Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 12. ágúst 2004
9
GUNNAR getur verið fastur fyrir í leik en þrátt fyrir það hefur hann
ekki fengið spjaid í þrjú ár.
Ekki fengið spjald í þrjú ár
Eins og Gunnar segir þá gekk fyrsta
árið ágætlega hjá honum en ekkert
mikið meira en það. Honum fannst
breytingin úr öðrum flokki og upp í
meistaraflokk mikil en Gunnar var í
raun enn í öðrum flokki þegar hann
var orðinn fastamaður í meistara-
flokki. „Já, þetta var gríðarlega mikið
stökk að fara upp í meistaraflokk í
efstu deild. Við fengum auðvitað smá
undirbúning í deildarbikamum en á
sumrin er auðvitað allt annar hraði.
Svo er aginn miklu meiri í leik liðsins.
I öðmm flokki vom menn jafnvel að
leika sér að því að sparka andstæð-
inginn niður en það er ekkert svoleiðis
í meistaraflokki. Þó ég telji mig ekki
hafa verið einn af þeim þá náði ég því
samt að komast í leikbann fyrsta árið,
fékk fjögur gul spjöld en hef ekki
fengið spjald síðan,“ segir Gunnar og
hlær.
Leggur þú mikið upp úr því að fá ekki
spjald?
„Nei, ekkert sérstaklega. Ég reyni
bara að leika heiðarlega og einbeita
mér að mínum leik. Svo á það auð-
vitað ekki að gerast að sóknarmenn fái
gult spjald, hvað þá rautt,“ segir
Gunnar og glottir.
Fær að heyra það þegar illa
gengur
Þeir sem leika og hafa leikið knatt-
spymu með ÍBV vita að bæjarbúar og
fleiri fylgjast vel með hðinu. Efþaðer
hægt að taia um að vera frægur í Vest-
mannaeyjum þá em knattspymumenn
flestir hveijir frægir og oft kemur það
fyrir að ókunnugir vinda sér upp að
þeim til að gefa þeim góð ráð.
Gunnar Heiðar segir það bara vera
vinalegt, þetta sé hluti af því að spila
fótbolta. „Það er oft kallað inn á
völlinn á leikjum og sumt af því er
ekki mjög fallegt. Annars hef ég lært
að útiloka það þannig að það tmflar
mig ekki lengur. Ég hef líka oft
fengið að heyra það úti í bæ þegar illa
gengur en þetta er ekki þannig að fólk
sé að skamma mann. Frekar að fólk sé
að gefa manni góð ráð, misgóð
reyndar en þetta er bara hluti af þessu.
Maður fer t.d. ekki út á lífið án þess að
vera tilbúinn að ræða fótbolta. Annars
er þetta ekki svo slæmt. Á Þjóð-
hátíðinni í ár fékk ég t.d. bara jákvæð
viðbrögð frá fólki, allir vom ánægðir
og auðvitað styrkir það sjálfstraustið
hjá mér að heyra þetta.“
Fáránlegt að spá ÍBV falli
Gengi IBV í sumar hefur verið mjög
gott það sem af er en Lands-
bankadeildin er jafnari sem aldrei fyrr
og stutt niður í neðri hluta
deildarinnar. Reyndar má segja að
það þyrfti slys til þess að ÍBV falli
niður í 1. deild en fyrir tímabilið vom
margir sem spáðu liðinu einmitt falli.
Gunnar segir að þeir spádómar hafi
kannski ekki komið á óvart en hann
hafi ekki haft trú á því að IBV myndi
falla. „Mér fannst fáránlegt að spá
liðinu falli. Við emm með mun betri
mannskap í ár en í fyrra og ég hafði trú
á að við myndum verða í efri hluta
deildarinnar. Ég átti kannski ekki von
á því að við myndum verða í
baráttunni um íslandsmeistaratitilinn
en við ætluðum bara að taka einn leik
fyrir í einu. Það er líka mikil sam-
keppni í hópnum um sæti í liðinu og
Maggi (Magnús Gylfason, þjálfari
ÍBV) er alveg ófeiminn við að taka
menn úr liðinu ef þeir standa sig ekki.
