Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 31. júlf 2003 Hvað kosta breytingarnar Elliði Vignisson (D) lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarstjómar á miðvikudaginn í síðustu viku þar sem hann spyr hvort fyrrverandi bæjar- stjóra, Inga Sigurðssyni, hafi einhvem tíma verið falið að skila greinagerð um fjárhagsstöðu bæjarins af núver- andi meirihluta líkt og Berg Elíasi Agústssyni hafi nú verið falið að gera. Einnig óskar Elliði eftir því að Bergur geri sérstaka grein fyrir því hvað það gæti kostað Vestmanna- eyjabæ að lágmarki og svo að há- marki þær uppsagnir sem komnar em í framkvæmd svo og niðurlagning starfa vegna skipulagsbreytinga. Einnig segir Elliði: „Þann 31. mars, tæpri viku eftir að Andrés Sigmundsson og Lúðvík Bergvinsson gengu í eina sæng, vom árshlutareikningar gerðir. Þar kemur glögglega fram hver staða mála er þegar núverandi meirihluti tekur við. Nú hljóta bæjarfulltrúar V-listans og Andrés Sigmundsson að hafa kynnt sér þessa árshlutareikninga og vera meðvitaðir um það sem þar kemur fram. Furða ég mig á að þeir telji nauðsynlegt að bæjarstjóri mati þá á þessum upplýsingum." Bæjarstarfsmenn fá útborgað í dag Samþykkt var samhljóða í bæjarstjóm í síðustu viku að greiða laun bæjarstarfsmanna út í dag, degi fyrir mánaðamót vegna þjóðhátíðarinnar. Enn allt upp í loft í bæjarstjóm MINNIHLUTINN, Arnar, Guðjón og Selma, Sjálfstæðisflokki, eru óttalegir kjánar að mati meirihlutans. Verkalýðsleiðtoginn SPURÐUR ÚT ÚR A maraþonfundi bæjarráðs í síðustu viku lagði Guðjón Hjörleifsson fram nokkrar fyrirspurnir til Guðrúnar Erlingsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Fyrst spurði Guðjón um Inga Sigurðs- son svohljóðandi: „Nú hefur þú mikla reynslu af kjaramálum, réttindamálum starfs- manna og samskiptum fyrirtækja við starfsmenn sína. Því óska ég eftir því að þú svarir þessum spumingum skilmerkilega á næsta fundi bæjarráðs. A. Inga Sigurðssyni bæjarstjóra var sagt upp störfum á síðasta bæjar- stjórnarfundi, þrátt fyrir yfirlýsingar bæjarfulltrúa í meirihluta bæjar- stjórnar um að ekkert slíkt stæði til. Finnst þér þetta trúverðugt og hvað myndir þú ráðleggja Inga að gera, værir þú formaður stéttarfélags hans?“ Ennfremur spyr Guðjón hvort hún, ef hún væri formaður stéttarfélags Inga, myndi una niðurstöðu Astráðs Haraldssonar þrátt fyrir að annað álit liggi fyrir eða hvort hún myndi hvetja hann til að leita réttar síns og láta lög- fræðing fara með málið í eðlilegan farveg í dómskerfmu. Eins spyr hann: „Værir þú tilbúin til að taka málið að þér sem fulltrúi stéttarfélags eins og þú hefur meðal annars gert fyrir þína félagsmenn í Eyjum?“ Næsta spurning fjallaði um hvernig staðið var að tilkynningu til þeirra starfsmanna sem störf verða lögð niður hjá Vestmannaeyjabæ. Þar á hann við þau Gunnar Stefán Jónsson, bæjargjaldkera, Ólaf Ólafsson, bæjar- tæknifræðing, Pál Einarsson, bæjar- ritara, Sigurð Símonarson, skóla- og menningarmálafulltrúa og Sigþóru Guðmundsdóttur, forvarnafulltrúa. Spyr hann hvort þau hafi fengið að vita þetta fyrir blaðamannafundinn þar sem skipulagsbreytingamar vom kynntar, hvort þeim hafi verið afhent eða sent bréf, tilkynnt þetta persónu- lega, hvort þriðji aðili hafi verið beðinn um að skila þessu til þeirra eða hvort þeim hafi verið tilkynnt þetta í SMS skilaboðum. Ber að gæta hagsmuna BÆJARINS Óskaði Guðjón eftir því að fá sjálf- stætt svar um hvem