Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2003, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2003 15 Gætir hagsmuna bæjarins Meirihluti bæjarstjómar hafði lagt fram tillögu þess efnis að Astráði Haraldssyni lögfræðingi yrði falið að verja hagsmuni bæjarins vegna uppsagnar Inga Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra. Ingi hefur sjálfur falið lögfræðingi sínum, Ragnari Hall að sjá um öll samskipti sín við núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm lögðu fram tillögu á fundi bæjarstjómar í síðustu viku að leitað yrði frekar til lögfræðinga innanbæjar frekar en Ástráðs. Segir í lok tillögunnar: „...lögmenn í Eyjum hafa töluverða reynslu af málum er varðar ráðningarsamninga." Tillagan var felld með íjómm atkvæðum gegn þremur. Vill svör skólastjóra Guðjón Hjörleifsson (D) ítrekaði, ásamt félögum sínum í minnihluta bæjarstjómar. lillögu sína um að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Bamaskólans í Vestmannaeyjum skili áliti sínu um ástæður niðurstaðna samræmdra prófa 10. bekkinga í Bamaskólanum. Oskað er eftir að bæjarstjóm, skóla- málaráði og foreldmm gmnn- Jonna Hamilton, bandanskur háskolanemi: Rannsakar hegðun og atferli lunda JONNA segist vera að reyna finna út hvaða hegðunarmynstri lundinn fylgi og nýleg rannsóknartæki geri það mögulegt. „Tækin eru það lítil að ég get límt þau á bakið á fuglinum. Eg næ lundanum við holuna og tækið safnar upplýsingum í u.þ.b. 24 til 36 tíma. Jonna Hamilton, bandarískur háskóla- nemi, hefur dvalið í Eyjum síðan um miðjan maí við rannsóknir á hegðun og atferli lunda. Hún er á öðm ári við Brown University, Providence. RI og hlaut styrki til rannsóknanna frá Fulbright-Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Scholarship sem komið var á fót af dr. Þorsteini Inga Sigfús- syni en sjóðurinn er samstarf Fulbright stofnunarinnar og Rannsóknaseturs Vestmannaeyja. Styrkir á vegum Fulbright em til að auka alþjóðleg samskipti milli Banda- ríkajanna og annarra þjóða. Ameri- can- Scandinavian Foundation kostar síðan stærstan hluta rannsóknar- búnaðarins sem hún vinnur með í Eyjum. „Eg er að rannsaka hvemig lundinn hreyfir sig og hvemig hann notar vængina bæði í vatni og lofti. Ég er einnig að rannsaka hvemig lundinn syndir en mörgum spumingum þar að lútandi er enn ósvarað. Páll Marvin hefur rannsakað hvemig hann kafar en við viljum safha frekari upplýsingum þ.e hversu lengi, hversu djúpt og hversu oft hann kafar.“ Jonna segist vera að reyna ftnna út hvaða hegðunarmynstri lundinn fylgi og nýleg rannsóknartæki geri það mögulegt. „Tækin eru það lítil að ég get límt þau á bakið á fuglinum. Ég næ lundanum við holuna og tækið safnar upplýsingum í u.þ.b. 24 til 36 ti'ma. Ég þarf hins vegar að sitja um fuglinn og ná honum aftur og það getur verið þrautin þyngri. Tækið mælir hita og þrýsting og út frá því má reikna hversu djúpt fuglinn kafar. Þetta krefst mikils tíma, útsjónarsemi og þolinmæði. Palli hefur upplýsingar um tvö til þrjú dýr en rannsóknir sem þessar hafa ekki verið gerðar áður í heiminum." Rannsóknimar sem Jonna vinnur að snúa einnig að hegðun og atferli lundans. ÉghorfiáupptökurfráYsta- kletti en þar er myndavél tengd örbylgjusendi þannig að ég get fylgst með á Náttúrugripasafninu og reyni ég að fylgjast með daglegri hegðun lundans. Hvenær þeir sitja á eggjum, færa unganum fisk o.s.frv. Ég er enn að safna upplýsingum en hef ekki unnið nægilega úr þeim þannig að ég geti sagt til um heildarmynstrið." Þegar Jonna er spurð um hvað sé mest heillandi við lundann segir hún það vera þegar þeir koma af sjónum og lenda akkúrat hjá sinni holu. Þeir virðast þekkja sitt nágrenni