Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003
11
HÓPURINN átti notalegan dag í Loðmundartirði. ÞAÐ var oft gaman í þcssari frábæru ferð.
höfum gist í, reistur af Ferðafélagi
Fljótsdalshéraðs, það fór vel um okkur
á loftinu. Við borðuðum góða súpu og
Þorsteinn fararstjóri sýndi á sér nýja
hlið því hann hélt uppi fjörinu um
kvöldið með gítarspili og söng, sér í
lagi þegar hann flutti lög og texta
Megasar. Það var því ekki ónýtt að fá
sér örlitla brjóstbirtu áður en farið var
að sofa.
Daginn eftir var ákveðið að fara að
Húsavíkurbænum enda komið ágætis-
veður. Húsavík fór í eyði 1974 en þar
bjuggu níutíu manns þegar mest var.
Þar em nokkur hús uppi standandi og
lítil snotur kirkja og er bæði henni og
sumum húsanna vel við haldið enda
dvelur fólk oft þarna á sumrin. Þegar
við komum í kirkjuna þyrmdi ein-
hvern veginn yfir mig og ég spurði
hvenær hún hefði verið byggð og
hafði orð á því hvað fólk hefði verið
trúrækið á árum áður. Það væri varla
til byggt ból öðruvísi en þar væri
kirkja. Eg var að reyna að rifja upp
hvenær ég sótti messu síðast þegar
Þorsteinn sagði að líklega væri hún
byggð upp úr 1930 en það hefði
komið fyrir að kirkjan hefði verið
notuð sem geymsla. Stuttu áður en
Húsavík fór í eyði bárust þær fréttir að
von væri á biskupnum í heimsókn sem
þá var að vísitera Austurland. Tóku
menn þá til í flýti en þegar biskup kom
í hlað voru víst nokkrir önglar í
skímarfontinum og haglabyssan
ennþá í ræðustólnum.
Aðdráttaraflið hennar
SVANHILDAR
Bratt er niður í fjömna fyrir neðan
Húsavíkurbæina en þó vel fært og þar
má finna ógrynni sjávarslípaðra
glerhalla og fleiri skrautlega steina.
Við tókum okkur góðan tíma og
lögðum af stað til baka með fulla vasa
af grjóti. Þá tók við óvenjuleg
atburðarás. Við sáum hest, u.þ.b.
veturgamlan fola, sem var einn á ferð.
Við reyndum að lokka greyið til okkar
og Svanhildi var skipað að gefa
honum kleinu sem allir vissu að hún
var með. Eftir það fylgdi hann okkur
ekki bara eftir, heldur skellti sér í
gönguhópinn. Ekki var nokkur leið að
losna við hann, ábyggilega einhverjar
hugsað með sér að þetta hefði nú verið
meira ruglið í henni Svanhildi. Þetta
var ótrúlega skondið allt saman, farar-
stjórinn fremstur, konumar hver á eftir
annarri og hrossið þriðja aftast. Svona
gekk þetta fyrir sig þar til við komum
í skálann þar sem Díana og Binna biðu
eftir okkur með kaffi. Þá fór hrossið
sína leið.
Eftir að við höfðum tekið farang-
urinn saman héldum við af stað í átt til
Loðmundarfjarðar. Leiðin liggur um
Nesháls, uppi á honum er gengið
meðfram Skælingi, háum og form-
fögrum tindi yst á fjallsröðinni milli
Húsavíkur og Loðmundarfjarðar.
Útsýnið var frábært þegar við sáum
mynni Seyðistjarðar og inn eftir Loð-
mundarfirði. Þegar lengra var haldið
sáum við til Dalatanga. A þessari leið
vom blómaáhugakonur í essinu sínu
því flóran er mjög fjölbreytt og finna
má sjaldséðar plöntur eins og blá-
klukkulyng, bláklukku, gulltopp,
meyjarauga og allt ætlaði vitlaust að
verða þegar fjandafælan fannst. Hún
þótti gagnleg til þess að fæla frá
drauga á ámm áður og er í alla staði
sérstök jurt. Þetta var því skenimtileg
leið með sínum fögm blómabreiðum.
ÍSLANDSMEISTARI í
PLÖNTUGREININGU
Við fengum okkur nesti tvisvar á
leiðinni enda veður gott. Gengið var
inn ströndina fram hjá eyðibýlunum
Nesi og Seljamýri að Stakkahlíð þar
sem við gistum. Þegar við komum
þangað höfðum við verið á göngu í
nær átta tíma þegar allt er talið þ.e.
ferðin um morguninn til Húsavíkur og
svo aftur til Loðmundarfjarðar. Eg
var orðin hálfþreytt síðasta spölinn,
þreytt á þessum endalausa blóma- og
steinaáhuga. Þetta gekk svo langt að
það var líka spáð í fléttur og skófir.
