Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 8. maí 2003 Fréttir 21 ADSENDAR GREINAR Jóhanna Njálsdóttir skrifar: Snúum blaðinu við, Vestmannaeyjum til hagsbóta Frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar hafa í kosn- ingabarátt- unni að undanförnu lagt kapp á að dásema núverandi kvótakerfi. Þeir hafa gengið svo langt að telja það eina bjargræðið. Guðjón Hjörleifsson hefur manna hæst dásamað kerfið hér í Eyjum og eins og venjulega hótar hann öllu illu ef andmælum er hreyft við málflutn- ingi hans. Sjálfstæðismenn brugðu meira að segja á það ráð að láta reikna það út að ef breytt yrði um stefnu í sjávarútvegi færi allt ljandans til. Seinna kom í Ijós að þessir útreikn- ingar byggðust á fölskum forsendum og nú hafa sjálfstæðismenn neyðst til Og enn segir Guðjón: „Ef horllð verður frá kvótakerfmu verða sjómenn atvinnulausir og margar fjölskyldur væru búnar að missa fyrirvinnuna og flyttu sennilega úr bænum. Þjónustu- aðilar þyrftu að segja upp fólki, endurskipuleggja reksturinn og jafnvel hætta.“ að draga allt það til baka. Eftir standa þeir sem aðhlátursefni íyrir vikið. Allt fer á hausinn - mannlíf í hættu? Lítum á nokkur ummæli Guðjóns. Hann segir m.a.: „Eg hef rætt við marga og það er ljóst að margir munu hætta útgerð ef kvótakerfmu verður breytt." Skyldi Guðjón hafa rætt við þá fjöl- mörgu dugmiklu menn sem hafa reynt útgerð hér í Eyjum og orðið að hætta einmitt vegna kvótakerfisins? Skyldu jteir og fjölskyldur þeirra vera Guðjóni sammála? Og enn segir Guðjón: „Ef horfið verður frá kvótakerfinu verða sjó- menn atvinnulausir og margar fjöl- skyldur væru búnar að missa fyrir- vinnuna og flyttu sennilega úr bænum. Þjónustuaðilar þyrftu að segja upp fólki, endurskipuleggja reksturinn og jafnvel hætta.“ Þegar ég las þessi orð Guðjóns fannst mér að hér talaði maður sem ekki hefði verið í Vestmannaeyjum síðustu 10 til 15 ár eða þau ár sem sami Guðjón hefur einmitt verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Hann er nefnilega að lýsa því ástandi sem nánast hefur einkennt ástandið í Vestmannaeyjum bæjarstjómarár hans og hefur skilið eftir mörg djúp sár í samfélagi okkar Eyjamanna. Skyldu t.d. atvinnulausu sjómenn- imir vera honum sammála? Skyldu Ijölskyldur þessara atvinnulausu sjó- manna vera Guðjóni sammála? Skyldu þær fjölskyldur sem flust hafa úr bænum í bæjarstjóratíð Guðjóns vera honum sammála? Og skyldu þjónustuaðilamir sem neyðst hafa til að segja upp fólki vera sammála bæjarstjóranum fyrrverandi? Onnur ummæli Guðjóns eru á sömu nótum. Allt skal gert til að verja núverandi kvótakerfi þrátt fyrir að við Vestmannaeyingar höfum séð hvernig það hefur leikið okkar byggðarlag og mörg önnur. Það er svo annar kapítuli að það skuli t.d líðast innan núverandi kerfis að stóru kvótaeigendumir skuli geta dregið hagnað sinn að vild út úr byggðarlaginu, fjárfest í verslunar- húsnæði í Reykjavík eða jafnvel klúbbum úti í Evrópu. Hvers vegna er þessum herrum ekki gert skylt að leggja þessa peninga til þess sam- félags sem skóp þeim þá? Raunhæf stefna, réttlát skipti Vinstrihreyfingin- grænt framboð hefur lagt fram skýra og