Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. maí 2003 Fréttir 17 Xliiiiij tekið sínar aflaheimildir ogfarið með þær t hurtu. Hvað er öðruvísi viö það ef sóknardagakerftð kœmi á, þá geta menn alveg eins siglt með skipið og dagana í burtit, eða hvað? „I því sóknardagakerfi sem við boðum þá gætu útgerðarmenn strand- veiðiflotans siglt með atvinnutækin í burtu al veg eins og gerist í kvótakerfi. En málið er að þeir munu ekki geta siglt í burtu með nýtingarrétt byggð- anna á fiskimiðunum. Þær munu halda sínum rétti til sóknardaga. I kvótakerfinu geta þeir horfið á braut með hvort tveggja.“ Færeyska leiðin Fœreyingar tóku ttpp sitt ftskveiði- stjómunarkerfi fyrir nokkrum árum. Væri ekki heillavœnlegast fyrir okkttr að híða og sjá Itvernig þeirra ketft virkar á lengri tíma áður en lilaupið verðttr í breytingar? „Eg sé ekki ástæðu til þess að vera neitt að bíða með breytingar. Við erum búin að gefa kvótakerfi í blönd- uðum botnfiskveiðum séns í 20 ár og árangurinn er verri en enginn. Fiski- stofnar hafa ekki rétt úr kútnum fyrir tilstilli þessa kerfis. Sjávarbyggðir hafa ekki styrkst heldur þvert á móti. Vestmannaeyjar eru því miður eitt dæmi um það. Eg hef kynnt mér færeyska kerfið vel og farið margoft til Færeyja í þeim tilgangi á undanförum árum. Skoði maður það með opnum huga þá sér maður strax að það er mjög mikil skynsemi í þessu kerfi. Enginn þarf að velkjast í vafa um að það hefur skilað ævintýralegum árangri. Þessi sami árangur vekur upp áleitnar spumingar um áreiðanleika ráðgjafar fiskifræðinga. Það er sorg- legt að verða vitni að fordómafullri afstöðu þeirra sem aðhyllast kvóta- kerli í garð færeyska fiskveiðistjórn- unarkerlisins. Sem dæmi má nefna sjávarút- vegsnefnd Alþingis undir forystu Einars K. Guðfinnssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks. en hann hafnaði boði færeyska sjávarútvegsráðherrans um að nefndin kæmi í heimsókn til Færeyja til að kynna sér málin þar. Nú er færeyska fiskveiðistjómunarkerfið allt í einu komið í kosningaumræðuna hér og þá gerist hið skondna að fyrrverandi formaður sjávarútvegs- nefndar verður að leita sér þekkingar um það í grein sem ég skrifaði um það í Sjómannablaðið Víking íyrir tveimur árum." Fjórskipt kerft Þið viljið skiptaflotanum ífjóra flokka og einn þeirra, þar sem stærstu skipin verða, á að vera áfram t kvótakeifinu. Þarerum við að tala um þau skip sem stœrstu útgerðaraðilamir eiga og þannig verður t.d. í raun lítil breyting á útgerðarmynstri Vinnslustöðvarinn- ar svo dœmi sé tekið. Hvernig sérðu fyrir þér að minni útgerðaraðilar kæmii út úr þessu. T.a.m. menn sem liafa keypt sig inn í kerfið, keypt aflaheimildir og munu nú sitja uppi með tugi ef ekki hundruða milljóna króna lán en engar aflaheimildir? „Það er rétt sem þú bendir á, að við viljum setja strandveiðiflotann í sókn- arstýrt kerfi á rneðan frystitogarar og uppsjávarveiðiskip verða áfram í kvótakerli. Eg efast um að finna megi marga útgerðarmenn í strandveiði- flotanum sem sitja uppi með mörg hundmð milljón króna kvótaskuldir. Það er þó rétt að margir skulda fé vegna kvótakaupa. Ælluðu þeir ekki að borga