Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Qupperneq 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003
Vill skoða
heilsutengda
ferðaþjónustu
Ein tillagan í skýrslu atvinnumálahóps
var rædd í bæjarráði á mánudaginn og
var það tillaga hóps um heilsutengda
ferðaþjónustu. Andrés Sigmundsson
og Lúðvík Bergvinsson (V) lögðu
fram tillögu um málið: „I framhaldi af
tillögu í skýrslu atvinnumálahóps
bæjarins um heilsutengda ferðaþjón-
ustu og aukin atvinnutækifæri í
heilbrigðisþjónustu í Vestmanna-
eyjunt leggjum við til að stofnaður
verði hópur fagaðila til að vinna að
ítarlegri útfærslu ásamt viðskipta-
áætlun varðandi einstaka þætti er
koma þar fram. Sótt verði um styrk til
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins og viðskiptaráðuneytisins
vegna kostnaðar af ofangreindri
vinnu.“
Bæjarráð samþykkti tillöguna og
fól bæjarstjóra framgang málsins.
Þrjú vínveitingaleyfí
Þrjár beiðnir um vínveilingaleyfi lágu
Enn er hjakkað í sama farinu í bæjarstjórn:
Af kjánaskap, dylgum
og einkavinavæðingu
Tillaga Sjálfstæðisflokksins frá síðasta
bæjarstjórnarfundi um ráðningu
starfsfólks til frumkvöðlaseturs eða
nýsköpunarmiðstöðvar var tekin fyrir
á fundi bæjarráðs á mánudag.
Fjallaði tillagan um að jafnræðis
verði gætt við ráðningu í störfm og að
þau verði auglýst. „Við ráðningu verði
þess gætt að menntun, reynsla og al-
menn hæfni ráði því hver umsækjanda
veljist til starfsins."
Bæjarráð samþykkti að taka til-
löguna til efnislegrar meðferðar þegar
málið kemur til endanlegrar af-
greiðslu. Guðjón Hjörleifsson (D)
bókaði þá: „Tel mikilvægt að þessi
staða verði auglýst sem og aðrar stöð-
ur hjá Vestmannaeyjabæ í framtíð-
inni.“
Lúðvík Bergvinsson (V) og Andrés
Sigmundsson lögðu þá fram bókun:
„Að fortíð skal hyggja er framtíð skal
byggja. Það hefði verið rétt af fyrr-
verandi meirihluta íhaldsins að hafa
þessi sjónarmið að leiðarljósi undan-
farin misseri.“
Guðjón sagði þá í bókun að enn á
ný geti þeir félagar, það er Andrés og
Lúðvík ekki tekið ákvörðun um
auglýsingu á stöðu starfsmanns vænt-
anlegs frumkvöðlaseturs. „Það er ljóst
að stefna núverandi meirihluta virðist
vera sú að brjóta allar jafnræðisreglur
og ráða í stöður eftir geðþótta eða
viðkomandi aðili sem ráðinn er þurfi
að flagga flokkskírteini ákveðins
stjómmálaflokks. Hinn almenni borg-
ari á fullan rétt á því að allar stöður hjá
Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans
skuli auglýstar."
Lúðvík og Andrés vísuðu til fyrri
bókunar. „Að öðm leyti er þessum
kjánagangi vísað á bug.“
Guðjón sagði það lýsa hroka og
ólýðræðislegum vinnubrögðum Lúð-
víks og Andrésar að kalla það
kjánagang þegar fulltrúi minnihlutans
í bæjarráði er að leggja áherslu á að
allir bæjarbúar sitji við sama borð og
geti sótt um störf hjá bænum, ekki
þröngur hópur. „Einkavinavæðingar-
stefna meirihlutans er einsdæmi í
mannaráðningum hjá Vestmanna-
eyjabæ og stofnunum hans.“
Fulltrúar meirihlutans hörmuðu þá
órökstuddar dylgjur minnihlutans.
„Vísum að öðm leyti til fyrri bókana
meirihlutans, en meginatriðið er það
að hæfir og vel menntaðir einstak-
lingar hafa verið ráðnir til bæjarins,
sem án efa eiga eftir að skila
bæjarfélaginu miklu í framtfðinni.“
Guðjón endaði svo þessar bókanir
með því að vísa til fyrri bókana
bæjarfiilltrúa minnihlutans í bæjarráði
og bæjarstjóm um stöðuveitingar sem
ekki vom auglýstar.
Ráðningarsamningur bæjarstjóra:
Fær 470 þúsund í föst laun
-Sex mánaða uppsagnarfrestur
Bergur Elías Agústsson, nýráðinn
bæjarstjóri, fær 470 þúsund krónur í
föst mánaðarlaun og taka þau breyt-
ingum með hliðsjón af almennum
launabreytingum sem verða hjá starfs-
mönnum Vestmannaeyjabæjar á
gildistíma ráðningarsamningsins.
Ennfremur fær nýráðinn bæjarstjóri
greidd sömu laun fyrir fundarsetur
eins og kjörnir bæjarfulltrúar í bæjar-
ráði og bæjarstjóm og kjömir fulltrúar
í nefndum. Hann færgreiddan bifreið-
arstyrk fyrir afnot af eigin bifreið og
skal hann nema 860 km. á mánuði og
greiðsla vera í samræmi við reglur
ferðakostnaðamefndar ríkisins.
Er þetta sams konar klásúla og var í
ráðningarsamningi Inga Sigurðssonar
fyrrverandi bæjarstjóra og þá hljóðaði
bifreiðastyrkurinn upp á 46 þúsund
krónur. Ferðakostnaður vegna erinda
á vegum Vestntannaeyjabæjar og
stofnana skal greiddur af bæjarsjóði
og í sérstökum tilvikum skal bæjar-
sjóður greiða reikninga vegna fæðis
og gistingar, enda hafi þá formaður
bæjarráðs samþykkt þá reikninga.