raunhæfa sjávarútvegsstefnu. Hún hefur eftir- farandi atriði að leiðarljósi: *Auðlindir sjávar verði raunveruleg sameign þjóðarinnar en ekki fárra eins og nú er. *Sjávarútvegsstefnan treysti byggð og elli atvinnu í landinu öllu. *Sjávarútvegsstefnan stuðli að auk- inni fullvinnslu framleiðslunnar og þar með aukinni verðmætasköpun. *Sjávarútvegsstefnan stuðli að bætt- um lífskjörum þeina sem við greinina starfa og veita henni þjónustu. *Sjávarútvegurinn og fiskvinnslan þróist og verði fær um að bjóða vel launuð og eftirsóknarverð störf í samkeppni við aðrar atvinnugreinar. Þessi stefna felur ekki í sér aðför að hagsmunum Vestmannaeyja og hún felur heldur ekki í sér neina hótun eins og stefna sjálfstæðismanna. Hún er raunhæf og stuðlar að því að treysta byggð í Vestmannaeyjum. Þess vegna eigum við samleið með því að kjósa X U. Jóhanna Njálsdóttir Höf. skipar7. sœti á frambodslistii VG í Suðurkjödœmi Dóra Björk Gunnarsdóttir skrifar: Komum fram við aðra -eins og við viljum að komið sé fram við okkur Er virkilega þannig í pottinn búið að þeir félagar þori ekki að koma hreint fram og reka Inga? Kannski eru þeir hræddir um að flokkamir þeirra tapi atkvæðum ef Ingi verður látinn fara fyrir kosningar? Kannski á líka að geyma stólinn fyrir Lúðvík ef illa gengur um næstu helgi? Eitt er víst að vilji bæjarbúa er að Ingi verði áfram bæjarstjóri okkar Vestmannaeyinga enda hefur hann unnið starf sitt af heilindum fyrir okkur öll. Ætlum við að láta Andrés og Lúðvík hlæja að okkur? Þeir félagar eru í forsvari í bæjarmálun- um þessa dagana og einhverra hluta vegna koma þeir hvorki heið- arlega fram við okkur bæjarbúa né heldur bæjarstjórann okkar. Af hverju koma þeir ekki hreint fram og reka bæjar- stjórann strax? Það er greinilega það sem þeir ætla sér sbr. fund bæjar- stjómar 29. aprfi 2003. Þann I. maf sl. var ég stödd í íþróttamiðstöðinni ásamt tæplega 1000 öðrum Eyjamönnum og varð vitni að frábærum sigri IBV og þar með íslandsmeistaratitli. Það sem skyggði á gleði mína var bamaleg framkoma Andrésar og Guðrúnar (staðgengils Lúðvíks) við verðlauna- afhendingu. Þau hreinlega skildu Inga útundan! Kannski var ástæðan misskilningur, eða kannski vildu þau fá athyglina óskipta og afhenda IBV blóm sjálf (það hefur til þessa verið hlutskipti bæjarstjóra). Ingi Sigurðsson. sem stóð á miðju gólfi og virtist vera að hugsa hvað hann ætti að gera, slóst sem betur fer í hópinn með yfir- mönnum sínum og fékk að halda á fötunni!!! Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem hann er skilinn út undan síðan nýr meirihluti var myndaður. Vandamálið er svipað þeim sem við kennarar þurfum að fást við innan gmnnskólanna en þar kallast það EINELTI. Em forsvarsmenn bæjarins ekki fullorðið fólk? Mér finnst framkoma þeirra Andr- ésar og Lúðvíks ekki forsvaranleg - fólk sem tekur að sér ábyrgðarstörf svo sem stjóm heils bæjarfélags, á að sinna starfi sínu af heilindum og koma fram við starfsfólk sitt og bæjarbúa af heiðarleika. Er virkilega þannig í pottinn búið að þeir félagar þori ekki að koma hreint fram og reka Inga? Kannski em þeir hræddir um að flokkamir þeirra tapi atkvæðum