Saknaði hálfvegis kyrrðarinnar frá
deginum áður, rennblaut í pollagall-
anum. Þá rifjuðust upp einhverjar
gamlar minningar frá því ég var lítil,
gat allt eins átt von á því að verða
bráðum kölluð inn. Kannski var ég
bara hálffúl að muna ekki allar þessar
tegundir en sem betur fer sagðist
Guðbjörg Jónsdóttir ekki heldur hafa
pláss fyrir þetta á harða diskinum
sínum.
Fararstjórinn upplýsti göngugarp-
ana um hvað öll blómin hétu á leiðinni
en hann hefur unnið Islandsmeist-
aratitil í plöntugreiningu á landsmóti
UMFÍ, tvisvar.
Guðný Bjarna, Guðrún og Kristín
höfðu farið frá Húsavík með Skúla í
trússbflnum. Þær tóku að sér að grilla
fyrir mannskapinn og reiddu fram
dýrindis máltíð sem skolað var niður
með eðalvíni. Það færðist því fljótt fjör
í mannskapinn og ekki leið á löngu
þar til söngur og gítarspil hljómuðu
um húsið. Við áttum rólegan dag fyrir
höndum og þá var um að gera að hafa
góða kvöldvöku. Af tillitssemi við
aðra ferðamenn færðum við okkur út.
Einhverjum varð þá að orði að nú væri
komin upp undarleg staða, hundurinn
inni en við úti, í Loðmundarfirði.
Fjörið undir hlöðuveggnum hélt áfram
enda erfitt að hafa sig inn, veðrið
frábært og sumamóttin töfrandi.
KyNJAHLJÓÐ f NÓTTINNI
A laugardeginum tókum við það
rólega og fómm inn að Klyppstað og
skoðuðum kirkjuna en þangað er um
klukkustundar gangur. Þar settumst
við niður og tókum langa kaffipásu
enda sólin farin að skína. Þar var
mikið hlegið og eftir það var það
aldrei nefnt annað en stoppið á
Kirkjukaffi við Klyppstað. Innan við
Klyppstað skiplir hið svipmikla
Herfell dalnum. Sunnan megin er
dalur sem ýmist er kallaður Bárð-
arstaða- eða Amastaðadalur en hinum
megin Norðurdalur, Miðdalur og
Hraundalur. Við gengum líka að fall-
egum fossi sem er í Fjarðará sem
fellur eftir miðjum dalnum. A leiðinni
fundum við mjög merkilegt blóm sem
er ýmist nefnt dýragras eða karl-
mannstryggð. Það hefur þann
eiginleika að blómið lokast um leið og
sólin hættir að skína. Um kvöldið
borðuðum við góða máltíð saman og
desertinn var sérstaklega ljúffengur
sem þær Villa, Sigga Braga og Guðný
Boga sáu um. Um kvöldið fóm allir í
háttinn klukkan tíu því framundan var
langur og strangur dagur. Guðný
Bjama, sem sér hópnum fyrir andlegri
næringu, las sögu fyrir svefninn og
fyrr en varði var komin kyrrð í
skálann.
Eg svaf eins og steinn, vaknaði glöð
og hress þegar Ragga kallaði á okkur í
morgunmat. Hún þykir hafa svo
þægilega rödd að hún var eftir það
kosinn yfirkallari hópsins. Eg spurði
þá sem voru í næsta nágrenni hvemig
þau hefðu sofið. Ágústa svaf við
hliðina á mér vinstra megin og Þor-
steinn var næstur mér hægra megin.
Díana og Binna voru í fleti gegnt
okkur. Þær eru svipaðar og við
Ágústa, jafnt gengur yfir báðar.
Ákaflega traustar og ef mann vantar
einhverja úrlausn, íbófen, hvort sem er
á nóttu eða degi, plástur eða slíkt, fer
maður til þeirra.
Díana sagðist ekki hafa sofið neitt
sérstaklega vel, það hefði mátt heyra
ýmis kynjahljóð um nóttina. Bóndinn
á Unaósi tók undir það. Það fóm að
renna á mig tvær gn'mur. Ég hafði gert
samkomulag við Ágústu um að hún
ýtti við mér ef ég hryli og ég
sömuleiðis við henni ef svo bæri
undir. Var það svona, sagði ég og líkti
eftir hrotuhljóði eða svona og líkti
eftir háu hrotuhljóði. „Nær því fyrra,"
sagði Þorsteinn. Þetta var að verða
vandræðalegt en ég hélt í vonina og
spurði hvort það hefði ekki bara verið
Ágústa. Hann svaraði því neitandi. Ég
sagði snöggt, „þú hefðir nú getað ýtt
við mér." Hann sagðist hafa verið að
hugsa um það, en náð að sofna á milli.
