Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003 Lögreglan fær hjartastuðtæki Lögreglunni f Vestmannaeyjum hefur nú verið afhent nýtt hjartastuðtæki af fullkomnustu gerð. Tækið er af gerðinni LifePack-12 frá fyrirtækinu Physio-Medtronic. Rauði Kross íslands er eigandi tækisins og verður það staðsett í sjúkrabifreiðinni. Sérfræðingur frá söluaðila tækisins, A. Karlssyni h/f, kom til Eyja nú nýverið og hélt hann námskeið fyrir lögreglumenn í meðferð og notkun þess. Einnig var tækið kynnt læknum á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Er það mikið öryggisatriði fyrir Vest- mannaeyinga að hafa fengið slíkt tæki og ber að þakka öllurn þeim er lögðu þessu verkefni lið. Umsjónarmaður sjúkrabifreiðar er Hlynur Sigmundsson. Fréttatilkynning. Þökkum stuðninginn Þökkum öllum þeim fjölmörgu ein- staklingum og fyrirtækjum sem / / Ovíst að Arni Johnsen sjái um brekkusönginn: Verð með ykkur í cindanum -þó holdið verði íjarri, segir hann í einkaviðtali við Fréttir ÁRNI: Það er bölvað að geta ekki verið með í atinu sem maður hefur verið Þegar rætt var við Árna Johnsen í gær, miðvikudag, lá ekki ljóst fyrir hvort hann fengi leyfi fangelsisyflrvalda til að mæta í brekkuna á sunnudagskvöldið. Sjálfur hafði hann ekki gefist upp og víst er að hann hefur stuðning flestra Eyjamanna til að svo geti orðið. Árni, sem afplánar dóm á Kvíabryggju, sagði í samtali við Fréttir að niðurstaða væri ekki komin. „Eg er með öll rcttindi til þcss að fá frí um helgina og niðurstaðan gæti legið fyrir í dag eða á morgun. Og eins og aðrir Eyjamenn gefst ég aldrei upp á þjóðhátíð. Allt sem ég geri í þessu máli er byggt á bréfi þjóðhátíðar- nefndar.“ Árni segist ekki sætta sig við annað en að koma í brckkusönginn en því miður sé það ekki í hans höndum. „Það er bölvað að geta ckki verið með í atinu sem maður hefur verið svo lengi í með góðu fólki. Það er grcinilcga verið að taka mig öðrum tökum en aðra menn. I því sambandi get ég bent á mörg fordæmi sem eru miklu opnari. En ég get lítið sagt út á við til að gefa þcim ekki færi á að hefna sín,“ sagði Árni án þess að útskýra það frekar. „En jirátt fyrir böl og alheimsstríð stoppar ekkert þjóðhátíð. Auðvitað er maður ekki sáttur við að vera haldið hér í lélegri útlegð á Islandi sem er stærsta eyjan í svo lengi í með goðu folki. Vestmannaeyjaklasanum. Hvað sem öllu líður þá hvet ég Eyjamenn og gesti til að standa saman um góða þjóðhátíð. Það er klárt að ég verð með ykkur í andanum þó holdið verði fjarri. Og gleðilega þjóðhátíð,“ sagði Árni að lokum. aðstoðuðu okkur við framkvæmd Islandsmótsins í golfi 24. til 27. júlí. með vinnu sinni eða lánum á tækjum. Mótið tókst með eindæmum vel og var sjónvarpað beint frá því laugardag og sunnudag í um 8 klst. Þá er bæjarbúum þökkuð sýnd tillitsemi við akstur um Hamarsveg. Golfklúbbur Vestmannaeyja. Loksins, loksins segja væntanlega sumir nú þegar Ijóst er að ein stærsta hljómsveit sem frá Vestmannaeyjum hefur koniið hyggur á endurkomu í kvöld. Þarna er verið að ræða um hljómsveitina Almamalmahey sem sló svo rækilega í gegn hér á árum áður á skemmtistaðnum Calypso. Þessi hljómsveit var upphafið að frægðarferli tveggja meðlima hljóm- sveitarinnar. Vals, sem síðar varð frægari fyrir söng sinn með hljómsveitinni Buttercup og Gísla Elíassonar, trommara í Smack. Lofa þeir félagar sama lagavali og þeir slógu svo eftirminnilega í gegn með hér á árum áður og verður væntanlega fullt út úr dyrum á Prófastinum í Löggan hefur í ýmsu að snúast Tilkynnt var um skemmdaverk á öðrum hliðarspegli bifreiðar þar sem hún stóð fyrir utan Hilmisgötu 5. Mun skemmdarverkið hafa verið framið aðfaranótt sunnudagsins 27. júlí sl. Biður lögregla þá sem hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband. Tvær tilkynningar bárust um þjófnað á reiðhjólum á tímabilinu. Við fíkniefnaleit í skipi hér í höfninni fann fíkniefnahundurinnTanja lítilræði af ætluðum fíkniefnum hjá einum skipverja skipsins. Málið er í rannsókn. Af umferðinni er það að frétta að 19 aðilar voru kærðir fyrir að virða ekki umferðarreglur en það er einum færra en á síðasta tímabili. Voru þrír aðilar kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og einn hafði ekki borgað fyrir lögbundnar tryggingar á bifreið sinni. Þá voru þrettán ökumenn kærðir fyrir að leggja bifreiðum sínum á röngum vegarhelmingi (á móti umferð). Einhverjir aðilar höfðu gert það að leik sínum að breyta umferðarmerkjum sem sýna hraðatakmarkanir með því að bæta einum fyrir framan hámarkshraðann. Varþaðlagað. