Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2003, Page 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2003 GUÐFINNUR sagðist hafa lagt peningana inn á besta vaxtareikninginn sem í boði var. Fékk eina milljón króna fyrir körfuboltaskot: Vissi ekki hvað var í húfi Það var heldur betur lukkan yfir Guðfinni Magnasyni fyrir skömmu þegar hann varð milljón krónum rikari fyrir eitt körfuboltaskot. Asbjöm Olafsson ehf., umboðsaðili Prins póló á íslandi, var með skemmtilegan leik í allt sumar sem var hluti í kynningarherferð þeirra. Fóru þeir um allt land og gáfu fólki kost á að vinna sér inn eina milljón króna með því að skjóta körfubolta af fjórtán metra færi aftur fyrir sig ofan í körfu. Þurfti þetta að vera algjörlega hrein karfa, það er, boltinn mátti ekki snerta körfuhringinn. Þetta hljómar léttara en það er í raun enda kom á daginn að í fjórtán heimsóknum tókst aðeins einum að skjóta eins og til var ætlast. Það gerðist í Eyjum og var að verki Guðfinnur Magnason sem var í sumar háseti á Breka VE. Var hann að koma í siglingafri nóttina fyrir milljónkróna- körfuna. Hann sagðist hafa farið niður í bæ með félögunum snemma á laugardaginn og séð að það var eitthvað mikið um að vera á Vöru- valsplaninu. „Eg vissi ekkert hvað var að ske enda búinn að vera á sjó en við kíkjum þama við, strákamir fóm inn í Vömval en ég skrái nafn mitt á blað og sá að það vom allir að kasta. Eg ákvað að vera með í léttu gríni, kasta aftur fyrir mig og einhvem veginn lukkaðist skotið og boltinn fór beint ofan í,“ sagði Guðfmnur. Hann sagðist hafa verið alveg ró- legur yfir þessu enda vissi hann ekkert hvað var í húfi á þessari stundu. „Ég er nú ekki besti körfuboltamaður í heimi þannig að ég trúði þessu varla. Þeir sem vom með leikinn létu mig fá tvo prins póló pakka og sinalco. Þeir vom að segja mér frá keppninni en ég hélt í fyrstu að prins pólóið og sinalcoið væm vinningurinn." Svo heyrði hann þá tala um einhverja milljón og að hann væri kominn í pottinn. „Eg fór svo aftur á rúntinn með félögunum og þeir fóm að segja mér meira frá leiknum. Hann hafði þá þegar verið á tíu stöðum, ég væri sá eini sem hefði hitt og að það væm aðeins þrir staðir eftir. Þá fór um mig og ég bað þá um að keyra mig aftur á staðinn. Ég spjallaði aðeins meira við þá sem stóðu fyrir leiknum. Þeir sögðu mér að góðar líkur væm á því að ég væri búinn að vinna milljón en það kæmi ekki endanlega í ljós fyrr en eftir síðasta viðkomustað þeirra.“ Guðfinnur fór fljótlega á sjóinn. „Við vomm nú ekki alltaf í símasam- bandi en alltaf þegar við náðum sambandi hringdi ég heim til að athuga hvort einhver annar hefði hitt. Ég var alltaf smeykur um að sú yrði raunin og að ég tapaði milljóninni í drætti." Það gerðist ekki og því varð Guð- finnur einni milljón krónum ríkari. Það var mikið gert úr því þegar Guðfinni var afhent ávísunin og fór hann meðal annars í ítarlegt viðtal á sjónvarpsstöðinni Popptíví. „Það var reynt að gera mikið úr þessu en ég var fljótur með ávísunina niður í banka og setti hana inn á besta vaxtareikninginn sem í boði var.“ Hann segir peningurinn komi sér vel síðar en hann er á þriðja ári við Menntaskólann á Laugarvatni og stefnir ótrauður á háskólanám. „Þá verður gott að hafa þetta í bakhönd- inni.“ Guðfmnur segist samt ekki enn búinn að átta sig á því að hann sé orðinn milljónamæringur. „Þetta er eitthvað sem maður hefði ekki trúað svona fyrirfram. Þetta var ijórtán metra skot og ég hef farið í íþrótta- salinn á Laugarvatni og þá sér maður hvað þetta er langt. Ég hitti ekki einu sinni af þriggja stiga línunni, maður er heppinn að hitta spjaldið. Ég hef einhvem veginn aldrei haft taktinn í körfuboltann. Það er kannski best að gera þetta afturábak." Guðfinnur sagði að það hefði líklega hjálpað sér að vita ekki hvað var í húfi. „Ég var alveg afslappaður og ekkert að pæla í þessu. Það er svolítið fyndið að sá sem sigraði í leiknum skyldi ekki vita hvað var í húfi,“ sagði Guðfmnur og bætti við að hefði hann þurft að þéna fyrir þessum pening væri þetta tæplega ein og hálf milljón króna, enda skattskylt. „Þeir hefðu kannski frekar átt að markaðssetja þetta sem eina og hálfa milljón því ég fékk milljón í vasann og þcir borguðu skattana,“ sagði Guð- finnur að lokum. Fulltrúar bæjarins á fund fjárlaganefndar Alþingis: Vilja sextíu milljónir króna tíl rannsókna vegna jarðganga ✓ -Ahersla lögð á samgöngur, Heilbrigðisstofnun og Framhaldsskólann Fulltrúar bæjarstjómar Vestmanna- eyja gengu á fund fjárlaganefndar ríkisins í síðustu viku. Þar vom lagðar fram áherslur bæjarstjómar til nefndarinnar. Fyrst var vísað til íjögurra ára sam- gönguáætlunar sem