einstakling. Guðrún svaraði þessu á síðasta fundi bæjarstjómar og segir þar: „Sem kjömum bæjarfulltrúa ber mér líkt og öðmm bæjarfulltrúum að gæta hagsmuna Vestmannaeyjabæjar. Það vekur því furðu mína að eftir 13 ár í bæjarstjóm þar af 12 ár í stóli bæjar- stjóra virðist bæjarfulltrúinn Guðjón Hjörleifsson ekki enn gera sér grein fyrir hlutverki kjörinna bæjarfulltrúa. í 34. gr. samþykktar um stjórn Vest- mannaeyjabæjar og fundarsköp bæjar- stjómar segir orðrétt: „Bæjarfulltrúa ber að gegna bæjar- fulltrúastörfum sínum af alúð og sam- viskusemi og gæta hagsmuna bæjar- ins, en í störlúm sínum er bæjarfulltrúi einungis bundinn af lögum og sann- færingu sinni." Fyrirspurn til forseta bæjarstjómar varðandi ráð til handa fyrrverandi bæjarstjóra sem hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum á engan veginn heima á fundum bæjarstjómar, ekki frekar en beiðni til bæjarfulltrúans Guðjóns Hjörleifssonar um að ráð- leggja starfsmanni Vestmannaeyja- bæjar varðandi tryggingamál eða sölu fasteigna. Næst spurði Guðjón um réttindi þeirra starfsmanna sem hafa lent í því vegna skipulagsbreytinga að störf þeirra verða lögð niður og segir hann ljóst að aðilar eigi rétt á biðlaunum frá sex til tólf mánuðum án tillits til þess hvort viðkomandi fái annað starf hjá bænum. Telur hann upp þá sömu og hér að ofan og segir svo: „Ef ofangreindum aðilum verður boðin að fara í önnur störf hjá Vest- mannaeyjabæ og þá væntanlega lenda þeir í launalækkun, munt þú sem forseti bæjarstjómar beita þér fyrir því að réttindi þeirra verði virt og þeim greidd full biðlaun, en ekki skert með því að bjóða þeim önnur störf og falla frá réttindum sínum að hluta eða öllu leyti?“ Guðrún svaraði því til að hún muni ekki svara fyrirspurnum um einstaka starfsmenn. „Það er með öllu óeðlilegt að ræða slík málefni einstakra starfsmanna að þeim forspurðum á fundum bæjarstjómar. Breytingar af því tagi, sem nú eru í framkvæmd á stjómskipulagi Vestmannaeyjabæjar, leiða óhjákvæmilega til óþæginda, óvissu og sársauka að einhverju leyti hjá starfsmönnum bæjarins. Meiri- hlutinn hefur leitast við að upplýsa starfsmenn eftir bestu getu og veitt þeim og Starfsmannafélagi Vest- mannaeyja tækifæri til þess að koma með ábendingar. Bæjarstjóri, sem yfirmaður starfsmanna Vestmanna- eyjabæjar, mun fara yfir þau mál sem að starfsmönnum bæjarins lúta, upp hafa komið og munu koma við þær skipulagsbreytingar sem nú em hafnar. Þær skipulagsbreytingar sem nú standa fýrir dymm em liður í því að snúa af braut stöðnunar inn á braut framlara. Það má öllum vera ljóst að slíkt gerist ekki áreynslulaust. Það er því mikilvægt að bæjarfulltrúar og starfsmenn Vestmannaeyjabæjar snúi bökum saman og sameinist um að takast á við þau vandamál sem við blasa.“ Hagsmunir FYRRVERANDI BÆJARSTJÓRA EINA MÁL MINNIHLUTANS A fundinum lagði meirihluti bæjar- stjómar fram bókun þegar þrítugasta mál fundargerðar bæjarráðs frá 21. júlí var tekið fyrir. Það mál fjallaði um bréf STAVEY til bæjarráðs þar sem vinnubrögðum við skipulagsbreyt- ingamar var mótmælt. „Allt frá því að nýr meirihluti tók við í bæjarstjóm Vestmannaeyja í mars sl. hefur minni- hluti Sjálfstæðisflokks einbeitt sér að einu máli, það er að gæta hagsmuna fyrrverandi bæjarstjóra Inga Sigurðs- sonar og mál því tengd. Annað hefur vart komið á dagskrá. Þetta hefur vakið mikla furðu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa algerlega gleymt því