Þokkalegt.
Adeins komist á eina
KERLINGU f LóÐMUNDARFIRÐI
Hópurinn hélt að stað frá Stakkahlíð
snemma um morguninn. Skyggni var
gott, veðrið frábært og við gengum
um á stuttbuxum og ermalausum bol.
Ákveðið var að Skúli færi með þær
sem vildu eins langt og hægt væri á
trússbflnum. Hann beið eftir okkur efst
í Stakkarhlíðarhrauni og allur hóput-
inn gekk að greni sem hann hefur
legið á. Það var forvitnilegt að sjá hvar
hann liggur í leyni og hvar tófan
heldur sig. Hann sýndi okkur hvar
ylfingamir leika sér, eftir að þeir
komast á legg, en rebbi veiðir í
matinn og færir þeim. Hann fer í
langar ferðir og snertir ekki við
fuglum næst greninu fyrr en hann fer
að kenna ungviðinu veiðiaðferðir.
Áfram var haldið upp eftir
Loðmundarskriðum og aftur sam-
einaðist hópurinn við Fitjar í
Hraundal. Þama fóru einhverjar að
draga fram kosti Eyjanna og m.a. hvað
pysjutíminn væri skemmtilegur og
það hefði ekki verið minna gaman að
eltast við þær á unglingsárunum en
sem bam. Skúli, sem er laus og
liðugur sagði þá svona eins og uppi úr
eins manns hljóði, „þið emð nú
óttalegar pysjur."
Á leiðinni höfðum við gengið með
fjalli sem heitir Karl en nú blasti
Kerling við innarlega í Hraundalnum.
Áður en Skúli skildi við okkur sagði
hann þessi fleygu orð: „Þetta er nú
eina kerlingin sem ég hef farið upp á í
Loðmundarfirði," og benti á fjallið.
Hópurinn hélt því næst upp Orustu-
kamb áleiðis í Kækjuskörð. Reyndar
fékk hópurinn sér nesti á leiðinni og
staðurinn umsvifalaust nefndur Kaffi
Tjöm eftir nánasta umhverfi. Þetta var
talsvert á brattann og tekin regluleg
öndunarstopp en okkur sóttist ferðin
engu að síður vel. Leiðin liggur eftir
snjófönnum og stórgrýti upp í tæplega
750 metra hæð á háskarðinu og þaðan
er hið besta útsýni, bæði á hinn
skiýtna tind Skúmhött sem þama er
skammt undan og sömuleiðis yfir
Borgarfjörð og reyndar til ýmissa átta.
Við fengum fínt útsýni en stuttu eftir
að við lögðum af stað niður í
Kækjudal lagðist þoka yfir þannig að
við vorum sérlega heppnar, á réttum
stað á réttum tíma. Á leiðinni fundum
við blómið sem ég dáist hvað mest að,
jöklasóley með sínum hvítu og bleiku
blómum. Þvflík elja. Við héldum
niður gamla hestagötu niður Kækjudal
fengum okkur bita á Kaffi Grjót á
leiðinni, héldum áfram hjá höfuðbóli
álfa í Kækjusteini og síðar Állakirkju.
Því næst komum við niður á Þverár-
eyramar og rétt áður en við komum að
Hvannastóði eftir níu tíma göngu
óðum við á og þar sýndi Svanhildur
frábæra takta eins lipur og létt og hún
er.
Leiðarlok
Göngunni var lokið og við ókum af
stað niður í Borgarfjörð þar sem við
hittum Skúla aftur á Borg. Áður en
hann gaf sér tíma til að heilsa heyrðum
við hann segja eins og hálf afsakandi í
síma, „þær eru komnar, konumar."
Við kvöddum hann og Þorstein sem
var orðin hálfþreytulegur eftir allt
glamrið í okkur. Ferðin til baka gekk
vel, gistum eina nótt í Bemfirði og
síðan lá leiðin til Þorlákshafnar. Við
komum þvf heim með seinni ferð
Herjólfs eftir tæplega viku ferð. Ferð
sem einkenndist af gleði, hlátri og
vinarþeli. Svei mér þá ef við nöfnur
höfðum ekki lært fullt af nýjum
blómaheitum. Daglega lífið að taka
við og ég hálfpartinn farin að sakna
karlanna á Fréttum.
gudbjörg @ eyjafrettir. is
Myndir: Guðbjörg ogAgústa Guðna.
GUÐNÝ í fótaaðgerð hjá Ágústu.
GUÐNÝ, Sigga og Villa með desertinn góða.
SIGGA, Ágústa og Guðný í steinalcit.