Það gerir auðvitað bara liðið betra ef
menn þurfa alltaf að vera á tánum.“
En þú segir að þið takið bara einn leik
fyrir í einu. Þið hljótið að velta
stöðunni í deildinni fyrir ykkur.
„Já, auðvitað getur maður ekki
annað þegar maður kíkir á Texta-
varpið. Við emm komnir í þessa
stöðu og ég segi að fyrst við emm
komnir þama þá eigum við bara að
stefna á toppinn."
Þið fáið tækifæri til þess í næsta leik,
gegn FH á sunnudaginn. Hvemig líst
þér á þann leik?
„FH-ingar em að mínu mati með
eitt besta liðið í deildinni og þeir em
að spila besta boltann. Við lentum í
því að spila einum færri gegn þeim í
Hafnarfirðinum og samt var leikurinn
jafn. En þeim hefur gengið vel að
undanfömu og sjálfstraustið er í góðu
lagi hjá þcim. Það á líka við um
okkur, ÍBV hefur gengið vel að
undanfömu og það er mikið sjálfs-
traust. Við teljum að við getum unnið
hvaða lið sem er og af hveiju ekki FH
á sunnudaginn? Efþaðkemurfulltaf
fólki, stemmningin verður góð þá á ég
ekki von á öðm en að við náum
góðum leik.“
Léleg aðsókn hefur áhrif
Þú segir fullt af fólki, það hefur ekki
verið góð aðsókn á Hásteinsvöllinn í
sumar. Tmflar það ykkur leik-
mennina?
, Já, auðvitað. Það er hundleiðinlegt
að hlaupa niður brekkuna og geta talið
þá sem em í stúkunni, þannig að þetta
hefur auðvitað áhrif. En svo fáum við
líka góðan stuðning, t.d. á móti KR í
síðasta leik. Sá stuðningur var
ómetanlegur enda voram við leik-
mennimir mjög þreyttir eftir erfiðan
bikarleik og ég lýg engu þegar ég segi
að Eyjamenn á KR-vellinum hafi náð
í þetta stig, bæði leikmenn og
áhorfendur. Fyrir þennan stuðning
emm við mjög þakklátir. Þess vegna
segi ég að stuðningur á sunnudaginn
getur ráðið úrslitum í leiknum. Nú
vonum við bara að Eyjamenn standi
sig því okkur finnst við vera að standa
okkur."
Gunnar Heiðar stendur lika í annarri
baráttu, sem hann segist reyndar
leggja lítið upp úr. Markakóngs-
titillinn er eftirsóknarverður titill en
Gunnar hefur síðustu tvö ár verið að
fikra sig upp listann yfir marka-
skorara, endaði í þriðja sæti árið 2002
og í öðm sæti í fyrra. En er stefnan
sett á gullskóinn í ár?
„Ég er nú ekkert sérstaklega að
velta þessu fyrir mér. Ég sagði
reyndar við Ása í Adidas umboðinu
að ég ætlaði að ná í gullskóinn í ár og
ég hef alltaf stefnt að því að vinna
gullskóinn. Ég hugsa samt alltaf fyrst
og fremst um liðið, ef annar er í betra
færi en ég þá gef ég boltann frekar en
að reyna sjálfur. Svo stend ég ekkert
einn að þessum mörkum, ég er í
frábæm liði sem skapar tækifærin fyrir
mig.“
Þú hefur aldrei skorað fleiri en ellefu
mörk, bíður þú ekki spenntur eftir
næsta marki? „Nei ég er ekkert að
velt mér upp úr þessu. Ef tólfta
markið kemur í síðasta leik, sigurmark
gegn IA þá verð ég sáttur."
íslenskl draumurinn
Frammistaða Gunnars hefur vakið
verðskuldaða athygh. Á dögunum var
hann valinn besti leikmaður sjöundu
til tólftu umferðar hjá KSÍ og sömu-
leiðis hjá DV. Stærsta viðurkenningin
kom hins vegar í vikunni þegar hann
var valinn í íslenska A-landsliðið sem
mætir Itölum í næstu viku. Gunnar
segir að hann hafi frétt þetta af
hálfgerðri tilviljun.
