Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2003 11 Bauð ekki upp í þennan dans -heldur núverandi meirihluti bæjarstjórnar, segir fráfarnadi bæjarstjóri sem segist ætla að standa á rétti sínum gagnvart bænum FRÁ síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem Ingi Sigurðsson sat sem bæjarstjóri í síðasta sinn. Andrés er í ræðupúlti, Lúðvík, Jóhann Ólafur Guðmundsson og Stefán Jónasson fulltrúar V-listans. -Allar sagnir um fundahöld með mér eru algjörlega úr lausu lofti gripnar, ég hef aldrei setið fund með bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans um samstarf okkar, segir Ingi m.a. um samskipti sín við núverandi meirihluta. Ingi Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri, segist ekki hafa fengið langan fyrirvara þegar honum var sagt upp. „Það var á fimmtudagsmorgninum þegar Lúðvík Bergvinsson og Andrés Sigmundsson komu til mín,“ sagði Ingi þegar hann spurður að því hvenær hann hafi fengið skilaboðin. „Þeir höfðu boðað komu sína daginn áður og þeir greindu mér frá þessari breytingu munnlega. Meira hef ég ekki séð um málið nema tillöguna í bæjarstjóm þar sem mér var sagt upp störfum ífá og með 11. júlí.“ Hefur þú þá ekki fengið fonnlegt uppsagnarbréf? „Nei.“ Þegar þú varst ráðinn upphaflega stóðu Sjálfstœðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn og óháðir að ráðningu þinni, hvaðfinnstþér um að Andrés Sigmundsson sem réði þig fyrir rúmu ári síðan skuli reka þig nú þar sem ekki sé nauðsynlegur trún- aður manna á milli? „Það kom mér mjög á óvart því ég hef aldrei heyrt eitt eða neitt beint frá Andrési Sigumundssyni. Það hefur hins vegar komið í ljós að Andrés var ekki samkvæmur sjálfum sér því hann er jafn mikið á bak við þessa fram- komu gagnvart mér og fulltrúar V-listans. Það er ekki traustvekjandi að eiga í samskiptum við fólk sem starfar ekki af heilindum eins og komið hefur í ljós. Allt tal um traust og trúnað frá núverandi meirihluta er að sama skapi úr lausu lofti gripið þar sem núverandi meirihluti lagði sig ekki ffam við það gagnvart mér. Hins vegar vil ég taka það fram að þetta á ekki við um alla sem starfa með núverandi meirihluta." Þú lagðirfram álitfrá Ragnari Hall, lögfrœðingi þess efnis að þú eigir rétt á launum út samningstímann, munt þú leita réttarþíns íþessu máli? „Ég hef falið Ragnari Hall að gæta hagsmuna minna. Hér eftir munu öll mín samskipti við núverandi meiri- hluta fara í gegnum hann.“ Nú hefur komið fram að álitið var tilbúið 12. júní, hvers vegna lagðir þú það ekkifram áður? „I hreinskilni sagt hélt ég í lengstu Iög að menn myndu ekki fara þessa leið og að núverandi meirihluti myndi taka mark á því sem ég hef alltaf sagt að það skipti ekki máli hvaða meiri- hluti er í gangi hverju sinni, ég er og hef verið tilbúinn að vinna fyrir alla. Ég óskaði eftir yfirferð Ragnars Hall á samningi mínum við bæjarstjóm Vestmannaeyja eftir að hafa lesið lögfræðiálit sem meirihlutinn lét vinna sem var þvert á það sem ég tel rétt, þetta gengur einfaldlega út á það að ég vil hafa réttarstöðu mína skýra.“ Þú sagðir á bœjarstjórnarfundinum í síðustu viku að þú hafir aldrei fengið tœkifœri til þess að mynda trúnað við nýjan meirihluta, viltu skýra það eitthvað nánar? „Eins og þeir vita sem hafa fylgst með þessari atburðarás hefur verið skýr afstaða frá mér alveg frá því nýr meirihluti tók við, það er að ég var tilbúinn til þess að vinna fyrir þau og með þeim. Það hefði verið eðlilegt að fá viðbrögð frá núverandi meirihluta um þetta en nú er ég farinn úr starfi og hef enn ekki fengið nein viðbrögð. Allar frásagnir um fundahöld með mér em algjörlega úr lausu lofti gripnar, ég hef aldrei setið fund með öllum bæjarfulltrúum Vestmannaeyjalistans um samstarf okkar. Lúðvík Berg- vinsson kom til mín daginn eftir að núverandi meirihluti tók við og við fómm yfir stöðuna. í seinna skiptið sem við Lúðvík hittumst, sem var í lok júní þegar fjölmiðlaumræðan fór af stað um