Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 22
22 I Fréttir Fimmtudagur 8. maí 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 8. maí Kl. 10.00 Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffi á könn- unni og þægilegt andrúmsloft. Laugardagur 3. maí Kl. 16.00 Útför Önnu Tómas- dóttur frá Landakirkju. Sunnudagur 4. maí Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju á mæðradegi. Kirkjudagur Oddfellowstúkunnar Vilborgar. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H Guðjóns- sonar. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 16.00 Guðsþjónustunni frá því kl. 14 útvarpað á fm 104 hér í Eyjum. Miðvikudagur 9. aprfl Kl. 20.00 Opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtog- amir. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 8. maí Kl. 20.30 Biblíufræðsla. Hefur Biblían eitthvað að segja um líkn- ardráp eða líffæraflutninga ? Allir velkomnir. Föstudagur 9. maí Kl. 20.30 Unglingakvöld, Teddi lítur inn og hefur frá mörgu að segja! Laugardagur 10. maí Kl. 12.00 VORHÁTÍÐ Sunnu- dagaskólans, Leikir, grill og gaman, allir velkomnir á hátíðina. Kl. 20.30 Bænasamvera, land okkar og þjóð þarf bænastuðning. Sunnudagur 11. maí Kl. 15.00 SAMKOMA Gestir safnaðarins eru: Theodór Birgisson og Katrín Þorsteins- dóttir. Þau munu flytja okkur lifandi vitnisburð og Guðsorð. Lofgjörð og gleði rikir í húsi Guðs. „Leitið Drottins og máttar hans.“ Sálm. 105:4. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 10. maí Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Biblían talar Sími 481-1585 Handbolti kvenna úrslit: IBV náði titlinum í þremur leikjum - Jöfn keppni tveggja frábærra liða íslandsmeistaratitillim ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV 2003 ásamt Unni þ jálfara og Michel Akbasev aðstoðarþjálfara sem öll fögnuðu innilega þegar titillinn var í höfn. Besti árangur ÍBV frá upphafi IBV tryggði sér á fimmtudaginn ís- landsmeistaratitilinn þegar liðið mætti Haukum í þriðja leik liðanna um Islandsmeistaratitilinn. ÍBV hafði unnið fyrstu tvo leikina og átti því góða möguleika á að tryggja sér titilinn í leiknunr. Það var augljóst að hungrið var töluvert meira í herbúðum IBV þvf þrátt fyrir að vera oftar en ekki undir í leikjunum þremur var það ÍBV sem sigraði á lokakafl- anum. Lokatölur þriðja leiksins urðu 22-20 þar sem Álla Gorkorian og Birgit Engl skoruðu tvö síðustu mörk IB V og tryggðu þeim um leið Islands- meistaratitilinn. Sigurinn var ekki síst sætur fyrir þær sakir að Haukar höfðu unnið IBV í bikarúrslitum eftir dramatískar loka- mínútur. Leikurinn sem slíkur var ekki mikið fyrir augað, mikil barátta og sterkur vamarleikur. Að öðrum ólöstuðum var Vigdís Sigurðardóttir lykillinn að sigri IBV í þessum leik. Vigdís, sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, átti sannkallaðan stórleik og varði 25 skot í leiknum, þar af þrjú víti. Seinni hálfleikur var mun betri hjá ÍBV, liðið átti fleiri hraðaupphlaup og leikurinn hraðari. Stemmningin í nýja íþróttahúsinu var hreint mögnuð, sérstaklega síðustu fimmtán mínúturnar en þá áttu leikmenn liðanna í mesta basli með að koma skilaboðum sín á milli. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 8/2, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Birgit Engl 3, Sylvia Strass 3, Anna Yakova 3, Edda Eggertsdóttir I, Ana Perez 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 25/3 ANNA og Alla fagna sínum fyrsta íslandsmeistaratitli. FÁNI ÍBV blakti hátt meðan fylgst var með flugeldasýningu sem er orðin fastur liður þegar IBV nær góðum árangri. Heilsuóskorun Frétta og Hreuó Pálína 11,9 104,1 Heiða 11,0 97,7 Aldís 8,5 89,8 SAMTALS 31,4 FRÉytlR HResSÚ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.