Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 21.04.2005, Page 1
Áætlun Herjólfs Brottfarartímar Vor 1.3,-30.4. Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Þri., mið. og lau. 8.15 12.00 Mán., fim., fós og sun. 8.15/16.00 12.00/19.30 Bókanir fyrir kojur, klefa og bíla þarf aö staðfesta með fullnaðargreiðslu fyrir kl.12.00 daginn fyrlr brottför. Nánari upplýsingar er að finna á www.herjolfur.is og á síðu 415 í Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veíttar í síma 481 2800. 32. árg. / 16. tbl. / Vestmannaeyjum 21. aprO 2005 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is FÁTT minnir meira á vorkomuna en blessuð lömbin og hér eru þau Hjálmar Karl og Elísabet með tvö nýfædd. Fiskvinnslan í vandræðum vegna skorts á vinnuafli: Spurning um að flytja inn fólk Fiskvinnslufyrirtæki í Vestmanna- eyjum bæjarins hafa verið í miklum vandræðum með að manna vinnsl- una hjá sér á vertíðinni. Godthaab í Nöf hefur verið að auka við sig og hefur verið að auglýsa eftir vönum konum í vinnsluna. Daði Pálsson sagði að þá vantaði tíu vanar konur í heils- dagsvinnu. Hann sagði nokkra hafa haft samband eftir auglýsinguna en ekkert af vönu fólki. Hann hafi samt ráðið tvær en ítrekar að enn vanti fólk. „Megnið af starfsfólkinu hjá mér vill bara vinna hálfan daginn en okkur bráðvantar fólk sem vill vinna meira.“ Hann segir skort á vinnuafli mikið áhyggjuefni. „Það er ekki hægt að reka fiskvinnslu hér ef vinnuafl vantar og það verður eitthvað að fara að gerast í þeim efnum,“ sagði hann og velti fyrir sér innflutningi á vinnuafli. Viðar Elíasson hjá Fiskvinnslunni Narfa ehf. segir vandamálið árstíðabundið, erfitt sé að manna yfir vertíðina en ekkert mál yfir sumarið þegar skólakrakkarnir koma á vinnumarkaðinn. „Við hefðum vel getað bætt við okkur fólki í vetur og þá erum við að tala um fólk sem er tilbúið að vinna, þessi fyrirtæki eru ekki félags- málastofnanir,“ sagði Viðar og bætti við aðspurður að hann hafi orðið var við að fólk réði sig í vinnu en væri ekki tilbúið að leggja á sig þá vinnu sem því ber. „Ef það á að halda uppi fisk- vinnslufyrirtækjum í Eyjum, þá verður að vera framboð af fólki til vinnu.“ Magnús Freyr Valsson hjá Kinn ehf. sagði að hann hafi ioks verið með fullmannað hjá sér tveimur vikum áður en vertíð kláraðist. Hann bætti við vinnu þeirra sem fyrir voru þannig að á tímabili var unnið til sjö á kvöldin alla daga vikunnar. „Þetta er árleg barátta og hingað vantar fleira fólk sem er tilbúið að vinna erfiða vinnu og hefur úthald og heilsufar í það. Skólakrakkarnir hafa komið sterkir inn en þetta er ekkert sér vest- manneyskt vandamál, heldur vandamál á landsvísu." Sextíu manns á atvinnu- leysisskrá Margo Renner hjá Vinnumiðlun sagði að í gær hafi um sextíu manns skráð sig á atvinnuleysis- skrá. „Helmingurinn af þessu fólki er í íhlaupavinnu eða hlutastörfum sem eru óregluleg. Til dæmis uppi á Sjúkrahúsi, á Hraunbúðum eða í vaktavinnu annars staðar. Sumir sem skrá sig eru aðeins 25% skráðir atvinnulausir. Þar erum við að tala um fólk sem var í full- ri vinnu en var sagt upp og fékk aðeins hlutastarf aftur." Hún segir þetta vera mestmegnis verkafólk en einnig sjómenn. „Stíganda VE var lagt fyrir sköm- mu og komu þá nokkrir sjómenn á skrá hjá okkur en sjómenn eru dugiegir að finna sér afleysin- gapláss en koma svo aftur til okkar þess á milli." Margo segir um það bil 25% þeirra sem skráðir eru atvinnu- lausir vera fólk með skerta starfs- getu. „Þar erum við að tala um fólk með gigt, bakveiki og fleira í þeim dúr. Þetta er fólk sem vantar létta vinnu og treystir sér ekki í erfiða fiskvinnslu. Síðan eru önnur 25% sem eru með loforð um vinnu á næstunni, fólk sem var á loðnuvertíð og er að bíða eftir næsta verkefni eða fólk sem er á leið héðan.“ Margo segist kannast við kvart- anir um að ekki fáist fólk í ftskvinnslu en bendir á að Vinnumiðlun sé dugleg að senda fólk í viðtöl í stöðvarnar. Hún segir þó ekki einfalt fyrir konur með börn að fara í vinnu í fiskvinnslu. „Við getum tekið Godthaab sem dæmi. Þau vilja bara heilsdagsfólk sem getur byrj- að klukkan sjö á morgnanna. Ef þessar konur eru með börn koma þær ekki til greina, enda eru leik- skólamir ekki opnir hér klukkan sjö á morgnana. Það eru líka ákveðnar grunsemdir um að þes- sar ástæður séu stundum notaðar sem afsökun til að losa sig við barnafólk.“ Að lokum sagði Margo að þau væru mjög ánægð með þróun atvinnuleysisskrár um þessar mundir en atvinnulausum hefur fækkað umtalsvert. „Við erum nú með færra fólk á skrá heldur en Selfoss og vill ég sérstaklega hrósa Vestmannaeyjabæ sem hefur verið duglegur að sækja um átaksverkefni og eru nokkur slík að fara af stað í sumar.“ Fegurðardrottning Hefur alla tíð I Vestmannaeyja 1985 fí . neitað sök Halla Einarsdóttir lítur Mál Sigurðar fyrir yfir farinn veg Mannréttindadómstól Miðopna Blaðsíða 16. TM-Öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaöu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. 'tw ORYGGI Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 , Rettmgar og sprautun SímÍA8lJL535- Áætlun Landsflugs gildirfra lö.februar frá RVK frá VEY mán-fös 07:30 08:15 miö-sun 12:00 12:45 fös 18:45 19:30 lau 16:45 17:30 sun-fim 17:30 18:15 P*' Kynntu þér nettilboðin á LANDSFLUG www.flugfelag.is ) 481 3300/570 3030

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.