Bæjarsjóður greiðir afnotagjöld fyrir
farsíma bæjarstjóra og iðgjöld vegna
gildandi sjúkra- og slysatryggingar
bæjarstjóra. Bergur Elías á rétt á sex
mánaða launum ef hann segir upp eða
er sagt upp störfum eða ef hann er
ekki endurráðinn í lok kjörtímabils.
Mikið hefur verið að gera í Smart síðustu daga á verksmiðjusölu á skóm síðan á sunnudaginn. UN skórnir, sem
boðnir eru á verksmiðjuverði, koma beint frá Kína. Verðið er frá tvö til þrjú þúsund krónur og hefur þetta fallið
vel í kramið hjá Eyjamönnum og stanslaus straumur hefur verið í verslunina alla vikuna. Útsölunni lýkur svo á
morgun og ættu þá flestir að vera vel skóaðir á þjóðhátíðinni.
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar
Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir:
Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi
47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
fyrir fundi bæjarráðs á mánudag.
IBV-íþróttafélag sótti um leyfi fyrir
bjór og skotum í Týsheimili yfir
verslunarmannahelgina frá klukkan
10.00 til 20.00.
Bæjarráð samþykkti sambærilegt
leyfi og var í gildi á síðasta ári.
Svanhildur Guðlaugsdóttir sótti um
endurnýjun á léttvínsleyfi fyrir Skýlið
og samþykkti ráðið erindið fyrir sitt
leyti af því tilskildu að aðrir aðilar,
sem um slík leyfi eiga að fjalla, sam-
þykki það einnig. Loks sótti Þröstur
Bjarnhéðinsson um vínveitingaleyfi
fyrir Hótel Eyjar og samþykkti ráðið
það einnig á sömu formerkjum og
leyfi Svanhildar.
BÖRKUR lét lyklavöldin í hendur Magnúsar síðasta föstudag en hann er
á leið í árs námsleyfi.
Fullur tilhlökkunar
-segir Eyjamaðurinn Magnús Arngrímsson,
nýr útibússtjóri íslandsbanka í Eyjum
Magnús Amgrímsson tók við sem
útibússtjóri Islandsbanka í Vest-
mannaeyjum sl. mánudag en Börkur
Grímsson hefur tekið sér námsleyfi í
eitt ár.
Magnús er Vestmannaeyingur í
húð og hár, sonur hjónanna Amgríms
Magnússonar og Þóru Hjördísar
Egilsdóttur. Hann er svokallað gos-
barn, fæddur 9. júní 1973 og því
nýlega þrítugur. Magnús nam við-
skiptafræði við Háskóla Islands og
útskrifaðist þaðan í október 2000.
Hann starfaði við útibúið hér í Eyjum
frá 1. september 1999 fram til vorsins
2000, jafnframt því að vinna lokarit-
gerð sfna við skólann. Magnús hóf
störf hjá Fyrirtækjasviði Islandsbanka
í september 2000 og hefur starfað þar
þangaðtil nú.
„Eg var í tengslum við fagfjárfesta
vegna fjármögnunar á hlutabréfakaup-
um,“ segir Magnús um starf sitt hjá
Fyrirtækjasviði. „Ég var ánægður í því
starfi og þar eignaðist ég marga af
mínum bestu vinum enda vann
hópurinn sem þar starfaði vel saman.“
Magnús var á leiðinni til London
þegar framkvæmdastjóri útibúasviðs
hringdi í hann og bauð honum starfið
hér. „Ég tók nokkra daga í það að
ráðfæra mig við mína menn hjá bank-
anum og ákvað að grípa tækifærið,"
segir Magnús.
„Ég þekki útlánahliðina mjög vel
en starfsmannamálin em ný fyrir mér
og reksturinn á útibúinu sem slíkur.
Það hvílir á mínum herðum að skila
góðum rekstri."
Magnús segir að til standi að byggja
við bankann og færa alla starfsemi
hans á eina hæð þegar hann er spurður
hvort vænta megi einhverra breytinga
á starfseminni undir hans stjóm.
„Ég mun ekki kollvarpa nokkru en
ætla að nýta þessar fyrstu vikur til að
kynna mér stöðu mála og hitta
viðskiptavini og fleira. Það er oft
rólegt í ágúst, Vestmannaeyingar fara
oft í frí á þeim tíma og þá hægist
svolílið um og gott að nota þann tíma
til að kynna sér málin. Mér finnst
þetta ögrandi og spennandi verkefni
að takast á við, annars hefði ég ekki
tekið þetta að mér. Ég kvíði því ekki
að aðlagast samfélaginu hér þrátt fyrir
að hafa verið alveg í burtu undanfarin
þrjú ár og í heildina kannski í eitt og
hálft af síðustu tíu ámm. Ég hef ekki
áhyggjur, hér er fjölskylda mín og ég
er fullur lilhlökkunar,“ sagði Magnús
að lokum.
Náttúru- og umhverfisverðlaun
Akveðið hefur verið að sækja um Náttúm- og umhverfisverðlaun
Norðurlandaráðs 2003 vegna Náttúruvísindadagsins sem haldinn var á vegum
skólanna í Eyjum þann 19. maí í vor. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem
Jóhann Guðmundsson. verkefnisstjóri Globe á íslandi, hefur sent kennurum
verkefnisins í hinum ýrnsu skólum landsins. Fréttir Ijölluðu ítarlega um
verkefni dagsins en nemendur skólanna mynduðu einnig heimsins stærsta
Globe merki.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði
og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.