Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 8. maí 2003
ADSEND GREIN
s
Kolbeinn Ottarsson Proppé skrifar:
Velferð og réttlæti í forgang
Ágætu Eyja-
menn!
Næstkomandi
laugardag
kemur að því
að við göng-
um öll að
kjörborðinu.
Þá bíður ykk-
ar það verk-
efni að taka
afstöðu til
þess hvaða
stjórnmálaflokkur það er sem þið
viljið greiða atkvæði ykkar. I þessum
kosningum ber svo við að sjö
valkostir eru í boði og fulltrúar þeirra
stjórnmálafla hafa á undanförnum
vikum og mánuðum lagt land undir
fót til að kynna sig og stefnu sína. Á
þeirri viðkynningu byggjast úrslit
kosninganna, á þeim stefnumálum
sem Hokkarnir berjast fyrir, á
trúverðugleika fulltrúa þeirra og því
trausti sem kjósendur bera til þeirra.
Velferð
Við í Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði göngum glaðbeitt til þess-
ara kosninga. Við teljum okkur hafa
útfært okkar stefnumál vel, hafa lagt
ígrundaða, skynsamlega stefnu á borð
fyrir kjósendur. Við tölum fyrir
ákveðnum áherslubreytingum í
Við tölum fyrir fjölbreytni í
byggð og höfum lagt fram vel
útfærðar tillögur um stuðning
við landsbyggðina, t.a.m. með
flutningsstyrkjum. Við tölum
fyrir fjölbreytni í sjávarútvegi
þar sem þeirri óheillaþróun
síðustu ára, þar sem afla-
heimildir hafa safnast á örfaar
hendur og skilið heilu byggð-
arlögin eftir í rúst, verði snúið
við.
stjómun þessa lands. Okkur fmnst að
á síðustu árum hafi velferð og sam-
hjálp verið látin sitja á hakanum en
sérhagsmunagæsla og ijármagnsvald
ráðið ferðinni. Við teljum tímabært
að snúa af þessari braut, efla vel-
ferðarkerfið okkar á ný og huga að
samhjálpinni. Þess vegna höfum við
talað skýrum rómi um velferðarstjóm
í vor - stjóm sem hugaði að velferðar-
og réttlætismálum.
Fjölbreytni
Við höfum lagt fram áherslur okkar í
þjóðmálunum og þær áherslur má
draga saman í eitt orð; fjölbreytni.
VG berst fyrir fjölbreytni á öllum
sviðum mannlífsins. I atvinnulífinu
með sérstökum stuðningi við lítil og
meðalstór fyrirtæki og skattalegu
hagræði á fyrstu starfsárum þeirra.
Við viljum virkja kraft og hug-
kvæmni fólksins sem býr í landinu og
þess vegna leggjum við til 600
milljón króna viðbótarframlag til
atvinnuþróunarfélaga, eitt í hverjum
fjórðungi sem sinni hvert sínu um-
sýsludæmi.
Við tölum fyrir fjölbreytni í byggð
og höfum lagt fram vel útfærðar
tillögur um stuðning við lands-
byggðina, t.a.m. með flutnings-
styrkjum. Við tölum fyrir fjölbreytni
í sjávarútvegi þar sem þeirri óheilla-
þróun síðustu ára, þar sem afla-
heimildir hafa safnast á örfáar hendur
og skilið heilu byggðarlögin eftir í
rúst, verði snúið við. Við tölum fyrir
fjölbreytni í menntamálum þar sem
leikskólinn verði ókeypis og skil-
greindur sem fyrsta skólastigið, nám
verði einstaklingsmiðað og öllum
nemendum ekki steypt í sama mót
með samræmdum prófum í fram-
haldsskólum. í stuttu máli. fjöl-
breytni í mannlífinu.
Menn vita hvar þeir hafa okkur
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
talar skýrri röddu í þessari kosninga-
baráttu, menn velkjast ekki í vafa um
hvar þeir hafa okkur og hver afstaða
okkar er til einstakra mála. Við
teljum okkur eiga fullt erindi á
vettvangi stjómmálanna og höfum
stolt valið þá leið að láta málefnin
ráða ferðinni í stað þess að drekkja
landslýð í auglýsingum. Þannig
höfum við ekki tekið þátt í því
auglýsingakapphlaupi sem margir
aðrir flokkar heyja og við höfum
t.a.m. ekki auglýst f sjónvarpi. Það er
af þeirri einföldu ástæðu að við
teljum að málefnin eigi fyrst og
fremst að ráða ferðinni í kosning-
unum í vor. Við leggjum okkar
stefnu óhrædd fram fyrir kjósendur
og vonumst til þess að sem flestir
kynni sér hana áður en kemur að
kjördegi. Við teljum lýðræðinu
mikilvægt að hvert kjördæmi eigi sér
fulltrúa í sem flestum flokkum um
leið og það er öllum flokkum
mikilvægt að eiga fulltrúa í hverju
kjördæmi.
