Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2004, Síða 13
Fréttir / Fimmtudagur 12. ágúst 2004 13 Jóhann Pétur og Erla - Samrýmd hjón í leik og starfi: í sömu sætum með og án forgjafar Eimskip í Vestmannaeyjum: Styrkár tekur við af Jóhanni Það er ekki margt sem skilur þau að hjónin, Erlu Adólfsdóttur og Jóhann Pétur Andersen sama hvort er í starfi eða leik sem í þeirra tilfelli er golfið. Þau vinna bæði hjá ísfélaginu þar sem Jóhann Pétur stýrir landvinnslu fyrirtækisins og Erla vinnur á skrif- stofunni. Golfiðkun hófu þau upp úr 1980 og hafa unnið til margra titla og bæði orðið íslandsmeistarar öldunga sem er sennilega einsdæmi. Bæði tóku þátt í golfmóti öldunga sem ffam fór í Eyjum um helgina. Þó ekki næðu þau að flagga titlum í mótslok var sam- heldnin til staðar þar sem bæði urðu í öðru sæti án forgjafar og 3. sæti með forgjöf. Saman fara þau á völlinn eftir vinnu og taka að minnsta kosti einn hring eða níu holur. Hún dró hann 1 golfíð Erla og Jóhann Pétur eru bæði Vest- manneyingar en bjuggu í íjögur ár í Grindavík og 16 ár á Akureyri þar sem Jóhann veitti forstöðu Krossanes- verksmiðjunni sem nú er í eigu ísfélagsins. Það var einmitt á Akureyri sem þau kynntust golfinu og var það Erla sem tók fyrsta skrefið. Það var árið 1981. ,Já, hún byijaði og dró mig af stað,“ segir Jóhann hlæjandi sem er síður en svo óánægður með þetta framtak konunnar. „Við byijuðum fljótt að taka þátt í mótum og það áttu að gera um leið og þér finnst þú ekki algjör tossi í golfrnu," sagði Erla. „Það er nauð- synlegt að taka þátt í mótum því þá lærist að umgangast völlinn, að taka tillit til meðspilaranna og maður lærir golfreglumar," bætti Jóhann við. Þama komum við að forgjöfinni í golfi sem jafnar hlut þeirra sem em að byrja þegar kemur að mótum. „Karlar byijuðu þá með 28 í forgjöf og ég fór niður stigann í nokkmm stökkum. Fyrst var ég á milli 26 og 28, síðan í 20 og var þar um tíma. Núna er ég með átta í forgjöf en komst lægst niður í 7,6,“ segir Jóhann. Konur byrja með 36 í forgjöf en í dag er Erla með 9 í forgjöf. Fyrst tóku þau þátt í íslandsmóti 1985 á Akureyri og segir Erla að það hafi bara verið til að vera með. „Við AÐ loknum vinnudegi. Erla og Jóhann leggja upp í sínar m'u holur. tókum þátt í nokkmm íslandsmótum og m.a varð Jóhann Islandsmeistari í öðmm flokki á landsmótinu sem hald- ið var á Akureyri árið 1987. Nú er annað fyrirkomulag á Islandsmótum því nú taka aðeins 110 forgjafarlægstu kylfingamir þátt í íslandsmótunum," segir Jóhann Pétur. „Annars emm við mikið til hætt að taka þátt í mótum en spilum alltaf reglulega. Jóhann kemur heim klukk- an fjögur eða fímm á daginn og þá drífum við okkur á völlinn. Tökum venjulega níu holur en það er helst um helgar sem við fömm heilan hring, 18 holur,“ segir Erla. Þau mæla hiklaust með golfi og segja aldrei of seint að byija. „Golf er góð líkamsrækt með útiveru og góð- um félagsskap og þetta er líka íþrótt sem kennir manni aga,“ segir Jóhann. Einsdæmi Þegar talið berst að íslands- meistaramóti öldunga þar sem þau urðu bæði í öðm sæti án forgjafar og þriðja sæti með forgjöf. „Eg held að það hafi ekki gerst áður að hjón hafi lent í sömu sætunum á sama mótinu. Ég veit heldur ekki um hjón sem bæði hafa orðið íslandsmeistarar öldunga," segir Jóhann sem varð íslandsmeistari 1997 og Erla 2002. Annars vom þau ánægð með mótið, skipulag hafi verið gott og alltaf sé gaman að hitta félagana en veðrið hefði mátt