sínar skuldir með aflaverðmæti? Við ætlum ekki að banna þessum mönnum að veiða. Þvert á móti. Mjög sennilega munu tekjumöguleikar þeirra aukast frá því sem þeir gerðu ráð fyrir í sínum Ijárhagsáætlunum, þar sem þeir eiga allan þann afla sem þeir fá heilan og óskiptan. Það er engin kvótaleiga með tilheyrandi kostnaði. Ef menn eru mjög skuldsettir vegna kvótakaupa þá erum við tilbúnir að setjast niður með þeim til að finna leiðir til að hjálpa þeim út úr vandanum. Við viljum ekki setja neinn á hausinn með því að fara á milli kerfa. Við viðurkennum þá staðreynd að þeir sem eru í greininni í dag eiga að vera þar áfram enda búa þeir yfir mikilli jrekkingu og eru tvímælalaust hæfastir til að nýta liskimiðin áfram til heilla fyrir land og jrjóð. Við ætlum að taka af þeim kvótann og framsalið, en þeir fá að halda nýtingaréttinum.“ Þú ert á leið á þing miðað við skoð- anakannanir síðustu vikur. Hvert er draumaríkisstjómarsamstaif ykkar? „Við erum reiðubúin að starfa með öllum þeim flokkum sem vilja koma til móts við okkur í þeim málum sem við setjum á oddinn. I þessari kosn- ingabaráttu eru það atvinnumálin sem við teljum að hægt sé að bæta með því að gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistjómunarkerfinu." Munuð þið leggja alla áherslu á að komast í sjávarútvegsráðuneytið efþið komist í stjóm? ,Já.“ Hvemig heldurþú að gangi að itá sátt um eina stefiiu í sjávarútveg'-málum þegar jjórar mismunandi leiðir eru t umrœðunni? „Eg held að allir sem á annað borð láta sig varða framtíð sjávarbyggða íslands og hafa vit á fiskveiðum og geta horft á málin án þess að gleyma sér í eiginhagsmunagæslu, sjái að þær hugmyndir sem við höfum fram að færa í sjávarútvegsmálum eru raun- hæfar og skynsamlegar. Viðurkenni menn á annað borð nauðsyn þess að endurreisa strandveiðiflotann og færa byggðunum nýtingarréttinn á fiski- miðunum þá trúi ég því ekki að erfitt verði að ná lendingu í þessum málum.“ Eitthvað sem þút vilt segja að lokum? „Kosningamar núna snúast um framtfð sjávarbyggða á borð við Vestmannaeyjar. Vilji fólk snúa við hnignun undanfarinna ára þá ráðlegg ég því að kjósa Fijálslynda flokkinn á laugardag. Eg er sjálfur reiðubúinn til að leggja mitt ítrasta af mörkum í starfi fyrir Eyjamar sem þingmaður Suðurkjördæmis." svenni@eyjafrettir.is Jón Ingi Guðjónsson skrifar: Byggjum Hraunmenningar- húsið með glæsibrag -það verður segull fyrir alla ferðamenn sem til íslands koma og innlenda líka Við Eyjamenn eigum möguleika á að skjóta öllum þessum byggðarlögum ref fyrir rass með því að byggja menningarhúsið inn t hraunið, fjölnota sal, gosminjasafn og vonandi náttúmgripasafn líka, en hins vegar líst mér mjög vel á hugmyndina að auk sérstæðs menningarhúss inn í hraunið verði leitast við að fá Salthús ísfélagsins við Kirkjuveg undir ýmsa safnastarfsemi svo sem nefnt hefur verið, sjóminjasafn, Tyrkja-Guddu safn, Sigurgeirssafn með hans stórkostlegu ljósmyndum og Sigmundssafn með myndum sem um áratuga skeið hafa verið vinsælasta efni Morgunblaðsins. Eitt það já- kvæðasta og mest spenn- andi sem maður hefur heyrt lengi í uppbygg- ingu hér í Eyjum og átaki í