Um leið og ég þakka Eyjamönnum
og öðrum íbúum Suðurkjördæmis
fyrir skemmtilega og fjöruga kosn-
ingabaráttu vonast ég til þess að sem
flestir styðji okkur nk. laugardag.
Kolbeinn Óttarsson
Proppé
Höf er í I. siuti ci framboðslista VG í Suðurkjödœmi
Grímur Gíslason skrifar:
Súra eplið getur orðið sætt
-Sérstaklega ef öll hin eplin í skálinni eru skemmd
í undirbúningi kosninga síðustu vikur hefur mikið verið
rætt og ritað og sjávarútvegsmál hafa verið í brennidepli.
Þau skipta Eyjamenn miklu og Ijóst er að það mun skipta
samfélagið í Eyjum mjög miklu hvað verður ofan á í þeim
efnum.
Tillögur Samfylkingar, Vinstri Grænna og Frjálslyndra í
sjávarútvegsmálum eru fjandsamlegar at- vinnulíft í
Vestmannaeyjum og munu leiða til hnignunar en ekki
eflingar atvinnulffs í Eyjum. Þrátt fyrir fagurgala um annað
þá er það er staðreynd sem vert er að kjósendur velti vel
fyrir sér.
Súra eplið
geturjafnvel
orðið þokka-
legt á bragð-
ið ef öll hin
eplin í skál-
inni eru
skemmd.
Þannig er
það líka í
stjórnmálum
aðjafnvel þó
að ekki sé maður alltaf ánægður með
hvernig hlutirnir gerast eða þróast þá
þarf að taka þann pól í hæðina að líta
yfir sviðið og átta sig á hvemig málum
verður best komið með heildina í
huga.
Þannig má segja að mér hafi verið
innanbrjósts í upphafi þeirrar kosinga-
baráttu sem nú er á lokaspretti. Ég
sóttist eftir að verða þátttakandi í þeim
kosningaslag sem nú stendur sem
hæst. Vildi berjast fyrir málefnum
Eyjamanna og taldi mig hafa til þess
víðtækan stuðning í Eyjum en þeir
sem réðu ferð höfðu önnur sjónarmið
og ég varð að láta í minni pokann í
þeim efnum.
Auðvitað var ég svekktur og sár og
hugsaði mitt ráð en sá að þrátt fyrir að
ég væri ekki að fullu sáttur og teldi að
ýmislegt hefði betur mátt fara
varðandi vinnubrögð yrði ég að skoða
málið með það f huga hvað kemur sér
best fyrir okkur kjósendur þegar búið
verður að telja upp úr kjörkössunum.
N jótum uppskcrunnar
Ljóst er að efnahagslíf á Islandi er á
góðu skriði, stöðugleiki ríkir í þjóð-
félaginu og svigrúm er að skapast til
skattalækkana og fleiri aðgerða sem
koma munu okkur öllum til góða.
Nauðsynlegt er því að halda áfram á
þeirri leið sem vörðuð hefur verið og
njóta uppskerunnar þegar hún er á
næsta leiti.
Fækkun starfa með fyrningarleið
I undirbúningi kosninga síðustu vikur
hefur mikið verið rætt og ritað og
sjávarútvegsmál hafa verið í brenni-
depli. Þau skipta Eyjamenn miklu og
ljóst er að það mun skipta samfélagið
í Eyjum mjög miklu hvað verður ofan
á í þeim efnum.
Þær leiðir fymingar og sóknardaga
sem Samfylking, Vinstri Grænir og
Frjálslyndir boða munu hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar
nái þær fram að ganga. Fyrning á
aflaheimildum um 5% eða 10% mun
þýða enn frekari samþjöppun afla-
heimilda á færri hendur. Þær tillögur
munu ekki efla smærri útgerðir heldur
flýta fyrir uppgjöf einyrkja, fækka
skipum og þá um leið störfum til sjós
og lands. Ekki er það vænlegur kostur
til eflingar byggðar í Eyjum eða hvað?
Er það vænlegt að aflaheimildum
verði ráðstafað til sveitarstjórna sem
síðan eiga að útdeila þeim í byggðar-
laginu eftir pólitískum leiðum? Er það
kerfi sem við viljum sjá við lýði hér?
Vestfjarðaleið Frjálslyndra
Er líklegt að sóknarstýring Frjáls-
lyndra, Færeyjaleiðin, sem sett er fram
með það í huga að færa sem mesl af
veiðiheimildum til Vestfjarða í kjör-
dæmi formanns flokksins, Guðjóns
Arnars, komi til með að efla byggð í
Vestmannaeyjum?