og ef nýr fugl kemur inn á þeirra svæði, hrekja þeir hann í burtu. Þeir eru mjög varir um sig um þessar mundir, ungi fuglinn er að komast upp og þá veijast þeir miskunnarlaust. Lundinn liggur á eggjum í 30 til 40 daga og unginn er í 38 til 45 daga í holunni. Það er sérstætt við lundann að þegar hann yfirgefur ungana eru þeir sjálfstæðir og fúllfærir um að bjarga sér. Langvían fæðir ungann og fylgir honum eftir eins og aðrar fuglategundir." Jonna segir tímann hér hafa verið ánægjulegan og allir hafi tekið henni afskaplega vel. „Ég var hér fyrir tveimur árum með kennara mínum. Síðasta daginn hér í Eyjum fékk ég á tilfmninguna að ég yrði að koma aftur Við vorum hér við athuganir og tókum með okkur lundaegg en ung- amir höfðu það ekki af. Við emm hins vegar með langvíu sem var flutt inn frá Alaska og getum rannsakað hegðun hennar í skólanum. Rann- sóknimar hér gefa mér tækifæri til að skoða lundann í sínu náttúrulega umhverfi í stærstu lundabyggð heimsins." Jonna hefur að hluta til unnið við rannsóknimarí Ystakletti. Páll Marvin og starfsmenn hafnarinnar hafa séð um að flytja hana þangað út með bát og hún segir lundakarlana hafa tekið sér vel. „Þeir buðu mér í kaffi og köku og mig langar að sjá hvemig þeir bera sig að við veiðamar. Ég er ekki á móti veiðunum, fullorðni fuglinn er ekki tekinn og ef veiða á lunda þá er þetta rétta aðferðin. Það er gömul hefð fyrir veiðunum og ég virði hana." Jonna tekur fram að margir hafi spurt sig hvort hún hafi borðað lunda en hún segist ekki hafa gert það ennþá. „Margir vísindamenn hafa þá skoðun að maður eigi að borða viðfangsefni sín ef þau em á annað borð æt, þeir sem rannsaka fisk borða fisk, snigla o.s.frv. Þess vegna verð ég að prófa og smakka á lunda,“ segir þessi við- kunnanlega stúlka en hún dvelur hér fram í miðjan ágúst. Hún vonast til að koma aftur seinna enda finnst henni fólkið hér yndislegt og náttúran stórkostleg. Bæjarstjórn: Enginn sameiginlegur fundur með Inga Málefni Inga Sigurðssonar fyrrverandi bæjarstjóra vom áberandi á fundi bæjarstjómar í síðustu viku. Tekin var fyrir fundargerð bæjar- ráðs frá 21. júlí þar sem Guðjón Hjör- leifsson (D) spurði meirihlutann hversu oft bæjarfulltrúar meirihlutans höfðu allir lundað saman með frá- farandi bæjarstjóra. Andrés Sig- mundsson bókaði í bæjarráði að fyrirspurnin þjóni engum tilgangi. Si'ðar, eftir bókun Guðjóns um að slíkt svar sé útúrsnúningur og f raun viðurkenning á því að aldrei hafi slíkur fundur farið fram, sagði Andrés í bókun að framkoma og vinnubrögð sjálfstæðismanna gagnvart fyrrverandi bæjarstjóra sé það sem skaðað hefur hann mest. Guðjón bókaði svo á bæjar- stjómarfundinum þar sem hann lýsti undmn sinni á bókun Andrésar. „Nú er öllum Ijóst að Ingi naut trausts og trúnaðar Sjálfstæðisflokksins og er það okkar mat að hvergi hafi fallið skuggi á störf hans fyrir bæjarfélagið. Ber að skilja orð formanns bæjarráðs svo að ef Bergur Elías Ágústsson vinnur sér inn traust bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með störfum sínum þá komi það til með að skaða hann í starfi?“ Talsverð umræða var um málið og eftir hana kom önnur bókun. „Guðjón Hjörleifsson óskar að bóka að Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjómar, hafi játað það að á meðan Ingi Sig- urðsson var bæjarstjóri, eftir að meirihluti V-listans og Andrésar Sig- mundssonar tók við, hafi kjömir bæjarfulltrúar meirihlutans, það er Lúðvík, Andrés, Guðrún og Stefán aldrei átt sameiginlegan fund með Inga Sigurðssyni þáverandi bæjar- stjóra. Guðjón VILL fá svör um STARFSREGLUR BÆJARINS Tekist var á um ráðningu fjögurra nýrra framkvæmdarstjóra hjá bænum á síðasta fundi bæjarstjómar og