ferða- málum og sérstöðu Eyjanna eru áformin um að byggja fjölnota menningarhús inn í hraunið við Kirkjuveg og Strandveg. Mér finnst þetta svo stórkostleg hugmynd og mögnuð að maður getur ekki annað en látið í sér heyra með hvatningu um að láta þessa hugmynd, sem bæjaryfirvöld hafa látið frum- hanna, verða að veruleika. Maður sér í einni svipan að menn- ingarhús samkvæmt fyrirliggjandi teikningum verður þeirrar gerðar að hver einasti ferðamaður sem kemur til íslands telur sig knúinn til þess að heimsækja Vestmannaeyjar og bara með aðgangseyri að slíku húsi í lægri kantinum má auðveldlega þéna 100- 200 milljónir króna á fáum ámm. Gamla Samkomuhúsið var barn síns tíma, eitt stærsta samkomuhús landsins á fjórða áratug síðustu aldar. Nú er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og byggja hús sem er einstakt en byggir þó á sér- stöðu Vestmannaeyja. Hugsið ykkur fyrir ferðamenn að ganga inn í eld- fjallið og skoða gosminjasafnið, ganga inn í fjölnota samkomusal fyrir tón- leika, leiklist, sýningar, ráðstefnur og guð má vita hvað ekki er hægt að bjóða upp á sem verður aðlaðandi og spennandi. Auðvitað velta menn vöngum yfir nýtingu á nokkur hundmð milljónum króna. Vestfirðingar ætla að nota gömlu húsin, sem var reyndar byrjað að byggja upp fyrir 20 ámm og gera gamla sjúkrahúsið, sem Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði, að listasafni, Akureyringar ætla að byggja nýtt hús út í Pollinn við miðbæ Akureyrar, Austfirðingar dreifa fjár- magninu í menningarhúsin á hina ýmsu firði af eðlilegum ástæðum vegna staðhátta og Reykjavík mun byggja glæsibyggingu út í Reykja- víkurhöfn. Við Eyjamenn eigum möguleika á að skjóta öllum þessum byggðar- lögum ref fyrir rass með því að byggja menningarhúsið inn í hraunið, fjölnota sal, gosminjasafn og vonandi náttúm- gripasafn líka, en hins vegar líst mér mjög vel á þá hugmynd að auk sérstæðs menningarhúss inn í hraunið verði leitast við að fá Salthús ísfélagsins við Kirkjuveg undir ýmsa safnastarfsemi svo sem nefnt hefur verið, sjóminjasafn, Tyrkja-Guddu- safn, Sigurgeirssafn með hans stór- kostlegu ljósmyndum og Sigmunds- safn með myndum sem um áratuga skeið hafa verið vinsælasta efni Morgunblaðsins. Með því að tengja saman nýtingu hraunhúss og salthússins em ótrúlegir möguleikar að vinna úr og þar væri vel til fundið að gera sérstakan sam- komustað fyrir unga fólkið í Eyjum. Við verðum að gera hlutina eins sérstæða og nokkur kostur er, því þannig náum við forskoti í sam- keppninni. Ýmsir vilja ugglaust láta þá peninga sem bjóðast nú í eitthvað gamalt og gott eins og sagt er eða þakviðgerðir á ýmsum gömlum húsum, en nú skiptir öllu að hugsa stórt, nýta tækifærið og framkvæma verk á heimsmælikvarða. Við megum alls ekki víkjast undan því að byggja inn í hraunið. Hraunhús yrði gífurleg lyítistöng fyrir ferðaþjón- ustuna í Eyjum, menningu Vest- mannaeyja, atvinnulíf og móral al- mennt. Við sjáum bara hvað Staf- kirkjan og Skanssvæðið hafa gert. Öll byggðarlög á Islandi vildu eiga slíkt og þótt víðar væri leitað. I hraunmenningarhúsi á gamla Heimatorginu kæmu vélar Rafveit- unnar í ljós, húshlutar