gert í gegn um tíðina.
Með sóknarkerfi er ekki ólíklegt
að töluvert af þeirri hagræðingu,
sem hefur áunnist, gæti glatast
vegna kapps í því á ná í sem
mestan afla á sem skemmstum
tíma. Hvað með gæðin og
hagræðinguna?
Hvað með daglegt líf í byggðum
landsins þá mánuði sem ekki er
hægt að draga fisk úr sjó?
Verða fleiri fiskar í sjónum til
skipta við sóknarmarkskerfið?
Það er einkennilegt að þeir sem
deila mest á núverandi kerfi og eru
talsmenn breytinga, gera sér
kannski ekki nægjanlega grein
fyrir því hvað er að reka fyrirtæki
t.d útgerð og vinnslu. Ég spyr
sjálfan mig; ef afskriftarleiðin, eða
sóknarmarksleiðin verður ráðandi,
hvað með fjárhasáætlanir fyrir
mitt fyrirtæki? Áhverju get ég
byggt þær ? Hversu mörg tonn má
ég veiða árið 2004? Hvað þarf ég
marga starfsmenn til veiðanna og
vinnslunnar? Skapa þessi kerfi
meira starfsöryggi fyrir mitt
starfsfólk til sjós og lands?
Það sem ég fer fram á er að sú
stefna sem mótuð er í sjávarútvegi,
sé stefna sem hámarkar arðsemi
innan greinarinnar og eflir hana
fyrir komandi kynslóðir, það
verður ekki gert með því að
kúvenda því kerfi sem við búum
við í dag.
Viðar Elíasson.
Utgerðarmaður ogfisk\’erkandi í
Vestmannaeyjum.