hlutverki sem þeir vom kosnir til að sinna, en það er að gæta hagsmuna Vestmannaeyinga. Þetta sprikl verður enn undarlegra ef það er sett í það samhengi að fyrrverandi bæjarstjóri, Guðjón Hjörleifsson, hefði setið við meirihlutaskiptin í mars sl. og flokkurinn hefði ólmast í því að halda honum í stól bæjarstjóra; hvað þá að það hefði þurft að greiða honum laun út kjörtímabilið eins og Sjálf- stæðisflokkurinn vill túlka hinn sér- stæða ráðningarsamning við fyrr- verandi bæjarstjóra. Allir sjá hvflík firra þetta er. Er því nema von að spurt sé, hvað skýrir svona hegðun? Því er vandsvarað. Þó er ljóst að nýráðinn bæjarstjóri hefur fengið það hlutverk að fara vandlega yfir fjárreiður bæjarins, fiskrétta- verksmiðju og málefni Þróunarfélags Vestmannaeyja o.fl. Málefni Þróunar- félags Vestmannaeyja hafa t.d. ekki enn verið send lögreglu eins og samþykkt var að gera á bæjar- ráðsfundi 28. apríl sl. og staðfest í bæjarstjórn 29. aprfl sl. Hvort það er ótti við að yfirferð yfir fjárreiður bæjarins dragi fram í dagsljósið upplýsingar sem íhaldið hefur viljað halda leyndu, skal ósagt látið að sinni, en það er eina mögulega skýringin sem koma má auga á vegna alls þess kjánaskapar sem flokkurinn hefur sýnt af sér frá því að nýr meirihluti tók við. Meirihlutinn hvetur því íhaldið og fylgifiska hans til að taka sér tak og snúa sér að því að vinna að hags- munum bæjarfélagsins og láta af persónulegri hagsmunagæslu og koma sér út úr málefnum fyrrverandi bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar flokksins voru kosnir til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins. Það er því löngu orðið tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn fari að vinna samkvæmt því umboði. Enn fremur lítur meirihlutinn svo á að einstaklega vel hafi tekist til við ráðningu nýrra framkvæmdastjóra, enda eru þeir tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu svo snúa megi af vegi þeirrar stöðnunar sem meirihluti Sjálf- stæðisflokksins hefur haldið Vest- mannaeyjum á undanfarin þrettán ár. Það er mat meirihlutans að ekki þurfi að auglýsa stöður framkvæmdastjóra. Það er einnig mat meirihlutans að þegar leitað hefur verið til fólks um að taka störfin að sér, hefði það verið mikill dónaskapur gagnvart öðrum að auglýsa störfin. Sjálfstæðisflokkurinn verður að finna vonbrigðum sínum, yfir því að hafa misst meirihlutann í bæjarstjórn Vestmannaeyja, annan farveg en að hamast á mikilvægi fyrrverandi bæjarstjóra og vöntun á auglýsingum." Undir þetta skrifa Jóhann O. Guðmundsson, Guðrún Erlingsdóttir, Stefán O. Jónasson og Andrés Sigmundsson. STAVEY KREFST AFSÖKUNAR- BEIÐNIAF BÆJARSTJÓRN Þessi bókun er mjög undarleg því þama er verið að taka fyrir bréf frá STAVEY sem er eftirfarandi: „Stjóm STAVEY mótmælir harð- lega þeim vinnubrögðum sem höfð vom í garð félagsmanna sinna þegar viðkomandi aðilum voru ekki til- kynntar breytingar á störfum þeirra bréflega við þær skipulagsbreytingar er nú eiga sér stað hjá Vestmanna- eyjabæ. Stjóm STAVEY gagnrýnir jafnframt að störfin hafi ekki verið auglýst en almenn regla er að auglýsa laus störf. Stjóm Starfsmannafélagsins harmar þessi vinnubrögð og vill að formleg afsökunarbeiðni verði send til þeirra sem hlut eiga að máli, með von um að slík vinnubrögð verði ekki höfð að leiðarljósi í framtíðinni. Ennfremur vill stjóm Starfsmanna- félagsins gagnrýna þau orð sem höfð vom um félagið á bæjarstjómarfundi þann 10. júlí 2003 síðastliðinn. Starfs- mannafélagið hefur ávallt haft það að leiðarljósi að vinna að heilum hug fyrir félagsmenn sína.