kæmu ugglaust einhvers staðar fram í hraunveggjum, lýsingarmöguleikar í göngum eða sölum eru stórkostlegir án mikils tilkostnaðar þannig að viðfangsefnið er, í einu orði sagt, magnað. Sjáið bara fyrir ykkur þegar fólk gengur inn göngin í menninarhúsið um rauðgló- andi göngin vegna lýsingarinnar. Mér er sagt að í Tempel-kirkjunni í Helsinki í Finnlandi, sem er í raun fyrirmynd hugmyndarinnar um Hraunhúsið í Vestmannaeyjum, sé slík stemmning að hver einasti maður sem kemur þar inn ákveði að koma þangað aftur. Eyjamenn, stöndum saman um að byggja hraunmenningarhúsið af glæsibrag og með sérstöðu í fyrirrúmi. Jón Ingi Guðjónsson Höfimdur er veitingamaður. Golf: Friðrik vann Samskips- mótið og Bogi Flagga keppnina Þrátt fyrir smábakslag í veðrátt- unni í síðustu viku létu golfarar það ekki á sig fá og héldu opna Samskipsmótið á laugardaginn. Leiknar voru 18 holur og spilað eftir punktakerfi. Heldur var kulda- legt um að lítast fyrst um morgunin en þegar líða tók á daginn hlýnaði í veðri og undir lokin var veðrið orðið hið ágætasta. Það var Friðrik Guðmundsson sem sigraði með 46 punkta. Yngvi Geir Skarphéðins- son var annar með 44 punkta og Bogi Hreinsson sá þriðji með 43 punkta. Allir eru þeir meðlimir f Golfklúbbi Vestmannaeyja. Einnig voru veitt verðlaun fyrir það að vera næstur holu á þremur flötum. Á 7. holu var það skák- meistarinn Helgi Ólafsson GR sem var næstur og mældist boltinn 3,06 metra frá liolu. Á 14 flöt var Rúnar Þór Karlsson GV næstur, aðeins 1,46 metra frá og á 17. flöt Skúli Már frá GOS sem var 3,51 metra frá. Á laugardaginn verður svo annað opið mót, nú kennt við Coca Cola og spilaðar 18 holur í punkta- keppni. Mótið hefst klukkan níu og er þátttökugjald 2500 kr. Flaggakeppnin var haldin um næstsíðustu helgi og tóku 35 þátt í henni. Sigurvegari varð Bogi Hreinsson GV sem lauk hringnum og átti Ijögur högg á næsta hring. í 2.-3. sæti urðu Sigurgeir Jónsson GV og Þórdís Geirsdóttir GV sem bæði luku hringnum með því að setja niður á 18. holu. Þjóðhátíð: Sálin og Skítamórall á stóra pallinum -Leitin að þjóðhá- tíðarlaginu hafin Nú eru innan við 100 dagar til Þjóðhátíðar og starf þjóðhátíð- arnefndar verður umfangsmeira með hverjum deginum. Búið er að ganga frá ráðningu á aðal- hijómsveitum hátíðarinnar í ár og verður Sálin hans Jóns míns frá löstudegi til sunnudags, Á móti sól skemmtir fimmtudag og föstudag og á laugardaginn var gengið frá því að Skitamórall mun spila á laugardag og sunnu- dag. Það verða Eyjahljómsveitir sem munu sjá um stuðið á litla pallinum en Hippabandið og Dans á rósum ætla að skipta því á sig ásamt því að sjá um bamadagskrána, þ.e. bama- böllin og söngvakeppni bama. Forkeppni vegna vals á þjóðhá- tíðarlaginu verður haldin 23. maí nk. en nú er búið að velja þau átta lög sem komust áfram úr undan- keppninni en alls bárust hvorki fleiri né færri en 24 lög í keppnina. Þau verða nú öll útsett og æfð upp og flutt á lokakvöldinu í Höllinni. Sjö manna dómnefnd verður skip- uð og mun, ásamt gestum í sal, ákveða hvaða lag verður Þjóð- hátíðarlag Vestmannaeyja 2003.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.