Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003
Skýrsla starfshóps um atvinnumál í Vestmannaeyjum:
Brýnt að efla hér at-
vinnu- og menningarlíf
-Margar athyglisverðar tillögur komu fram og greinilegt að flestir lögðu mikla vinnu í tillögur sínar
STARFSHÓPARNIR komu saman á Fjólunni þegar skýrslan var afhcnt.
Fyrir skömmu afhenti Páll
Scheving Ingvarsson, fyrir
hönd starfshóps um atvinnu-
mál í Vestmannaeyjum, Lúð-
vík Bergvinssyni bæjarfulltrúa
skýrslu hópsins. Páll, sem
leiddi vinnu hópsins, segir í
formála með skýrslunni að
það hafi komið honum
þægilega á óvart hversu vel
fólk tók í þá málaleitan að
taka þátt í verkefninu. Allir
voru sammála um hversu
brýnt sé að ráðast í átak til
eflingar atvinnu og menn-
ingarlífi í Vestmannaeyjum.
Akveðið var að skipta
þátttakendum upp í átta
hópa eftir áhugasviði hvers
og eins. I lokaorðum Páls
segir m.a. „Það er krafa
starfshópsins að hugmyndir
hans fái í framhaldinu vand-
aða meðferð og úrvinnslu,
því það er of algengt að
skýrslur af þessu tagi séu
lagðar til hliðar þegar
pólitíkin hefur skálað við
skýrsluhöfunda. Það má ekki
vera raunin."
Framhaldsnám í Eyjum
Þau Egill Amgrímsson, Eva Kára-
dóttir og Kristján Bjamason skiluðu af
sér skýrslu um framhaidsnám í
Eyjum. Segja þau í upphati að
framhaldsmenntun í Vestmannaeyjum
hafi átt undir högg að sækja um
nokkurt skeið og kenna þar helst um
fólksfækkun og þar af leiðandi færri
nemendum.
Telja þau farsælast að Framhalds-
skólinn marki sér sérstöðu á ákveðnu
sviði eða sviðum og verði eftirsóttur á
landsvísu. Þetta myndi þýða þó
nokkrar breytingar á umhverfi
skólans, m.a. þyrfti að setja upp
heimavist við skólann en það er
grundvöllur þess að skólinn nái að
dafna, óháð utanaðkomandi sveiflum í
íbúaþróun Eyjanna.
Þijú máleftú koma upp í huga þeirra
þegar talað er um sérstöðu Eyjanna,
þ.e. náttúran, sjávarútvegurinn og
íþróttir. I umræðu líðandi dags eru
það einmitt þessi málefni sem eru
hvað oftast nefnd í tengslum við
möguleika Framhaldsskólans til
sóknar.
Til þess að meta möguleika skólans
á að sérhæfa sig á þessum sviðum þarf
að skoða ýmis atriði áður en sérstakar
brautir verða settar upp. Til dæmis
þurfi að athuga með eftirspurn nem-
enda í slíkt nám á landsvísu, mögu-
leika á framhaldsnámi, þróun á
atvinnumarkaði og svo einnig aðstöðu
í skólanum og hvort námið falli að
námsskrá Framhaldsskólans. Það er
mat þeirra að þeir aðilar sem standa að
skólanum og aðilar frá bænum,
menntamálaráðuneytinu og jafnvel
Háskólanum myndi starfshóp sem sé
ætlað að kanna hvaða möguleikar eru
fyrir hendi svo hægt verði að styrkja
skólann. Leggja þau til að nú þegar
verði tekin upp íþróttabraut við
skólann og má þá horfa til bæði skóla
hér á landi og í nágrannalöndum okkar
þegar slík braut er skipulögð. Vest-
mannaeyjar hafa verið kallaðar
íþróttabær og hér er ein besta aðstaða
til íþróttaiðkunar, mikill áhugi og
menntað starfsfólk í íþróttafræðum.
Ætti því að reynast nokkuð auðvelt að
bæta slíkri braut við skólann.