ef Ingi verður látinn fara fyrir kosningar? Kannski á líka að geyma stólinn l'yrir Lúðvík ef illa gengur um næstu helgi? Eitt er víst að vilji bæjarbúa er að Ingi verði áfram bæjarstjóri okkar Vestmannaeyinga enda hefur hann unnið starf sitt af heilindum fyrir okkuröll. Ef þeir Andrés og Lúðvík ætla að halda áfram að hugsa bara um sjálfa sig og sína, en ekki hvað er bænum fyrir bestu eða taka tillit til afstöðu bæjarbúa þá em þeir ekki í rétta starfinu. Okkar allra vegna þá þurfum við að fá svar strax í dag um fram- tíðarstjóm bæjarins. Dóra Björk Mm.AX -LI I \ c % 4V II t«w ] 'N x mL \ 4y i ADSEND GREIN Hjalti Einarsson skrifar: Alvöru mann á þing Því, miður verður að segja það eins og er að fulltrúar okkar Vest- mannaey- inga í al- mennri umræðu í landsmálunt, hafa ekki riðið feitum hesti frá henni og jafnan lítið mark á þeim tekið í þeirri umræðu. Þessu hefur þó að nokkm verið öðmvísi farið á undanfömum ámm því við höfum loksins eignast talsmann sem eftir er tekið í þjóð- málaumræðunni og mark er tekið á. Það em aðeins slíkir menn sem hægt er að treysta á, því ekkert mark er tekið á hinum. Lúðvtk Bergvins- son hefur, allt frá því að hann var kosinn á þing, verið mjög öflugur talsmaður í þeim málaflokkum sem hann hefur haldið utan um. Það skiptir öllu máli fyrir okkur Eyja- menn að eiga alvöm menn í umræðu um okkar hagsmunamál; menn sem Það eru aðeins slíkir menn sem hægt er að treysta á, því ekkert mark er tekið á hinum. Lúðvík Bergvinsson hefur allt frá því að hann var kosinn á þing verið mjög öflugur talsmaður í þeim málaflokkum sem hann hefur haldið utan um. Það skiptir öllu máli fyrir okkur. hlustað er á; menn sem em gerendur í umræðunni, skapa hana og móta, en em ekki aðeins þiggjendur brauð- mola sem kunna að falla af borðum valdsmannanna. Við þurfum því alvöru menn á þing. Það er nóg af öðru. Það þarf ekki að bæta við á þeim enda þingmannalistans. Vestmannaeyingar, gemm því það sem er okkur fyrir bestu; kjósum mann sem getur; tryggjum Lúðvik Bergvinssyni örugga kosningu með því að setja x-við S á kjördag. Það er í samræmi við okkar hagsmuni. Höf. cr sjómaður Verður Jónsmessugleðin haldin í Skvísusundi? ÍBV-íþróttafélag sendi menningar- málanefnd bréf þar sem óskað er eftir leyfi fyrir skemmtanahald við Skvísusund á Jónsmessunni, en fyrirhugað er að halda skemmtunina þann 20. júní n.k. Bæjarráð tók bréfið fyrir á fundi sínum á mánudag. Fram kemur í bréf- inu að fyrirhugað sé að hafa hljóm- sveit sem spilar fyrir dansleik undir berum himni og nauðsynlegt sé að loka Heiðarvegi ofan og neðan við veitingahúsið Pizza 67 bæði vegna innrukkunar sem og vegna öryggis- sjónarmiða. Salemisaðstaða fyrir gesti verða bæði á Prófastinum í samstarfi við Jón Inga sem og á Pizza 67 hjá Hjörleifi Þórðarsyni. Einnig er óskað eftir að veiðafæraskúr Viðars Elíassonar verði notuð með vínveitingaleyfi Jóns Inga á Lundanum/Prófastinum til þess að selja einungis bjór í plastglösum. ÍBV mun sjá um gæslu á útisvæðinu og verða 15-20 manns í gæslunni. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og fól bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.