Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Side 13
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003
13
Nýsköpunarsjóð-
ur ekki með í
frumkvöðlasetri
Bæjarráði barst bréf frá Nýsköp-
unarsjóði þar sem kemur fram að
sjóðurinn sjái sér ekki fært að koma
að stofnun frumkvöðlaseturs í Eyjum
að svo stöddu.
Röksemd sjóðsins er sú að nú þegar
taki hann þátt í rekstri tveggja frum-
kvöðlasetra og em það tilrauna-
verkefni til fimm ára. Setrin em á
Norðurlandi og Austurlandi, á
Akureyri og Homaftrði. I ljósi reynsl-
unnar er ætlunin að meta árangurinn
og í framhaldi af því hugsanlega
aðkomu sjóðsins að fleiri frum-
kvöðlasetmm.
Ef árangur er í samræmi við
væntingar verður afstaða sjóðsins til
frekari þáttöku í frumkvöðlasetrum
annars staðar á landinu endurskoðuð.
Bæjarráð mun leita til Nýsköp-
unarsjóðs á ný þegar vinna við
stofnun frumkvöðlaseturs er lengra á
leið komin.
/
Anægðir
Á fundi bæjarráðs á mánudaginn lýsti
ráðið yfir almennri ánægju sinni með
starf íþróttafélaganna í bænum og
með mót sem þau hafa staðið fyrir í
sumar sem hafa dregið fjölda fólks til
Vestmannaeyja. „Starfsemi þessara
félaga skiptir miklu máli fyrir bæjar-
félagið í heild sinni.“
Halla Júlía Andersen skrifar lesendabréf:
Nám er vinna - Agi er uppeldi
-Fullorðnir eru fyrirmyndir
Ég get ekki lengur orða bundist vegna
umijöllunar um árangur 10. bekkinga
í skólanum mínum í vor. Bæjar-
stjómar- og bæjarráðsmenn virðast
enn ekki vita hvað gerðist og í dag
(fimmtudagur 24.7.) las ég í Fréttum
að krafist er svara og útskýringa skóla-
stjóra og aðstoðarskólastjóra. Getur
verið að það sé verið að nota
unglingana okkar og árangur þeirra í
pólitískum tilgangi?
Skólafulltrúinn er búinn að svara,
þannig að þið, sem við kusum til að
stjóma bænum okkar, hvar í flokki
sem þið standið, ættuð nú að fara að
sameina krafta ykkar, bjarga því sem
bjargað verður í rekstri bæjarins og
hætta þessum nomaveiðum. Þeir sem
þetta kemur við, þ.e. nemendur, for-
eldrar og kennarar, vita ástæðu
árangursins og vita einnig hvað þarf til
til þess að ná árangri. Eg kenndi
þessum krökkum dönsku í 4 ár og
þykir afar vænt um þau. Ég er bundin
trúnaði gagnvart þeim og foreldrum
þeirra sem og skólastjóri og aðstoðar-
Annað sem ég er ekki
sátt við er hvað
Barnaskólinn virðist
alltaf fá umfjöllun í
fjölmiðlum árin sem
árangur þar er verri en
í Hamarsskóla. Skól-
arnir skiptast nefnilega
nokkuð reglulega á að
vera „betri skólinn" á
samræmdum prófum.
Hvernig stendur á
þessu? Hverjir stuðla
að þessu? Við erum
með tvo grunnskóla í
bænum sem eru hér
fyrir nemendur sína,
hvor í sínu
íbúðarhverfi.
skólastjóri. Þess vegna er ég á móti
þessari opinbem umijöllun. Mérfinnst
hún ganga út á að ,,hengja“ einhvem. í
þessum árgangi vom margir nem-
endur sem stóðu sig ágætlega. Það
virðist gleymast. Er þessi umljöllun
réttlát gagnvart þeim?
Skólasamfélagið samanstendur af
nemendum, heimilum þeirra og skóla.
Gott samband milli þessara aðila er
lykill að velgengni og árangri nem-
endanna. Sá farvegur sem umíjöllunin
er í stuðlar ekki að samheldni þessara
aðila, heldur sundmngu.
Skólastjórar gmnnskólanna okkar
vom í opnuviðtali Frétta í byrjun júní
og tjáðu sig þar um námsárangur
almennt. Þessi mál hafa einnig verið
tekin fyrir í skólamálaráði. Ef hvert
bam fær svo umönnun, aðhald og aga
hjá fjölskyldu sinni, eru þessi mál í
réttum farvegi. Þá geta þeir, sem málið
varðar, stuðlað að bættum árangri
hvers bams fyrir sig.
