Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Qupperneq 1
Áætlun Herjólfs
Brottfarartímar
Sumar 1.S.-31.8. Fní Vcstmjnnaeyjurn Fní ÞorUkshöfn
Sun.-fös. 8.15/16.00 12.00/ 19.30
Lau. 8.15 12.00
Nánari upplýsingar er ad finna á www.hcijolfur.it og á s(ðu 415 (
Textavarpi RÚV, auk þess tem upplýsingar eru vcittar (slma 481 -2800.
HERJOLFUR
31. árg./32. tbl./Vestmannaeyjum 12. ágúst 2004 / Verð kr. 190 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293
NORRÆN sól í suðrænu mistri. Þegar sólin kom upp rétt fyrir klukkan sex á þriðjudagsmorguninn skein
hún í gegn um þykkt mistur sem fylgir hitabylgjunni sunnan úr höfum.
Hitamet slegið á Stórhöfða:
Aldrei mælst meiri hiti í ágúst
Mesti hiti sem mælst hefur í ágúst-
mánuði á Stórhöfða, í nútímaskýli,
mældist á þriðjudag 19,4 stig. Að
sögn Óskars Sigurssonar, vitavarðar
var nútímaskýli sett upp á
Stórhöfða 1953 en mesti hiti sem
mæst hefur í ágústmánuði, 19,6 stig
mældist í veggskýli 1927. Þær
hitatölur eru ekki eins áreiðanlegar
og nákvæmar og í nútímaskýli,
Hitamet var slegið í júlímánuði í
fyrra en þá mældist hiti á Stórhöfða
20.0 stig. Sjálfvirki mælirinn við
Löngulág sýndi þá 20,9 stig en á
þriðjudag sýndi hann 21 stig. Óskar
segir sérstætt hvað hitinn er stöðug-
BRUGÐIÐ á leik í Klaufinni á þriðjudaginn.
ur en oft fari hiti upp þegar vindur
er að snúast og oft ekki lengur en í
klukkustund. Aðfaranótt mánudags
var stöðugur hiti, fór upp í 18
gráður sem er alveg einstakt.
Til samanburðar má geta þess að í
ágúst 1983 mældist hæsti hiti í
ágúst 10,7 stig. Það sumar var með
eindæmum kalt að sögn Óskars og
meðalhiti í júlí og ágúst 8 stig.
Viðurkennt sé að síðustu ár hafi
farið hlýnandi en sérstæðar
aðstæður þurfi til, loftstraumar
verði að vera réttir o.s.frv. í jarð-
sögunni hati komið hlýinda- og
kuldaskeið, bæði stutt og löng.
Gunnar Heiðar
á tímamótum
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur
vaxið með hverjum leik í sumar
og var valinn í landsliðið.
| BLS. 8-9
Samrýmd hjón
í leik starfi
Hjónin Jóhann Pétur og Erla
gerðu það gott ó íslandsmóti
öldunga um helgina.
| BLS. 13
/ www.eyjafrettir.is
Stígandi VE
seldur til
Kanada?
Eitt af myndarlegustu skipum
Eyjaflotans, togarinn Stígandi
VE, gæti verið á förum. Kana-
dískir útgerðarmenn eru staddir
hér til að skoða skipið og útilokar
framkvæmdastjórinn ekki að það
verði selt. Komi til þess er
hugmyndin að kaupa minna skip
sem hæfir betur kvótaeign
fyrirtækisins.
„Kanadamennirnir komu fyrir
helgi og verða út vikuna. Með
þeim er maður frá Kanadísku
siglingastofnuninni til að taka út
skipið þannig að talsverð alvara
er á bak við þetta hjá þeim,“ sagði
Þorsteinn Viktorsson fram-
kvæmdastjóri Stíganda ehf. sem
gerir út Stíganda VE.
„Þegar í ljós kom að Kanada-
mennirnir höfðu áhuga á að
kaupa fannst okkur full ástæða til
að skoða málið. Fyrir því eru
ýmsar ástæður og þær kannski
helstar að kvótinn er í minnsta
lagi fyrir skip af þessari stærð.
Lækkandi afurðaverð og hærra
verð á olíu ásamt óvissu í sjávar-
útvegi hafa líka sitt að segja.
Verði af sölunni verður næsta
skref að fá minna skip þannig að
kvótinn stæði betur undir rekstr-
inum.“
Stígandi VE er smíðaður í Kína
og kom til landsins 2002. Afla-
heimildir hans eru tæp 1500
þorskígildi.
Þórunn Sveinsdóttir VE
Djúpsprengja
í trollið
Togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE
fékk í vikunni djúpsprengju í
trollið út af Reykjanesi.
Þegar Þórunn kom til Eyja um
fjögurleytið á þriðjudaginn voru
menn frá Landhelgisgæslunni
mættir.
Þrír menn úr sprengjudeild
Landhelgisgæslunnar fóru til
móts við skipið inn af Eiðinu.
Þar kom í ljós að djúpsprengjan
var óvirk og því óhætt að sigla
með hana í land.
Var hún tekin í land og flutt aust-
ur að Urðavita þar sem liðsmenn
sprengjudeildarinnar gengu frá
sprengjunni og kveiktu svo í.
Engin sprenging varð þar sem
púðrið var ónýtt, en engu að síður
nauðsynlegt að brenna efnið.
TM-Öryggi Sameinaðu allar tryggingar á
fyrir fjölskylduna einfaldan og hagkvæman hátt.
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
www.tmhf.is
ÖRYGGI