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður um þjóðhátíð: Leggjum áherslu á sýnilegt eftirlit í Dalnum ÚTLIT er fyrir gott veður á þjóðhátíð. í dag, fimmtudag, má búast við einhverri úrkomu en á fiistudag, laugardag, sunnudag og mánudag er gert ráð fyrir stilltu og björtu veðri eins og þegar þessi mynd var tekin. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar verða tuttugu lögregluþjónar sem munu sinna löggæslu í Eyjum yfir þjóðhátíðina. Tólf aukamenn koma inn, ýmist ofan af landi eða lög- regluþjónar frá Vestmannaeyjum sem eiga frívakt þessa helgi. Tveir fíkniefnalögreglumenn koma og munu, ásamt Heiðari Hinrikssyni og hundinum Tönju, sinna fíkniefna- gæslu. „Svo fáum við aðstoð uppi á landi, ríkislögreglustjóri verður með fíkniefnaleit, ýmist á Reykjavikur- flugvelli, á Bakka eða í Þorlákshöfn." Hann sagði að mikil áhersla sé lögð á sýnilegt eftirlit í dalnum og um- ferðareftirlit en eins og venjulega mun vera lögreglumaður á bilbjóli á Heimaey þessa helgi og sinna um- ferðareftirliti. Karl Gauti sagði að það hefði mikið forvarnargildi að lögregluþjónar og gæslumenn væru sýnilegir, sérstak- lega á dimmustu stöðunum á tjald- svæðum, t.d hvað varðar nauðganir og þjófnaði. „Albrotum hefur fækkað smám saman undanfarin ár og þá sér- staklega líkamsárásum og þjófn- uðum.“ Þjóðhátíðin í fyrra var með versta móti veðurfarslega séð, en Karl Gauti sagði að löggæslan hafi þó gengið ágætlega. „Þetta var svolítið anna- samara en oft áður en það var ekkert meira um afbrot.“ Löggæslukostnaðurinn hefur mikið verið ræddur undanfarið og segir Karl Gauti að alls kyns misskilnings hafi gætt í þeirri umfjöllun. „Menn vita oft ekkert um hvað þeir eru að tala. Það er verið að bera saman mjög ólíka hluti og oft hluti sem eru ekki sambærilegir og oft er greinilega ekki allt uppi á borðinu í umræðunni." Eitt af því sem hefur verið borið saman við Þjóðhátíð er menningamótt í Reykjavík. „Reykjavíkurlögreglan hefur einfaldlega tekið á sig þessa aukagæslu, enda eru þeir með mjög Ijölmennt lið og telja sig ráða við það. Annað er að þar er enginn aðgangs- eyrir en löggæslugjaldið er tengt því. A mörgum stöðum er það sveitar- félagið sjálft sem stendur fyrir hátíð- unum og einungis er rukkað fyrir tjaldstæði." I fyrra var hluti löggæslukostnaðar greiddur af ráðuneytinu af sérstökum fjárlagalið, en hann er ekki lengur til staðar og því fellur kostnaðurinn alfarið á ÍBV. „Á sumum hátíðum hafa menn skipt á sig hluta kostn- aðarins, t.d. á Skagaströnd. þar sem kostnaðurinn hefur ekki lent á móts- haldaranum nema að einum þriðja hluta, því lögregluembættið hefur tekið á sig hluta og svo restin af fjárlagaliðnum. Svo er staðan sú núna að ekki er unnt að halda Kántrýhátíð, þegar mótshaldarinn þarf að fara að opna budduna. Framkvæmdin hér hefur verið óbreytt um árabil, móts- haldarinn greiðir löggæslukostnaðinn alfarið, nema þessi ár sem Ijárlaga- liðurinn var við lýði, en embættið tekur á sig hluta af löggæslunni í bænum sjálfum og kostnað tengdum fíkniefnaátaki fyrir og meðan á þjóðhátíð stendur.“ Hann sagði ennfremur að sú skoðun væri mjög útbreidd að þeir sem stæðu fyrir svona samkomum ættu að greiða löggæslukostnað fullum fetum, enda hirtu þeir arð af þessu ef svo bæri undir. Aðrir teldu að þjóðfélagið í heild ætti að sinna löggæslunni alfarið, hvar sem fólkið annars væri statt. Þama á milli væri illbrúanlegt bil. Loks sagði Karl Gauti að kostnaður sem félli á skemmtanahaldara vegna þjóðhátíðar í ár væri á bilinu þrjár og hálf til tjórar milljónir króna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.