Annað sem ég er ekki sátt við er
hvað Bamaskólinn virðist alltaf fá um-
fjöllun í ijölmiðlum árin sem árangur
þar er verri en í Hamarsskóla. Skól-
amir skiptast nefnilega nokkuð
reglulega á að vera „betri skólinn“ á
samræmdum prófum. Hvemig stendur
á þessu? Hverjir stuðla að þessu? Við
emm með tvo gmnnskóla í bænum
sem em hér fyrir nemendur sína, hvor
í sínu íbúðarhverfi. Báðir búa yftr
kostum og göllum, styrkleikum og
veikleikum. Að vísu er aðbúnaður
skólanna ekki eins, en verður vonandi
einhvem tíma, þannig að nemenda-
fjöldi í bekkjardeildum verði svipaður
og jafnvel að allir bekkir fái sérstaka
kennslustofu til að vinna í. Getur verið
að þetta skipti máli?
Nú er þjóðhátíð framundan. Þetta er
fjölskylduskemmtun okkar Eyja-
manna. Sýnum gott fordæmi og
vemdum unglingana okkar fyrir öllu
vondu!!!!
Gleöilega liátíð
Halla Júlía Andersen
kennari við Bamaskóla
Vestmannaeyja.
Viðbygging Safnaðarheimilis í burðarliðnum
A síðasta fundi skipulags- og
bygginganefndar var tekin fyrir
umsókn safnaðarnef ridar
Landakirkju um leyfí fyrir
viðbyggingu við Safnaðar-
heimili. Nefndin frestaði
afgreiðslu umsóknarinnar en
fól skipulags- og bygginga-
fulltrúa bæjarins að kynna
málið fyrir bæjarbúum.
Viðbyggingin er fyrirhuguð
vestan við núverandi safnaðar-
heimili en Jökull Pálmar
Jónsson, skipulags- og
byggingafulltrúi, sagði í samtali
við Fréttir að mænishæð
fyrirhugaðrar viðbyggingar sé
rúmum metra hærri en
mænishæð núverandi safnaðar-
heimilis enda er áætlað að
viðbyggingin verði á tveimur
hæðum. Gengið veður inn í
viðbyggingu á efri hæð og í
viðbyggingunni er lyfta, þannig
að samgangur milli kirkju og
safnaðarheimilis er auðveld-
aður til muna fyrir hreyfí-
hamlaða.
„Þá er einnig fyrirhuguð ný
innkeyrsla frá Vallargötu og
verða staðsett tvö bflastæði
fyrir fatlaða vestan við
fyrirhugaða viðbyggingu,“
sagði Jökull.
Þeim sem vilja kynna sér
málið nánar er bent á skrifstofu
skipulags- og byggingarfulltrúa
að Tangagötu 1, en þar geta
áhugasamir skoðað teikningar
og komið á framfæri athuga-
semdum til skipulags- og
bygginganefndar.
VIÐBYGGING Safnaðarhcimilisins verður vestan við núverandi safnaðarheimili og verður heldur hærri.
Lögreglan í Eyjum:
Stendur
sig vel í
barátt-
unni gegn
fíkniefnum
LÖGREGLAN á vakt í Dalnum
á þjóðhátíð.
Ef tölur um heildarmagn fíkniefna
sem hald var lagt á, og skipting
þess milli embætta árið 2002 eru
skoðaðar kemur fram að í Vest-
mannaeyjum var lagt hald á 425,43
gr af hassi sem er næst mesta magn
á landinu.
Reykjavík er með mesta magnið
eða 55.902.13 gr en á Akureyri var
lagt hald á 316,86 gr, á Keflavíkur-
flugvelli 283,77 gr og 252,18 gr í
Hafnarfirði. Sáralítið fannst hins
vegar af marihuana í Eyjum eða
0,15 gr á móti 449,64 gr. í Reyka-
jvík en hafa ber í huga, vegna brota
í Reykjavík, að hluti þeirra kemur
til vegna mála sem eiga upphaf sitt
hjá embætti sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli og
tollstjóranum í Reykjavík.
Mesta magn af amfetamíni var
tekið í Reykjavík eða 6.425,07 gr, á
Keflavíkurflugvelli voru tekin
233.1 gr, í Hafnarfirði 96 gr, Vest-
mannaeyjar eru í fjórða sæti með
71,67 gr, og Akureyri í því fímmta
með 59,98 gr.
Ef tölur um magn á kókaíni eru
skoðaðar kemur fram að Vest-
mannaeyjar eru í öðru sæti með
36,20 gr, Reykjavík í þvf fyrsta
með 1802,08 gr en á Akureyri
náðust 19,88 gr, Hafnarfjörður var
með 5,47 gr og Kópavogur með
4,84. í Vestmannaeyjum var lagt
hald á 23 E-töflur og þar eru
Vestmannaeyjar í fimmta sæti,
Reykjavík lagði hald á flestar töflur
eða 470, Hafnarfjörður 126,5,
Akureyri 113 og Kópavogur 39.
Hafa ber í huga, vegna brota í
Reykjavík, að hluti þeirra kemur til
vegna mála sem eiga upphaf sitt hjá
embætti sýslumannsins á Kefla-
víkurllugvelli og tollstjóranum í
Reykjavík.