Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Síða 9
Fréttir / Fimmtudagur 31. júli 2003
9
Af raunum þjóðhátíðarnefndarmanna á síðustu hátíð sem bauð upp á versta veður í manna minnum:
Rífi einhver kjaft við mig fer ég að gráta
-Við vorum eiginlega alveg búnir, á sál og líkama, segja Gústi Einars og Siggi Braga um íyrstu kynni sín
af starfi í þjóðhátíðarnefnd árið 2002 - Þrátt fyrir mannraunirnar þá eru þeir mættir í slaginn
Þriggja daga skemmtun eins og
þjóðhátíð krefst mikils undirbúnings.
Þjóðhátíðamefnd hefur því í mörg
hom að líta. Það ræðst líka talsvert af
veðri hvemig þjóðhátíðin sjálf fer
fram og þegar illa viðrar bitnar það á
nefndarmönnum. En og eins og
kunnugt er var veðrið afleitt í fyrra,
eitt það versta á þjóðhátíð í áratugi.
Sigurður Bragason og Agúst Einars-
son tóku sæti í nefndinni fyrir síðustu
þjóðhátíð og mæddi mikið á þeim og
félögum þeirra hátíðardagana.
„Þetta var spuming um hvort við
vildum taka að okkur smávinnu fyrir
ÍBV. Það var talað um að við yrðum á
vakt eitt kvöld á þjóðhátíðinni sjálfri
en ætli við höfum ekki fengið frí í
einn klukkutíma," segir Gústi. „Þetta
hefur verið einhver misskilningur,“
bætir Siggi við.
Undirbúningur hjá þjóðhátíðamefnd
hófst í lok febrúar 2002 en þá var
fyrsti fundurinn haldinn. Byrjað var á
því að tala við skemmtikrafta og
skipuleggja dagskrána og hún var
eiginlega fullmótuð mánaðamótin júní
júlí. Þá hófst undirbúningurinn í SIGGI og Gústi brosa í dag sínu breiðasta þó þeim hafi ekki verið hlátur í hug eftir síðustu hútíö..
dalnum.
VEÐRIÐ hefur leikið við menn í þjóðhátíðarundirbúningi í ár og spáin
fyrir hclgina er góð. Gústi, sem hér er í góðum hóp, á sér von um góða
þjóðhátíð í ár og samkvæmt spánni á fátt að verða því til fyrirstöðu.
Björgunarfélagið með öfluga gæslu á þjóðhátíð:
Allt að 60 manns á næturvakt
Ríkið hirðir
„Menn em alltaf vakandi fyrir því
hvar hægt er að skera niður en ríkið er
að hirða hátt í tíu milljónir af félaginu
með vaski, heilsugæslu og löggæslu,"
segir Siggi, hneykslaður á þessari
óbilgimi hins opinbera.
Þegar þeir em spurðir út í sjálfa
þjóðhátíðina, glotta þeir báðir. „Við
vomm á i'ullu að undirbúa hátíðina
alla vikuna og fómm heim klukkan
þrjú aðfaranótt föstudagsins í þjóð-
hátíð í bongóblíðu Eg vaknaði svo
upp kiukkan fimm, þá var komin þoka
en sem betur rofaði til um morguninn
og það var flogið allan daginn. Það
var reyndar hávaðarok en það skiptir
öllu máli að koma fólkinu hingað, “
segir Gústi.
„Það komu um 2000 manns með
flugi en ef það hefði verið ófært
hefðum við ekki haft neitt út úr þessu
öllu saman,“ segir Siggi.
Þjóðhátíðamefndin hittist á fundi
klukkan níu á föstudagsmorgun og
skipti með sér verkum. Mönnum var
raðað niður á daga en reyndin varð sú
að þeir vom nánast á vakt þar til á
hádegi á mánudag, með smáhléum.
„Það var brjálað að gera alla
dagana, tjöld vom að íjúka og allt á
floti. Við þurftum að breiða yfir
hátalara hjá hljómsveitunum o.fl. en
það var sem betur fer allt í lagi með
krakkana. Báturinn Elding kom með
farþega og við þurftum að aðstoða við
það og ýmislegt annað en ástandið var
verst á sunnudeginum," segir Siggi.
