Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlf 2003
13
Sr. Kristján
kveður söfn-
uðinn í bili
Eins og mörgum Eyjamönnum er
kunnugt mun sr. Kristján Bjömsson,
sóknarprestur við Landakirkju, halda
í námsleyfi í rúmt ár til Bandaríkjanna
núna í lok júlí. Síðasta messa fyrir
námsleyfi verður sunnudaginn 20. júlí
kl. 11.00. Vonast hann og fjölskylda
hans til að sjá sem flesta til kveðja
hann í bili. Eitt ár er ekki lengi að líða
og verður Sr. Kristján kominn til
starfa að nýju í september 2004, ef allt
fer sem ætlað er með Guðs hjálp og
góðra manna.
A meðan mun sr. Þorvaldir
Víðisson vera settur sóknarprestur og
sr. Fjölnir Asbjömsson settur prestur.
Sr. Þorvald þekkja Eyjamenn vel sem
prest í heilt ár og sr. Fjölnir kemur frá
Sauðárkróki, þar sem hann er alinn
upp og þar hefur hann einnig verið
settur sóknarprestur síðastliðið ár við
góðan orðstír.
I messunni á sunnudag verður
ungbamsskím og böm sem mæta fá
biblíumyndir. Hópur úr bamakómum
Litlum lærisveinum og Kór
Landakirkju syngja með stjómendum
sínum, Sigurlínu Guðjónsdóttur og
Guðmundi H. Guðjónssyni, organista.
Eftir messu verður kafftsopi í
Safnaðarheimilinu og tími fyrir spjall
og kveðjur. Sálmarnir verða léttir og
við lofum Guð fyrir sumarið og
yndæla tíð.
Sóknarnejhd og prestar Landakirkju.
Pétur Steingrímsson skrifar um menningarhús í hrauninu:
Gefur stórkostlega möguleika
-nýtum tækifærið fyrir menntun, menningu og atvinnusköpun
Það er mjög
jákvætt og
mikið fagn-
aðarefni að
búið er að
tryggja vem-
legt fjármagn í
byggingu
alhliða menn-
ingarhúss í
Vestmanna-
eyjum með
fjármagni ríkissjóðs og Vestmanna-
eyjabæjar.
Samkvæmt samningi þessara aðila
má segja að framkvæmdin sé í höfn en
þá em líka ókannaðir ýmsir mögu-
leikar svo sem varðandi þátttöku
Viðlagatryggingar, stofnana og fyrir-
tækja sem kynnu að eiga verulegra
hagsmuna að gæta ef allir möguleikar
em nýttir til fulls. Lykilatriði til þess
að sem flestir hugsanlegir aðilar taki
þátt í þessu metnaðarfulla og bráð-
skemmtilega verkefni er að verkefnið
verði glæsilegt og sérstakt um leið og
hagnýtt gildi þess verður að vera
tryggt-
Af ýmsum vangaveltum um menn-
ingarhús í Vestmannaeyjum finnst
mér ein hugmyndin bera af og við
megum ekki sleppa tækifærinu til þess
að hrinda henni í framkvæmd. Þetta er
hugmyndin um Hraunhúsið inn í nýja
hraunið á Heimatorgi. Eftir því sem
maður veltir þessari hugmynd meira
fyrir sér, þeim mun áleitnari verður
hún vegna þess að hún mun undir-
strika svo margt sérstakt í lífi og
umhverfi Vestmannaeyja. Teikning-
amar sem hafa verið kynntar af
Hraunhúsinu með fjölnota aðalsal
fyrir tónleika, leiksýningar, listsýning-
ar, samkomur, ráðstefnur og fleira og
fleira, glerhvelfingu upp úr hrauninu.
gosminjasafni og náttúrugripasafni
með meiru ef verkast vill, sýna okkur
möguleika sem eru engu líkir,
möguleika sem ekkert bæjarfélag í
heiminum getur nýtt sér nema vegna
þeirra sérstöku aðstæðna sem við
búum við.
Það er ekkert bæjarfélag í heim-
inum sem hefur tekið á móti eldgosi í
bænum með gígum, hrauni og öllu
tilheyrandi. Eg er sannfærður um að
við eigum þama alþjóðlegan mögu-
leika til dæmis eins og er með
Operuhúsið í Sydney í Astralíu sem er
þekkt um allan heim vegna þess að
það túlkar skel úr hundruðum
kílómetra af skeljariljum Astralíu. Við
getum túlkað með þessu húsi ntikla
eldvirkni Islands og ekki síst Vest-
mannaeyja sem hýsa alls hátt á annað
hundrað eldgíga ofan sjávar og neðan.