Tillögur Samfylkingar, Vinstri
Grænna og Frjálslyndra í sjávarút-
vegsmálum eru fjandsamlegar at-
vinnulífi í Vestmannaeyjum og munu
leiða til hnignunar en ekki efiingar
atvinnulífs í Eyjum. Þrátt fyrir
fagurgala um annað þá er það er
staðreynd sem vert er að kjósendur
velti vel fyrir sér.
Kvótakerfið ekki gallalaust en þó
mun betri kostur
Kvótakerfi það sem nú er við lýði og
verið hefur síðustu árin er á engan hátt
fullkomið og hefur ýmsa galla. I
mínum huga er þó ljóst að það er mun
betri kostur fyrir Vestmannaeyjar og
atvinnulíf hér en þær hættulegu
tillögur fymingar og sóknardaga sem
settar hafa verið fram. Þær hugmyndir
munu hafa ófyrirsjáanlegar afieiðingar
í för með sér fyrir Vestmannaeyjar fái
þær brautargengi í kosningunum á
laugardaginn.
Látum ágreining og óánægju til
hliöar
I ljósi þessa og þeirra miklu hagsmuna
sem eru í húfi fyrir Eyjamar og
reyndar íslenskt þjóðfélag er vert að
láta til hliðar ágreining eða óánægju
vegna þess sem minna máli skiptir en
horfa á málin með hagsmuni okkar
allra í huga. I því efni skiptir máli að
Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út
úr kosningunum á laugardaginn.
Ég skora á þá sem þykir eplið súrt
að láta sig hafa það því það er mun
betra en öll skemmdu eplin í skálinni
og súrbragðið verður sætt með hags-
muni Vestmannaeyja í huga.
Setjum X við D á laugardaginn.
Áfram Eyjar.
Grúntir Gíslason
Kveðjur
frá Létt-
sveitinni
Kvennakórinn Léttsveit
Reykjavíkur sótti
Vestmannaeyinga heim helgina 2.-
4. maí sl. Kórinn hélt tónleika í
Höllinni við frábærarar
undirtektir áheyrenda sem voru
hátt á þriðja hundraðið. Einnig
kom kórinn fram á árshátíð
Hressó og þar mátti ekki á milli sjá
hvorir skemmtu sér betur kórinn
eða árshátíðargestir.
Ferð þessi verður öllum Létt-
sveitarkonum, þar með töldum
stjórnanda og hljóðfæraleikurum,
ógleymanleg. Veðurblíðan og
náttúrufegurðin einstök, öll
þjónusta til fyrirmyndar,
maturinn (hlaðborð Gríms og
Stefáns) sérstaklega gómsætur og
síðast en ekki síst var gestrisni og
hlýlegt viðmót Vestmannaeyinga
með eindæmum.
Til gamans má geta þess að á
laugardagskvöldið sóttu margar
Léttsveitarkonur danslcik í
Höllinni eftir dýrlega veislu í
Alþýðuhúsinu. Þá um kvöldið
hafði snjóað þannig að nokkur
hálka mvndaðist og því ekki gott
gangfæri á götunum fyrir lúnar
konur í dansiskóm sem illa voru
lállnir til gangs í snjókrapa.
En akandi Eyjamenn og konur
brugðust við eins og þeirra var
von og vísa og buðu kórkonum á
hálum ís far í bfium sínum þannig
aðallar komust þær heilar heim.
I sólbjartri veðurblíðunni á
sunnudag voru Eyjarnar kvaddar.
Það voru alsælar en örlítið
angurværar Léttsveitarkonur sem
stóðu á þilfari Herjólfs, syngjandi
lög Oddgeirs Kristjánssonar er
þær sigldu úr höfn og horfðu á
Eyjarnar fjarlægjast.
I framhaldi af því var ákveðið
að senda kærar þakklætiskveðjur
til Vestmannaeyinga, sérstaklega
tónleikagesta, árshátíðargesta,
starfsfólks í Alþýðuhúsinu og
Höllinni, sömuleiðis til starfsfólks
á gististöðunum, kokkanna og
harmonikkuleikarans á
Skansinum, bflstjóranna og alls
hjartahlýja og gestrisna fólksins
sem tók þátt í því að gera þessa
daga ógleymanlega.
Héðan í frá er
Vestmannaeyjabær vinabær
Léttsveitarinnar númer eitt.
Hjartans þakkir.
Sáwnst vonandi fljótt aftur!!
Óska ÍBV
stúlkum til
hamingju
Bæjarráð fundaði á mánudag og
fyrsta mál á dagskrá var að óska
meistarafiokki kvenna ÍBV til
hamingju með glæsilegan árangur
á nýliðnu handknattleikstímabili
þar sem liðið varð Islandsmeistari,
meistarar meistaranna og
deildarmeistarar. Eins var þeim
einstaklingum og félagasamtökum
sem þátt tóku í árlegum
hreinsunardegi þakkað fyrir
þáttökuna.