samþykkt var á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar er gert ráð fyrir um 139 milljóna króna fram- lagi til framkvæmda við hafnar- mannvirki í Eyjum. Er það fyrir utan framlag til byggingar þurrkvíar en samkvæmt áætluninni er hlutur ríkis- ins tólf og hálft prósent en for- sætisráðherra lofaði sextíu prósent hlut ríkisins fyrir alþingiskosningamar í vor. Segir í erindi bæjarstjómar að þetta sé stórt byggðarmál að þurrkví rísi í Eyjum og ljóst að hafnarsjóður hefur enga burði til þess að íjármagna 87,5% af svo viðamikilli framkvæmd. Fjölnota viðbvgging við Framhaldsskólann Næst vom það menntamál og var rætt um fjölnota viðbyggingu við Fram- haldsskólann. Kemur fram að nú standi yfir endurskoðun á námsfram- boði við skólann vegna breytinga á eftirspurn á ýmsum sviðum og að möguleikar á fjamámi hafi aukist. Skólann skortir þó húsnæði, til dæmis undir bókasafn, skrifstofur, upplýs- ingatæknisetur og aukna aðstöðu fyrir verklega náttúmfræði en þar ætlar skólinn að marka sér sérstöðu og nýta hina sérstæðu náttúm sem Eyjamar búa yfir. Kemur fram að fyrirhuguð við- bygging sé of stór miðað við nú- verandi námsframboð en býður um leið upp á mjög eftirsóknarverða möguleika á samnýtingu með öðmm stofnunum sem jafnframt gætu nýtt sér aðstöðu, búnað og mannauð sem í skólanum er að finna. Helst er horft til útibús Háskóla íslands og útibús Hafrannsóknastofnunar, Símenntun- armiðstöðvarinnar Visku, Náttúm- stofu Suðurlands og jafnvel fleiri aðila. Bærinn óskar eftir því að veitt verði fé á fjárlögum til að undirbúa og endurhanna áðumefnda byggingu um leið og unnið verði að samkomulagi um nýtingu hennar. Einnig er komið inn á viðhald skólans og að tryggja þurfi nauðsynlegt fjármagn til að ljúka viðgerðum utanhúss og endurbótum innanhúss. Áfram verði fjárstuðn- INGUR TIL FÍKNIEFNAHUNDSINS Farið er fram á að þriggja milljón króna styrkur til Náttúmgripasafnsins haldist og að framlag ríkisins vegna Náttúmstofu verði átta milljónir auk framreiknings í samræmi við samning við umhverfisráðuneytið sem var gerður í desember á síðasta ári. Lögð er áhersla á að Heilbrigð- istofnun Vestmannaeyja fái eðlilega fjárveitingu til reksturs sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar þannig að Vest- mannaeyingar njóti góðrar heilbrigð- isþjónustu svo sem verið hefur. Jafn- framt er nauðsynlegt að fjármagn fáist svo staðið verði við þá fram- kvæmdaáætlun sem í gangi er. Oskað er eftir að tveggja milljón Guðrún, forseti bæjarstjórnar. króna fjárframlag til fíkniefnavama haldist en sú fjárhæð hefur farið í að halda úti fíkniefnahundinum Tönju. Mikilvægt að ljúka rann- SÓKNUM VEGNA JARÐGANGA Þá var komið að stærsta máli fundarins með nefndinni en það vom samgöngumál. Oskað er eftir sextíu milljóna króna framlagi ríkisins til að ljúka jarðfræðirannsóknum sem byrjað var á í sumar til að athuga möguleika á jarðgöngum milli lands ogEyja. I samgönguáætlun 2003 til 2006 er gert ráð fyrir rúmum tuttugu millj- ónum til Vestmannaeyja- og Bakka- flugvallar og einnig er bent á að enn á eftir að klára 4,6 kílómetra vegar- spotta að flugvellinum á Bakka. Einnig er lögð áhersla á að Vega- gerðin fái það rúmar fjárheimildir að unnt verði að fjölga ferðum Herjólfs, „þessum þjóðvegi okkar Eyjamanna," eins og stendur í greinargerðinni. Að síðustu er því beint til fjárlaganefndar að teknar verði upp niðurgreiðslur ríkissjóðs vegna áætlunarflugs til Vestmannaeyja. Beðið eftir staðfestingu FRÁ FORSÆTISRÁÐHERRA „Mér fannst fundurinn takast nokkuð vel að því leyti að mér fannst nefndin áhugasöm um málin sem við lögðum fram,“ sagði Guðrún Erlingsdóttir, forseti bæjarstjómar, aðspurð um fúnd fulltrúa bæjarins með fjárlaganefnd á fimmtudaginn. Guðrún sagði að samgöngu- og atvinnumál hafi verið efst á baugi. „Nú bíðum við og mér skilst sumir fjárlaganefndarmenn líka eftir að Davíð Oddsson sendi frá sér yfirlýs- ingu um sextíu prósent framlag ríkisins til þurrkvíar.“ Guðrún segir að þegar sú yfirlýsing verði komin muni bæjarstjóm fara í arðsemismat vegna verkefnisins en lítið sé hægt að gera þangað til. „Ég renni nú hým auga til Einars Odds Kristjánssonar, eins nefndarmannanna sem hefur látið hafa það eftir sér að Davíð standi alltaf við orð sín,“ sagði Guðrún. Varðandi samgöngumálin þá hlýtur það að vera hagstæðast fyrir alla aðila að fá sem fyrst svör við því hvort framkvæmanlegt sé að byggja jarðgöng milli lands og Eyja. Heij- ólfur sem þjóðvegur með tilheyrandi íjölgun ferða og lækkun á far- og farmgjöldum er líka réttlætismál sem þingmenn í fjárlaganefnd hljóta að hafa skilning á.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.