vera betra. „En það er nú einu sinni þannig í golfinu að þú verð- ur að taka því veðri sem er hverju sinni. Með breyttu veðri breytist golfvöllurinn og þú ert að takast á við önnur vandamál," sagði Jóhann. Erla hefur ffá því þau fluttu til Eyja 1999 haldið áfram að spila undir merki Golfklúbbs Akureyrar. „Ástæðan fyrir því er einföld," segir Erla. „Ég hef verið að taka þátt í sveitakeppni kvenna og líkað vel. Því miður em konur í GV ragar við að taka þátt í mótum þannig að ég held mig við Akureyri." Þau em sammála um að endumýjun sé ekki næg í golfinu í Vestmanna- eyjum og sem dæmi sé enginn unglingur að keppa fyrir GV á móta- röð unglinga um þessar mundir. „Það er slæmt þegar unglingana vantar því á þeim byggist framtíðin. Það hefur ýmislegt jákvætt verið gert til að fá fólk í golfið og í sumar var t.d. ókeypis á völlinn í um tvær vikur í byrjun júní og virtist mér margir nota sér það. Þetta var góð hugmynd hjá klúbbnum og úr þannig hugmyndum þarf að vinna til þess að fjölga félögunum," segir Jóhann. „Það er gott að byija ungur í golfi eins og öðmm íþróttum og þó eitthvert hlé komi, eins og gerist oft á ung- lingsárunum, þá er þetta eins og að hjóla, þú gleymir því aldrei,“ segir Erla sem hvetur alla til að prófa. Að lokum vildi Jóhann koma að stolti GV sem er öflug sveit öldunga sem hefur orðið íslandsmeistari fjór- um sinnum á síðustu sex ámm. „Þama er ég í heiðursmannahópi, sem Gisli Halldór Jónasson heldur utan um. Þessi hópur gefur ekki tommu eftir þegar komið er í keppni." Þeir em ellefu í þjóðskránni sem bera nafnið Styrkár, þar af þrír á vinnualdri og til skamms tíma unnu þeir allir hjá Eimskip. Nú em þeir tveir eftir hjá Eimskip og er annar þeirra, Styrkár Jóhannesson, kominn til Vestmanna- eyja þar sem hann hefur tekið við forstöðu afgreiðslunnar af Jóhanni Ragnarssyni sem fór til annarra starfa hjá félaginu í Reykjavík. Styrkár, sem er 37 ára er fluttur til Eyja ásamt konu sinni, Erlu Júlíu Viðarsdótmr. Hann sagði í samtali við Fréttir að þeim litist strax vel á sig í Eyjum. Styrkár hefur unnið hjá Eimskip í samtals 15 ár og komið víða við hjá félaginu. „Ég hef unnið hjá félaginu með hléum en óslitið síðustu 11 árin. Nei, ég hef aðeins farið túr og túr með skipunum til að prófa þetta,“ sagði Styrkár þegar hann var spurður að því hvort hann hefði verið á skipum félagsins. „Ég vann í gömlu vöruhúsunum sem Eimskip var með áður en vömhótelið kom til sögunnar 1996. Vömhótelið gegnir mjög íjölþættu hlutverki, er vömgeymslur og vöm- lager fyrir fyrirtæki og verslanir. Frílagerinn er séreining og sér um öll STYRKÁR, Bjarnólfur Lárusson og Halldóra Marta Jakobsdóttir á skrifstofu Eimskips í Eyjum. innkaup fyrir skip Eimskips og skip á vegum félagsins. Forveri minn, Jóhann Ragnarsson, tók við forstöðu frílagersins þegar hann flutti sig um set innan félagsins." Styrkár starfaði í Immingham í Englandi á árinu 2001 til 2002 þegar hann kom heim og hóf þá störf að nýja vömhótelinu. „Þar var ég þangað til ég kom hingað. Það em sjö manns sem starfa hér auk mín, allt mjög gott fólk og leggst því starfið vel í mig því hér stendur Eimskip á gömlum merg og hefur þjónað Eyjamönnum vel. Vonast ég eftir áframhaldandi góðu samstarfi," sagði Styrkár. Breytingar hjá Eimskip: Mánafoss hættir siglingum í desember Stjóm Eimskips hefur ákveðið að fella niður strandsiglingar og er ljóst að þessi ákvörðun félagsins mun hafa áhrif í Vestmannaeyjum. Bæði munu tekjur hafnarinnar lækka því um leið og Mánafoss, sem sinnt hefur ströndinni, hættir siglingum munu meiri flutningar flytjast yfir á Herjólf. Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá bréf frá Baldri Guðnasyni forstjóra Eimskips þar sem hann greinir frá þessari ákvörðun félagsins. I bréfinu segir Baldur að strandsiglingar hafi dregist saman undanfarin ár og því sé þetta eðlileg ákvörðun. Bæjarráð ályktaði ekki í málinu en samkvæmt upplýsingum á hafnar- skrifstofunni hefur þetta áhrif á rekstur hafnarinnar. „Ég hef ekki ennþá tekið þetta saman,“ sagði Ólafur Kristinsson hafnarstjóri, þegar Fréttir spurðu hann um hvað tekjutapið yrði mikið. „Mánafoss heftir komið hér við einu sinni í viku. Þegar hann dettur út er ljóst að við verðum af umtalsverðum tekjurn," bætti Ólafur við. Mánafoss siglir vestur um og eru Vestmannaeyjar síðasta viðkomu- höfn áður hringurinn lokast í Reykjavík. Þó ákvörðun um að hætta hafi verið tekin munu sigl- ingamar haldast óbreyttar til 1. desember nk. „Mánafoss hefur tekið fragt frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur,“ sagði Sigrún Þorleifsdóttir hjá Eimskip í samtali við Fréttir. „Skip á leið til Evrópu koma við í Eyjum með vörur frá Reykjavík og lesta vörur til útflutnings og það verður óbreytt. Ef þörf krefur eigum við möguleika á að láta þau koma við á leiðinni til Reykjavíkur. Áfram munu frystiskip fara ströndina og þau geta sum hver líka tekið gáma. Við verðum svo áfram með flutn- ingabílana og þar eigum við möguleika á að nýta plássið betur. Það er því ekkert sem bendir til verri þjónustu við Eyjamenn þó þessi breyting verði,“ sagði Sigrún að endingu. Fóstur- landsins Freyjur Verkefnið „Rural Business Wom- en“ er samstarfsverkefni fjögurra þjóða, Finnlands, Svíþjóðar, Skot- lands og Islands en er undir stjóm Finna. Verkefninu er ætlað að efla at- vinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lýtur að nýtingu náttúmauð- linda í víðum skilningi. Þá er átt við gæði lands og sjávar, jafnt hvað varðar framleiðslu og þjónustu sem byggir á náttúruauðlindum. Það verður gert meðal annars með rannsóknum, fræðslu og stuðningi við smáfyrirtæki kvenna auk markaðsgreiningar og markaðs- setningar náttúruafurða. íslensku aðilamir hafa ákveðið að beina sjónum sínum að ís- lenskum jurtum og nýtingu þeirra. Verkefnið hefur hlotið íslenska heitið „Fósturlandsins Freyjur", sem skírskotar bæði til landsins og landgæða, en ekki síður til fijó- semisgyðjunnar Freyju og annarra máttarkvenna. Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar fara með stjóm verkefnisins f.h. íslensku þátttak- endanna, en auk þeirra tekur Símenntunarmiðstöð Vesturlands þátt í verkefninu, sem sérfróður aðili um miðlun fræðslu á stijálbýlum svæðum. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og kvenna- sjóði Vinnumálastofnunar. Fyrstu námskeið Fósturlandsins Freyja verða haldin sem hér segir: 14. ágúst að Gauksmýri í Vestur- Húnavatnssýslu. 15. ágúst í fél- agsheimilinu Þingborg, rétt austan við Selfoss. 21. ágúst á Hall- ormsstað. Þátttaka í námskeiðinu er á kostnað verkefnisins og því ókeypis fyrir þátttakendur. Hádegismatur á staðnum fyrir þær sem vilja, á kostnað þátttakenda. Skráning og upplýsingar í síma 862 6102 á skrifstoftitíma, eða á netfang undirritaðrar bjamheidur@ byggdastofnun.is. Þátttakendafjöldi á hverjum stað verður að hámarki 40 konur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.