brottrekstur minn, í tengslum við þessi mál, var fyrirhugaður fundur um kvöldið hjá Vestmannaeyja- listanum og Lúðvík kom til að greina mér frá því og að ég fengi að vita hvað kæmi út úr þeim fundi. Þær fregnir sem ég fékk af þeim fundi vom aftur á móti ekki frá honum eða öðmm frá V- listanum, heldur las ég það á netmiðlum. Hafði ég óskað eftir því við Stefán Jónasson fyrr í vor að fundur yrði haldinn með mér og núverandi meirihluta, ég ítrekaði það svo við Guðrúnu Erlingsdóttur tveimur vikum síðar og á endanum ítrekaði ég það við Lúðvík Berg- vinsson. Hver svo sem ástæðan er fyrir að þau brugðust ekki við því er mér hulið. Það er mjög sérstakt í ljósi þess að bæjarstjóri á hverjum tíma þarf að geta unnið náið með þeim meirihluta sem er hverju sinni. Stefán Jónasson hafði tii dæmis í upphafi starfs míns sem bæjarstjóri lýst yfir stuðningi og trausti við mín störf á bæjarstjómarfundi, og vísaði þar til reynslu sinnar af störfum mínum sem skipulags- og byggingafulltrúa. Hins vegar taldi ég mig ekki þurfa að gera slíkt hið sama við Andrés Sigmunds- son sem réði mig í starfið, ég taldi allt á hreinu milli okkar. Enda fannst mér Andrés staðfesta það ítrekað við fjölmiðla að ég væri bæjarstjóri og að hann vissi ekki til þess að breytingar yrðu þar á. Annað hefur komið á daginn eins og ég hef rakið hér að framan." Hvað viltu segja um mótmceli bœjar- búavegna brottreksturs þt'ns? „Ég held að það hafi verið staðfesting á því hvaða álit stór hluti bæjarbúa hefur á mínum störfum. Þetta þyrjaði allt með undirskriftalista sem Óskar Pétur Friðriksson stóð fyrir þar sem um þúsund íbúar skrifuðu undir, svo kom skoðanakönnun eyja- frétta þar sem tæplega níutíu prósent vildu halda mér sem bæjarstjóra og loks mótmælin við Ráðhúsið sl. fimmtudag. Svo hef ég og mín fjöl- skylda fundið fyrir miklum stuðningi á hverjum degi, bæði hefur verið komið til mín og fjölskyldumeðlima og einnig hafa mér borist hlýjar kveðjur þar sem fólk er að lýsa yfir stuðningi við mín störf. Ég og fjölskylda mín erum innilega þakklát fyrir allan þennan stuðning sem og þann stuðning sem við höfum fundið fyrir eftir að uppsögnin varð að veruleika. Sá stuðningur hefur gert mér kleift að standa keikur í þessum máli eins og ég tel mig hafa gert frá upphafi.“ Nú hefur þú kynnst stjórnmálum í stuttan tíma, er þetta eitthvað sem hefur heillað þig? „Bæði og, ég hef kynnst jákvæðum og neikvæðum hliðum í pólitík. Ég hafði nú einhvem tíma sagt við sjálfan mig að ég skyldi aldrei fara í pólitík og hef staðið við það hingað til. Þetta er nákvæmlega eins og ég sagði á Fjöl- sýn, framkoma núverandi meirihluta hefur ekki gert mann jákvæðan fyrir því að fara í pólitík. Aftur á móti hefur verið afar ánægjulegt að fá að starfa fyrir Vestmannaeyjabæ þó að tíminn hafi verið stuttur. Það er oft talað um að fjögur ár sé stuttur tími í pólitík, hvað þá eitt ár í nýju starfi. Ég hef lent í alls konar hremmingum á þessu ári, til dæmis umræðunni um Þróunar- félagið, meirihlutaskiptin og vinnu- brögð núverandi meirihluta. Þrátt fyrir þetta hafa margir jákvæðir hlutir gerst sem ég hef komið að, til dæmis atvinnu- og menningarmál og sé litið til lengri tíma þá samgöngumál. Eins eru mér ofarlega í huga góð samskipti mín við starfsfólk bæjarins, hvort sem var í yfirstjóm eða hjá hinum almenna starfsmanni, aldrei bar skugga á þau samskipti." ■ Hvað tekur við hjáþérnúna? „Það er algjör óvissa, ætli ég noti ekki tímann fyrst um sinn til að skoða stöðu mína. Ég mun nota tækifærið og fara í sumarfrí sem ég var ekki búinn að taka út en hvað tekur svo við hjá mér er ekki vitað. Eitt er þó víst að ég mun standa vörð um minn rétt gagn- vart bænum þannig að samningur minn standi. Ég vona að bæjarbúar skilji afstöðu mína, mér er það engan veginn ljúft því það var ekki ég sem bauð upp í þennan dans, heldur núverandi meirihluti bæjarstjómar." Er Ingi Sigurðsson á leiðinni frá Eyjum? „Fólk er mikið að spyrja hvort maður flytji ekki héðan en ég get alveg sagt að það er ekki á dagskrá að sinni. Hér er yndislegt að búa en forsenda fyrir búsetu er alltaf atvinna. Ég er hins vegar uppalinn hér og vil helst hvergi annars staðar búa.