“ Undir þetta skrifar Unnur Sigmars- dóttir formaður. Bæjarstjóri allra? Ráðningarsamningur Bergs Elíasar Agústssonar var lagður fyrir bæjar- stjóm í síðustu viku og var hann samþykktur með fjómm atkvæðum gegn þremur. Minnihlutinn bókaði að hann gæti ekki samþykkt fyrirliggj- andi ráðningarsamning við nýráðinn bæjarstjóra þar sem Vestmanna- eyjabær verður með samningi þessum líklega eina bæjarfélagið á landinu sem mun þurfa að greiða tveimur bæjarstjómm laun út kjörtímabilið. Þessi gjörningur getur kostað skatt- borgara bæjarins tugi milljóna á kjörtímabilinu. „Janfnframt hörmum við ummæli og síðar bókun Lúðvíks Bergvins- sonar og félaga á síðasta fundi bæjarstjómar, en þar var bókað að þeirra beiðni að nýráðinn bæjarstjóri væri helsti trúnaðarmaður núverandi meirihluta og þannig væri hagsmun- um bæjarfélagsins best borgið. Þessu erum við algjörlega ósammála og teljum það afar mikilvægt að allir bæjarfulltrúar og bæjarbúar geti leitað til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum hverju sinni sem bæjarstjóra allra bæjarbúa en ekki helsta trúnaðar- manns núverandi meirihluta bæjar- stjómar. Þessi afdráttarlausa bókun meirihluta bæjarstjómar, sem er í andstöðu við hlutverk og starfsskyldur bæjarstjóra, er greinilega stefna núuverandi meirihluta. Um leið skerðir þetta möguleika nýráðins bæjarstjóra til að sinna því starfi sem hann var ráðinn til. Þar til þessi bókun Lúðvíks og félaga hefur verið aftur- kölluð með formlegum hætti í bæjar- stjóm munu samskipti bæjarfulltrúa minnihlutans við nýráðinn bæjarstjóra taka mið af þessari bókun og stefnu núverandi meirihluta bæjarstjómar." Undir þetta skrifa Guðjón Hjörleifs- son, Amar Sigurmundsson og Elliði Vignisson. Meirihlutinn bókaði þá: „Vísum fullyrðingum er koma fram í bókun Sjálfstæðisflokksins á bug. Bæjarstjóri er bæjarstjóri allra bæjarbúa. Við hvetjum sjálfstæðismenn til að starfa af fullum einhug í bæjarstjóm." Var leitað tilboða í skipu- lagsbreytingar? Eins og greint var frá í Fréttum í síðustu viku bárust tvö tilboð í að annast fjárhagslegan aðskilnað þrek- salar frá annarri starfsemi íþrótta- miðstöðvar. Tvö tilboð bámst í verkið og var samþykkt að taka tilboði Deloitte&Touche í verkið en það hljómaði upp á 94 þúsund krónur. Hitt tilboðið var frá IBM Business Consulting Serv. upp á 640 þúsund krónur auk ferðakostnaðar. A fundi bæjarstjómar á miðvikudaginn í síð- ustu viku kom fram fyrirspum frá Elliða Vignissyni og Guðjóni Hjörleifssyni (D): „Nú er ljóst að það er 580% munur á tilboðum. Vest- mannaeyjabær lét IBM Business Consulting Serv. taka að sér að gera skipulagsbreytingar hjá bæjarsjóði sem þegar hafa kostað milljónir króna. Var leitað tilboða eða gerð verðkönnun hjá öðmm sambæri- legum fyrirtækjum í úttektina.“ Meirihlutinn svaraði engu og var lið- urinn afgreiddur með sjö atkvæðum. Kannaá uppeldisskilyrði Samþykkt var á fundi bæjarstjómar að skipa starfshóp til að leggja mat á þau uppeldisskilyrði sem bömum og unglingum em búin í Eyjum. Elliði Vignisson (D) fagnaði þessu sérstak- lega en telur mikilvægt að fagfólk fari með ferðina í þessari vinnu. Segir hann pólitískar upphrópanir og leit meirihlutans að blórabögglum vegna samræmdra prófa engu skila.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.