Íþróttakennaraháskóli
Þegar kemur að háskólanámi er það
mat hópsins að hér ætti að rísa íþrótta-
kennaraháskóli sem yrði í beinni
samkeppni við Háskólann á Laugar-
vatni. Sömu rök liggja þar að baki og
varðandi íþróttabraut í Framhalds-
skólanum og telja þau að ef slíkum
skóla yrði komið á í Eyjum og hann
væri sambærilegur skólanum á Laug-
arvatni, þá ætti skólinn hér hiklaust að
standast alla samkeppni.
Þau koma inn á fleiri mál, til að
mynda sumamámskeið fyrir erlenda
háskólanema en fram kemur að erfitt
gæti reynst að finna íjármagn í það því
námskeið af þessu tagi em dýr og þarf
yfirleitt bæði opinbert ijármagn og
sterka einkaaðila til að hrinda nám-
skeiðum sem þessum af stað.
Næstu skref, að mati hópsins, em að
setja upp vinnuhóp til að fullmóta
hugmyndina og leita að samstarfs-
aðilum, kostunaraðilum og að setja
upp starfseiningu sem ber ábyrgð á
námskeiðunum.
Heilsutengd ferðaþjónusta
Hópurinn sem ijallaði um heilsu-
tengda ferðaþjónustu var sá fjöl-
mennasti og jafnframt sá hópur sem
lengst hafði starfað en þau nutu góðs
af því að hafa fundað nokkmm sinn-
um áður en bærinn skipaði starfs-
hópinn. Hjörtur Kristjánsson læknir
fór fyrir hópnum en aðrir í honum
voru Omar Garðarsson, Valgeir
Arnórsson, Þröstur Johnsen, Helgi
Bragason, Selma Ragnarsdóttir,
Ásmundur Friðriksson og Frosti
Gíslason.
Hugmyndin byggir á hugtakinu
Vestmannaeyjar sem heilsueyja enda
búa Eyjamar yfir miklum möguleik-
um á því sviði. Hægt er að taka fyrir
hin ýmsu svið heilsuþjónustu þar sem
aðilar ynnu saman með skipulögðum
hætti með það að markmiði að
Vestmannaeyjar stæðu undir nafni
sem Heilsueyjamar í hugum lands-
manna. I framhaldinu mætti hugsa sér
markaðssetningu á erlendri gmnd. í
fyrsta áfanga hefur hópurinn staldrað
við móttöku og meðferð fólks sem á
við offituvandamál að stríða. Að því
verkefni gætu komið Heilbrigðis-
stofnunin, sálfræðingar og annað
fagfólk á því sviði, ferðaþjónustu-
aðilar, matsölustaðir, líkamsræktar-
stöðin Hressó, bærinn með sína
íþróttaaðstöðu og íþróttahreyfingin.
Kosturinn er að flest ef ekki allt sem
til þarf er þegar til staðar í Vest-
mannaeyjum þannig að ekki þarf að
fjárfesta í t.d. húsnæði og tækjabúnaði
á meðan verið er að þróa verkefnið og
koma því af stað. Kostimir sem taldir
em upp em meðal annars einangmnin,
að allir em á sama stað, góð aðstaða,
þekking, reynsla í móttöku á fólki og
síðast en ekki síst einstæð náttúra. Um
væri að ræða heilsársstarfsemi sem
bætti nýtingu á aðstöðu og fjölgaði
störfum, ekki síst yfir vetrarmánuðina.
Ókostimir em fyrst og fremst sam-
göngur en gert er ráð fyrir að taka
verði á móti fólki í Reykjavík þar sem
dagskráin yrði kynnt og helst þyrfti að
flytja fólk hingað með flugi því þó
Heijólfsferð sé góð ferð í góðu veðri
þolir þetta fólk illa slæmt veður.
Fleiri möguleikar
Aðrir möguleikar hafa einnig verið
skoðaðir, til dæmis svokallaðirheilsu-
pakkar. Til dæmis tveggja til þriggja
vikna dvöl þar sem áhersla væri lögð á
uppbyggingu á sál og líkama með
fjölbreyttum hætti. Fleiri hugmyndir
eru tíundaðar í skýrslunni, svo sem
megmnarbúðir fyrir íslensk og erlend
böm, áhættuferðir fyrir spennufíkla,
hvataferðir fyrir fyrirtæki, meðferð og
endurhæfing annarra hópa en offitu-
sjúklinga eins og þunglyndissjúklinga.