“ Eitthyað að lokum? „Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef haft samskipti við á þessu ári, þ.e. atvinnurekendum, verkalýðsfélögum, fjölmiðlum, bæjarbúum og mörgum öðrum nær og fjær. Að Iokum vil ég nota orðatiltæki sem við notum oft í fótboltanum, það sem drepur mann ekki, það eflir mann.“ Sitjum uppi með stjórnkerfi til að Lúðvík geti stjórnað af eigin geðþótta -segir Arnar Sigurmundsson um skipulagsbreytingarnar Amar Sigurmundsson (D) sagði ekki óeðlilegt að fara í skipulagsbreytingar. „Það er eðlilegt að endurskoða stjóm- skipurit sveitarfélaga og fyrirtækja með reglubundnum hætti. Af þeim ástæðum töldum við sjálfsagt að leggja í þessa vinnu og raunar höfðum við í fyrri meirihluta verið sjálf að vinna að þessu. Þær breytingar hefðu tekið mun lengri tíma og líklegt að skipuritið hefði verið áfram með fjórum sviðum auk reksturs Vest- mannaeyjahafnar. Þessi vinna við breytingar á skipuriti var komin nokkuð langt þegar Andrés Sig- mundsson yfirgaf meirihlutasamstarfð í mars sl. Vinnubrögðin um framhald af breytingum á skipuritinu þekkja allir bæjarbúar,“ sagði Amar. Þú gagnrýndir á fundi bæjarstjómar í síðustu viku að nýjar stöður skyldu ekki auglýstar og að mönnum hafi verið sagt upp í fjölmiðlum, nú hefur enginn fengið uppsagnarbréf, hvað varstu að meina? „I stað þess að ræða nánar við viðkomandi starfsfólk bæjarins um breytingar á störfum þeirra boðuðu Lúðvik og Andrés til fréttamannafundar þar sem þeir til- kynntu væntanlegar breytingar og niðurlagningu starfa hjá bænum. Þeir höfðu ekki fyrir því að tala við starfsfólkið og komu síðdegis á föstu- dag eftir fréttamannafundinn skila- boðum til nokkurra lykilstarfsmanna um að þeim yrði boðin stöðulækkun í framhaldi af nýju skipuriti. Til þess að kóróna allt saman var ekki auglýst eftir framkvæmdastjómm heldur máttu bæjarbúar heyra nöfnin lesin upp í fjölmiðlum. Ég trúi því ekki að Starfsmannafélag Vestmannaeyja- bæjar láti því ómótmælt að menn komist upp með slík vinnubrögð. Við skulum ekki gleyma því að einungis einn af þessum nýju framkvæmda- stjómm er í starfi fyrir hjá bænum. Bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðslu á þesum mannaráðn- ingum en við bókuðum mótmæli við vinnubrögðum Lúðvíks og félaga. Vestmannaeyjabæ er skylt að auglýsa þessar stöður lausar til umsóknar og nú reynir á Starfsmannafélag bæjarins í þessum efnum.“ Þú beittir þér mikið við umræður um brottrekstur bæjarstjórans, er ekki eðlilegt að nýr meirihluti ráði sér nýjan bæjarstjóra? „Að taka þátt í stjómun byggir meðal annars á heiðarleika í sam- skiptum og hægt sé að treysta orðum fólks. Yfirlýsingar Andrésar Sig- mundssonar bæjarfulltrúa, sem stjómaði síðasta bæjarstjómarfundi, em einstakar. Andrés margsagði að mál Inga Sigurðssonar bæjarstjóra kæmu ekki til umfjöllunar á fundi bæjarstjómar 10. júlí sl. Þegar upp var staðið var ekkert að marka þessi ummæli og er það raunar í stíl við hans vinnubrögð upp á síðkastið. Að geta ekki treyst orðum fólks er alvarlegur hlutur. Vinnubrögð núver- andi meirihluta gagnvart Inga Sigurðssyni eru einstök og em nú- verandi meirihluta bæjarstjómar til ævarandi skammar.“ Þið sátuð hjá þegar samþykkt var að ráða nýja framkvæmdastjóra yfir sviðunum, hvers vegna? „Þessar mannabreytingar og skipulagsbreyt- ingar munu kosta bæjarsjóð miklar fjárhæðir ekki síst vegna niðurlagn- inga starfa, greiðslu biðlauna og launabreytinga hjá nýjum fram- kvæmdastjómm. I stað þess að gera skipurit bæjarins skilvirkara sitjum við uppi með stjómkerfi sem byggir nær alfarið á því að Lúðvík Bergvinsson alþingismaður geti haldið um flesta eða alla þræði og stjómað eftir eigin geðþótta.“ samantekt: svenni @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.