þar svaraði Guðjón Hjörleifsson meiri- hlutanum sem vildi að hann sýndi hvar það sé að finna að lausar stöður hjá bænum skulu auglýstar. Guðjón lagði fram samhljóða samþykkt bæjarráðs frá 12. október 1978 sem síðan var samþykkt í bæjarstjóm. Þar segir: „Aðilar em sammála um að áður en bæjarráð tekur afstöðu til mannaráðninga skuli ætíð haft fullt samráð við, eða leitað umsagnar Starfsmannafélagsins." Guðjón kom svo með fyrirspum í framhaldi af útskriftinni af fundi bæjarráðs síðan 1978 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort farið hafi verið eftir þessari samþykkt þegar ráðið var í stöður framkvæmdastjóra hjá bænum. Einnig kom bókun frá honum. „I bókun meirihlutans segja Andrés Sigmundsson og Stefán O. Jónasson að það hafi verið farið eftir lögum og reglum. Óskað er eftir skriflegu svari frá Stefáni Jónassyni hvaða lögum og reglum hafi verið farið eftir í þessu máli og hvort þetta sé með sama hætti og þegar hann var í stjóm Starfs- mannafélags Vestmannaeyjabæjar, en þá var hann manna ötulastur að verja rétt starfsmanna í félaginu." skólabama í 10. bekk Bamaskólans í Vestmannaeyjum verði send afrit af álitinu sem skal lokið fyrir 31. ágúst n.k.“ Fram kom afgreiðslutillaga um að vísa málinu til skólamálaráðs og var hún samþykkt. Oskað eftir stefnu meiri- hlutans Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagður fram undirskriftalisti vegna aðstöðuleysis unglinga í bænum. Þar eru bæjaryfirvöld hvött til að koma upp nýrri félagsmiðstöð fyrir unglinga. Kom fram í afgreiðslu bæjarráðs að unnið sé að endurskipulagningu á tómstunda- og æskulýðsstarfsemi á vegum bæjarins og munu niður- stöður verða birtar síðar. Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku barst svo fyrirspum frá minnihluta Sjálf- stæðisflokksins. „Ljóst er að nú- verandi meirihluti hefur horfið frá fyrirhugaðri uppbyggingu síðustu bæjarstjómar á Éélagsmiðstöð í Týsheimili. Slíkt hefði samþætt á einum stað þá æskulýðs- og tóm- stundastarfsemi sem fram fer á vegum Vestmannaeyjabæjar annars vegar og IBV íþróttafélags hins vegar. Af þessum sökum ítrekum við fyrirspurn Guðjóns Hjörleifs- sonar um stefnu V-listans og Andrésar Sigmundssonar í upp- byggingu fyrir æskulýðsstarfsemi í Vestmannaeyjum. Svör um að unnið sé að endurskipulagningu svara því ekki hver stefnan er. Endurskipulagningin hlýtur að taka mið af einhverri stefnu, nema V- listinn og Andrés Sigmundsson hafi ekki stefnu í þessum mikilvæga málaflokki og endurskipulagning sú sem þegar er unnið að taki mið af því.“ Sakar meiri- hlutann um valdahroka Lögfræðiálit Ragnars Hall vegna Inga Sigurðssonar fyrrverandi bæjarstjóra fékst ekki lagt fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku og sagði meirihlutinn að álitið hafi verið lagt fram á fundi bæjar- stjómar lO.júlíþegar uppsögn Inga var lögð fram. Bókað var á víxl í bæjarráði eins og greint var frá í Fréttum í síðustu viku og ein bókun enn var lögð fram á bæjarstjómarfundinum þann 23. júlí sl. frá Elliða Vignissyni (D) „Bókun Andrésar Sigmunds- sonar og Stefáns Jónassonar í bæjarráði, þar sem rætt var um málefni fyrrverandi bæjarstjóra, lýsir glögglega þeim valdhroka sem núverandi meirihluti viðhefur. Að láta hafa eftir sér í opinberri bókun að bæjarstjóri sé eða hati verið „bæjarstjóri núverandi meirihluta, V-listans og Andrésar Sigmunds- sonar" lýsir annaðhvort fádæma valdhroka eða vanþekkingu á stjórnkerfi Vestmannaeyjabæjar. Að sjálfsögðu skal bæjarstjóri vera fulltrúi allra bæjarbúa sama hvar í stjómmálum þeir standa.“ Samþykkt var svo með Ijórum atkvæðum gegn þremur að álitið skyldi ekki lagt fram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.