Einnig er bent á að eldri borgarar
sækja mikið til Eyja til afþreyingar og
einnig mætti bjóða þeim upp á ýmsa
heilsuþjónustu.
Hópurinn vill að næstu skref felist í
undirbúnings- og þróunarvinnu, mark-
aðskönnunum og gerð viðskiptaáætl-
ana í samvinnu við Þróunarfélagið eða
arftaka þess, ásamt Rannsóknasetri
Háskólans. Þau vilja að skipaður verði
framkvæmdahópur sem hefði aðgang
að þessum aðilum og fylgdi málinu
eftir.
Iðnaðarhópur
Sá hópur sem fjallaði um iðnað í
Eyjum var skipaður þeim Guðmundi
Elíassyni, Stefáni Jónssyni, Sigurði
Óskarssyni, Jósúa Steinari Óskarssyni,
Eyþóri Harðarsyni og Ragnari Guð-
mundssyni. Þeir reyndu að skilgreina
ástæður þess að lítið er um nýsköpun í
atvinnulífinu í Vestmannaeyjum, hvað
hægt er að gera til að styðja við þau
fyrirtæki sem fyrir em og hvað er hægt
að gera til að fá hingað fyrirtæki sem
em í rekstri og vilja flytja sig um set.
Hópurinn leggur til að bæjarstjóm
beiti sér fyrir því að IMPRA setji upp
útibú í Eyjum eða styðji á annan hátt
við atvinnuráðgjöf hér.
Nefnt er dæmi um slíkt frá Akureyri
þar sem þrír ráðgjafar á vegum
IMPRU em starfandi og hefur Ijöldi
umsókna um styrki til nýsköpunar á
Eyjafjarðarsvæðinu að minnsta kosti
tvöfaldast miðað við það sem áður
var. Ennfremur kom fram að fulltrúi
IMPRU á Suðurlandi er staðsettur
fyrir norðan.
Hópurinn kemur einnig með tillög-
ur um nýsköpun, hugmyndir sem þeir
telja vert að athuga betur. Fyrsta til-
lagan er smíði fiskvinnsluvélar frá
fyrirtækinu Kvikk ehf. en það hefur
þróað fmmgerð að slíkri vél og hafa
prófanir lofað góðu. Fyrirtækið leitar
eftir samstarfsaðilum sem treysta sér
til að framleiða þær og markaðssetja.
Málið hefur þegar verið kynnt ýmsum
aðilum í Eyjum, meðal annars
Vélsmiðjunni Þór og Skipalyftunni hf.
Til staðar er tilbúin hönnun og frum-
gerð og vélsmiðjur sem ráða við
verkefnið en það vantar könnun á
markaðs- og sölumálum.
Önnur tillaga var að hér rísi plast-
verksmiðja og bent á að Sigurður
Óskarsson hafi mikla reynslu af ýrniss
konar smíði úr plasti. Hann á mikið af
mótum og framleiðslubúnaði sem
ekki er í notkun og er hann tilbúinn að
leggja þetta fram til dæmis sem
hlutafé. Auk þess er hann tilbúinn að
aðstoða með þekkingu sinni, sem felst
bæði í framleiðslutækninni og
markaðsmálum. Til staðar er fram-
leiðslubúnaður, þekking á framleiðslu-
tækni og markaðsmálum, eftirspum
og hugmyndir en það vantar undir-
búningsvinnu og athafnamenn.
Önnur hugmynd er framleiðsla á
dýrafóðri úr þurrkuðum sjávarafurð-
um en eftirspum eftir slíku dýrafóðri
hefur aukist talsvert á undanfömum
ámm. Árið 2002 vom flutt um það bil
1.200 tonn af gæludýrafóðri til lands-
ins. Til staðar er gott aðgengi að
hráefni, húsnæði og vinnuafl en það
vantar vömþróun og markaðssetningu.
Fleiri hugmyndir em tíundaðar í
skýrslunni, svo sem átöppunarverk-