Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Síða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003
Fjórtán Eyjakonur í gönguferð á Austfjörðum:
Ferð sem einkenndist af
gleði, hlatri og vinarþeli
Grenjandi rigning og rok, hann spáði þessu. Eins gott að vera í pollagalla. Regnið buldi á herðunum og lak niður eftir
gallanum og maður nánast heyrði þegar droparnir smullu á honum. Ekki ósvipað og vera í tjaldi. Notalegt. Við vorum
lagðar í hann, börðumst áfram í roki og rigningu. Ekki hundi út sigandi ef við værum heima.
GÖNGUHÓPURINN, Guðbjörg Ósk, Sigga, Villa, Díana, Binna, Guðný Bjarna, Vera Björk, Kristín, Guðrún, Guðný Boga, Ágústa,
Ragga og Svanhildur.
Haldið austur á bóginn
Við vomm fjórtán konumar sem lögð-
um upp frá Borgarfirði eystri ásamt
fararstjóranum þennan limmtudag í átt
til Húsavíkur. Ferðalagið austur hafði
gengið vel. Við lögðum af stað seinni
part þriðjudags með Herjólfi til
Þorlákshafnar. Vomm á fjómm bílum
og gistum á Kirkjubæjarklaustri um
nóttina. Styttum okkur leið um Öxi
daginn eftir og borðuðum kvöldmat á
Egilsstöðum. Pössuðum okkar reynd-
ar á því að vera komnar nægilega
snemma til að kaupa kost í Kaup-
félaginu.
Ókum síðan út í Borgarfjörð og
hittum Skúla Sveinsson gestgjafa á
Borg en hann sá einnig um trúss-
flutninga í ferðinni. Gisturn í fínu húsi
um nóttina sem við höfðum alveg fyrir
okkur. Fórum í skoðunarferð um
þorpið í Bakkagerði um morguninn
og þrátt fyrir rigningu, rok og lélegt
skyggni sáum við margt athyglisvert á
staðnum. Sérstaklega fannst mér
gaman að sjá höfnina sem hlotið
hefur bláfánann, evrópsk umhverfis-
verðlaun. Hægt er að ganga upp í tvo
útsýnispalla, annan með um hundrað
tröppum og pöllum þannig að þegar
upp er komið blasir fuglabyggðin við.
Gestir geta horft niður á syllur þar sem
mávurinn og fýllinn sitja og lundinn
spókar sig nánast fyrir framan nefið á
manni. Gætu Vestmannaeyingartekið
þetta sér til fyrirmyndar? Pöllunum
haganlega fyrirkomið og falla vel að
umhverfmu, frábærlega útfært.
Meðan við Eyjakonumar virtum fyrir
okkur lundann í fuglabjarginu á
Borgarfirði eystri vom hjón frá
Austurríki að staulast þama um í
rokinu og rigningunni. Konan virtist
hálfhrædd og hristi hausinn þegar ég
benti henni á að koma nær. Við brost-
um hins vegar upp í vindinn.
Því næst skoðuðum við steiniðju
Alfasteins. Nokkrar komu klyfjaðar út
enda margt fallegra muna þar. Kristín
keypti sér samt ekkert annað en kyn-
tröll. Þá fómm við í Bakkagerðis-
kirkju en þar er einstök altaristafla eftir
Kjarval.
Fararstjórinn, Þorsteinn Bergsson,
bóndi í Unaósi í Hjaltastaðaþinghá var
kominn til okkar, hann ætlaði að vera
við slátt urn morguninn en hætti við
enda veðurspáin afleit. Hann hafði
reyndar litið við hjá okkur kvöldið
áður. Meðal annars var hann spurður
um hvað konunni fyndist um að hann
færi einn með kvennaskarann. Hann
gaf nú lítið út á það enda ylirvegaður
maður en þá sagði Guðrún að það liti
betur út að vera með fjórtán konum en
einn á fjöllum.
Skvass, skvass í hverju
SKREFI
Um hádegi lögðum við bílunum við
Hvannstóð og gengum eftir Þverár-
eyrum, suður Desjarmýrarafrétt í átt
að Hvítserk. Síðan áfram vestan
Hvítserks upp á Húsavíkurheiði en
hún er hæst um 500 metmm yfir
sjávarmáli. Og það rigndi og rigndi.
Rigndi eftir pollagallanum niður í
skóna mína. Skvass, skvass heyrðist í
hverju skrefi og ég var hálfpartinn far-
in að sjá eftir því að hafa ekki splæst í
nýja skó en trúlega hefði ekkert dugað
annað en stígvél. Það sá varla út úr
augum en ég heyrði Svanhildi segja
uppörvandi, „nei, sjáið hvað dýja-
mosinn er fallcgur," og það var alveg
satt eins fagurgrænn og hann er. Eg
vissi líka að Ágústa með sinn frábæra
húmor var ekki langt undan. Hún er
sérlegur aðstoðarmaður minn í þess-
um ferðum, jafnt gengur yfir báðar.
Þar af leiðandi sólbrenn ég ef hún
gleymir að taka upp sólarvörnina
o.s.frv. „Nú er nóg komið,“ sagði hún
á Klaustri og dreif mig yfir í næstu
skólastofu klukkan fjögur um nóttina
þegar hún gat ekki sofið fyrir hrotum í
hinum. Eftir það vomm við kallaðar
flóttamennimir.
Naglakul og heitt kakó
Um það bil er við náðum háheiðinni
fór Vera Björk að tala um hvort við
ættum ekki að fara að fá okkur nesti.
Hún er mesta matargatið í hópnum
jafnframt því að vera grennst. Við
reyndum að setjast niður, urðum frá að
hverfa vegna veðurs en fundum seinna
blett til að setjast á. Það var
óneitanlega gott að fá sér heitt kakó og
ég vatt fingravettlingana um leið og ég
tók þá af mér. Það var samt ekki langt
í naglakulið þegar maður fór að
bögglast við að smyrja brauðið þannig
að ég flýtti mér allt hvað ég gat að
klára máltíðina. Það var rétt á mörk-
unum að ég kæmi vettlingunum á mig
aftur.
Sú hlið Hvítserks sem veit að
Húsavík er ævintýraleg ásýndum í
góðu veðri þegar gengið er niður
Gunnhildardal í átt að skálanum sem
stendur við veginn innan til í víkinni.
Hann var hins vegar hulinn þoku að
þessu sinni og ekkert við því að gera.
Planið var að ganga að Húsavíkur-
bænum en þar sem veðrið var svo
leiðinlegt var ákveðið að fara beint í
skála en þá höfðum við gengið í
tæplega íjóra tíma. Guðný Boga hafði
farið með Skúla á trússbílnum en hún
var með hitavellu kvöldið áður. Þegar
við komum í skála tók hún á móti
okkur með kaffi, nýbökuðum
lummum og þeyttum rjóma. Það voru
því glaðar konur sem settust að borð-
um, komnar í þurr föt og höfðu hengt
gallana í þurrkklefann en margar voru
gegnblautar þegar áfangastað var náð.
Biuóstbirta og Megas
Tveir karlmenn og ein kona voru fyrir
í skálanum en þau höfðu haldið kyrru
fyrir um daginn vegna veðurs. Skálinn
í Húsavík er sá glæsilegasti sem við
RAGGA og Díana slappa af.
LAGT’IANN í mígandi rigningu.
I>ORSTEINN heillaði Siggu og Svanhildi með söng sínuni.