Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2003 jfcSfSS; EYJAMAÐUR VIKUNNAR Hefði verið gaman að hitta Einstein Á þriðjudaginn var Hrund Scheving Sigurðardóttir ráðin sem forstöðu- maður Hússins, menningar- og kaffihúss fyrir ungt fólk í Vest- mannaeyjum. Fyrirhugað er að starfsemin hefjist um miðjan mán- uðinn. Hrund er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Hrund Scheving Sigurðardóttir. Fæðingardagur: 12. febrúar 1978. Fæðingarstaður: Ég fæddist í höfuðborginni. Fjölskylda: Ég er í sambúð með Jóni Helga Sveinssyni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Leikari, og ég er ekki enn orðin stór þannig að ég á enn möguleika. Draumabíllinn: Honda Accord, bara flottur. Uppáhaldsmatur: Humarinn hjá ömmu og afa á áramótunum, mmm. Versti matur: Eg borða allt nema lifur. Uppáhaldsvefsíða: Leit.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara góð popptónlist. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta í mannkynssögunni: Það er spurning. Það hefði örugglega verið gaman að hitta Einstein. Aðaláhugamál: íþróttir, skemmtanir og fjölskyldan. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hyde Park í London á fallegu kvöldí. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: ÍBV er uppáhalds íþróttafélagið mitt en ég spilaði lengi með Stjörnunni og held svolítið upp á það félag líka. Stundar þú einhverja íþrótt: Ekki eins og er. Ég hef æft handbolta í mörg ár en hef lagt skóna á hilluna um sinn. Ertu hjátrúarfull: Nei, ég er ekki mjög hjátrúarfull en ég er mjög óheppin og er mér ekki sama þegar 13. kemur upp á föstudegi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég er mikið fyrir raunverluleika sjónvarps- þætti eins og Survivor og Bachelor. Besta bíómynd sem þú hefur séð: Ég sá nýju myndina með Jim Carey um daginn og fannst hún mjög fyndin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir: Að skemmta mér í góðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir: Að gera ekki neitt. Hvernig leggst nýja starfið í þig? Starfið leggst mjög vel í mig. Þetta er mjög spenndi verkefni og það er mjög gaman að fá að vera með frá byrjun og koma þessu öllu í gang. Hvað verður helst um að vera fyrir krakkana? Um er að ræða kaffihús þar sem ungt fólk getur hist og spjallað saman. Alls kyns klúbba- starfsemi og menningarviðburðir munu koma til en starfsemin mun velta mikið á því hvað unga fólkið vill gera. Húsið á að vera staður fyrir þau og er það þeirra að koma með hugmyndir og framkvæma þær. Verður Húsið tilbúið 15. október? Já það ætla ég að vona. En til þess að það geti gengið þurfum við hjálp. Það er ýmislegt sem á eftir að gera og vonumst við til þess að unga fólkið taki til hendinni og hjálpi okkur að ná því markmiði. Eitthvað að lokum: Já ég hvet alla til að mæta niður í Hús um helgina að vinna. Við munum verða þar á föstudaginn frá 20 til 23 og á laugardag og sunnudag frá 14 til 18. Margar hendur vinna létt verk. H5*.' t,t y >]'. MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Hátíðarfiskur og eplakaka Ég /xikka Ingu fyrir áskorunina. Hátíðarfiskur Eplakaka með Toblerone Hafnarvörður Vestmannaeyjahöfn auglýsir lausa stöðu hafnarvarðar. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu hafnarstjóra í síðasta lagi 20. október2003. Nánari upplýsingar fást hjá hafnarstjóra í símum 481- 3115 og 893-4708. Hafnarstjóri Fyrir4-5 800 gr skötuselur 2 saxaðar paprikur 1 sneiddur blaðlaukur 2 saxaðir sellerístönglar 150 gr Búri (ostur), rijinn 2 dl muldar kartöfluflögur m/papriku 2 ‘h cll rjómi 4 msk hveiti I cll ananassaji eða hvítvín 4 msk. smjör 2 msk. ólífuolía 1-2 tsk. tómatkraftur 'á tsk. turmeric 'A tsk. karrí 1 tsk. Italian seasoning 'h tsk. þriðja kryddið 1 tsk. salt V2 tsk. svartur pipcir 1 fiskteningur Látið grœnmetið krauma í 2 msk. afsmjöri þar til það verður meyrt. Bœtið 1 msk. afliveiti út í ásamt ananassafa, rjóma, tómatkrafti og örlitlu afvatni efsósan er ofþykk. Kryddið með turmeric, karríi, þriðja kryddinu, Italian seasoning ogfiskteningnum. Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og hrœrið íafog til. Skerið skötuselinn í um það bil 4 cm þykkar sneiðar. Blandið saman 3 msk. af hveiti, 1 tsk. afsalti og '/2 tsk. afpipar. Hitið á pönnu 2 msk. afsmjöri og 3 msk. ctf olíu. Veltið skötuselnum upp úr hveitinu og steikið ftskinn í 2-3 mínútur á livorri hlið. Hellið grcenmetissósunni ísmurt, eldfast fcit og raðið flskbitunum þar ofan á. Blandið saman osti og muldum kartöfluflögum og stráiðyfir fiskinn. Bregðið undirglóð í nokkrar mínútur eða þartil osturinn er bráðrtaður. Með þessu er gott að hafaferskt salat og hrísgrjón. 2 grœn epli marsipan eftir smekk 2 egg 150 g Toblerone 1 tsk. lyftiduft 2 dl sykur 1 dl kókosmjöl 2 dl hveiti kanilsykur Eplin eru sneidd, sett í eldfast mót. Marsipanið riflð niður og stráð yfir. Toblerone er saxað og sett yfir. Sykurinn og eggin þeytt vel saman og lyftidufti bcett út í. Þessu er hellt yfir eplin, marsipanið og Tobleronið. Að endingu er kókosmjöli og kanilsykri hrcert saman og því stráð yfir. Bakað við 180° C í30 - 40 mín. Boriðfram með þeyttum rjóma og ís. Sigríður Þórarinsdóttir er matgæðingur vikunnar Störf stuðningsfulltrúa í Hamarsskóla eru laus 3 hlutastörf stuðnings- og uppeldisfulltrúa. Leitað er eftir fólki sem á gott með að vinna með öðrum jafnt börnum og fullorðnum. Starfið krefst þess að viðkomandi sé þolinmóður, staðfastur og úrræðagóður og tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni. Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra sem jafnframt gefa nánari upplýsingar um störfin í síma 481 -2644 á skrifstofutíma. Fyrri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skólastjóri Tilkynning frá bæjarskrifstofunum Frá 1. október verður öll afgreiðsla við bæjarbúa og viðskiptavini á miðhæð Ráðhússins og er gengið inn um aðalinngang hússins, sama tíma verður inngangi á jarðhæð lokað. á döfinni Október Ég ætla að skora á Júlíu Tryggva, vinkonu mína sem næsta matgæðing. eyjafréttir.is - Fréttir á milli Frétta 4. Skítamórall í Höllinni. 3.-4. Hljómsveitin Smack á Lundanum. 3.-4. íl Puerco og Bjartmar með tónleika í Höllinni. 5. Opera í Höllinni. 10. -11. Obbósíí á Lundanum. 11. Höllin: Perlur Ellýjar Vilhjálms í flutningi Guðrúnar Gunnarsdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.