„Já. Við Ester kíktum á netið á
þriðjudaginn og þá sá ég á einni
síðunni að ég hafi verið valinn í
íslenska A-landsliðið og við Ester
htum bara á hvort annað, vissum varla
hvað við áttum að gera,“ segir Gunnar
og heldur áfram.
„Þetta hefur auðvitað verið
draumurinn frá því að maður var peyi,
að spila með íslenska landsliðinu en
það var samt svolítið fyndið að sjá
nafnið mitt með öllum þessum stóm
nöftium. Ég keyri lyftara í Kinn og er
með mínar tekjur en það tekur suma
þama einn dag að vinna sér inn það
sem ég hef á mánuði. En ég er alveg
rosalega sáttur við þetta, ég hef
upplifað það að spila fyrir íslands
hönd í yngri landsliðum og það er eitt
af því besta sem maður gerir.“
Islenski hópurinn samanstendur af
22 leikmönnum en þeim verður fækk-
að niður í 18 á næstunni. Gunnar
segist auðvitað vonast til þess að
komast í lokahópinn enda sé hann
mikill aðdáandi ítalska landsliðsins.
„Ég hef lengi fylgst með þeim. Við
Jón Helgi Gíslason höfum verið miklir
aðdáendur og það væri ekki leiðinlegt
að fá að klobba Nesta á Laugar-
dalsvellinum. Þá held ég að ég myndi
bara hætta í fótbolta með bros á vör,“
segir Gunnar og hlær.
Stefni á atvinnumennskuna
Hvað með framtíðina. Er stefnan sett
á atvinnumennskuna?
,Já, það hefur alltaf verið draum-
urinn og mig langar að reyna fyrir mér
erlendis."
Er eitthvað að gerast í þeim málum?
„Ef ég á að segja eins og er þá veit
ég það ekki. Þetta hefur nefnilega
verið þannig síðustu tvö ár að ég hef
verið að stressa mig á þessu fyrir
hvem leik, reynt að standa mig ef
einhver skyldi vera að fylgjast með
sem opnaði mér leið til að komast út.
í ár tókum við pabbi hins vegar þá
ákvörðun að fá einn umboðsmann
sem myndi alfarið sjá um þetta þannig
að ég gæti bara einbeitt mér að því að
spila fótbolta með IBV. Við hringjum
auðvitað í hann og fáum fréttir en
höfum ekki gert það í nokkum tíma
þannig að ég veit eiginlega ekkert
hvað er að gerast. Enda hef ég um
nóg annað að hugsa núna með ÍBV.“
KR-ingar reyndu að fá þig í sumar.
Nú ertu samningslaus hjá IBV eftir
sumarið, gætirðu hugsað þér að skipta
yfir j KR næsta sumar?
„Ég veit eiginlega ekki hverju ég á
að svara. Eins og staðan er í dag þá
gæti ég ekki hugsað mér að spila með
KR enda lítill kærleikur milli ÍB V og
KR. En maður á aldrei að útiloka
nokkum hlut. Þetta kemur ekki til
með að snúast um peninga heldur
metnað hjá liðum og leikmanna-
hópum. Knattspymuráðið sem nú er
við völd tók ákvörðun um að notast
við Eyjamenn sem mest og við höfum
staðið undir því. Þeir hafa líka staðið
sig vel í allri umgjörð um liðið og eiga
heiður skilið fyrir sín störf."
En hvar sérðu þig eftir tíu ár?
„Liggjandi einhvers staðar á sólar-
strönd með bumbuna út í loftið eftir
vel heppnaðan feril í atvinnu-
mennskunni," segir Gunnar og hlær.
„Ne, ég vona bara að ég verði
hamingjusamur einhversstaðar með
fjölskyldunni."
julius @ eyjafrettir. is
Hvað segja þeir um knattspyrnumanninn Gunnar Heiðar?
