Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Qupperneq 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003
ADDA vonast til að Húsið breyti aðstöðu ungs fólks í Eyjum til hins betra.
Husið verður
til mikilla bóta
- og ég vona að við séum ekki að fara úti
eitthvað sem enginn vill sækja, segir
Adda sem fór Þjóðveg 2 í sumar til að
kynna sér starfsemi menningar- og
kaffihúsa víða um land
Guðlaug Amþrúður Guðinundsdóttir,
18 ára framhaldsskólanemi, verður í
stjóm samtaka um ungmennahús sem
ákveðið er að stofna. Fór hún ásamt,
krökkum víðs vegar að af landinu í
heimsókn til allra ungmennahúsa sem
em starfandi og vhr leiðangurinn
kallaður Þjóðvegur 2.
Guðlaug Amþrúður, eða Adda eins
og hún er kölluð venjulega, er á nátt-
úrufræðibraut í Framhaldsskólanum
og stefnir hún á að útskrifast næsta
vor. Þegar Adda er spurð um félagslíf
unglinga í Vestmannaeyjum, stendur
ekki á svarinu. „Það hefur farið
versnandi á þeim tíma sem ég þekki
til. Krakkamir hanga meira heima hjá
sér yftr tölvum og öðm og eru ekki á
ferðinni niðri í bæ eins og var þegar ég
var í gmnnskóla. Við vomm ekki
mjög lengi úti á kvöldin en við
komum saman sem mér finnst skipta
máli. Það hefur vantað eitthvað til að
draga krakkana út og að þau haft
eitthvað við að vera,“ segir Adda og
fagnar því að menningar- og ung-
mennahús sé nú að komast á koppinn.
„I Húsinu getum við verið með
spilakvöld og aðra starfsemi fyrir ungt
fólk og þá mæta krakkarnir. Féló er
fyrir krakka í 7. til IÓ. bekk, eða 12 til
16 ára en það hefur vantað eitthvað
fyrir þá eldri og nú er það loks að
koma.“
Þó Húsið sé enn ekki tekið starfa
em Vestmannaeyjar aðilar að sam-
tökum ungmennahúsa sem tekið hafa
til starfa víða á landinu í undanfömum
ámm. Það em Hitt húsið í Reykjavík
sem Adda segir að sé frekar upp-
lýsingamiðstöð en samkomuhús en
þaðan er stjómað mjög öflugu starfí á
vegum Reykjavíkurborgar. Á Akra-
nesi er Hvíta húsið, Mímir í
Borgamesi, Garnla apótekið á ísafirði,
Geymslan á Sauðárkróki, Kompaníið
á Akureyri og Tún á Húsavík.
„Við heimsóttum alla þessa staði og
eru húsin mjög misjöfn. Aðsóknin er
mest í bestu húsin og best er Gamla
apótekið á ísafirði. Misjafnt er hvaða
starfsemi er í húsunum, sums staðar
em haldin námskeið í myndlist, frír
aðgangur að tölvum eða Netkaffi.
Annars staðar eru billjarðborð og pílu-
kast og á tveimur eða þremur stöðum
er æfingaaðstaða fyrir hljómsveitir.
Það gengur alveg ef vel er einangrað.
Á tveimur stöðum' var framhalds-
skólaútvarp."
Ferðin stóð frá föstudegi til þriðju-
dags og kallaðist hún Þjóðvegur 2 og
stofnuðu þau samtök sem eiga að
heita Húsfélagið. Farið var um í lítilli
rútu og vom þau 13 með bfistjóra.
„Hannes frá Hinu húsinu og Halldór
frá Isafirði fóm fyrir hópnum í
ferðinni sem var mjög skemmtileg.
Eftir að hafa kynnst þessari starfsemi
annars staðar líst mér ágætlega á það
sem á að fara að gera hér. Húsnæðið
er ágætt þó það sé ekki eins stórt og
Gamla apótekið en á sumum stöðum
er það minna. Það verður gaman að fá
kaffihús fyrir okkur með tölvum,
billjarð, pfiukasti og sjónvarpi. Þama
gætu hljómsveitir líka troðið upp einu
sinni í viku. Húsið verður til mikilla
bóta og ég vona að við séum ekki að
fara út í eitthvað sem enginn vill
sækja," sagði Adda að endingu.