Ég hef séð myndir af Tempel-
kirkjunni í Helsinki þangað sem
hugmyndin er sótt og hópur Eyja-
manna heimsótti á sínum tíma og ég
held að möguleikamir séu talsvert
meiri með byggingu ævintýralegs
húss inn í hraunið, þótt finnska
byggingin sé vissulega stórkostleg.
Það yrði ekki dónalegt að geta
byggt upp gosminjasafn inni í sjálfu
hrauninu sem rann 1140 gráðu heitt
inn í miðbæinn fyrir aðeins 30 ámm
og slátraði á ljórða hundrað húsum.
Hraunhúsið er stórkostlegur mót-
leikur, þó ekki væri nema sálrænn, en
fýrst og fremst er það einstætt tækifæri
á byggingu einstæðs húss. Við höfum
getað fylgst með því hvemig allir sem
til Eyja koma hrífast nú af Staf-
kirkjunni og Skanssvæðinu af því að
það er bæði sérstakt og fallegt. Allir
vildu eiga það. Með þetta sjónarmið
eigum við að byggja okkar Hraunhús
og tengja það lífinu í bænum á
nýstárlegan hátt.
Til dæmis eigum við að tengja
bygginguna við starf og verkefni
Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.
Nemendur þar gætu meðal annars
undirbúið ráðstefnur, fyrirlestra og
sýningar með ívafi jarðfræði, fugla-
fræði, náttúmfræði almennt, fiski-
fræði, haffræði, grasafræði, sagnalist
og svo framvegis og svo framvegis.
Hraunhúsið gæti á margan hátt tengst
Háskólasetrinu, Náttúmgripasafninu
sem er auðvitað lifandi rannsókna-
stofa, Náttúmstofu Suðurlands,
ferðaþjónustunni, stóm ferðaþjónustu-
aðilunum í landinu og það má segja að
möguleikamir liggi nánast í hverju
fótmáli ef að er gáð og menn sleppa
allri verkkvíðni.
Með aðhaldi má byggja glæsilegt
hús með miklum möguleikum og mér
líst líka sérstaklega vel á þá hugmynd
að vinna að því að Salthús ísfélagsins
verði hluti af þessu menningarhúsi
með margs konar starfsemi sem yrði
atvinnuskapandi íyrir ferðaþjónustuna
í Vestmannaeyjum.
Hugsið ykkur til dæmis þann
skemmtilega möguleika að byggja
glerbrú á milli Salthússins og Hraun-
hússins, tengja saman nýtt og gamalt
með möguleikum fyrir sjóminjasafn,
Sigmundssafn, Sigurgeirssafn, Inga
Sigurjónssonar safn, Guðríðar Sím-
onardóttur safn, Engilbertssafn,
Guðna Hermansen safn og fleira og
fieira. Þetta kemur ekki allt í einu, en
við eigum að setja markið hátt, vinna
skipulega og skipta liði, virkja félög
og einstaklinga og þannig getum við
gert hluti sem allir geta verið stoltir af.
Við eigum að líta á þennan mögu-
leika eins og góða útgerð sem getur
tryggt tekjur, skapar atvinnu á
heimavelli og í ferðaþjónustu og eykur
frægð og ljóma Vestmannaeyja.
Getum við sleppt slíku tækifæri ?
Pétur Steingrímsson
Tempelkirkjan í Hclsinki er löngu orðin heimsfræg og og við eigum möguleika á að gera það sania.
V irmingshafar
í láttun ledk
hjáKlöbti
Fyrir skömmu brá Klettur á
leik með þeim sem keyptu hjá
þeim bensín. Þeir fóru í pott þar
sem í boði voru grill af ýmsum
stærðum, bénsínúttektir og
hamborgarar.
Sveinn Magnússon á Kletti
kallaði til sín þau Halldór
Sævarsson, sem fékk
ferðagasgrill, Ástu Hrönn
Guðmannsdóttur sem fékk
stórt og vandað grill og Þórunni
Engibertsdóttir sem fékk
kælibox.
Höfðaból líka
skuldlaust
I frétt um deilu Ofanbyggjara við
bæinn um gatnagerðargjöld var sagt
að Gvendarhús væri annar þeirra sem
hefði gert upp við bæjarsjóð. Það er
rétt en rétt er að geta þess að eigendur
Höfðabóls hafa líka gert upp sín
gatnagerðargjöld við bæinn.
Spurt er:
Hvert á að fara
í sumarfrí?
Pétur Steingrímsson
-Það á að gera svo margt, förum
upp í Biskupstungur á ættaróðal
fjölskyldunnar, svo í lunda í
Bjarnarey, perlu Atlantshafsins
og svo er stefnan á smá frf
erlendis á ennþá heitari stað en
Heimaey.
Guðmundur Elíassou
-Það er allt óráðið ennþá.