Logi Ólafsson, sem sér um þjálfun
íslenska karlalandsliðsins ásamt
Eyjamanninum Ásgeiri Sigurvins-
syni segir að Gunnar Heiðar hafi
allt það sem góður markaskorari
þarf til að bera.
„Gunnar er mjög efnilegur og
spennandi kostur í landsliðið.
Hann er marksækinn, áræðinn upp
við markið og virkar mjög tekn-
ískur og virðist hafa það sem þarf
til að standa sig sem markaskorari.
Við Ásgeir höfum auðvitað fylgst
með honum undanfarin misseri, kannski ekki séð eins mikið af
honum úti í Eyjum og maður vildi en við höfum séð upptökur af
leikjum þar og svo nokkra leiki hér á fastalandinu. Auk þess
fylgdist ég vel með honum með U-21 árs landsliðinu og var mjög
hrifinn af honum, sérstaklega í leiknum gegn Þjóðverjum úti þar
sem hann stóð sig mjög vel. Við teljum hann vera tilbúinn í
verkefhi með landsliðinu, viðvöldum hann í hópinn þar sem hann
hefur staðið sig vel í sumar. Ég er á þeirri skoðun að hann geti vel
náð langt ef hann heldur rétt á spöðunum en hann þarf að fá
einhvem reynslumikinn til að leiðbeina sér ef hann stefnir á
atvinnumennsku."
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Breiðabliks og fyrrverandi þjálfari
IB V, gaf Gunnari fyrsta tækifærið
með meistaraflokki. Það var árið
1999 á Ólafsfjarðarvelli að Gunnar
kom inn á gegn Leiftri en út af fór
fyrsti þjálfari Gunnars, Ingi
Sigurðsson. Bjami var með það á
hreinu að Gunnar ætti eftir að ná
langt.
„Ég er á því að Gunnar hafi lengi
haft hæfileika til þess að ná langt í
knattspymu, það sýndi hann strax í
yngri flokkunum. Ég er líka mjög
ánægður með að hann skuli ekki hafa fallið í þá gildm að hlaupa
strax í eitthvað annað lið. Hjá ÍBV hefur hann fengið að þroskast
mikið sem leikmaður og í dag er hann orðinn mjög reynslumikill.
Við höfum horft á nokkra af okkar efnilegustu knatt-
spymumönnum verða að engu hjá erlendum stórliðum en ég tel að
í dag sé Gunnar tilbúinn í stærri hluti. Val hans í 22ja manna
landsliðshópinn kom ekkert á óvart, hann á þetta sæti fyllilega
skilið og ég tel það bara vera tímaspursmál hvenær hann fari í
atvinnumennskuna. Hann er enn í stöðugri framfor og virðist bara
verða betri með hveijum leik.“
Gunnar Heiðar var valinn
leikmaður 7. til 12. umferðar hjá
DV. Óskar Hrafn Þorvaldsson,
blaðamaður hjá DV sagði í samtali
við Fréttir að það hefði einfaldlega
ekki verið hægt að ganga framhjá
kappanum í valinu. „Gunnar
skoraði fimm mörk í tveimur
leikjum og lagði upp nokkur
þannig að valið var í raun auðvelt.
Hann hefur bætt sig mikið í sumar
sem leikmaður og að okkar mati er
hann ein af aðalástæðum fyrir góðu
gengi ÍBV. Val okkar snerist
ekkert endilega um 7. til 12. umferðimar heldur vomm við einfald-
lega að velja þá leikmenn sem okkur fannst standa upp úr þegar
komið var fram í tólftu umferð. Mér persónulega finnst Gunnar
hafa bætt sig mikið frá því í fyrra, hann hefur styrkt sig, hefur
meiri kraft og sjálfstraustið er í botni. Hann hefur líka bætt
leikskilning sinn og staðsetningar hans á vellinum em orðnar mjög
góðar. Það er í raun mjög skrítið að hann hafi bætt leikskilninginn
svona mikið. Hann æfir við mjög slæmar aðstæður yfir vetrar-
tímann, með ungum og óreyndum knattspymumönnum en þetta
hefur honum samt tekist og hann er vel að titlinum kominn."