Neyðarfundur
Vonir um batnandi veður urðu að
engu því alltaf bætti í. Þjóðhátíðar-
nefnd hélt neyðarfund klukkan ellefu
á sunnudeginum en þá var dalurinn
eitt dmllusvað. „Brekkan var alveg
svakaleg, ef þetta hefði verið snjór
hefði verið hægt að renna sér þar á
skíðum," segir Gústi. „Það var
ákveðið að skella gervigrasi á verstu
kaflana," bætir Siggi við. „Þá var
hringt í nokkra til að aðstoða okkur og
eftir 20 mínútur vom komnir 40 til 50
manns. Menn mættu í sjóstökkum og
vom komnir til að redda þessu.“
Töluvert af liði fór upp í Sorpu að
ná í gervigrasið en það var geymt þar
en þá kom það upp að enginn var
með meirapróf til að keyra bílinn. „Eg
skal keyra,“ sagði Jói Jóns, alltaf sami
hugurinn í honum. Hann pældi samt
ekkert í því að grasið stóð útaf
bílpallinum og braut girðinguna og
hliðið um leið og hann renndi frá
Sorpu," segir Siggi.
„Þegar við voram komnir langleið-
ina inn í Dal sáum við stúlku á
veginum sem var að tala í farsíma. I
því keyrði Jói framhjá með mottumar
og stelpan rétt náði að segja mömmu
sinni að það væri allt væri í lagi hjá
henni, áður en hún steinlá. Hún
vankaðist aðeins en slapp alveg heil
og er alveg ákveðin í að koma aftur á
þjóðhátíð í ár. Gummi Rikka veit að
hann getur fengið góðan bílstjóra frá
ÍBV,“ segir Gústi glottandi.
SÚPA í MANNSKAPINN
Þegar mannskapurinn var búinn að
setja gervigrasið á verstu staðina í
Dalnum fóm þeir félagar heim til að fá
sér kríu. Stuttu seinna var tekin
ákvörðun um að opna íþróttamið-
stöðina fyrir þjóðhátíðargesti. Stebbi í
Þór, Sveinbjörg og fleiri komu með
súpu handa fólkinu og upp úr því var
þjóðhátíðamefndin ræst til að elda
meira. „Það lá nú við að hún Sirrý,
mamma eins í nefndinni, kæmi í
eldamennskuna en þegar á reyndi
tókst að ræsa alla. Við elduðum
súpuna á litlum hellum og það tók
einn og hálfan tíma að ná suðunni upp.
Þáttur björgunarsveita er stór í gæslu á
þjóðhátíð og svo verður nú. Björgun-
aífélag Vestmannaeyja sér eins og
venjulega um framkvæmdina en
meira þarf til. Er gert ráð fyrir að milli
130 og 140 manns starfi við gæsluna í
heild og kemur stór hluti þeirra ofan af
landi.
Armann Höskuldsson ber hitann og
þungann af undirbúningi og stjómun
gæslustarfsins og segir hann að það
verði með hefðbundnum hætti en
alltaf er reynt að gera betur. „í ár
leggjum við aukna áherslu á það sem
við köllum svörtu blettina í Dalnum,"
sagði Armann.
„Þeir em við vatnspóstinn og svo
bæði hjá aðkomutjöldunum og hvítu
tjöldunum. Reynslan sýnir að á þess-
um stöðum er helst von á slagsmálum,
þjófnuðum og eiturlyfjaneyslu. Það
verða 20 til 30 manns á vakt á daginn
og 50 til 60 á nóttunni. Þeim verður
dreift vel um svæðið og verða
hreyfanlegir og em vel merktir."
Hvað með hættu á nauðgunum?
„Reynslan sýnir að þær gerast helst
niðri í bæ en ekki á sjálfu hátíðar-
svæðinu en að sjálfsögðu gemm við
okkur grein fyrir hættunni og höfum
augun opin.“
Björgunarsveitimar em með sjúkra-
skýlið á sinni könnu en þar verða á
vakt, auk lækna og hjúkmnarfólks,
þrautþjálfaðir björgunarliðar sem hafa
reynslu í skyndihjálp og aðhlynningu
sjúkra og slasaða.