Menningar- og kaffihús verður að veruleika:
Ahugahópur um menningar- og kaffi-
hús ungs fólks, sem komið var á fót að
frumkvæði Barkar Grímssonar
bankastjóra íslandsbanka í Eyjum
nokkrum dögum fyrir bæjarstjómar-
kosningarnar vorið 2002, er nú að sjá
fyrir endann á starfi sínu. Upphalið
var að Börkur kallaði til sín fulltrúa
allra framboða auk forsvarsmanna
Frétta og var hugmyndin þá að ráðast
í húsnæðið að Bárustíg 1, áður
Calypso, og útbúa þar kaffihús fyrir
ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Það
gekk ekki en nú er komin lausn því
Islandsbanki hefur lánað húsnæðið að
Vestmannabraut 36, áður Eyjablóm,
undir starfsemina.
„I upphafi höfðum við fyrirmyndir
frá Gamla apótekinu á Isafirði, Hinu
húsinu í Reykjavík og þá nýlega Hvíta
húsinu á Akranesi. Allt em þetta
ungmennahús fyrir 16 til 25 ára,“
sagði Selma Ragnarsdóttir sem farið
hefur fyrir hópnum. „Rauði krossinn
hefur komið að verkefninu á öðrum
stöðum á landinu ásamt stómm
aðilum úr atvinnulífinu og öðmm
velunnumm."
Selma sagði að með styrk Islands-
banka í formi leigu á húsnæðinu við
Vestmannabraut 36 til tveggja ára
væri bankinn að koma mjög myndar-
lega að forvömum unglinga í bænum.
Einnig hefur verið óskað eftir við-
ræðum við bæinn um málið „Við
vonum svo að fleiri fyrirtæki og
félagasamtök fylgi þeirra fordæmi
með sams konar styrkjum í formi
beinna rekstrarstyrkja, innanhússmuna
eða vinnuframlags að einhverju tagi.“
Húsnæðið er á mjög góðum stað í
miðbænum. er 118 fermetrar á einni
hæð og skráð sem verslunarhúsnæði.
„Talsverðar breytingar þarf' að gera og
kaupa þarf stóla og borð, sófa, tölvur,
sjónvarp, dvd/videó tæki, eldhústæki
og áhöld, ísskáp og kaffivél svo
eitthvað sé nefnt. Ekki er gert ráð fyrir
fullkomnu eldhúsi á staðnum því
starfsemin er ekki hugsuð sem veit-
ingarekstur heldur að hægt verði að fá
sér kaffí, sýna sig og sjá aðra.
Húsnæðið er tilvalið fyrir starfsemina
og þökkum við Islandsbanka fyrir að
ríða á vaðið og styrkja okkur,“ sagði
Selma.
Reksirarfyrirkomulag
Talið er heppilegast að reksturinn
verði í höndum hóps eða rekstrar-
félags, sem samanstendur af forstöðu-
manni sem væri fastur starfsmaður og
fimm til sex manna húsráði, skipuðu
af því fólki sem staðurinn er ætlaður.
„Starfsemin verður með sjálfstæðan
fjárhag og stjóm. Hugmyndin er
einnig að stofnað verði hollvinafélag
sem samanstendur af þeirra sem starfa
að forvömum, lögreglu, læknum,
prestum, kennumm, foreldmm og
jafnvel fleirum. Eðlilegast væri að
bjóða veitingareksturinn út. Líklega
yrði að selja inn á námskeið, fyrir-
lestra, sérstök kvöld eða tónleika til að
það stæði undir sér en umframtekjur
rynnu beint í rekstur og viðhald.
Hugsanlegt er að koma starfi nemenda
Framhaldsskólans í húsinu inn í ein-
ingakerfi skólans. Geri ég ráð fyrir
nánu samstarfi við skólann og nem-
endafélag hans.“
Opnunartími
Lagt er til að starfsemi hússins verði
öflug yfir vetrartímann, ffá september
til loka maí, en minna verði um að
vera á sumrin. „Samkvæmt upplýs-
ingum og reynslu annars staðar
teljum við eðlilegt að yfir vetrar-
tímann sé opið 16.00 til 23.00 á
mánud.-fimmtud., 15.00 til 01.00 á
föstud. og laugard. og 20.00 til 23.00
á sunnudögum."