„Einnig emm við með gæslu í
Herjólfi alla hátíðina. Felst hún í því
að við tökum á móti farangri sem við
setjum í gáma og afhendum svo þegar
í land er komið. Við sjáum líka um
almenna gæslu í samstarfi við áhöfn.“
Armann leggur áherslu á gott
samstarf við lögreglu. „Það hefur
vaxið undanfarin ár og er í dag mjög
gott. Við vinnum náið með þeim og
leggjum áherslu á gott samstaif. Ég vil
svo nota tækjfærið og óska öllum
þjóðhátíðargestum góðrar og slysa-
lausrar hátíðar. Við munum leggja
okkar af mörkum til að svo geti
orðið.“ sagði Ármann og bætti við.
„Við sjáum að venju um flugelda-
sýninguna og verður skotið upp um
1000 tívolíbombum auk þess sem
tertur, blys og fleira verður til að auka
ánægjuna.“
Seint og um síðir spurði einhver af
hverju við kokkuðum ekki súpuna í
eldhúsinu en enginn hafði fattað að í
húsinu er ágætis eldhús. Við elduðum
100 lítra og krakkamir vom til
íyrirmyndar í framkomu og umgengni
í íþróttahúsinu," segir Gústi.
Það er kviknað í hofinu
Eftir eldamennskuna byrjaði fjörið
aftur því þá var komið enn meira rok
og grasmottumar famar að losna. „Ég
ræsti Gústa hennar Eddu og við
klipptum niður steypustyrktarjám og
útbjuggum hæla,“ segir Gústi. „Þegar
við vomm búnir að festa niður
mottumar þá byrjuðu ljósaskreyting-
amar í kringum tjömina að brotna eins
og spilaborg. Við tókum þær niður og
fómm með þær niður í kró og vomm
passlega komnir í Dalinn aftur þegar
við heyrðum einhvem garga, „það er
kviknað í hofinu.“
Þegar Oskar Freyr var búinn að slá
út rafmagninu kom í ljós að þetta var
mest reykur en þá varð okkur litið yfir
Dalinn og sáum eina mottuna takast á
loft og á eitt tjaldið. „Einn maður lenti
undiren slapp ómeiddur," segirSiggi.
Þegar hér var komið sögu var farið
að líða að brekkusöngnum og Gústi
fór heim að skipta um föt og labbaði
af stað með fjölskylduna í Dalinn.
„Þegar ég kom að bfiastæðinu hitti ég
Magga Sig. og hann bað mig um að
aðstoða aðeins á bfiastæðinu sem var
eitt drullusvað og bílar í vandræðum.
Við vorum þarna í tvo tíma og
komum eins og moldvörpur í dalinn
aftur,“ segir Gústi og Siggi heldur
áfram.
Þurftu að halda
HLJÓÐNEMANUM FYRIR ÁRNA
„Brekkusöngurinn tókst ágætlega en
við skiptumst á að halda hljóðnem-
anum fyrir Áma, Þegar við vomm
famir að sjá fyrir endann á þessu öllu
saman sagði Gústi setningu sem oft er
vitnað í, „ef einhver rífur kjaft við mig
núna þá fer ég að gráta,“ við vorum
eiginlega alveg búnir, á sál og lík-
ama.“
Gústi var samt ekki alveg sloppinn
því um tvöleytið aðfaranótt mánu-
dagsins hringdi Björgunarfélagið í
gemsann hans og honum var sagt að
allt væri að fjúka á litla pallinum. „Ég
bað Egil Egils að koma með mér en
þegar við komum þangað sáum við að
öll Ijós voru kveikt og allt uppi-
standandi. Við fómm upp á svið til að
athuga hvað væri að en þá var okkur
sagt að það vantaði mjólk í kaffið hjá
hljómsveitinni. Þá fór ég heim,“ segir
Gústi. Biggi Gauja lenti í svipuðu
þegar hann var á leið heim klukkan
sex á sunnudagsmorguninn, alveg
búinn eftir allt sem á undan var
gengið. Þá hringdi umboðsmaður
hljómsveitarinnar Jet Black Joe í hann
og sagði að það vantaði pizzur og
hamborgara í Týsheimilið," segir
Siggi-
Þeir em sammála um að þjóðhátíðin
hafi öll verið í þessum dúr. Ófært var
með fiugi á mánudagsmorgninum en
komin blíða um hádegi. Þar með lauk
vaktinni hjá þeim í þjóðhátíðar-
nefndinni. „Við hétum á þjóðhá-
tíðamefnd að ef það yrði slæmt veður
á komandi þjóðhátíð þá væmm við
hættir,“ segja þeir Siggi og Gústi að
lokum.
gudbjorg @ eyjafrettir. is