Starfsemin
„Hugmynd okkar er að stofna hér
menningar- og kaffihús þar sem ung-
lingarnir eiga sér sameiginlegan stað
til tómstunda- og félagsstarfa eða bara
koma saman. Hér sárvantar aðstöðu
fyrir unglinga eldri en 16 ára.
Listsköpun og ýmis klúbbastarfsemi
yrði aðalviðfangsefnið auk ýmissa
uppákoma og fyrirlestra. Möguleik-
amir eru í raun óendanlegir þegar ungt
fólk á í hlut enda er það ætlunin að
fólkið sem sækir staðinn móti starfið
og Húsið sjálft. Eitt skilyrði er þó að
staðurinn verði algjörlega vímuefna-
og reyklaus. Við lítum svo á að verið
sé að koma upp húsi fyrir ungt fólk
sem sé hluti af enn stærra forvama-
starfi í bænum."
Stofn- og
REKSTRARKOSTNAÐUR
Gróflega áætlaður stofnkostnaður er á
bilinu 3 til 4 milljónir. I þeirri upphæð
er gert ráð fyrir að allt sé borgað en í
reynd má gera ráð fyrir að fyrirtæki,
félagasamtök eða einstaklingar taki á
sig hluta kostnaðar til að mynda með
gjöfum eða vinnuframlagi. „Gróflega
áætlað er rekstarkostnaður verði sam-
tals um fimm milljónir króna.
Nafnið á kofanum
„Margir hafa sýnt þessu áhuga og ekki
síst unga fólkið sjálft sem hefur þurft
að bíða lengi og óþreyjufullt eftir
þessu. Nú er mál til komið að svona
hús verði opnað. Því teljum við
auðsótt að fá aðila til hjálpar og styrki
til að koma þessu á laggirnar. I dag
em starfandi sjö ungmennahús á
landinu, sex sem em í bígerð og Ijórir
stáðir sem em með málið í athugun.
Við vonum að þessi orð varpi nokkru
ljósi á fyrirhugaða starfsemi og
kostnað við að koma henni á fót og
reka hana. Ljóst er að undirbúningur
og kostnaður er mikill en við teljum
að með jákvæðu hugarfari og sam-
vinnu getum við unnið þetta
mikilvæga verkefni saman og þannig
lagt okkar af mörkum fyrir ungt fólk í
Vestmannaeyjum.
Flest húsin bera nöfn sem enda á
húsið, s.s. Hitt húsið og Hvíta húsið.
Við fómm þá leið að leggja til að
menningar- og kaffihúsið yrði ein-
faldlega kallað Húsið. Við stefnumn
að því að opna Húsið í september og
auglýst verður staða forstöðumanns
og annars starfsfólks fljótlega," sagði
Selma sem að lokum vildi leggja
áherslu á að allir sameinist í þessu
brýna verkefni sem sé hafið yfir alla
fjokkspólitík.
Áhugahópurinn samanstendur af
þessum:
Selma Ragnarsdóttir
Jóhann O. Guðmundsson
Smári Jökull Jónsson
Ema Ósk Grímsdóttir
Börkur Grímsson
Ómar Garðarsson
Aðrir sem hafa lagt okkur lið em:
Sigurjón Pálsson
Sigursveinn Þórðarson
Bjami Ólafur Magnússon
Ivar Bergsson
Sigurður Páll Ásmundsson
Víkingur Smárason
Sigþóra Guðmundsdóttir
Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir.
Þeir sem hafa álniga á að kynna sér
skýrslu hópsins nánar geta nálgast
hana í Ráðhúsinu.
HÚSIÐ ufhent. Smári Jökull, Erna, Jóhunn Ólafur, Selma, Börkur og Maghús Arngrímsson, nýr útibússtjóri
Islandsbanka í Eyjum.
Húsið skal það heita